1Spádómur um Damaskus. Sjá, Damaskus skal verða afmáð og ekki vera borg framar, hún skal verða að rústum.
1Proorocie împotriva Damascului: ,,Iată, Damascul nu va mai fi o cetate, ci va ajunge un morman de dărîmături;
2Borgir Aróer skulu verða yfirgefnar, hjörðum skulu þær verða til beitar, þar skulu þær liggja og enginn styggja þær.
2cetăţile Aroerului sînt părăsite, sînt date spre păşune turmelor, cari se culcă nestingherite acolo.
3Varnarvirki Efraíms líður undir lok og konungdómurinn hverfur frá Damaskus. Fyrir leifum Sýrlands skal fara eins og fyrir vegsemd Ísraelsmanna _ segir Drottinn allsherjar.
3S'a isprăvit cu cetăţuia lui Efraim, şi s'a sfîrşit cu împărăţia Damascului; dar rămăşiţa Siriei va fi ca slava copiilor lui Israel, zice Domnul oştirilor.
4Á þeim degi mun vegsemd Jakobs verða lítilfengleg og fitan á holdi hans rýrna.
4,În ziua aceea, slava lui Iacov va fi slăbită, şi grăsimea cărnii lui va pieri.
5Þá mun fara líkt og þegar kornskurðarmaður safnar kornstöngum og armleggur hans afsníður öxin, og eins og þegar öx eru tínd í Refaím-dal.
5Se va întîmpla ca atunci cînd strînge secerătorul grîul, şi braţul lui taie spicele; da, ca la strînsul spicelor în valea Refaim;
6Eftirtíningur skal eftir verða af þeim, eins og þegar olíuviður er skekinn, tvö eða þrjú ber efst í laufinu, fjögur eða fimm á greinum aldintrésins _ segir Drottinn, Ísraels Guð.
6vor mai rămînea doar cîteva, ca la scuturatul măslinului: două, trei măsline, pe vîrful crengilor, patru sau cinci, în ramurile cu roade, zice Domnul, Dumnezeul lui Israel.``
7Á þeim degi mun maðurinn mæna til skapara síns og augu hans líta til Hins heilaga í Ísrael.
7În ziua aceea, omul se va uita spre Făcătorul său, şi ochii i se vor întoarce spre Sfîntul lui Israel;
8Eigi mun hann þá mæna á ölturun, handaverk sín, né líta til þess, er fingur hans hafa gjört, hvorki til aséranna né sólsúlnanna.
8nu se va mai uita spre altare, cari sînt lucrarea mînilor lui, şi nu va mai privi la ce au făcut degetele lui, la idolii Astartei şi la stîlpii închinaţi soarelui.
9Á þeim degi munu hinar víggirtu borgir hans verða sem yfirgefnir staðir Amoríta og Hevíta, er þeir fyrirlétu, þá er þeir hrukku undan Ísraelsmönnum, og landið skal verða að auðn,
9În ziua aceea, cetăţile lui întărite vor fi ca dărîmăturile din pădure şi de pe vîrful muntelui, părăsite odinioară înaintea copiilor lui Israel: va fi o pustie!
10því að þú hefir gleymt Guði hjálpræðis þíns og eigi minnst þess hellubjargsins, sem er hæli þitt. Vegna þess að þú plantar yndislega garða og setur þar niður útlenda gróðurkvistu,
10Căci ai uitat pe Dumnezeul mîntuirii tale, şi nu ţi-ai adus aminte de Stînca scăpării tale. De aceea ţi-ai sădit răsaduri plăcute, şi ai sădit butuci străini.
11ræktar garð þinn á daginn og lætur á morgnana útsæði þitt blómgast, skal uppskeran bregðast á degi hins banvæna sárs og hinna ólæknandi kvala.
11Cînd i-ai sădit, i-ai înconjurat cu un gard, şi în curînd i-ai văzut înflorind. Dar culesul roadelor a fugit tocmai în clipa veseliei: şi durerea este fără leac.
12Heyr gný margra þjóða _ þær gnýja sem gnýr hafsins. Heyr dyn þjóðflokkanna _ þeir dynja eins og dynur mikilla vatnsfalla.
12Vai! ce vuiet de popoare multe, cari urlă cum urlă marea! Ce zarvă de neamuri, cari mugesc cum mugesc nişte ape puternice.
13Þjóðflokkarnir dynja eins og dynur margra vatnsfalla. En Drottinn hastar á þá, og þá flýja þeir langt burt. Þeir tvístrast eins og sáðir á hólum fyrir vindi, eins og rykmökkur fyrir stormi.Að kveldi er þar skelfing, áður en morgnar eru þeir allir á burt. Þetta er hlutskipti þeirra, er oss ræna, og örlög þeirra, er frá oss rupla.
13Neamurile mugesc cum mugesc apele mari... Dar cînd le mustră Dumnezeu, ele fug departe, izgonite ca pleava de pe munţi la suflarea vîntului, ca ţărîna luată de vîrtej.
14Að kveldi er þar skelfing, áður en morgnar eru þeir allir á burt. Þetta er hlutskipti þeirra, er oss ræna, og örlög þeirra, er frá oss rupla.
14Îndeseară, vine o prăpădenie neaşteptată, şi pînă dimineaţa, nu mai sînt! Iată partea celor ce ne jupoaie, şi soarta celor ce ne jăfuiesc.