Icelandic

Romanian: Cornilescu

Daniel

9

1Á fyrsta ríkisári Daríusar Ahasverussonar, sem var medískur að ætt og orðinn konungur yfir ríki Kaldea,
1În anul dintîi al lui Dariu, fiul lui Ahaşveros, din neamul Mezilor, care ajunsese împărat peste împărăţia Haldeilor,
2á fyrsta ári ríkisstjórnar hans, hugði ég, Daníel, í ritningunum að áratölu þeirri, er Jerúsalem átti að liggja í rústum, samkvæmt orði Drottins, því er til Jeremía spámanns hafði komið, sem sé sjötíu ár.
2în anul dintîi al domniei lui, eu, Daniel, am văzut din cărţi că trebuiau să treacă şaptezeci de ani pentru dărîmăturile Ierusalimului, după numărul anilor, despre cari vorbise Domnul către proorocul Ieremia.
3Ég sneri þá ásjónu minni til Drottins Guðs til þess að bera fram bæn mína og grátbeiðni með föstu, í sekk og ösku.
3Şi mi-am întors faţa spre Domnul Dumnezeu, ca să -L caut cu rugăciune şi cereri, postind în sac şi cenuşă.
4Ég bað til Drottins, Guðs míns, gjörði játningu mína og sagði: ,,Æ, Drottinn, þú mikli og ógurlegi Guð, sem heldur sáttmálann og miskunnsemina við þá, sem elska hann og varðveita boðorð hans.
4M'am rugat Domnului, Dumnezeului meu şi I-am făcut următoarea mărturisire: ,,Doamne, Dumnezeule mare şi înfricoşate, Tu, care ţii legămîntul şi dai îndurare celorce Te iubesc şi păzesc poruncile Tale!
5Vér höfum syndgað og illa gjört, vér höfum breytt óguðlega og verið þér mótsnúnir og vikið frá boðum þínum og setningum.
5Noi am păcătuit, am săvîrşit nelegiuire, am fost răi şi îndărătnici, ne-am abătut dela poruncile şi orînduirile Tale.
6Vér höfum ekki hlýtt þjónum þínum, spámönnunum, sem töluðu í þínu nafni til konunga vorra, höfðingja og feðra og til alls landslýðsins.
6N'am ascultat pe robii Tăi proorocii, cari au vorbit, în Numele Tău, împăraţilor noştri, căpeteniilor noastre, părinţilor noştri, şi către tot poporul ţării.
7Þú, Drottinn, ert réttlátur, en vér megum blygðast vor, sem vér og gjörum í dag, vér Júdamenn og Jerúsalembúar og allur Ísrael, bæði þeir sem nálægir eru og þeir sem fjarlægir eru í öllum þeim löndum, þangað sem þú hefir rekið þá fyrir tryggðrof þeirra, er þeir hafa í frammi við þig haft.
7Tu, Doamne, eşti drept, iar nouă ni se cuvine astăzi să ni se umple faţa de ruşine, nouă tuturor oamenilor lui Iuda, locuitorilor Ierusalimului şi întregului Israel, fie ei aproape, fie departe, în toate ţările în cari i-ai izgonit, din pricina fărădelegilor de cari s'au făcut vinovaţi faţă de Tine!
8Drottinn, vér megum blygðast vor, konungar vorir, höfðingjar vorir og feður vorir, því að vér höfum syndgað móti þér.
8Doamne, nouă ni se cuvine să ni se umple faţa de ruşine, da, nouă, împăraţilor noştri, căpeteniilor noastre, şi părinţilor noştri, pentrucă am păcătuit împotriva Ta!
9En hjá Drottni, Guði vorum, er miskunnsemi og fyrirgefning, því að vér höfum verið honum mótsnúnir
9La Domnul, Dumnezeul nostru, însă, este îndurarea şi iertarea, căci împotriva Lui ne-am răzvrătit!
10og ekki hlýtt raustu Drottins Guðs vors, að breyta eftir boðorðum hans, þeim er hann fyrir oss lagði fyrir munn þjóna sinna, spámannanna.
10N'am ascultat glasul Domnului, Dumnezeului nostru, ca să urmăm legile Lui pe care ni le pusese înainte prin robii Săi, proorocii;
11Já, allur Ísrael hefir brotið lögmál þitt, hefir vikið frá þér, svo að hann hlýðir eigi framar raustu þinni. Þá var þeirri eiðfestu bölvan úthellt yfir oss, sem skrifuð er í lögmáli Móse, þjóns Guðs, því að vér höfum syndgað móti honum.
