Icelandic

Polish

Judges

19

1Um þær mundir bar svo til _ en þá var enginn konungur í Ísrael _ að levíti nokkur bjó innst inni í Efraímfjöllum, og tók hann sér að hjákonu kvenmann nokkurn frá Betlehem í Júda.
1I stało się w one dni, gdy króla nie było w Izraelu, że mąż niektóry Lewita, mieszkający przy stronie góry Efraim, pojął sobie żonę założnicę z Betlehem Juda.
2En þessi hjákona hans var honum ótrú og fór frá honum til húss föður síns í Betlehem í Júda og var þar fjögra mánaða tíma.
2A bawiła się nierządem przy nim założnica jego; potem odeszła od niego do domu ojca swego, do Betlehem Juda; i była tam u niego przez cztery miesiące.
3En maður hennar tók sig upp og fór eftir henni til þess að tala um fyrir henni og til þess að sækja hana, og hafði hann með sér svein sinn og tvo asna. Hún leiddi hann þá inn í hús föður síns, og er faðir stúlkunnar sá hann, gladdist hann yfir komu hans.
3Wstawszy tedy mąż jej, szedł za nią, aby ją ubłagawszy zasię ją przywiódł, mając z sobą sługę swego, i parę osłów. Tedy ona wwiodła go w dom ojca swego, którego gdy ujrzał ojciec onej dziewki, radował się z przyjścia jego.
4En tengdafaðir hans, faðir stúlkunnar, hélt honum, svo að hann dvaldist hjá honum í þrjá daga. Átu þeir og drukku og voru þar um nóttina.
4I przyjął go wdzięcznie świekier jego, ojciec dziewki onej, a mieszkał u niego, przez trzy dni, i jedli i pili i nocowali tam.
5En fjórða daginn risu þeir árla um morguninn og bjóst hinn nú til ferðar. Þá sagði faðir stúlkunnar við tengdason sinn: ,,Hresstu þig fyrst á matarbita og síðan megið þið fara.``
5A dnia czwartego, gdy wstali bardzo rano, wstał i on, aby odszedł. Ale rzekł ojciec onej dziewki do zięcia swego: Posil serce twoje trochą chleba, a potem pójdziecie.
6Þá settust þeir niður og átu báðir saman og drukku. En faðir stúlkunnar sagði við manninn: ,,Lát þér það lynda að vera í nótt, og lát liggja vel á þér.``
6Tedy siedli i jedli oboje wespół, i napili się. Zatem rzekł ojciec onej dziewki do męża jej: Zostaó proszę, a przenocuj tu, i bądź dobrej myśli.
7En maðurinn bjóst til að fara. Þá lagði tengdafaðir hans svo að honum, að hann settist aftur og var þar um nóttina.
7A gdy wstał on mąż, chcąc przecię iść w drogę, gwałtem przymusił go świekier jego, iż się wróciwszy został tam na noc.
8Fimmta daginn reis hann árla um morguninn og ætlaði að halda af stað. Þá sagði faðir stúlkunnar: ,,Hresstu þig þó fyrst, og bíðið þið uns degi hallar.`` Og þeir átu báðir saman.
8Wstał potem bardzo rano dnia piątego, chcąc iść; ale mówił ojciec onej dziewki: Posil proszę serce twoje; i zabawili się, aż się dzieó nachylił, a jedli oba społu.
9En er maðurinn bjóst til að fara, ásamt hjákonu sinni og sveini sínum, þá sagði tengdafaðir hans, faðir stúlkunnar, við hann: ,,Það er orðið áliðið og dagur að kveldi kominn; verið í nótt. Sjá, degi hallar. Ver þú í nótt og láttu liggja vel á þér, en á morgun getið þið lagt upp snemma, svo að þú getir náð heim til þín.``
9Wstał tedy on mąż, aby szedł sam i założnica jego, i sługa jego, któremu rzekł świekier jego, ojciec onej dziewki: Oto się już dzieó nachylił ku wieczorowi, przenocujcież tu proszę; oto schodzi dzieó, przenocuje tu, a bądź dobrej myśli, a jutro rano wyprawicie się w drogę swą, i pójdziesz do przybytku twego.
10En maðurinn vildi ekki vera um nóttina, heldur bjóst til ferðar og hélt af stað og komst norður á móts við Jebús, það er Jerúsalem, og hann hafði með sér tvo söðlaða asna og hjákonu sína.
