1Hann kallaði saman þá tólf og gaf þeim mátt og vald yfir öllum illum öndum og til að lækna sjúkdóma.
1Og han kalte de tolv sammen og gav dem makt og myndighet over alle de onde ånder og til å helbrede sykdommer,
2Hann sendi þá að boða Guðs ríki og græða sjúka
2og han sendte dem ut for å forkynne Guds rike og helbrede syke.
3og sagði við þá: ,,Takið ekkert til ferðarinnar, hvorki staf né mal, brauð né silfur, og enginn hafi tvo kyrtla.
3Og han sa til dem: Ta ikke noget med på veien, hverken stav eller skreppe eller brød eller penger! heller ikke skal I ha to kjortler hver.
4Og hvar sem þér fáið inni, þar sé aðsetur yðar og þaðan skuluð þér leggja upp að nýju.
4Og i det hus I kommer inn i, der skal I bli, og fra det skal I dra videre.
5En taki menn ekki við yður, þá farið úr borg þeirra og hristið dustið af fótum yðar til vitnisburðar gegn þeim.``
5Og hvert sted hvor de ikke tar imot eder, gå ut av den by og ryst støvet av eders føtter til et vidnesbyrd mot dem!
6Þeir lögðu af stað og fóru um þorpin, fluttu fagnaðarerindið og læknuðu hvarvetna.
6Så gikk de ut og drog omkring fra by til by og forkynte evangeliet og helbredet folk allesteds.
7En Heródes fjórðungsstjóri frétti allt, sem gjörst hafði, og vissi ekki, hvað hann átti að halda, því sumir sögðu, að Jóhannes væri risinn upp frá dauðum,
7Men fjerdingsfyrsten Herodes fikk høre om alt det som skjedde, og han var i stor tvil, fordi det blev sagt av nogen at Johannes var opstanden fra de døde,
8aðrir, að Elía væri kominn fram, enn aðrir, að einn hinna fornu spámanna væri risinn upp.
8men av andre at Elias hadde vist sig, men av andre igjen at en profet, en av de gamle, var opstanden.
9Heródes sagði: ,,Jóhannes lét ég hálshöggva, en hver er þessi, er ég heyri þvílíkt um?`` Og hann leitaði færis að sjá hann.
9Og Herodes sa: Johannes lot jeg halshugge; men hvem er denne, som jeg hører sådant om? Og han søkte å få se ham.
10Postularnir komu aftur og skýrðu Jesú frá öllu því, er þeir höfðu gjört, en hann tók þá með sér og vék brott til bæjar, sem heitir Betsaída, að þeir væru einir saman.
10Og apostlene kom tilbake og fortalte ham alt det de hadde gjort; og han tok dem med sig og drog avsides til en by som heter Betsaida.
11Mannfjöldinn varð þess var og fór á eftir honum. Hann tók þeim vel og talaði við þá um Guðs ríki og læknaði þá, er lækningar þurftu.
11Men da folket fikk det å vite, fulgte de efter ham; og han tok imot dem og talte til dem om Guds rike, og helbredet dem som trengte til lægedom.
12Nú tók degi að halla. Komu þá þeir tólf að máli við hann og sögðu: ,,Lát þú mannfjöldann fara, að þeir geti náð til þorpa og býla hér í kring og náttað sig og fengið mat, því að hér erum vér á óbyggðum stað.``
12Men dagen begynte å helle; da gikk de tolv til ham og sa: La folket fare, så de kan gå bort i byene og bygdene heromkring og få herberge og finne føde! for her er vi på et øde sted.
13En hann sagði við þá: ,,Gefið þeim sjálfir að eta.`` Þeir svöruðu: ,,Vér eigum ekki meira en fimm brauð og tvo fiska, nema þá vér förum og kaupum vistir handa öllu þessu fólki.``
13Han sa da til dem: Gi I dem å ete! Men de sa: Vi har ikke mere enn fem brød og to fisker, medmindre vi skulde gå bort og kjøpe mat til alt dette folk.
14En þar voru um fimm þúsund karlmenn. Hann sagði þá við lærisveina sína: ,,Látið þá setjast í hópa, um fimmtíu í hverjum.``
14For det var omkring fem tusen menn. Da sa han til sine disipler: La dem sette sig ned i lag på femti mann!
15Þeir gjörðu svo og létu alla setjast.
