Icelandic

Polish

2 Kings

7

1En Elísa mælti: ,,Heyrið orð Drottins. Svo segir Drottinn: Á morgun í þetta mund mun ein sea af fínu mjöli kosta einn sikil og tvær seur af byggi einn sikil í borgarhliði Samaríu.``
1Tedy rzekł Elizeusz: Słuchajcie słowa Paóskiego. Tak mówi Pan: O tym czasie jutro miara mąki pszennej będzie za sykiel, a dwie miary jęczmienia za sykiel, w bramie Samaryjskiej.
2Riddari sá, er konungur studdist við, svaraði þá guðsmanninum og mælti: ,,Þótt Drottinn gjörði raufar á himininn, hvernig mætti þetta verða?`` Elísa svaraði: ,,Þú munt sjá það með eigin augum, en einskis af því neyta.``
2I odpowiedział książe, na którego się ręce król wspierał, mężowi Bożemu i rzekł: By też Pan poczynił okna w niebie, izaliby to mogło być? Który mu rzekł: Oto ty ujrzysz oczyma twemi; ale tego jeść nie będziesz.
3Fjórir menn líkþráir voru úti fyrir borgarhliði Samaríu. Sögðu þeir hver við annan: ,,Hví eigum vér að sitja hér, þangað til vér deyjum?
3A byli czterej mężowie trędowaci u wyjścia bramy, którzy rzekli jeden do drugiego: Pocóż tu mieszkamy, ażbyśmy pomarli?
4Ef vér segjum: ,Vér skulum fara inn í borgina,` þá er hungur í borginni og þá munum vér deyja þar, og ef vér sitjum hér kyrrir, munum vér og deyja. Skulum vér því fara yfir í herbúðir Sýrlendinga. Ef þeir láta oss lífi halda, þá lifum vér, en drepi þeir oss, þá deyjum vér.``
4Jeźli wnijdziemy do miasta, głód w mieście, i pomrzemy tam, a jeźli tu zostaniemy, przecię pomrzemy. Teraz tedy pójdźcie, a zbieżmy do obozu Syryjskiego; jeźli nas żywo zostawią, będziemy żywi; jeźli nas też zabiją, pomrzemy.
5Stóðu þeir síðan upp í rökkrinu til þess að fara yfir í herbúðir Sýrlendinga. En er þeir komu út að herbúðum Sýrlendinga, þá var þar enginn maður.
5Wstali tedy, gdy się zmierzchać poczęło, aby szli do obozu Syryjskiego; a przyszedłszy na koniec obozu Syryjskiego, oto tam nie było nikogo.
6Drottinn hafði látið heyrast í herbúðir Sýrlendinga vagnagný og jódyn, gný af miklu herliði, svo að þeir sögðu hver við annan: ,,Sjá, Ísraelskonungur hefir leigt gegn oss konunga Hetíta og konunga Egyptalands til þess að ráðast á oss.``
6Albowiem sprawił Pan, że słychać było w obozie Syryjskim grzmot wozów i tenten koni, i huk wojska wielkiego, i rzekli jeden do drugiego: Oto najął za pieniądze przeciwko nam król Izraelski króle Hetejskie, i króle Egipskie, aby przypadli na nas.
7Þá hlupu þeir upp í rökkrinu og flýðu og létu eftir tjöld sín og hesta og asna _ herbúðirnar eins og þær voru _ og flýðu til þess að forða lífinu.
7A tak wstawszy uciekli w zmierzch, zostawiwszy namioty swe, i konie swe i osły swe, i obóz jaki był, a uciekli, chcąc zachować duszę swoję.
8En er hinir líkþráu menn komu út að herbúðunum, gengu þeir inn í eitt tjaldið, átu og drukku, höfðu þaðan silfur, gull og klæði og gengu burt og fólu það. Síðan komu þeir aftur, gengu inn í annað tjald, höfðu og nokkuð þaðan, gengu burt og fólu.
8A gdy przyszli oni trędowaci aż na przodek obozu, weszli do jednego namiotu, i jedli i pili, a nabrawszy stamtąd srebra i złota, i szat, szli i skryli. Potem się wrócili, i weszli do drugiego namiotu, a nabrawszy także stamtąd, odeszli i pokryli.
9Því næst sögðu þeir hver við annan: ,,Þetta er ekki rétt gjört af oss. Þessi dagur er dagur fagnaðartíðinda. En ef vér þegjum og bíðum þangað til í býti á morgun, þá mun það oss í koll koma. Vér skulum því fara og flytja tíðindin í konungshöllina.``
9Zatem rzekł jeden do drugiego: Nie dobrze czynimy. Dzieó ten jest dzieó dobrej nowiny, a my milczymy? Jeźli będziemy czekali aż do zaranku, będziemy winni grzechu. Przetoż teraz pójdźcie, wnijdźmy, a opowiedzmy to domowi królewskiemu.
10Síðan fóru þeir, kölluðu til hliðvarða borgarinnar og sögðu þeim svo frá: ,,Vér komum í herbúðir Sýrlendinga. Þar var þá enginn maður, og engin mannsraust heyrðist, en hestar og asnar stóðu þar bundnir og tjöldin eins og þau voru.``
