Icelandic

Romanian: Cornilescu

Judges

19

1Um þær mundir bar svo til _ en þá var enginn konungur í Ísrael _ að levíti nokkur bjó innst inni í Efraímfjöllum, og tók hann sér að hjákonu kvenmann nokkurn frá Betlehem í Júda.
1Pe vremea cînd nu era împărat în Israel, un Levit, care locuia la marginea muntelui lui Efraim, şi -a luat ca ţiitoare o femeie din Betleemul lui Iuda.
2En þessi hjákona hans var honum ótrú og fór frá honum til húss föður síns í Betlehem í Júda og var þar fjögra mánaða tíma.
2Ţiitoarea nu i -a fost credincioasă, şi l -a părăsit ca să se ducă în casa tatălui ei în Betleemul lui Iuda, unde a rămas timp de patru luni.
3En maður hennar tók sig upp og fór eftir henni til þess að tala um fyrir henni og til þess að sækja hana, og hafði hann með sér svein sinn og tvo asna. Hún leiddi hann þá inn í hús föður síns, og er faðir stúlkunnar sá hann, gladdist hann yfir komu hans.
3Bărbatul ei s'a sculat şi s'a dus la ea, ca să -i vorbească inimii şi s'o aducă înapoi. Avea cu el pe sluga lui şi doi măgari. Ea l -a adus în casa tatălui ei; şi cînd l -a văzut tatăl femeii aceleia tinere, l -a primit cu bucurie.
4En tengdafaðir hans, faðir stúlkunnar, hélt honum, svo að hann dvaldist hjá honum í þrjá daga. Átu þeir og drukku og voru þar um nóttina.
4Socrul său, tatăl femeii aceleia tinere, l -a ţinut la el trei zile. Au mîncat şi au băut, şi au rămas noaptea acolo.
5En fjórða daginn risu þeir árla um morguninn og bjóst hinn nú til ferðar. Þá sagði faðir stúlkunnar við tengdason sinn: ,,Hresstu þig fyrst á matarbita og síðan megið þið fara.``
5A patra zi, s'au sculat dis de dimineaţă, şi Levitul se pregătea să plece. Dar tatăl tinerei femei a zis ginerelui său: ,,Ia o bucată de pîne, ca să prinzi la inimă; şi apoi veţi pleca.``
6Þá settust þeir niður og átu báðir saman og drukku. En faðir stúlkunnar sagði við manninn: ,,Lát þér það lynda að vera í nótt, og lát liggja vel á þér.``
6Şi au şezut de au mîncat şi au băut amîndoi. Apoi tatăl tinerei femei a zis bărbatului: ,,Hotărăşte-te dar să rămîi aici la noapte, şi să ţi se veselească inima.``
7En maðurinn bjóst til að fara. Þá lagði tengdafaðir hans svo að honum, að hann settist aftur og var þar um nóttina.
7Bărbatul se scula să plece; dar în urma stăruinţelor socrului său, a rămas acolo şi noaptea aceea.
8Fimmta daginn reis hann árla um morguninn og ætlaði að halda af stað. Þá sagði faðir stúlkunnar: ,,Hresstu þig þó fyrst, og bíðið þið uns degi hallar.`` Og þeir átu báðir saman.
8În ziua a cincea, s'a sculat dis de dimineaţă să plece. Atunci tatăl tinerei femei a zis: ,,Întăreşte-ţi mai întîi inima, te rog; şi rămîi pînă ce se va pleca ziua spre seară.`` Şi au mîncat amîndoi.
9En er maðurinn bjóst til að fara, ásamt hjákonu sinni og sveini sínum, þá sagði tengdafaðir hans, faðir stúlkunnar, við hann: ,,Það er orðið áliðið og dagur að kveldi kominn; verið í nótt. Sjá, degi hallar. Ver þú í nótt og láttu liggja vel á þér, en á morgun getið þið lagt upp snemma, svo að þú getir náð heim til þín.``
9Bărbatul se scula să plece, cu ţiitoarea şi sluga lui; dar socrul-său, tatăl tinerei femei, i -a zis: ,,Iată că ziua a trecut, e tîrziu, rămîi dar peste noapte aici; iată că ziua se pleacă spre noapte, rămîi aici peste noapte, şi să ţi se veselească inima; mîne vă veţi scula disdedimineaţă ca să porniţi la drum, şi te vei duce la cortul tău.``
10En maðurinn vildi ekki vera um nóttina, heldur bjóst til ferðar og hélt af stað og komst norður á móts við Jebús, það er Jerúsalem, og hann hafði með sér tvo söðlaða asna og hjákonu sína.
