Icelandic

Norwegian

Numbers

14

1Þá æpti allur söfnuðurinn upp yfir sig, og fólkið grét þá nótt.
1Da tok hele menigheten til å rope og skrike, og folket gråt hele natten.
2Og allir Ísraelsmenn mögluðu gegn Móse og Aroni, og allur söfnuðurinn sagði við þá: ,,Guð gæfi, að vér hefðum dáið í Egyptalandi eða vér hefðum dáið í þessari eyðimörk!
2Og alle Israels barn knurret mot Moses og Aron, og hele menigheten sa til dem: Gid vi var død i Egyptens land eller her i ørkenen! Å, at vi var død!
3Hví leiðir Drottinn oss inn í þetta land til þess að falla fyrir sverði? Konur vorar og börn munu verða að herfangi. Mun oss eigi betra að snúa aftur til Egyptalands?``
3Hvorfor fører Herren oss inn i dette land, så vi må falle for sverdet? Våre hustruer og våre barn vil bli til rov. Var det ikke bedre for oss å vende tilbake til Egypten?
4Og þeir sögðu hver við annan: ,,Tökum oss foringja og hverfum aftur til Egyptalands!``
4Og de sa til hverandre: La oss velge oss en høvding og vende tilbake til Egypten!
5Þá féllu þeir Móse og Aron á ásjónur sínar frammi fyrir allri samkomu safnaðar Ísraelsmanna.
5Da falt Moses og Aron ned på sitt ansikt foran hele den forsamlede menighet av Israels barn.
6En Jósúa Núnsson og Kaleb Jefúnneson, tveir þeirra, sem kannað höfðu landið, rifu klæði sín.
6Og Josva, Nuns sønn, og Kaleb, Jefunnes sønn, som var blandt dem som hadde utspeidet landet, sønderrev sine klær
7Og þeir sögðu við allan söfnuð Ísraelsmanna: ,,Land það, sem vér fórum um til þess að kanna það, er mesta ágætisland.
7og talte til hele Israels barns menighet og sa: Det land som vi drog igjennem for å utspeide det, er et overmåte godt land.
8Ef Drottinn hefir á oss velþóknun, þá mun hann flytja oss inn í þetta land og gefa oss það, landið, sem flýtur í mjólk og hunangi.
8Dersom Herren har velbehag i oss, så fører han oss inn i dette land og gir oss det - et land som flyter med melk og honning.
9Gjörið aðeins ekki uppreisn móti Drottni og hræðist ekki landsfólkið, því að þeir eru brauð vort. Vikin er frá þeim vörn þeirra, en Drottinn er með oss! Hræðist þá eigi!``
9Sett eder bare ikke op mot Herren og vær ikke redde for folket i det land, for vi skal fortære dem som det var brød; deres vern er veket fra dem, og Herren er med oss, vær ikke redde for dem!
10Allur söfnuðurinn vildi berja þá grjóti, en þá birtist dýrð Drottins í samfundatjaldinu öllum Ísraelsmönnum.
10Da vilde hele menigheten stene dem; men Herrens herlighet åpenbarte sig i sammenkomstens telt for alle Israels barn.
11Drottinn sagði við Móse: ,,Hversu lengi mun þessi þjóð halda áfram að fyrirlíta mig, og hversu lengi munu þeir vantreysta mér, þrátt fyrir öll þau tákn, sem ég hefi gjört meðal þeirra?
11Og Herren sa til Moses: Hvor lenge skal dette folk forakte mig, og hvor lenge vil de la være å tro på mig, enda jeg har gjort så mange tegn iblandt dem?
12Mun ég nú slá þá með drepsótt og tortíma þeim, en þig mun ég gjöra að þjóð, meiri og voldugri en þeir eru.``
12Jeg vil slå dem med pest og utrydde dem, og så vil jeg gjøre dig til et større og sterkere folk enn dette.
13Móse sagði við Drottin: ,,En Egyptar hafa heyrt, að þú hafir með mætti þínum flutt þennan lýð burt frá þeim,
13Da sa Moses til Herren: Egypterne har hørt at du med din kraft har ført dette folk ut fra dem,
14og þeir hafa sagt það íbúum þessa lands. Þeir hafa heyrt, að þú, Drottinn, sért meðal þessa fólks, að þú, Drottinn, hafir birst þeim augliti til auglitis, og að ský þitt standi yfir þeim og að þú gangir fyrir þeim í skýstólpa um daga og í eldstólpa um nætur.
14og de har sagt det til dette lands innbyggere; de har hørt at du, Herre, er midt iblandt dette folk, at du, Herre, har åpenbaret dig for dem øie til øie, og at din sky står over dem, og at du går foran dem i en skystøtte om dagen og i en ildstøtte om natten.
