Icelandic

Norwegian

Numbers

23

1Þá mælti Bíleam við Balak: ,,Gjör þú mér hér sjö ölturu og fá mér hingað sjö uxa og sjö hrúta.``
1Da sa Bileam til Balak: Bygg syv alter for mig her, og la mig få hit syv okser og syv værer!
2Og Balak gjörði sem Bíleam sagði, og Balak og Bíleam fórnuðu uxa og hrút á altari hverju.
2Balak gjorde som Bileam sa; og Balak og Bileam ofret en okse og en vær på hvert alter.
3Bíleam sagði við Balak: ,,Statt þú hér hjá brennifórn þinni, ég ætla að ganga burt. Vera má að Drottinn kunni að koma til móts við mig, en hvað sem hann birtir mér, skal ég tjá þér.`` Fór hann þá upp á skóglausa hæð.
3Så sa Bileam til Balak: Bli stående her ved ditt brennoffer, så vil jeg gå bort en stund; kanskje Herren kommer mig i møte, og hvad han lar mig skue, det skal jeg la dig få vite. Så gikk han op på en bar høide.
4Og Guð kom til móts við Bíleam, og Bíleam sagði við hann: ,,Ég hefi búið sjö ölturu og fórnað uxa og hrút á hverju altari.``
4Der kom Gud Bileam i møte, og Bileam sa til ham: Nu har jeg stelt til syv alter og ofret en okse og en vær på hvert alter.
5Drottinn lagði þá Bíleam orð í munn og sagði: ,,Far þú aftur til Balaks, og mæl svo sem ég segi þér.``
5Da la Herren et ord i Bileams munn og sa: Vend tilbake til Balak og tal som jeg har sagt dig!
6Fór hann þá aftur til hans. Og sjá, hann stóð hjá brennifórn sinni og allir höfðingjar Móabs með honum.
6Da han kom tilbake, så han Balak stå ved sitt brennoffer sammen med alle Moabs høvdinger.
7Flutti hann þá kvæði sitt og mælti: Til Mesópótamíu lét Balak sækja mig, konungur Móabs, til hinna austlægu fjalla. ,,Kom þú, bölva Jakob fyrir mig, kom þú, formæl Ísrael!``
7Da tok han til å kvede og sa: Fra Aram henter mig Balak, fra Østens fjell Moabs konge: Kom og forbann for mig Jakob! Kom og tal ondt over Israel!
8Hvernig má ég biðja bölbæna þeim, er Guð eigi biður bölbæna, og hvernig má ég formæla þeim, er Drottinn eigi formælir?
8Hvorledes skal jeg forbanne den Gud ikke forbanner? Hvorledes skal jeg tale ondt over den Herren ikke taler ondt over?
9Af fjallstindinum sé ég hann, og af hæðunum lít ég hann. Hann er þjóðflokkur, sem býr einn sér og telur sig eigi meðal hinna þjóðanna.
9For fra fjellets tinde ser jeg ham, og fra høidene skuer jeg ham: Se, det er et folk som bor for sig selv, og blandt hedningefolkene regner det sig ikke.
10Hver mun telja mega duft Jakobs, og hver mun fá tölu komið á fjöld Ísraels? Deyi önd mín dauða réttlátra og verði endalok mín sem þeirra.
10Hvem teller Jakobs ætt, tall-løs som støvet, eller endog bare fjerdedelen av Israel? Min sjel dø de opriktiges død, og mitt endelikt vorde som deres!
11Þá sagði Balak við Bíleam: ,,Hvað hefir þú gjört mér? Ég fékk þig til þess að biðja óvinum mínum bölbæna, og sjá, þú hefir margblessað þá.``
11Da sa Balak til Bileam: Hvad har du gjort mot mig? Til å forbanne mine fiender hentet jeg dig, og se, du har velsignet!
12En Bíleam svaraði og sagði: ,,Hvort hlýt ég eigi að mæla það eitt, er Drottinn leggur mér í munn?``
12Men han svarte: Skulde jeg ikke akte på det Herren legger i min munn, og tale det?
13Þá sagði Balak við Bíleam: ,,Kom með mér á annan stað, þar er þú mátt sjá þá, _ þó munt þú aðeins fá séð ysta hluta þeirra, alla munt þú eigi sjá þá, _ og bið þeim þar bölbæna fyrir mig.``
13Da sa Balak til ham: Kjære, kom og vær med mig til et annet sted, hvorfra du kan se dem - dog vil du bare få se den ytterste del av folket, det hele folk får du ikke se - og forbann dem for mig derfra!
14Og hann tók hann með sér upp á Njósnarvöll, upp á Pisgatind, og reisti þar sjö ölturu og fórnaði.
14Så tok han ham med sig til speider-haugen på toppen av Pisga og bygget der syv alter og ofret en okse og en vær på hvert alter.
