1Fyrir því skalt þú elska Drottin Guð þinn og varðveita boðorð hans, lög, ákvæði og skipanir alla daga.
1Să iubeşti dar pe Domnul, Dumnezeul tău, şi să păzeşti totdeauna învăţăturile Lui, legile Lui, rînduielile Lui şi poruncile Lui.
2Viðurkennið í dag _ því að ekki á ég orðastað við börn yðar, sem eigi hafa þekkt það né séð _, viðurkennið ögun Drottins Guðs yðar, mikilleik hans, hina sterku hönd hans og útréttan armlegg hans,
2Recunoaşteţi astăzi-ce n'au putut recunoaşte şi vedea copiii voştri-pedepsele Domnului, Dumnezeului vostru, mărimea Lui, mîna Lui cea tare şi braţul Lui cel întins,
3tákn hans og verk, sem hann gjörði í Egyptalandi á Faraó Egyptalandskonungi og öllu landi hans,
3semnele Lui şi faptele pe cari le -a săvîrşit în mijlocul Egiptului împotriva lui Faraon, împăratul Egiptului, şi împotriva întregei lui ţări.
4hversu hann fór með herlið Egypta, hesta þeirra og vagna, hversu hann lét vötn Sefhafsins flæða yfir þá, er þeir veittu yður eftirför, og tortímdi þeim fram á þennan dag,
4Recunoaşteţi ce a făcut El oştirii Egiptului, cailor lui şi carălor lui, cum a făcut să vină peste ei apele mării Roşii,
5og hversu hann gjörði til yðar í eyðimörkinni allt til þess er þér komuð hingað,
5cînd vă urmăreau, şi i -a nimicit pentru totdeauna;
6og hversu hann fór með Datan og Abíram, sonu Elíabs Rúbenssonar, hversu jörðin lauk upp munni sínum og svalg þá mitt á meðal allra Ísraelsmanna, ásamt fjölskyldum þeirra og tjöldum og öllum lifandi skepnum, sem voru í fylgd með þeim.
6ce v'a făcut în pustie, pînă la venirea voastră în locul acesta; ce a făcut lui Datan şi lui Abiram, fiii lui Eliab, fiul lui Ruben, cum pămîntul şi -a deschis gura şi i -a înghiţit, cu casele şi corturile lor, şi cu tot ce aveau în mijlocul întregului Israel.
7Því að augu yðar hafa séð öll hin miklu verk, sem Drottinn hefir gjört.
7Căci aţi văzut cu ochii voştri toate lucrurile mari pe cari le -a făcut Domnul.
8Fyrir því skuluð þér varðveita allar þær skipanir, sem ég legg fyrir þig í dag, til þess að þér verðið sterkir, komist inn í og fáið til eignar land það, er þér haldið nú yfir til, til þess að taka það til eignar,
8Astfel, să păziţi toate poruncile pe cari vi le dau eu astăzi, ca să puteţi pune mîna pe ţara în care veţi trece ca s'o luaţi în stăpînire,
9og til þess að þér megið lifa langa ævi í landinu, sem Drottinn sór feðrum yðar að gefa þeim og niðjum þeirra, _ landi, sem flýtur í mjólk og hunangi.
9şi să aveţi zile multe în ţara pe care Domnul a jurat părinţilor voştri că le -o va da, lor şi seminţei lor, ţară în care curge lapte şi miere.
10Landið sem þú heldur nú inn í til þess að taka það til eignar, það er ekki eins og Egyptaland, þaðan sem þér fóruð, þar sem þú sáðir sæði þínu og vökvaðir landið með fæti þínum eins og kálgarð,
10Căci ţara în stăpînirea căreia vei intra, nu este ca ţara Egiptului, din care aţi ieşit, unde îţi aruncai sămînţa în ogoare şi le udai cu piciorul ca pe o grădină de zarzavat.