15Ef þú nú drepur fólk þetta sem einn mann, munu þjóðir þær, er spurnir hafa af þér haft, mæla á þessa leið:
15Men dreper du nu dette folk, alle som en, da kommer hedningene, som har hørt ditt ry, til å si:
16,Af því að Drottinn megnaði eigi að leiða þennan lýð inn í landið, sem hann hafði svarið þeim, þá slátraði hann þeim í eyðimörkinni.`
16Herren maktet ikke å føre dette folk inn i det land han hadde tilsvoret dem, derfor slaktet han dem ned i ørkenen.
17Sýn nú mátt þinn mikinn, Drottinn minn, eins og þú hefir heitið, þá er þú sagðir:
17Men la nu din kraft, Herre, vise sig stor, som du har talt og sagt:
18,Drottinn er þolinmóður og gæskuríkur, fyrirgefur misgjörðir og afbrot, en lætur þau þó eigi með öllu óhegnd, heldur vitjar misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið.`
18Herren er langmodig og rik på miskunnhet, han forlater misgjerning og overtredelse; men han lar ikke den skyldige ustraffet, han hjemsøker fedres misgjerning på barn, på dem i tredje og på dem i fjerde ledd.
19Fyrirgef misgjörðir þessa fólks eftir mikilli miskunn þinni og eins og þú hefir fyrirgefið þessu fólki frá Egyptalandi og hingað.``
19Tilgi da dette folk dets misgjerning efter din store miskunnhet, som du har tilgitt dem hele veien fra Egypten og hit!
20Drottinn sagði: ,,Ég fyrirgef, eins og þú biður.
20Da sa Herren: Jeg har tilgitt dem efter ditt ord.
21En svo sannarlega sem ég lifi og öll jörðin er full af dýrð Drottins:
21Men sa sant jeg lever og hele jorden er full av Herrens herlighet,
22Allir þeir menn, sem séð hafa dýrð mína og tákn mín, þau er ég gjörði í Egyptalandi og í eyðimörkinni, og nú hafa freistað mín tíu sinnum og óhlýðnast röddu minni,
22så skal alle de menn som har sett min herlighet og de tegn som Jeg har gjort i Egypten og i ørkenen, og som nu har fristet mig ti ganger og ikke hørt på min røst,
23þeir skulu vissulega ekki sjá landið, sem ég sór feðrum þeirra. Og engir þeirra manna, sem mig hafa fyrirlitið, skulu sjá það.
23sannelig, de skal ikke se det land jeg bar tilsvoret deres fedre; ingen som har foraktet mig, skal få se det
24En af því að annar andi er yfir þjóni mínum Kaleb, og af því að hann hefir fylgt mér trúlega, þá vil ég leiða hann inn í landið, sem hann fór til, og niðjar hans skulu eignast það.
24Men min tjener Kaleb - fordi det var en annen ånd i ham, og han trolig fulgte mig, så vil jeg føre ham inn i det land han har vært i, og hans ætt skal eie det.
25En Amalekítar og Kanaanítar búa á láglendinu. Snúið við á morgun og farið í eyðimörkina leiðina til Sefhafs.``
25Men amalekittene og kana'anittene bor her i dalen; vend derfor om imorgen og dra ut i ørkenen på veien til det Røde Hav!
26Drottinn talaði við Móse og Aron og sagði:
26Og Herren talte til Moses og Aron og sa:
27,,Hversu lengi á ég að umbera þennan illa lýð, sem möglar í gegn mér? Ég hefi heyrt kurr Ísraelsmanna, er þeir hafa gjört í gegn mér.
27Hvor lenge skal denne onde menighet holde på å knurre mot mig? Jeg har hørt Israels barns knurr, hvorledes de knurrer mot mig.
28Seg þú þeim: ,Svo sannarlega sem ég lifi _ segir Drottinn _, eins og þér hafið talað í mín eyru, svo mun ég við yður gjöra.
28Si til dem: Så sant jeg lever, sier Herren: Som I har talt for mine ører*, således vil jeg gjøre med eder: / {* 4MO 14, 2.}
29Í þessari eyðimörk skuluð þér dauðir hníga, allir þér, sem taldir voruð, með fullri tölu, frá tvítugs aldri og þaðan af eldri, þér sem möglað hafið í gegn mér.
29I denne ørken skal eders døde kropper falle, alle de blandt eder som blev mønstret, så mange som I er, fra tyveårsalderen og opover, I som har knurret mot mig;
30Þér skuluð vissulega ekki koma inn í landið, sem ég sór að gefa yður til bústaðar, nema Kaleb Jefúnneson og Jósúa Núnsson.
30sannelig, I skal ikke komme inn i det land som jeg med opløftet hånd har svoret å ville la eder bo i, undtagen Kaleb, Jefunnes sønn, og Josva, Nuns sønn.