10Tedy on mąż nie chciał zostać na noc, ale wstał i odszedł, a przyszedł aż ku Jebus, (które jest Jeruzalem) mając z sobą dwóch osłów z brzemiony, i założnicę swoję.
11Þegar þau voru hjá Jebús og mjög var liðið á dag, þá sagði sveinninn við húsbónda sinn: ,,Kom þú, við skulum fara inn í þessa Jebúsíta borg og gista þar.``
11A gdy byli blisko Jebus, a dzieó się już bardzo nachylił, tedy rzekł sługa do pana swego: Pójdź proszę, a wstąpmy do tego miasta Jebuzejczyków, i przenocujmy w niem.
12En húsbóndi hans sagði við hann: ,,Ekki skulum við fara inn í borg ókunnugra manna, þar sem engir Ísraelsmenn búa, höldum heldur áfram til Gíbeu.``
12Któremu odpowiedział pan jego: Nie wstępujmy do miasta cudzoziemców, które nie jest z synów Izraelskich, ale idźmy aż do Gabaa.
13Og hann sagði við svein sinn: ,,Kom þú, við skulum fara í einhvern af stöðunum og gista í Gíbeu eða Rama.``
13Nadto rzekł do sługi swego: Pójdź, abyśmy przyszli na jedno z tych miejsc, i przenocowali albo w Gabaa albo w Rama.
14Síðan héldu þeir áfram leið sína, en sól gekk undir, er þeir voru hjá Gíbeu, sem heyrir Benjamín.
14A minąwszy poszli: i zaszło im słoóce u Gabaa, które jest pokolenia Benjaminowego.
15Viku þeir þar af leið til þess að fara inn í Gíbeu til gistingar. Og er hann kom þangað, staðnæmdist hann á bæjartorginu, en enginn tók þau inn í hús sitt til gistingar.
15I udali się tam, aby wszedłszy przenocowali w Gabaa; a gdy wszedł, usiadł na ulicy w mieście, przeto że nie był, kto by je przyjął w dom i przenocował.
16Maður nokkur gamall kom frá vinnu sinni utan af akri um kveldið. Hann var frá Efraímfjöllum og bjó sem útlendingur í Gíbeu, en mennirnir, sem þarna bjuggu, voru Benjamínítar.
16A oto, mąż stary szedł od roboty swojej z pola w wieczór; a ten mąż był z góry Efraim, będąc przychodniem w Gabaa, ale ludzie miejsca onego byli synowie Jemini.
17Og er honum varð litið upp, sá hann ferðamanninn á bæjartorginu. Þá sagði gamli maðurinn: ,,Hvert ætlar þú að fara og hvaðan kemur þú?``
17Ten podniósłszy oczy swe ujrzał męża onego podróżnego na ulicy miasta, i rzekł do niego starzec: Dokąd idziesz, i skądeś przyszedł?
18Hinn svaraði honum: ,,Við komum frá Betlehem í Júda og ætlum innst inn í Efraímfjöll. Þaðan er ég. Ég fór suður til Betlehem og er nú á heimleið, en enginn hefir boðið mér hér inn til sín.
18Któremu on odpowiedział: Idziemy z Betlehem Juda aż ku stronie góry Efraimowej, skądem jest; bom chodził do Betlehem Judskiego; a teraz idę do domu Paóskiego, ale nie masz nikogo, coby mię przyjął w dom;
19Við höfum bæði hálm og fóður handa ösnum okkar, svo og brauð og vín handa mér og ambátt þinni og sveininum, sem er með þjónum þínum. Hér er einskis vant.``
19Choć i plewy i siano mam dla osłów naszych, także chleb i wino mam dla siebie i dla służebnicy twej i dla sługi, który jest ze mną, sługą twoim; nie mam niedostatku z żadnej rzeczy.
20Þá sagði gamli maðurinn: ,,Vertu velkominn! Lofaðu mér nú að annast allt, sem þig kann að bresta, en úti máttu ekki liggja í nótt hér á torginu.``
20Tedy mu rzekł on mąż stary: Nie frasuj się; czegoćkolwiek nie dostanie, to ja opatrzę; tylko na ulicy nie zostawaj przez noc.
21Og hann leiddi hann inn í hús sitt og gaf ösnunum, og þau þvoðu fætur sína og átu og drukku.
21Wwiódł go tedy do domu swego, i dał osłom obrok; potem umywszy nogi swoje, jedli i pili.