11ci tot Israelul a călcat Legea Ta, şi s'a abătut astfel ca să n'asculte de glasul Tău. De aceea, ne-au şi lovit blestemurile şi jurămintele scrise în Legea lui Moise, robul lui Dumnezeu, pentrucă am păcătuit împotriva lui Dumnezeu.
12Og hann efndi orð sín, þau er hann hafði talað gegn oss og dómurum vorum, þeim er yfirráð höfðu yfir oss, að hann skyldi láta mikla ógæfu yfir oss koma, svo að hvergi á jarðríki hefir slík ógæfa orðið sem í Jerúsalem.
12El a împlinit astfel cuvintele pe cari le rostise împotriva noastră şi împotriva căpeteniilor noastre, cari ne-au cîrmuit, şi a adus peste noi o mare nenorocire, aşa cum nici odată şi nicăieri supt cer nu s'a mai întîmplat o nenorocire ca aceea care a venit acum asupra Ierusalimului.
13Eins og skrifað er í lögmáli Móse um alla þessa ógæfu, svo er hún yfir oss komin. Og vér höfum ekki blíðkað Drottin Guð vorn með því að hverfa frá misgjörðum vorum og gefa gætur að trúfesti þinni.
13După cum este scris în Legea lui Moise, toată nenorocirea aceasta a venit peste noi; şi noi n'am rugat pe Domnul, Dumnezeul nostru, nu ne-am întors de la nelegiuirile noastre, şi n'am luat aminte la adevărul Tău.
14Og Drottinn vakti yfir ógæfunni og lét hana yfir oss koma, því að Drottinn Guð vor er réttlátur í öllum verkum sínum, þeim er hann gjörir, en vér höfum eigi hlýtt raustu hans.
14De aceea şi Domnul a îngrijit ca nenorocirea aceasta să vină peste noi; căci Domnul, Dumnezeul nostru, este drept în toate lucrurile pe cari le -a făcut, dar noi n'am ascultat glasul Lui.
15Og nú, Drottinn Guð vor, þú sem útleiddir lýð þinn af Egyptalandi með sterkri hendi og afrekaðir þér mikið nafn fram á þennan dag, vér höfum syndgað, vér höfum breytt óguðlega.
15Şi acum, Doamne Dumnezeul nostru, Tu care ai scos pe poporul Tău din ţara Egiptului prin mîna Ta cea puternică, şi Ţi-ai făcut un Nume, aşa cum este şi astăzi: noi am păcătuit..., am săvîrşit nelegiuire.
16Drottinn, lát þú samkvæmt réttlæti því, er þú ávallt hefir sýnt, gremi þína og heiftarreiði þína hverfa frá borg þinni Jerúsalem, þínu heilaga fjalli, því að fyrir syndir vorar og misgjörðir feðra vorra er Jerúsalem og lýður þinn orðinn að háðung hjá öllum þeim, sem umhverfis oss búa.
16Dar, Doamne, după toată îndurarea Ta, abate mînia şi urgia Ta de la cetatea ta Ierusalimul, dela muntele Tău cel sfînt; căci din pricina păcatelor noastre şi din pricina nelegiuirilor părinţilor noştri este Ierusalimul şi poporul Tău de ocara tuturor celor ce ne înconjoară.
17Heyr nú, Guð vor, bæn þjóns þíns og grátbeiðni hans og lát ásjónu þína lýsa, fyrir sjálfs þín sakir, Drottinn, yfir helgidóm þinn, sem nú er í eyði.
17Ascultă dar, acum, Dumnezeul nostru, rugăciunea şi cererile robului Tău, şi, pentru dragostea Domnului, fă să strălucească Faţa Ta peste sfîntul Tău locaş pustiit...!
18Hneig, Guð minn, eyra þitt og heyr, ljúk upp augum þínum og sjá eyðing vora og borgina, sem nefnd er eftir nafni þínu, því að ekki framberum vér auðmjúkar bænir fyrir þig í trausti til vors eigin réttlætis, heldur í trausti til þinnar miklu miskunnsemi.
18Pleacă urechea, Dumnezeule, şi ascultă! Deschide ochii şi priveşte la dărîmăturile noastre, şi la cetatea peste care este chemat Numele Tău! Căci nu pentru neprihănirea noastră Îţi aducem noi cererile noastre, ci pentru îndurările Tale cele mari.