31En börn yðar, er þér sögðuð að verða mundu að herfangi, þau mun ég flytja þangað, og þau munu fá að kynnast landinu, sem þér höfnuðuð.
31Eders barn, som I sa vilde bli til rov, dem vil jeg føre der inn, og de skal lære det land å kjenne som I har ringeaktet.
32En sjálfir skuluð þér dauðir hníga í þessari eyðimörk.
32Men eders døde kropper skal falle i denne ørken.
33Og synir yðar skulu fara með hjarðir um eyðimörkina í fjörutíu ár og gjalda fráhvarfs yðar, uns þér allir liggið dauðir í eyðimörkinni.
33Og eders barn skal flakke om som hyrder i ørkenen i firti år og bøte for eders utroskap mot Herren, inntil I alle er blitt til lik i ørkenen.
34Eins og þér voruð í fjörutíu daga að kanna landið, svo skuluð þér bera misgjörð yðar í fjörutíu ár, eitt ár fyrir hvern dag, og fá að reyna, hvað það er að vera yfirgefinn af mér.`
34Likesom I utspeidet landet i firti dager, således skal I lide for eders misgjerninger i firti år, et år for hver dag; og I skal kjenne at jeg har vendt mig bort fra eder.
35Ég Drottinn hefi sagt: ,Sannarlega mun ég svo gjöra við allan þennan illa lýð, sem gjört hefir samblástur móti mér. Í þessari eyðimörk skulu þeir farast og þar skulu þeir deyja.```
35Jeg, Herren, har sagt: Sannelig, således vil jeg gjøre med hele denne onde menighet, som har sammensvoret sig mot mig; her i ørkenen skal de gå til grunne, her skal de dø.
36Þeir menn, sem Móse hafði sent til að kanna landið og aftur hurfu og komu öllum lýðnum til að mögla móti honum með því að segja illt af landinu, _
36De menn som Moses hadde sendt for å utspeide landet, og som var kommet tilbake og hadde fått hele menigheten til å knurre mot ham ved å tale ille om landet,
37þeir menn, sem lastað höfðu landið, biðu bráðan bana fyrir augliti Drottins.
37disse menn, som hadde talt ille om landet, blev slått ned for Herrens åsyn og døde.
38En Jósúa Núnsson og Kaleb Jefúnneson lifðu eftir af þeim mönnum, sem farið höfðu að kanna landið.
38Bare Josva, Nuns sønn, og Kaleb, Jefunnes sønn, blev i live av de menn som var gått avsted for å utspeide landet.
39Móse flutti öllum Ísraelsmönnum þessi orð. Varð fólkið þá mjög sorgbitið.
39Og Moses bar disse ord frem for alle Israels barn; da sørget folket sårt.
40Og þeir risu árla um morguninn og gengu upp á fjallshrygginn og sögðu: ,,Hér erum vér! Viljum vér nú fara til þess staðar, sem Drottinn hefir talað um, því að vér höfum syndgað!``
40Og de stod tidlig op om morgenen og drog opover mot fjellhøiden og sa: Se, her er vi, og vi vil dra op til det sted som Herren har talt om; for vi har syndet.
41Þá mælti Móse: ,,Hví brjótið þér boð Drottins? Það mun eigi lánast!
41Men Moses sa: Hvorfor overtreder I Herrens bud? Det vil ikke lykkes.
42Farið eigi, því að Drottinn er eigi meðal yðar, svo að þér bíðið eigi ósigur fyrir óvinum yðar.
42Dra ikke der op! For Herren er ikke blandt eder, I kommer bare til å bli slått av eders fiender.
43Amalekítar og Kanaanítar eru þar fyrir yður, og þér munuð falla fyrir sverði. Sökum þess að þér hafið snúið baki við Drottni, mun Drottinn eigi með yður vera.``
43For amalekittene og kana'anittene vil møte eder der, og I skal falle for sverdet, fordi I har vendt eder bort fra Herren, og Herren vil ikke være med eder.
44En þeir létu eigi af þrályndi sínu og fóru upp á fjallstindinn, en sáttmálsörk Drottins og Móse viku eigi úr herbúðunum.Þá komu Amalekítar og Kanaanítar, er á fjalli þessu bjuggu, ofan, unnu sigur á þeim og tvístruðu þeim alla leið til Horma.
44Men de drog i overmodig tross op til fjellhøiden; men Herrens pakts ark og Moses forlot ikke leiren.
45Þá komu Amalekítar og Kanaanítar, er á fjalli þessu bjuggu, ofan, unnu sigur á þeim og tvístruðu þeim alla leið til Horma.
45Da kom amalekittene og kana'anittene, som bodde der på fjellet, ned og slo dem sønder og sammen og forfulgte dem like til Horma.