22Nú sem þau gæddu sér, sjá, þá umkringdu borgarmenn _ hrakmenni nokkur _ húsið, lömdu utan hurðina og kölluðu til gamla mannsins, húsbóndans: ,,Leið út manninn, sem til þín er kominn, að vér megum kenna hans.``
22A gdy rozweselili serce swoje, oto, mężowie miasta tego, mężowie niepobożni, obstąpili dom, kołacąc we drzwi, i rzekli do gospodarza domu onego, do męża starego, mówiąc: Wywiedź męża, który wszedł w dom twój, abyśmy go poznali.
23Þá gekk maðurinn, húsbóndinn, út til þeirra og sagði við þá: ,,Nei, bræður mínir, fyrir hvern mun fremjið ekki óhæfu. Fyrst þessi maður er kominn inn í mitt hús, þá fremjið ekki slíka svívirðingu.
23A wyszedłszy do nich on mąż, gospodarz domu, rzekł im: Nie tak bracia moi: nie czyócie proszę tej złości, gdyż wszedł ten mąż do domu mego, nie czyócież tej sprosności.
24Hér er dóttir mín, sem er mey, og hjákona hans, ég ætla að leiða þær út, og þær megið þér taka nauðugar og gjöra við þær sem yður vel líkar, en á manni þessum skuluð þér ekki fremja slíka svívirðingu.``
24Oto córka moja panna, i założnica jego, wywiodę je zaraz, że je obelżycie, a uczynicie z niemi, co się wam będzie dobrego zdało; tylko mężowi temu nie czyócie tej zelżywości.
25En mennirnir vildu ekki hlýða á hann. Þá þreif maðurinn í hjákonu sína og leiddi hana út á strætið til þeirra, og þeir kenndu hennar og misþyrmdu henni alla nóttina, allt til morguns, og slepptu henni ekki fyrr en dagur rann.
25Ale nie chcieli oni mężowie słuchać głosu jego; przetoż wziąwszy on mąż założnicę swoję, wywiódł ją do nich na dwór; i poznali ją, a czynili jej gwałt przez całą noc aż do zaranku, a potem puścili ją, gdy wschodziła zorza.
26Þegar birta tók af degi, kom konan og féll niður fyrir húsdyrum mannsins, þar sem bóndi hennar var inni, og lá þar, uns bjart var orðið.
26A przyszedłszy ona niewiasta na świtaniu, upadła u drzwi domu onegoż męża, gdzie był pan jej, aż się rozedniało.
27En er bóndi hennar reis um morguninn og lauk upp húsdyrunum og gekk út og ætlaði að halda af stað, sjá, þá lá konan, hjákona hans, úti fyrir dyrunum með hendurnar á þröskuldinum.
27Potem wstawszy pan jej rano, otworzył drzwi u domu, i wyszedł, chcąc iść w drogę swoję, a oto, ona niewiasta, założnica jego, leżała u drzwi domu, a ręce jej był na progu.
28Hann mælti þá til hennar: ,,Stattu upp, við skulum halda af stað!`` _ en fékk ekkert svar. Þá lét hann hana upp á asnann, og maðurinn tók sig upp og hélt heim til sín.
28I rzekł do niej: Wstaó a pójdźmy; ale nic nie odpowiedziała. Wziąwszy ją tedy na osła, wstał on mąż, i szedł do miejsca swego.
29En er hann kom heim, tók hann hníf, þreif hjákonu sína og hlutaði hana alla sundur í tólf hluti og sendi þá út um alla Ísraels byggð.En hverjum þeim, er sá það, varð að orði: ,,Eigi hefir slíkt við borið og eigi hefir slíkt sést síðan er Ísraelsmenn fóru af Egyptalandi allt fram á þennan dag! Hugleiðið þetta, leggið á ráð og segið til!``
29Tam przyszedłszy w dom swój, porwał miecz, a zdjąwszy założnicę swoję rozrąbał ją z kościami jej na dwanaście sztuk, i rozesłał ją po wszystkich granicach Izraelskich.
30En hverjum þeim, er sá það, varð að orði: ,,Eigi hefir slíkt við borið og eigi hefir slíkt sést síðan er Ísraelsmenn fóru af Egyptalandi allt fram á þennan dag! Hugleiðið þetta, leggið á ráð og segið til!``
30A ktokolwiek to widział, mówił: Nigdy się to nie stało, ani co takowego widziano od onego dnia, jako wyszli synowie Izraelscy z ziemi Egipskiej, aż do tego dnia; uważajcież to z pilnością, a radźcie i mówcie o tem.