Icelandic

Spanish: Reina Valera (1909)

Genesis

26

1Hallæri varð í landinu, annað hallæri en hið fyrra, sem var á dögum Abrahams. Fór þá Ísak til Abímeleks Filistakonungs í Gerar.
1Y HUBO hambre en la tierra, además de la primera hambre que fué en los días de Abraham: y fuése Isaac á Abimelech rey de los Filisteos, en Gerar.
2Og Drottinn birtist honum og mælti: ,,Far þú ekki til Egyptalands. Ver þú kyrr í því landi, sem ég segi þér.
2Y apareciósele Jehová, y díjole: No desciendas á Egipto: habita en la tierra que yo te diré;
3Dvel þú um hríð í þessu landi, og ég mun vera með þér og blessa þig, því að þér og niðjum þínum mun ég gefa öll þessi lönd, og ég mun halda þann eið, sem ég sór Abraham, föður þínum.
3Habita en esta tierra, y seré contigo, y te bendeciré; porque á ti y á tu simiente daré todas estas tierras, y confirmaré el juramento que juré á Abraham tu padre:
4Og ég mun margfalda niðja þína sem stjörnur himinsins og gefa niðjum þínum öll þessi lönd, og af þínu afkvæmi skulu allar þjóðir á jörðinni blessun hljóta,
4Y multiplicaré tu simiente como las estrellas del cielo, y daré á tu simiente todas estas tierras; y todas las gentes de la tierra serán benditas en tu simiente.
5af því að Abraham hlýddi minni röddu og varðveitti boðorð mín, skipanir mínar, ákvæði og lög.``
5Por cuanto oyó Abraham mi voz, y guardó mi precepto, mis mandamientos, mis estatutos y mis leyes.
6Og Ísak staðnæmdist í Gerar.
6Habitó, pues, Isaac en Gerar.
7Og er menn þar spurðu um konu hans, sagði hann: ,,Hún er systir mín,`` því að hann þorði ekki að segja: ,,Hún er kona mín.`` ,,Ella kynnu,`` hugsaði hann, ,,menn þar að myrða mig vegna Rebekku, af því að hún er fríð sýnum.``
7Y los hombres de aquel lugar le preguntaron acerca de su mujer; y él respondió: Es mi hermana; porque tuvo miedo de decir: Es mi mujer; que tal vez, dijo, los hombres del lugar me matarían por causa de Rebeca; porque era de hermoso aspecto.
8Og svo bar við, er hann hafði verið þar um hríð, að Abímelek Filistakonungur leit út um gluggann og sá, að Ísak lét vel að Rebekku konu sinni.
8Y sucedió que, después que él estuvo allí muchos días, Abimelech, rey de los Filisteos, mirando por una ventana, vió á Isaac que jugaba con Rebeca su mujer.
9Þá kallaði Abímelek á Ísak og mælti: ,,Sjá, vissulega er hún kona þín. Og hvernig gast þú sagt: ,Hún er systir mín`?`` Og Ísak sagði við hann: ,,Ég hugsaði, að ella mundi ég láta lífið fyrir hennar sakir.``
9Y llamó Abimelech á Isaac, y dijo: He aquí ella es de cierto tu mujer: ¿cómo, pues, dijiste: Es mi hermana? E Isaac le respondió: Porque dije: Quizá moriré por causa de ella.
10Og Abímelek mælti: ,,Hví hefir þú gjört oss þetta? Hæglega gat það viljað til, að einhver af lýðnum hefði lagst með konu þinni, og hefðir þú þá leitt yfir oss syndasekt.``
10Y Abimelech dijo: ¿Por qué nos has hecho esto? Por poco hubiera dormido alguno del pueblo con tu mujer, y hubieras traído sobre nosotros el pecado.
11Síðan bauð Abímelek öllum landslýðnum og mælti: ,,Hver sem snertir þennan mann og konu hans, skal vissulega deyja.``
11Entonces Abimelech mandó á todo el pueblo, diciendo: El que tocare á este hombre ó á su mujer, de cierto morirá.
12Og Ísak sáði í þessu landi og uppskar hundraðfalt á því ári, því að Drottinn blessaði hann.
12Y sembró Isaac en aquella tierra, y halló aquel año ciento por uno: y bendíjole Jehová.
13Og maðurinn efldist og auðgaðist meir og meir, uns hann var orðinn stórauðugur.
13Y el varón se engrandeció, y fué adelantando y engrandeciéndose, hasta hacerse muy poderoso:
14Og hann átti sauðahjarðir og nautahjarðir og margt þjónustufólk, svo að Filistar öfunduðu hann.
14Y tuvo hato de ovejas, y hato de vacas, y grande apero; y los Filisteos le tuvieron envidia.
15Alla þá brunna, sem þjónar föður Ísaks höfðu grafið á dögum Abrahams, föður hans, byrgðu Filistar og fylltu með mold.
15Y todos los pozos que habían abierto, los criados de Abraham su padre en sus días, los Filisteos los habían cegado y llenado de tierra.
16Og Abímelek sagði við Ísak: ,,Far þú burt frá oss, því að þú ert orðinn miklu voldugri en vér.``
16Y dijo Abimelech á Isaac: Apártate de nosotros, porque mucho más poderoso que nosotros te has hecho.
17Þá fór Ísak þaðan og tók sér bólfestu í Gerardal og bjó þar.
17E Isaac se fué de allí; y asentó sus tiendas en el valle de Gerar, y habitó allí.