15Þá mælti Bíleam við Balak: ,,Statt þú hér hjá brennifórn þinni, meðan ég fer þangað til móts við Guð.``
15Og Bileam sa til Balak: Bli stående her ved ditt brennoffer mens jeg går der bort for å få en åpenbaring.
16Drottinn kom til móts við Bíleam og lagði honum orð í munn og sagði: ,,Far þú aftur til Balaks, og mæl svo sem ég segi þér.``
16Og Herren kom Bileam i møte og la et ord i hans munn og sa: Vend tilbake til Balak og tal som jeg har sagt dig!
17Gekk hann þá til hans, og sjá, hann stóð hjá brennifórn sinni og höfðingjar Móabs með honum. Og Balak mælti við hann: ,,Hvað sagði Drottinn?``
17Da han kom til ham, så han ham stå ved sitt brennoffer sammen med Moabs høvdinger; og Balak sa til ham: Hvad har Herren talt?
18Flutti Bíleam þá kvæði sitt og mælti: Rís þú upp, Balak, og hlýð á! Hlusta þú á mig, Sippórs sonur!
18Da tok han til å kvede og sa: Stå op, Balak, og hør! Lytt til mig, du Sippors sønn!
19Guð er ekki maður, að hann ljúgi, né sonur manns, að hann sjái sig um hönd. Skyldi hann segja nokkuð og gjöra það eigi, tala nokkuð og efna það eigi?
19Gud er ikke et menneske at han skulde lyve, ei heller et menneskes barn at han skulde angre; skulde han si noget og ikke gjøre det, skulde han tale og ikke sette det i verk?
20Sjá, að blessa var mér falið, fyrir því blessa ég og tek það eigi aftur.
20Se, å velsigne blev mig gitt; han har velsignet, og jeg kan ikke omstøte det.
21Eigi sést óheill með Jakob, né heldur má mein líta með Ísrael. Drottinn, Guð hans, er með honum, og konungsfögnuður er hjá honum.
21Ei skuer han urett i Jakob, ei ser han elendighet i Israel; Herren hans Gud er med ham, og kongejubel lyder der.
22Sá Guð, sem leiddi þá af Egyptalandi, er honum sem horn vísundarins.
22Gud førte dem ut av Egypten; styrke har de som en villokse.
23Því að eigi er galdur með Jakob né fjölkynngi með Ísrael. Nú verður það eitt sagt um Jakob og Ísrael: Hversu mikla hluti hefir Guð gjört!
23For ikke finnes det trolldom i Jakob, og ikke spådomskunster i Israel; når tiden er der, blir det sagt til Jakob og til Israel hvad Gud vil gjøre.
24Hann er þjóðflokkur, sem rís upp eins og ljónynja og reisir sig sem ljón, hann leggst ekki niður fyrr en hann hefir etið bráð og drukkið blóð veginna manna.
24Se - et folk som reiser sig som en løvinne, springer op som en løve; ei legger det sig før det har mettet sig med rov og drukket dreptes blod.
25Þá sagði Balak við Bíleam: ,,Þú skalt hvorki biðja honum bölbæna né blessa hann.``
25Da sa Balak til Bileam: Du skal hverken forbanne det eller velsigne det.
26En Bíleam svaraði og sagði við Balak: ,,Hefi ég ekki sagt þér: ,Allt það, sem Drottinn býður, það mun ég gjöra`?``
26Men Bileam svarte Balak: Har jeg ikke allerede sagt dig at jeg i ett og alt må gjøre som Herren sier?
27Þá mælti Balak við Bíleam: ,,Kom þú, ég vil fara með þig á annan stað. Vera má að Guði þóknist, að þú biðjir þeim þar bölbæna fyrir mig.``
27Da sa Balak til Bileam: Kjære, kom, så vil jeg ta dig med til et annet sted; kanskje Gud vil tillate at du forbanner dem for mig derfra.
28Tók Balak þá Bíleam með sér upp á Peórtind, sem mænir yfir öræfin.
28Så tok Balak Bileam med op på toppen av Peor, hvorfra en skuer ut over ørkenen.
29Þá mælti Bíleam við Balak: ,,Gjör þú mér hér sjö ölturu og fá mér hingað sjö uxa og sjö hrúta.``Og Balak gjörði sem Bíleam mælti og fórnaði uxa og hrút á altari hverju.
29Da sa Bileam til Balak: Bygg syv alter for mig her og la mig få syv okser og syv værer!
30Og Balak gjörði sem Bíleam mælti og fórnaði uxa og hrút á altari hverju.
30Og Balak gjorde som Bileam sa, og ofret en okse og en vær på hvert alter.