11heldur er land það, er þér haldið nú yfir til, til þess að taka það til eignar, fjallaland og dala, og drekkur vatn af himnum þegar rignir,
11Ţara pe care o veţi stăpîni este o ţară cu munţi şi văi, care se adapă din ploaia cerului;
12land, sem Drottinn Guð þinn annast. Stöðuglega hvíla augu Drottins Guðs þíns yfir því frá ársbyrjun til ársloka.
12este o ţară de care îngrijeşte Domnul, Dumnezeul tău, şi asupra căreia Domnul, Dumnezeul tău, are neîncetat ochii, dela începutul pînă la sfîrşitul anului.
13Ef þér hlýðið skipunum mínum trúlega, þeim er ég legg fyrir yður í dag: að elska Drottin Guð yðar, og þjóna honum af öllu hjarta yðar og af allri sálu yðar, _
13Dacă veţi asculta de poruncile mele pe cari vi le dau astăzi, dacă veţi iubi pe Domnul, Dumnezeul vostru, şi dacă -I veţi sluji din toată inima voastră şi din tot sufletul vostru,
14þá mun ég gefa landi yðar regn á réttum tíma, haustregn og vorregn, svo að þú megir hirða korn þitt, aldinlög þinn og olíu þína.
14El va da ţării voastre ploaie la vreme, ploaie timpurie şi ploaie tîrzie, şi-ţi vei strînge grîul, mustul şi untdelemnul;
15Þá mun ég og láta gras spretta í högum þínum handa skepnum þínum, svo að þú megir eta og saddur verða.
15de asemenea va da iarbă în cîmpiile tale pentru vite, şi vei mînca şi te vei sătura.
16Gætið yðar, að hjarta yðar láti ekki tælast og þér víkið ekki af leið og dýrkið aðra guði og fallið fram fyrir þeim,
16Vedeţi să nu vi se amăgească inima, şi să vă abateţi, ca să slujiţi altor dumnezei şi să vă închinaţi înaintea lor.
17ella mun reiði Drottins upptendrast í gegn yður, og hann mun loka himninum, svo að eigi komi regn og jörðin gefi eigi ávöxt sinn, og þér munuð skjótlega eyðast úr landinu góða, sem Drottinn gefur yður.
17Căci atunci Domnul S'ar aprinde de mînie împotriva voastră; ar închide cerurile, şi n'ar mai fi ploaie; pămîntul nu şi-ar mai da roadele, şi aţi pieri curînd din ţara aceea bună pe care v'o dă Domnul.
18Fyrir því skuluð þér leggja þessi orð mín á hjarta yðar og huga, og þér skuluð binda þau til merkis á hönd yðar og hafa þau sem minningarbönd á milli augna yðar.
18Puneţi-vă dar în inimă şi în suflet aceste cuvinte pe cari vi le spun. Să le legaţi ca un semn de aducere aminte pe mînile voastre, şi să fie ca nişte fruntarii între ochii voştri.
19Og þér skuluð kenna þau börnum yðar með því að tala um þau, þegar þú ert heima og þegar þú ert á ferðalagi, þegar þú leggst til hvíldar og þegar þú fer á fætur.
19Să învăţaţi pe copiii voştri în ele, şi să le vorbeşti despre ele cînd vei fi acasă, cînd vei merge în călătorie, cînd te vei culca şi cînd te vei scula.
20Og þú skalt skrifa þau á dyrastafi húss þíns og á borgarhlið þín,
20Să le scrii pe uşiorii casei tale şi pe porţile tale.
21til þess að þér og börn yðar megið lifa í landinu, sem Drottinn sór feðrum yðar að gefa þeim, svo lengi sem himinn er yfir jörðu.
21Şi atunci zilele voastre şi zilele copiilor voştri, în ţara pe care Domnul a jurat părinţilor voştri că le -o va da, vor fi tot atît de multe cît vor fi zilele cerurilor deasupra pămîntului.
