Icelandic

Romanian: Cornilescu

Ezekiel

37

1Hönd Drottins kom yfir mig, og hann flutti mig burt fyrir anda sinn og lét mig nema staðar í dalnum miðjum, en hann var fullur af beinum.
1Mîna Domnului a venit peste mine, şi m'a luat în Duhul Domnului, şi m'a pus în mijlocul unei văi pline de oase.
2Og hann leiddi mig umhverfis þau á alla vegu, og sjá, það lá aragrúi af þeim þar í dalnum, og sjá, þau voru mjög skinin.
2M'a făcut să trec pe lîngă ele, de jur împrejur, şi iată că erau foarte multe pe faţa văiei, şi erau uscate de tot.
3Og hann sagði við mig: ,,Mannsson, hvort munu bein þessi lifna við aftur?`` Ég svaraði: ,,Drottinn Guð, þú veist það!``
3El mi -a zis: ,,Fiul omului, vor putea oare oasele acestea să învieze?`` Eu am răspuns: ,,Doamne, Dumnezeule, tu ştii lucrul acesta!``
4Þá sagði hann við mig: ,,Tala þú af guðmóði yfir beinum þessum og seg við þau: Þér skinin bein, heyrið orð Drottins!
4El mi -a zis: ,,Prooroceşte despre oasele acestea, şi spune-le: ,Oase uscate, ascultaţi cuvîntul Domnului!
5Svo segir Drottinn Guð við þessi bein: Sjá, ég læt lífsanda í yður koma, og þér skuluð lifna við.
5Aşa vorbeşte Domnul Dumnezeu către oasele acestea: ,Iată că voi face să intre în voi un duh, şi veţi învia!
6Og ég set sinar á yður og læt hold utan um yður og dreg þar hörund yfir og læt lífsanda í yður, og þér skuluð lifna við, og þér skuluð viðurkenna, að ég er Drottinn.``
6Vă voi da vine, voi face să crească pe voi carne, vă voi acoperi cu piele, voi pune duh în voi, şi veţi învia. Şi veţi şti că Eu sînt Domnul.``
7Þá talaði ég af guðmóði, eins og mér var boðið. Og er ég mælti af guðmóði, kom þytur og skrjáf heyrðist, og beinin færðust saman, hvert að öðru.
7Am proorocit cum mi se poruncise. Şi pe cînd prooroceam, s'a făcut un vuiet, şi iată că s -a făcut o mişcare, şi oasele s'au apropiat unele de altele!
8Og ég sá, hversu sinar komu á beinin og hold óx á og hörund dróst þar yfir, en enginn lífsandi var í þeim.
8M-am uitat, şi iată că le-au venit vine, carnea a crescut, şi le -a acoperit pielea pe deasupra; dar nu era încă duh în ele.
9Þá sagði hann við mig: ,,Mæl þú í guðmóði til lífsandans, mæl þú í guðmóði, mannsson, og seg við lífsandann: Svo segir Drottinn Guð: Kom þú, lífsandi, úr áttunum fjórum og anda á þennan val, að þeir megi lifna við.``
9El mi -a zis: ,,Prooroceşte, şi vorbeşte duhului! Prooroceşte, fiul omului, şi zi duhului: ,Aşa vorbeşte Domnul Dumnezeu: ,Duhule, vino din cele patru vînturi, suflă peste morţii aceştia, ca să învieze!`
10Ég talaði nú í guðmóði, eins og hann hafði skipað mér. Kom þá lífsandi í þá, svo að þeir lifnuðu við og risu á fætur. Var það afar mikill fjöldi.
10Am proorocit, cum mi se poruncise. Şi a intrat duhul în ei, şi au înviat, şi au stătut pe picioare: era o oaste mare, foarte mare la număr.
11Og hann sagði við mig: ,,Mannsson, þessi bein eru allir Ísraelsmenn. Sjá, þeir segja: ,Bein vor eru skinin, von vor þrotin, úti er um oss!`
11El mi -a zis: ,,Fiul omului, oasele acestea sînt toată casa lui Israel. Iată că ei zic: ,Ni s'au uscat oasele, ni s'a dus nădejdea; sîntem pierduţi!``
12Mæl því í guðmóði og seg við þá: Svo segir Drottinn Guð: Sjá, ég vil opna grafir yðar, og láta yður rísa upp úr gröfum yðar, þjóð mín, og flytja yður inn í Ísraelsland,
12Deaceea, prooroceşte, şi spune-le: ,,Aşa vorbeşte Domnul Dumnezeu: ,,Iată, vă voi deschide mormintele, vă voi scoate din mormintele voastre, poporul Meu, şi vă voi aduce iarăş în ţara lui Israel.
13til þess að þér viðurkennið, að ég er Drottinn, þegar ég opna grafir yðar og læt yður rísa upp úr gröfum yðar, þjóð mín.
13Şi veţi şti că Eu sînt Domnul, cînd vă voi deschide mormintele, şi vă voi scoate din mormintele voastre, poporul Meu!
14Og ég vil láta anda minn í yður, til þess að þér lifnið við aftur, og ég skal koma yður inn í yðar land, og þér skuluð viðurkenna, að ég er Drottinn. Ég hefi talað það og mun framkvæma það, segir Drottinn.``
14Voi pune Duhul Meu în voi, şi veţi trăi; vă voi aşeza iarăş în ţara voastră, şi veţi şti că Eu, Domnul, am vorbit şi am făcut, zice Domnul.``
15Orð Drottins kom til mín, svohljóðandi: ,,Þú mannsson, tak þér staf og rita á hann:
15Cuvîntul Domnului mi -a vorbit astfel:
16,Júda og Ísraelsmenn, sem eru í bandalagi við hann.` Tak því næst annan staf og rita á hann: ,Jósef, stafur Efraíms, og allir Ísraelsmenn, sem eru í bandalagi við hann.`