10A tak przyszedłszy zawołali na wrotnego miejskiego, i powiedzieli im mówiąc: Przyszliśmy do obozu Syryjskiego, a oto nie było tam nikogo, ani głosu ludzkiego, oprócz koni uwiązanych, i osłów uwiązanych, i namiotów, jako przedtem były.
11Þá kölluðu hliðverðirnir og menn sögðu frá því inni í konungshöllinni.
11Tedy on zawołał na inne wrotne, a ci opowiedzieli to w domu królewskim.
12Þá reis konungur upp um nóttina og sagði við menn sína: ,,Ég skal segja yður, hvað Sýrlendingar ætla nú að gjöra oss. Þeir vita, að vér sveltum. Hafa þeir því farið burt úr herbúðunum til þess að fela sig úti á mörkinni, með því að þeir hugsa: Þegar þeir fara út úr borginni, skulum vér taka þá höndum lifandi og brjótast inn í borgina.``
12Wstawszy tedy król w nocy, rzekł do sług swoich: Powiem ja wam, co nam uczynili Syryjczycy; wiedzą, żeśmy zgłodniali, przetoż wyszli z obozu, a pokryli się w polu, mówiąc: Gdy wynijdą z miasta, pojmiemy je żywo, i miasto ubieżemy.
13Þá tók einn af mönnum hans til máls og sagði: ,,Taki menn fimm af hestunum, sem eftir eru. Fyrir þeim, sem hér eru eftir skildir, fer eins og fyrir öllum fjölda Ísraels, sem þegar er farinn veg allrar veraldar. Skulum vér senda þá til þess að vita, hvað um er að vera.``
13Tedy odpowiedział jeden z sług jego, i rzekł: Proszę niech wezmą pięć koni pozostałych, które zostały w mieście; (oto one są jako wszystko mnóstwo Izraelskie, które zostało w niem; oto one są mówię jako wszystko mnóstwo Izraelskie, które ginie,)te wyślijmy a wywiedzmy się.
14Tóku þeir þá tvo vagna með hestum fyrir. Sendi konungur þá á eftir her Sýrlendinga og sagði: ,,Farið og gætið að!``
14A tak wziąwszy dwa wozy z koómi, posłał król do obozu Syryjskiego, mówiąc: Idźcie a obaczcie.
15Fóru þeir þá á eftir þeim alla leið til Jórdanar, og var allur vegurinn þakinn klæðum og vopnum, sem Sýrlendingar höfðu varpað frá sér, er þeir flýðu í ofboði. Sneru sendimennirnir þá við og fluttu konungi tíðindin.
15I szli za nimi aż do Jordanu, a oto po wszystkiej drodze pełno było szat i naczynia, które porzucili Syryjczycy, kwapiąc się. Tedy wróciwszy się oni posłowie, oznajmili to królowi.
16Þá gekk lýðurinn út og rændi herbúðir Sýrlendinga, og fór þá svo, að ein sea af fínu mjöli kostaði einn sikil og tvær seur af byggi einn sikil, eins og Drottinn hafði sagt.
16Przeto wyszedłszy lud, rozchwycił obóz Syryjski; a była miara pszennej mąki za sykiel, a dwie miary jęczmienia za sykiel, według słowa Paóskiego.
17En konungur setti riddarann, er hann hafði stuðst við, til að gæta hliðsins, og tróð lýðurinn hann undir í hliðinu, svo að hann beið bana samkvæmt því orði guðsmannsins, er hann hafði talað, þá er konungur fór ofan til hans.
17A król postanowił był onego książęcia, na którego się ręce wspierał, w bramie, którego lud podeptał w bramie, aż umarł, jako mu był powiedział mąż Boży, który o tem mówił, gdy był król przyszedł do niego.
18Því að þegar guðsmaðurinn sagði við konunginn: ,,Í þetta mund á morgun munu tvær seur af byggi kosta einn sikil og ein sea af fínu mjöli einn sikil í Samaríuhliði,``
18I stało się według słowa, które był rzekł mąż Boży królowi, mówiąc: Dwie miary jęczmienia za sykiel, a miara pszennej mąki będzie za sykiel, jutro o tym czasie w bramie Samaryjskiej.
19þá svaraði riddarinn guðsmanninum og sagði: ,,Sjá, þótt Drottinn gjörði raufar á himininn, hvernig mætti slíkt verða?`` En Elísa svaraði: ,,Þú munt sjá það með eigin augum, en einskis af því neyta.``Og svo fór fyrir honum. Lýðurinn tróð hann undir í hliðinu, svo að hann beið bana.
19Na co był odpowiedział on książe mężowi Bożemu, mówiąc: By też Pan uczynił okna w niebie, izali to będzie według słowa tego? A on mu rzekł: Oto ty ujrzysz oczyma twemi, ale tego jeść nie będziesz.
20Og svo fór fyrir honum. Lýðurinn tróð hann undir í hliðinu, svo að hann beið bana.
20I stało mu się tak; bo go podeptał lud w bramie, aż umarł.