22Ef þér varðveitið kostgæfilega allar þessar skipanir, sem ég legg fyrir yður að halda: að elska Drottin Guð yðar, að ganga ávallt á hans vegum og halda yður fast við hann, _
22Căci dacă veţi păzi toate aceste porunci pe cari vi le dau, şi dacă le veţi împlini, dacă veţi iubi pe Domnul, Dumnezeul vostru, veţi umbla în toate căile Lui şi vă veţi alipi de El,
23þá mun Drottinn stökkva burt undan yður öllum þessum þjóðum, og þér munuð leggja undir yður þjóðir, sem eru stærri og voldugri en þér.
23Domnul va izgoni dinaintea voastră pe toate aceste neamuri, şi vă veţi face stăpîni pe toate aceste neamuri cari sînt mai mari şi mai puternice decît voi.
24Hver sá staður, er þér stígið fæti á, skal verða yðar eign. Frá eyðimörkinni allt til Líbanon, frá fljótinu, Efratfljótinu, allt til vesturhafsins skal land yðar ná.
24Orice loc pe care -l va călca talpa piciorului vostru, va fi al vostru: hotarul vostru se va întinde din pustie pînă la Liban, şi de la rîul Eufrat pînă la marea de apus.
25Enginn mun standast fyrir yður. Ótta við yður og skelfingu mun Drottinn Guð yðar láta koma yfir hvert það land, er þér stígið fæti á, eins og hann hefir heitið yður.
25Nimeni nu va putea să stea împotriva voastră. Domnul, Dumnezeul vostru, va răspîndi, cum v'a spus, frica şi groaza de tine peste toată ţara în care veţi merge.
26Sjá, ég legg fyrir yður í dag blessun og bölvun:
26Iată, pun azi înaintea voastră binecuvîntarea şi blestemul:
27blessunina, ef þér hlýðið skipunum Drottins Guðs yðar, sem ég býð yður í dag,
27binecuvîntarea, dacă veţi asculta de poruncile Domnului, Dumnezeului vostru, pe cari vi le dau în ziua aceasta;
28en bölvunina, ef þér hlýðið ekki skipunum Drottins Guðs yðar og víkið af þeim vegi, sem ég býð yður í dag, til þess að elta aðra guði, sem þér eigi hafið þekkt.
28blestemul, dacă nu veţi asculta de poruncile Domnului, Dumnezeului vostru, şi dacă vă veţi abate dela calea pe care v'o dau în ziua aceasta, şi vă veţi duce după alţi dumnezei pe cari nu -i cunoaşteţi.
29Þegar Drottinn Guð þinn leiðir þig inn í landið, sem þú heldur nú inn í til þess að taka það til eignar, þá skalt þú leggja blessunina á Garísímfjall og bölvunina á Ebalfjall.
29Şi cînd Domnul, Dumnezeul tău, te va aduce în ţara pe care o vei lua în stăpînire, să rosteşti binecuvîntarea pe muntele Garizim, şi blestemul pe muntele Ebal.
30En þau eru hinumegin Jórdanar, vestanvert við sólarlagsveginn, í landi Kanaanítanna, þeirra er búa á sléttlendinu, gegnt Gilgal, hjá Mórelundi.
30Munţii aceştia sînt dincolo de Iordan, înapoia drumului care merge spre apus, în ţara Cananiţilor cari locuiesc în cîmpie, faţă în faţă cu Ghilgal, lîngă stejarii More.
31Þér farið nú yfir Jórdan til þess að komast inn í og taka til eignar landið, sem Drottinn Guð yðar gefur yður, og þér munuð fá það til eignar og setjast að í því.Gætið þess þá að halda öll þau lög og ákvæði, sem ég legg fyrir yður í dag.
31Căci veţi trece Iordanul şi veţi intra în stăpînirea ţării pe care v'o dă Domnul, Dumnezeul vostru, ca s'o stăpîniţi, şi să locuiţi în ea.
32Gætið þess þá að halda öll þau lög og ákvæði, sem ég legg fyrir yður í dag.
32Să păziţi şi să împliniţi toate legile şi poruncile pe cari vi le dau eu astăzi.