10Bărbatul n'a vrut să mai rămînă şi în noaptea aceea, ci s'a sculat şi a plecat. A ajuns pînă în faţa Iebusului, adică Ierusalimul, cu cei doi măgari înşălaţi şi cu ţiitoarea lui.
11Þegar þau voru hjá Jebús og mjög var liðið á dag, þá sagði sveinninn við húsbónda sinn: ,,Kom þú, við skulum fara inn í þessa Jebúsíta borg og gista þar.``
11Cînd s'au apropiat de Iebus, ziua se plecase mult spre seară. Sluga a zis atunci stăpînului său: ,,Haidem, să ne îndreptăm spre cetatea aceasta a Iebusiţilor, şi să rămînem în ea peste noapte``.
12En húsbóndi hans sagði við hann: ,,Ekki skulum við fara inn í borg ókunnugra manna, þar sem engir Ísraelsmenn búa, höldum heldur áfram til Gíbeu.``
12Stăpînul său i -a răspuns: ,,Nu putem să intrăm într'o cetate străină, unde nu sînt copii de ai lui Israel, ci să mergem pînă la Ghibea.``
13Og hann sagði við svein sinn: ,,Kom þú, við skulum fara í einhvern af stöðunum og gista í Gíbeu eða Rama.``
13A mai zis slugii sale: ,,Haidem, să ne apropiem de unul din locurile acestea, Ghibea sau Rama, şi să rămînem acolo peste noapte``.
14Síðan héldu þeir áfram leið sína, en sól gekk undir, er þeir voru hjá Gíbeu, sem heyrir Benjamín.
14Au mers mai departe, şi apunea soarele cînd s'au apropiat de Ghibea, care este a lui Beniamin.
15Viku þeir þar af leið til þess að fara inn í Gíbeu til gistingar. Og er hann kom þangað, staðnæmdist hann á bæjartorginu, en enginn tók þau inn í hús sitt til gistingar.
15S'au îndreptat într'acolo ca să se ducă să rămînă peste noapte în Ghibea. Levitul a intrat, şi s'a oprit în piaţa cetăţii. Nu s'a găsit nimeni care să -i primească în casă să rămînă peste noapte.
16Maður nokkur gamall kom frá vinnu sinni utan af akri um kveldið. Hann var frá Efraímfjöllum og bjó sem útlendingur í Gíbeu, en mennirnir, sem þarna bjuggu, voru Benjamínítar.
16Şi iată că un bătrîn se întorcea seara dela munca cîmpului; omul acesta era din muntele lui Efraim, locuia pentru o vreme la Ghibea, şi oamenii din locul acela erau Beniamiţi.
17Og er honum varð litið upp, sá hann ferðamanninn á bæjartorginu. Þá sagði gamli maðurinn: ,,Hvert ætlar þú að fara og hvaðan kemur þú?``
17El a ridicat ochii şi a văzut pe călător în piaţa cetăţii. Şi bătrînul i -a zis: ,,Încotro mergi, şi de unde vii?``
18Hinn svaraði honum: ,,Við komum frá Betlehem í Júda og ætlum innst inn í Efraímfjöll. Þaðan er ég. Ég fór suður til Betlehem og er nú á heimleið, en enginn hefir boðið mér hér inn til sín.
18El i -a răspuns: ,,Venim din Betleemul lui Iuda şi mergem pînă la marginea muntelui lui Efraim, de unde sînt. Mă dusesem la Betleemul lui Iuda, şi acum mă duc la casa Domnului. Dar nu se găseşte nimeni să mă primească în casă.
19Við höfum bæði hálm og fóður handa ösnum okkar, svo og brauð og vín handa mér og ambátt þinni og sveininum, sem er með þjónum þínum. Hér er einskis vant.``
19Avem însă paie şi nutreţ pentru măgarii noştri; avem şi pîne şi vin pentru mine, pentru roaba ta, şi pentru băiatul care este cu robii tăi. Nu ducem lipsă de nimic.``
20Þá sagði gamli maðurinn: ,,Vertu velkominn! Lofaðu mér nú að annast allt, sem þig kann að bresta, en úti máttu ekki liggja í nótt hér á torginu.``
20Bătrînul a zis: ,,Pacea să fie cu tine! Toate nevoile tale le iau asupra mea, numai să nu rămîi în piaţă peste noapte.``
21Og hann leiddi hann inn í hús sitt og gaf ösnunum, og þau þvoðu fætur sína og átu og drukku.
21L -a dus în casa lui, şi a dat nutreţ măgarilor. Călătorii şi-au spălat picioarele; apoi au mîncat şi au băut.