16,,Fiul omului, ia o bucată de lemn, şi scrie pe ea: ,Pentru Iuda şi pentru copiii lui Israel, cari sînt tovarăşii lui.` Ia apoi o altă bucată de lemn, şi scrie pe ea: ,,Pentru Iosif, lemnul lui Efraim, şi pentru toată casa lui Israel, care este tovarăşa lui.``
17Teng þá síðan hvorn við annan í einn staf, svo að þeir verði að einum í hendi þinni.
17După aceea, împreună-le una cu alta, într'o singură bucată, aşa încît să fie una în mîna ta.
18Og er samlandar þínir tala til þín og segja: ,Vilt þú ekki segja oss, hvað þetta á að þýða?`
18Şi cînd îţi vor zice copiii poporului tău: ,,Nu vrei să ne lămureşti ce înseamnă lucrul acesta?``
19þá seg þeim: Svo segir Drottinn Guð: Sjá, ég tek staf Jósefs, sem er í hendi Efraíms og þeirra ættkvísla Ísraels, sem eru í bandalagi við hann, og gjöri þá að staf Júda, svo að þeir verði einn stafur í hendi Júda.
19să le răspunzi: ,,Aşa vorbeşte Domnul Dumnezeu: ,Iată că voi lua toiagul de lemn al lui Iosif, care este în mîna lui Efraim, şi al seminţiilor lui Israel cari -i sînt tovarăşe, le voi uni cu toiagul lui Iuda, şi voi face un singur lemn, aşa că vor fi una în mîna Mea.``
20Og stafirnir, sem þú skrifar á, skulu vera í hendi þinni fyrir augum þeirra.
20Toiegele de lemn, pe cari vei scrie, să le ţii astfel în mîna ta, supt ochii lor.
21Og mæl til þeirra: Svo segir Drottinn Guð: Sjá, ég sæki Ísraelsmenn til þjóðanna, þangað sem þeir fóru, og saman safna þeim úr öllum áttum og leiði þá aftur inn í land þeirra.
21Şi să le spui: ,,Aşa vorbeşte Domnul, Dumnezeu: ,Iată, voi lua pe copiii lui Israel din mijlocul neamurilor la cari s'au dus, îi voi strînge din toate părţile, şi -i voi aduce înapoi în ţara lor.
22Og ég vil gjöra þá að einni þjóð í landinu, á Ísraels fjöllum, og einn konungur skal vera konungur yfir þeim öllum, og þeir skulu eigi framar vera tvær þjóðir og eigi framar vera skiptir í tvö konungsríki.
22Voi face din ei un singur neam în ţară, pe munţii lui Israel; toţi vor avea un singur împărat, şi nu vor mai fi două neamuri, nici nu vor mai fi împărţiţi în două împărăţii.
23Og þeir skulu eigi framar saurga sig á skurðgoðum sínum og viðurstyggðum, eða með öllum tryggðrofssyndum sínum, og ég vil frelsa þá frá öllum fráhvarfssyndum þeirra, sem þeir hafa drýgt, og hreinsa þá, og þeir skulu verða mín þjóð og ég skal vera þeirra Guð.
23Nici nu se vor mai spurca, prin idolii lor, cu urîciunile lor, şi cu toate fărădelegile lor. Îi voi scoate din toate abaterile cu cari au păcătuit, şi -i voi curăţi; ei vor fi poporul Meu, şi Eu voi fi Dumnezeul lor.
24Og þjónn minn Davíð skal vera konungur yfir þeim, og þeir skulu allir hafa einn hirði og lifa eftir setningum mínum og varðveita boðorð mín og breyta eftir þeim.
24Robul Meu David va fi împărat peste ei, şi toţi vor avea un singur păstor. Vor urma poruncile Mele, vor păzi legile mele şi le vor împlini.
25Og þeir skulu búa í landinu, sem ég gaf þjóni mínum Jakob og feður yðar bjuggu í. Í því skulu þeir og búa og börn þeirra og barnabörn til eilífðar, og þjónn minn Davíð skal vera höfðingi þeirra eilíflega.
25Vor locui iarăş în ţara, pe care am dat -o robului Meu Iacov, şi pe care au locuit -o şi părinţii voştri. Da, vor locui în ea, ei, copiii lor, şi copiii copiilor lor, pe vecie, şi Robul Meu David va fi voivodul lor în veci.
26Og ég mun gjöra við þá friðarsáttmála, það skal vera eilífur sáttmáli við þá, og ég mun láta þá búa að staðaldri í landinu og fjölga þeim og setja helgidóm minn meðal þeirra að eilífu.
26Voi încheia cu ei un legămînt de pace, care va fi un legămînt vecinic cu ei; îi voi sădi şi -i voi înmulţi, şi voi pune locaşul Meu cel sfînt în mijlocul lor pentru totdeauna.
27Og bústaður minn skal vera hjá þeim, og ég skal vera þeirra Guð og þeir skulu vera mín þjóð.Og þjóðirnar skulu viðurkenna, að ég er Drottinn, sem helga Ísrael, þegar helgidómur minn verður meðal þeirra eilíflega.``
27Locuinţa Mea va fi între ei; Eu voi fi Dumnezeul lor, şi ei vor fi poporul Meu.
28Og þjóðirnar skulu viðurkenna, að ég er Drottinn, sem helga Ísrael, þegar helgidómur minn verður meðal þeirra eilíflega.``
28Şi neamurile vor şti că Eu sînt Domnul, care sfinţeşte pe Israel, cînd Locaşul Meu cel sfînt va fi pentru totdeauna în mijlocul lor.``