19Drottinn, heyr! Drottinn, fyrirgef! Drottinn, hygg að og framkvæm! Tef eigi, fyrir sjálfs þín sakir, Guð minn, því að eftir þínu nafni er borg þín nefnd og lýður þinn!``
19Ascultă, Doamne! Iartă, Doamne! Ia aminte, Doamne! Lucrează şi nu zăbovi, din dragoste pentru Tine, Dumnezeul meu! Căci Numele Tău este chemat peste cetatea Ta şi peste poporul Tău!``
20Meðan ég enn var að tala, baðst fyrir og játaði syndir mínar og syndir lýðs míns, Ísraels, og frambar fyrir Drottin Guð minn auðmjúka bæn fyrir hinu heilaga fjalli Guðs míns,
20Pe cînd încă vorbeam eu, mă rugam, îmi mărturiseam păcatul meu şi păcatul poporului meu Israel, şi îmi aduceam cererile înaintea Domnului, Dumnezeului meu, pentru muntele cel sfînt al Dumnezeului meu;
21já, meðan ég enn var að tala í bæninni, kom að mér um það bil, er kveldfórn er fram borin, maðurinn Gabríel, sem ég hafði áður séð í sýninni, þá er ég hné í ómegin.
21pe cînd vorbeam eu încă în rugăciunea mea, a venit repede în zbor iute, omul Gavriil, pe care -l văzusem mai înainte într'o vedenie, şi m'a atins în clipa cînd se aducea jertfa de seară.
22Hann kom og talaði við mig og sagði: ,,Daníel, nú er ég út genginn til þess að veita þér glöggan skilning.
22El m'a învăţat, a stat de vorbă cu mine, şi mi -a zis: ,,Daniele, am venit acum să-ţi luminez mintea.
23Þegar þú byrjaðir bæn þína, út gekk orð, og er ég hingað kominn til að kunngjöra þér það, því að þú ert ástmögur Guðs. Tak því eftir orðinu og gef gætur að vitraninni.
23Cînd ai început tu să te rogi, a ieşit cuvîntul, şi eu vin să ţi -l vestesc; căci tu eşti prea iubit şi scump. Ia aminte dar la cuvîntul acesta, şi înţelege vedenia!
24Sjötíu sjöundir eru ákveðnar lýð þínum og þinni heilögu borg til þess að drýgja glæpinn til fulls og fylla mæli syndanna og til þess að friðþægja fyrir misgjörðina og leiða fram eilíft réttlæti, til þess að innsigla vitrun og spámann og vígja hið háheilaga.
24Şaptezeci de săptămîni au fost hotărîte asupra poporului tău şi asupra cetăţii tale celei sfinte, pînă la încetarea fărădelegilor, pînă la ispăşirea păcatelor, pînă la ispăşirea nelegiuirii, pînă la aducerea neprihănirii vecinice, pînă la pecetluirea vedeniei şi proorociei, şi pînă la ungerea Sfîntului sfinţilor.
25Vit því og hygg að: Frá því, er orðið um endurreisn Jerúsalem út gekk, til hins smurða höfðingja, eru sjö sjöundir, og í sextíu og tvær sjöundir skulu torg hennar og stræti endurreist verða, þó að þrengingartímar séu.
25Să ştii dar, şi să înţelelgi, că dela darea poruncii pentru zidirea din nou a Ierusalimului, pînă la Unsul (Mesia), la Cîrmuitorul, vor trece şapte săptămîni; apoi timp de şasezeci şi două de săptămîni, pieţele şi gropile vor fi zidite din nou, şi anume în vremuri de strîmtorare.
26Og eftir þær sextíu og tvær sjöundir mun hinn smurði afmáður verða, og hann mun ekkert eiga, og borgina og helgidóminn mun eyða þjóð höfðingja nokkurs, sem koma á, en hann mun farast í refsidómsflóðinu, og allt til enda mun ófriður haldast við og sú eyðing, sem fastráðin er.Og hann mun gjöra fastan sáttmála við marga um eina sjöund, og um miðja sjöundina mun hann afnema sláturfórn og matfórn, og á vængjum viðurstyggðarinnar mun eyðandinn koma, en eftir það mun gjöreyðing, og hún fastráðin, steypast yfir eyðandann.``
26După aceste şasezeci şi două de săptămîni, unsul va fi stîrpit, şi nu va avea nimic. Poporul unui domn care va veni, va nimici cetatea şi sfîntul Locaş, şi sfîrşitul lui va fi ca printr'un potop; este hotărît că războiul va ţinea pînă la sfîrşit şi împreună cu el şi pustiirile.
27Og hann mun gjöra fastan sáttmála við marga um eina sjöund, og um miðja sjöundina mun hann afnema sláturfórn og matfórn, og á vængjum viðurstyggðarinnar mun eyðandinn koma, en eftir það mun gjöreyðing, og hún fastráðin, steypast yfir eyðandann.``
27El va face un legămînt trainic cu mulţi, timp de o săptămînă, dar la jumătatea săptămînii va face să înceteze jertfa şi darul de mîncare, şi pe aripa urîciunilor idoleşti va veni unul care pustieşte, pînă va cădea asupra celui pustiit prăpădul hotărît.``