18Og Ísak lét aftur grafa upp brunnana, sem þeir höfðu grafið á dögum Abrahams föður hans og Filistar höfðu aftur byrgt eftir dauða Abrahams, og gaf þeim hin sömu heiti sem faðir hans hafði gefið þeim.
18Y volvió á abrir Isaac los pozos de agua que habían abierto en los días de Abraham su padre, y que los Filisteos habían cegado, muerto Abraham; y llamólos por los nombres que su padre los había llamado.
19Þrælar Ísaks grófu í dalnum og fundu þar brunn lifandi vatns.
19Y los siervos de Isaac cavaron en el valle, y hallaron allí un pozo de aguas vivas.
20En fjárhirðar í Gerar deildu við fjárhirða Ísaks og sögðu: ,,Vér eigum vatnið.`` Og hann nefndi brunninn Esek, af því að þeir höfðu þráttað við hann.
20Y los pastores de Gerar riñeron con los pastores de Isaac, diciendo: El agua es nuestra: por eso llamó el nombre del pozo Esek, porque habían altercado con él.
21Þá grófu þeir annan brunn, en deildu einnig um hann, og hann nefndi hann Sitna.
21Y abrieron otro pozo, y también riñeron sobre él: y llamó su nombre Sitnah.
22Eftir það fór hann þaðan og gróf enn brunn. En um hann deildu þeir ekki, og hann nefndi hann Rehóbót og sagði: ,,Nú hefir Drottinn rýmkað um oss, svo að vér megum vaxa í landinu.``
22Y apartóse de allí, y abrió otro pozo, y no riñeron sobre él: y llamó su nombre Rehoboth, y dijo: Porque ahora nos ha hecho ensanchar Jehová y fructificaremos en la tierra.
23Og þaðan fór hann upp til Beerseba.
23Y de allí subió á Beer-seba.
24Þá hina sömu nótt birtist Drottinn honum og mælti: ,,Ég er Guð Abrahams, föður þíns. Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Og ég mun blessa þig og margfalda afkvæmi þitt fyrir sakir Abrahams, þjóns míns.``
24Y apareciósele Jehová aquella noche, y dijo: Yo soy el Dios de Abraham tu padre: no temas, que yo soy contigo, y yo te bendeciré, y multiplicaré tu simiente por amor de Abraham mi siervo.
25Og hann reisti þar altari og ákallaði nafn Drottins og setti þar tjald sitt, og þrælar Ísaks grófu þar brunn.
25Y edificó allí un altar, é invocó el nombre de Jehová, y tendió allí su tienda: y abrieron allí los siervos de Isaac un pozo.
26Þá kom Abímelek til hans frá Gerar og Akúsat, vinur hans, og Píkól, hershöfðingi hans.
26Y Abimelech vino á él desde Gerar, y Ahuzzath, amigo suyo, y Phicol, capitán de su ejército.
27Þá sagði Ísak við þá: ,,Hví komið þér til mín, þar sem þér þó hatið mig og hafið rekið mig burt frá yður?``
27Y díjoles Isaac: ¿Por qué venís á mí, pues que me habéis aborrecido, y me echasteis de entre vosotros?
28En þeir svöruðu: ,,Vér höfum berlega séð, að Drottinn er með þér. Fyrir því sögðum vér: ,Eiður sé milli vor, milli vor og þín,` og vér viljum gjöra við þig sáttmála:
28Y ellos respondieron: Hemos visto que Jehová es contigo; y dijimos: Haya ahora juramento entre nosotros, entre nosotros y ti, y haremos alianza contigo:
29Þú skalt oss ekki mein gjöra, svo sem vér höfum eigi snortið þig og svo sem vér höfum eigi gjört þér nema gott og látið þig fara í friði, því að þú ert nú blessaður af Drottni.``
29Que no nos hagas mal, como nosotros no te hemos tocado, y como solamente te hemos hecho bien, y te enviamos en paz: tú ahora, bendito de Jehová.
30Eftir það gjörði hann þeim veislu, og þeir átu og drukku.
30Entonces él les hizo banquete, y comieron y bebieron.
31Og árla morguninn eftir unnu þeir hver öðrum eiða. Og Ísak lét þá í burt fara, og þeir fóru frá honum í friði.
31Y se levantaron de madrugada, y juraron el uno al otro; é Isaac los despidió, y ellos se partieron de él en paz.
32Þann sama dag bar svo við, að þrælar Ísaks komu og sögðu honum frá brunninum, sem þeir höfðu grafið, og mæltu við hann: ,,Vér höfum fundið vatn.``
32Y en aquel día sucedió que vinieron los criados de Isaac, y diéronle nuevas acerca del pozo que habían abierto, y le dijeron: Agua hemos hallado.
33Og hann nefndi hann Síba. Fyrir því heitir borgin Beerseba allt til þessa dags.
33Y llamólo Seba: por cuya causa el nombre de aquella ciudad es Beer-seba hasta este día.
34Er Esaú var fertugur að aldri, gekk hann að eiga Júdít, dóttur Hetítans Beerí, og Basmat, dóttur Hetítans Elons.Og var þeim Ísak og Rebekku sár skapraun að þeim.
34Y cuando Esaú fué de cuarenta años, tomó por mujer á Judith hija de Beeri Hetheo, y á Basemat hija de Elón Hetheo:
35Og var þeim Ísak og Rebekku sár skapraun að þeim.
35Y fueron amargura de espíritu á Isaac y á Rebeca.