22Nú sem þau gæddu sér, sjá, þá umkringdu borgarmenn _ hrakmenni nokkur _ húsið, lömdu utan hurðina og kölluðu til gamla mannsins, húsbóndans: ,,Leið út manninn, sem til þín er kominn, að vér megum kenna hans.``
22Pe cînd se veseleau ei, iată că oamenii din cetate, nişte fii ai lui Belial, oameni stricaţi, au înconjurat casa, au bătut la poartă, şi au zis bătrînului, stăpînul casei: ,,Scoate pe omul acela care a intrat la tine, ca să ne împreunăm cu el.``
23Þá gekk maðurinn, húsbóndinn, út til þeirra og sagði við þá: ,,Nei, bræður mínir, fyrir hvern mun fremjið ekki óhæfu. Fyrst þessi maður er kominn inn í mitt hús, þá fremjið ekki slíka svívirðingu.
23Stăpînul casei a ieşit la ei, şi le -a zis: ,,Nu, fraţilor, vă rog să nu faceţi un lucru aşa de rău; fiindcă omul acesta a intrat în casa mea, nu săvîrşiţi mişelia aceasta.
24Hér er dóttir mín, sem er mey, og hjákona hans, ég ætla að leiða þær út, og þær megið þér taka nauðugar og gjöra við þær sem yður vel líkar, en á manni þessum skuluð þér ekki fremja slíka svívirðingu.``
24Iată că am o fată fecioară, şi omul acesta are o ţiitoare; vi le voi aduce afară: necinstiţi-le, şi faceţi-le ce vă va plăcea. Dar nu săvîrşiţi cu omul acesta o faptă aşa de nelegiuită``.
25En mennirnir vildu ekki hlýða á hann. Þá þreif maðurinn í hjákonu sína og leiddi hana út á strætið til þeirra, og þeir kenndu hennar og misþyrmdu henni alla nóttina, allt til morguns, og slepptu henni ekki fyrr en dagur rann.
25Oamenii aceia n'au vrut să -l asculte. Atunci omul şi -a luat ţiitoarea, şi le -a adus -o afară. Ei s'au împreunat cu ea, şi şi-au bătut joc de ea toată noaptea pînă dimineaţa: şi i-au dat drumul cînd se lumina de ziuă.
26Þegar birta tók af degi, kom konan og féll niður fyrir húsdyrum mannsins, þar sem bóndi hennar var inni, og lá þar, uns bjart var orðið.
26Către ziuă, femeia aceasta a venit şi a căzut la uşa casei omului la care era bărbatul ei, şi a rămas acolo pînă la ziuă.
27En er bóndi hennar reis um morguninn og lauk upp húsdyrunum og gekk út og ætlaði að halda af stað, sjá, þá lá konan, hjákona hans, úti fyrir dyrunum með hendurnar á þröskuldinum.
27Şi dimineaţa, bărbatul ei s'a sculat, a deschis uşa casei, şi a ieşit ca să-şi urmeze drumul mai departe. Dar iată că femeia, ţiitoarea lui, era întinsă la uşa casei, cu mînile pe prag.
28Hann mælti þá til hennar: ,,Stattu upp, við skulum halda af stað!`` _ en fékk ekkert svar. Þá lét hann hana upp á asnann, og maðurinn tók sig upp og hélt heim til sín.
28El i -a zis: ,,Scoală-te, şi haidem să mergem!`` Ea n'a răspuns. Atunci bărbatul a pus -o pe măgar, şi a plecat acasă.
29En er hann kom heim, tók hann hníf, þreif hjákonu sína og hlutaði hana alla sundur í tólf hluti og sendi þá út um alla Ísraels byggð.En hverjum þeim, er sá það, varð að orði: ,,Eigi hefir slíkt við borið og eigi hefir slíkt sést síðan er Ísraelsmenn fóru af Egyptalandi allt fram á þennan dag! Hugleiðið þetta, leggið á ráð og segið til!``
29Cînd a ajuns acasă, a luat un cuţit, a apucat pe ţiitoarea lui, şi a tăiat -o mădular cu mădular în douăsprezece bucăţi, pe cari le -a trimes în tot ţinutul lui Israel.
30En hverjum þeim, er sá það, varð að orði: ,,Eigi hefir slíkt við borið og eigi hefir slíkt sést síðan er Ísraelsmenn fóru af Egyptalandi allt fram á þennan dag! Hugleiðið þetta, leggið á ráð og segið til!``
30Toţi cei ce au văzut lucrul acesta, au zis: ,,Niciodată nu s'a întîmplat şi nu s'a văzut aşa ceva, decînd s'au suit copiii lui Israel din Egipt pînă în ziua de azi; luaţi aminte dar la lucrul aceasta, sfătuiţi-vă şi vorbiţi!``