15Og de gjorde så og lot alle sette sig ned.
16En hann tók brauðin fimm og fiskana tvo, leit upp til himins, þakkaði Guði fyrir þau og braut og gaf lærisveinunum að bera fram fyrir mannfjöldann.
16Da tok han de fem brød og de to fisker, så op mot himmelen og velsignet dem, og han brøt dem og gav dem til disiplene, forat de skulde dele ut til folket.
17Og þeir neyttu allir og urðu mettir. En leifarnar eftir þá voru teknar saman, tólf körfur brauðbita.
17Og de åt og blev mette alle sammen; og da de tok op de stykker som var blitt tilovers efter dem, blev det tolv kurver.
18Svo bar við, að hann var einn á bæn og lærisveinarnir hjá honum. Þá spurði hann þá: ,,Hvern segir fólkið mig vera?``
18Og det skjedde engang mens han bad, og disiplene var alene med ham, da spurte han dem og sa: Hvem sier folket at jeg er?
19Þeir svöruðu: ,,Jóhannes skírara, aðrir Elía og aðrir, að einn hinna fornu spámanna sé risinn upp.``
19De svarte: Døperen Johannes; andre at du er Elias; andre igjen at en profet, en av de gamle, er opstanden.
20Og hann sagði við þá: ,,En þér, hvern segið þér mig vera?`` Pétur svaraði: ,,Krist Guðs.``
20Han sa til dem: Men I, hvem sier I at jeg er? Da svarte Peter: Guds Messias.
21Hann lagði ríkt á við þá að segja þetta engum
21Men han bød dem strengt at de ikke skulde si dette til nogen,
22og mælti: ,,Mannssonurinn á margt að líða, honum mun útskúfað verða af öldungum, æðstu prestum og fræðimönnum, hann mun líflátinn, en upp rísa á þriðja degi.``
22og han sa: Menneskesønnen skal lide meget og forkastes av de eldste og yppersteprestene og de skriftlærde og slåes ihjel, og opstå på den tredje dag.
23Og hann sagði við alla: ,,Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn daglega og fylgi mér.
23Og han sa til alle: Vil nogen komme efter mig, da må han fornekte sig selv og hver dag ta sitt kors op og følge mig.
24Því að hver sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því, og hver sem týnir lífi sínu mín vegna, hann mun bjarga því.
24For den som vil berge sitt liv, skal miste det, men den som mister sitt liv for min skyld, han skal berge det.
25Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, en týna eða fyrirgjöra sjálfum sér?
25For hvad gagner det et menneske om han vinner den hele verden, men mister sig selv eller tar skade på sig selv?
26En þann sem blygðast sín fyrir mig og mín orð, mun Mannssonurinn blygðast sín fyrir, er hann kemur í dýrð sinni og föðurins og heilagra engla.
26For den som skammer sig ved mig og mine ord, ham skal også Menneskesønnen skamme sig ved når han kommer i sin og sin Faders og de hellige englers herlighet.
27En ég segi yður með sanni: Nokkrir þeirra, sem hér standa, munu eigi dauða bíða, fyrr en þeir sjá Guðs ríki.``
27Jeg sier eder for sant: Nogen av dem som her står, skal ikke smake døden før de ser Guds rike.
28Svo bar við um átta dögum eftir ræðu þessa, að hann tók með sér þá Pétur, Jóhannes og Jakob og gekk upp á fjallið að biðjast fyrir.
28Og det skjedde omkring åtte dager efterat han hadde talt dette, at han tok med sig Peter og Johannes og Jakob og gikk op i fjellet for å bede.
29Og er hann var að biðjast fyrir, varð yfirlit ásjónu hans annað, og klæði hans urðu hvít og skínandi.
29Og mens han bad, blev hans åsyn anderledes å se til, og hans klædning blev hvit og skinte som lynet.
30Og tveir menn voru á tali við hann. Það voru þeir Móse og Elía.
30Og se, to menn talte med ham, og det var Moses og Elias;
31Þeir birtust í dýrð og ræddu um brottför hans, er hann skyldi fullna í Jerúsalem.
31de viste sig i herlighet og talte om hans bortgang, som han skulde fullbyrde i Jerusalem.
32Þá Pétur og félaga hans sótti mjög svefn, en nú vöknuðu þeir og sáu dýrð hans og mennina tvo, er stóðu hjá honum.
32Peter og de som var med ham, var tunge av søvn; men da de blev fullt våkne, så de hans herlighet og de to menn som stod hos ham.
33Þegar þeir voru að skilja við Jesú, mælti Pétur við hann: ,,Meistari, gott er, að vér erum hér. Gjörum þrjár tjaldbúðir, þér eina, Móse eina og Elía eina.`` Ekki vissi hann, hvað hann sagði.
33Og det skjedde da de skiltes fra ham, da sa Peter til Jesus: Mester! det er godt at vi er her; la oss gjøre tre boliger, en til dig, og en til Moses, og en til Elias! - han visste ikke hvad han sa.
34Um leið og hann mælti þetta, kom ský og skyggði yfir þá, og urðu þeir hræddir, er þeir komu inn í skýið.
34Som han sa dette, kom en sky og overskygget dem; og de blev forferdet da de kom inn i skyen.
35Og rödd kom úr skýinu og sagði: ,,Þessi er sonur minn, útvalinn, hlýðið á hann!``
35Og det kom en røst ut av skyen: Dette er min Sønn, den utvalgte; ham skal I høre!
36Er röddin hafði talað, var Jesús einn. Og þeir þögðu og sögðu á þeim dögum engum frá neinu því, sem þeir höfðu séð.
36Og da røsten kom, var ingen å se, uten Jesus alene. Og de tidde stille og fortalte ingen i de dager noget av det som de hadde sett.
37Daginn eftir, er þeir fóru ofan af fjallinu, kom mikill mannfjöldi á móti honum.
37Og det skjedde dagen derefter, da de kom ned fra fjellet, at meget folk kom ham i møte.
38Og maður nokkur úr mannfjöldanum hrópar: ,,Meistari, ég bið þig að líta á son minn, því að hann er einkabarnið mitt.
38Og se, en mann av folket ropte: Mester! jeg ber dig: Se til min sønn! for han er min eneste,
39Það er andi, sem grípur hann, og þá æpir hann skyndilega. Hann teygir hann svo að hann froðufellir, og víkur varla frá honum og er að gjöra út af við hann.
39og se, en ånd griper ham, og straks setter han i et skrik, og den sliter i ham så han fråder; og det er så vidt den slipper ham, og ille farer den da med ham;
40Ég bað lærisveina þína að reka hann út, en þeir gátu það ekki.``
40og jeg bad dine disipler at de skulde drive den ut, men de kunde ikke.
41Jesús svaraði: ,,Ó, þú vantrúa og rangsnúna kynslóð, hversu lengi á ég að vera hjá yður og umbera yður? Fær þú hingað son þinn.``
41Jesus svarte og sa: Du vantro og vrange slekt! hvor lenge skal jeg være hos eder og tåle eder? Før din sønn hit!
42Þegar hann var að koma, slengdi illi andinn honum flötum og teygði hann ákaflega. En Jesús hastaði á óhreina andann, læknaði sveininn og gaf hann aftur föður hans.
42Ennu mens han var på veien til ham, rev og slet den onde ånd i ham; men Jesus truet den urene ånd og helbredet gutten og gav ham tilbake til hans far.
43Og allir undruðust stórum veldi Guðs. Þá er allir dáðu allt það, er hann gjörði, sagði hann við lærisveina sína:
43Og alle var slått av forundring over Guds storhet.
44,,Festið þessi orð í huga: ,Mannssonurinn verður framseldur í manna hendur.```
44Men mens alle undret sig over alt det han gjorde, sa han til sine disipler: Gjem disse ord i eders ører: Menneskesønnen skal overgis i menneskers hender!
45En þeir skildu ekki þessi orð, og þetta var þeim hulið, svo að þeir skynjuðu það ekki. Og þeir þorðu ekki að spyrja hann um þetta.
45Men de skjønte ikke dette ord, og det var skjult for dem, så de ikke fattet det, og de fryktet for å spørre ham om dette ord.
46Sú spurning kom fram meðal þeirra, hver þeirra væri mestur.
46Men det kom en tanke op i dem om hvem som vel var den største av dem.
47Jesús vissi, hvað þeir hugsuðu í hjörtum sínum, og tók lítið barn, setti það hjá sér
47Men da Jesus så deres hjertes tanke, tok han et lite barn og stilte det ved siden av sig
48og sagði við þá: ,,Hver sem tekur við þessu barni í mínu nafni, tekur við mér, og hver sem tekur við mér, tekur við þeim, er sendi mig. Því að sá sem minnstur er meðal yðar allra, hann er mestur.``
48og sa til dem: Den som tar imot dette lille barn for mitt navns skyld, tar imot mig, og den som tar imot mig, tar imot ham som sendte mig; for den som er den minste iblandt eder alle, han er stor.
49Jóhannes tók til máls: ,,Meistari, vér sáum mann reka út illa anda í þínu nafni, og vildum vér varna honum þess, af því að hann fylgir oss ekki.``
49Da svarte Johannes og sa: Mester! vi så en som drev ut onde ånder i ditt navn, og vi forbød ham det, fordi han ikke er i følge med oss.
50En Jesús sagði við hann: ,,Varnið þess ekki. Sá sem er ekki á móti yður, er með yður.``
50Og Jesus sa til ham: Forbyd det ikke! for den som ikke er imot eder, er med eder.
51Nú fullnaðist brátt sá tími, er hann skyldi upp numinn verða. Beindi hann þá augum til Jerúsalem, einráðinn að fara þangað.
51Og det skjedde da det led mot tiden at han skulde optas, da vendte han sitt åsyn mot Jerusalem for å dra der op,
52Og hann lét sendiboða fara á undan sér. Þeir fóru og komu í Samverjaþorp nokkurt til að búa honum gistingu.
52og han sendte bud foran sig. De gikk da avsted, og kom inn i en samaritansk by for å gjøre i stand for ham;
53En þeir tóku ekki við honum, því hann var á leið til Jerúsalem.
53og de tok ikke imot ham, fordi hans åsyn var vendt mot Jerusalem.
54Þegar lærisveinar hans, þeir Jakob og Jóhannes, sáu það, sögðu þeir: ,,Herra, eigum vér að bjóða, að eldur falli af himni og tortími þeim?``
54Da hans disipler Jakob og Johannes så det, sa de: Herre! vil du vi skal byde ild fare ned fra himmelen og fortære dem, likesom Elias gjorde?
55En hann sneri sér við og ávítaði þá [og sagði: ,,Ekki vitið þið, hvers anda þið eruð.
55Men han vendte sig om og talte strengt til dem og sa: I vet ikke av hvad ånd I er.
56Mannssonurinn er ekki kominn til að tortíma mannslífum, heldur til að frelsa.``] Og þeir fóru í annað þorp.
56For Menneskesønnen er ikke kommet for å ødelegge menneskeliv, men for å frelse. Og de gikk til en annen by.
57Þegar þeir voru á ferð á veginum, sagði maður nokkur við hann: ,,Ég vil fylgja þér, hvert sem þú ferð.``
57Og det skjedde mens de vandret på veien, da sa en til ham: Jeg vil følge dig hvorhen du går.
58Jesús sagði við hann: ,,Refar eiga greni og fuglar himins hreiður, en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla.``
58Og Jesus sa til ham: Revene har huler, og himmelens fugler reder; men Menneskesønnen har ikke det han kan helle sitt hode til.
59Við annan sagði hann: ,,Fylg þú mér!`` Sá mælti: ,,Herra, leyf mér fyrst að fara og jarða föður minn.``
59Han sa til en annen: Følg mig! Men han sa: Herre! gi mig først lov til å gå bort og begrave min far!
60Jesús svaraði: ,,Lát hina dauðu jarða sína dauðu, en far þú og boða Guðs ríki.``
60Men han sa til ham: La de døde begrave sine døde; men gå du avsted og forkynn Guds rike!
61Enn annar sagði: ,,Ég vil fylgja þér, herra, en leyf mér fyrst að kveðja fólk mitt heima.``En Jesús sagði við hann: ,,Enginn, sem leggur hönd á plóginn og horfir aftur, er hæfur í Guðs ríki.``
61Også en annen sa: Jeg vil følge dig, Herre! men gi mig først lov til å si farvel til dem der hjemme!
62En Jesús sagði við hann: ,,Enginn, sem leggur hönd á plóginn og horfir aftur, er hæfur í Guðs ríki.``
62Men Jesus sa til ham: Ingen som legger sin hånd på plogen og ser sig tilbake, er skikket for Guds rike.