Icelandic

Turkish

Acts

17

1Þeir fóru nú um Amfípólis og Apollóníu og komu til Þessaloníku. Þar áttu Gyðingar samkundu.
1Amfipolis ve Apollonyadan geçerek Selanike geldiler. Burada Yahudilerin bir havrası vardı.
2Eftir venju sinni gekk Páll inn til þeirra, og þrjá hvíldardaga ræddi hann við þá og lagði út af ritningunum,
2Pavlus, her zamanki gibi Yahudilere giderek art arda üç Şabat Günü onlarla Kutsal Yazılar üzerinde tartıştı.
3lauk þeim upp fyrir þeim og setti þeim fyrir sjónir, að Kristur átti að líða og rísa upp frá dauðum. Hann sagði: ,,Jesús, sem ég boða yður, hann er Kristur.``
3Mesihin acı çekip ölümden dirilmesi gerektiğine dair açıklamalarda bulunuyor, kanıtlar gösteriyordu. ‹‹Size duyurmakta olduğum bu İsa, Mesihtir›› diyordu.
4Nokkrir þeirra létu sannfærast og gengu til fylgis við Pál og Sílas, auk þess mikill fjöldi guðrækinna Grikkja og mikilsháttar konur eigi allfáar.
4Onlardan bazıları, Tanrıya tapan Greklerden büyük bir topluluk ve ileri gelen kadınların da birçoğu ikna olup Pavlusla Silasa katıldılar.
5En Gyðingar fylltust afbrýði og fengu með sér götuskríl, æstu til uppþota og hleyptu borginni í uppnám. Þustu þeir að húsi Jasonar og vildu færa þá fyrir lýðinn.
5Yahudiler bunu kıskandı. Çarşı pazardan topladıkları bazı kötü insanlardan bir kalabalık oluşturup kentte kargaşalık çıkarttılar. Pavlusla Silası bulmak ve halkın önünde yargılamak amacıyla Yasonun evine saldırdılar.
6En þegar þeir fundu þá ekki, drógu þeir Jason og nokkra bræður fyrir borgarstjórana og hrópuðu: ,,Mennirnir, sem komið hafa allri heimsbyggðinni í uppnám, þeir eru nú komnir hingað,
6Onları bulamayınca, Yason ile bazı kardeşleri kent yetkililerinin önüne sürüklediler. ‹‹Dünyayı altüst eden o adamlar buraya da geldiler›› diye bağırıyorlardı.
7og Jason hefur tekið á móti þeim. Allir þessir breyta gegn boðum keisarans, því þeir segja, að annar sé konungur og það sé Jesús.``
7‹‹Yason onları evine aldı. Onların hepsi, İsa adında başka bir kral olduğunu söyleyerek Sezarın buyruklarına karşı geliyorlar.››
8Og þeir vöktu óhug með fólkinu og einnig borgarstjórunum með þessum orðum.
8Bu sözleri işiten kalabalık ve kentin yetkilileri telaşa kapıldı.
9Slepptu þeir ekki þeim Jasoni fyrr en þeir höfðu látið þá setja tryggingu.
9Sonunda yetkililer Yason ve öbürlerini kefaletle serbest bıraktılar.
10En bræðurnir sendu þá Pál og Sílas þegar um nóttina til Beroju. Þegar þeir komu þangað, gengu þeir inn í samkunduhús Gyðinga.
10Kardeşler hemen o gece Pavlusla Silası Veriya Kentine gönderdiler. Onlar oraya varınca Yahudilerin havrasına gittiler.
11Þeir voru veglyndari þar en í Þessaloníku. Þeir tóku við orðinu með allri góðfýsi og rannsökuðu daglega ritningarnar, hvort þessu væri þannig farið.
11Veriyadaki Yahudiler Selaniktekilerden daha açık fikirliydi. Tanrı sözünü büyük ilgiyle karşılayarak her gün Kutsal Yazıları inceliyor, öğretilenlerin doğru olup olmadığını araştırıyorlardı.
12Margir þeirra tóku trú og einnig Grikkir ekki allfáir, tignar konur og karlar.
12Böylelikle içlerinden birçokları ve çok sayıda saygın Grek kadın ve erkek iman etti.
13En er Gyðingar í Þessaloníku fréttu, að Páll hefði einnig boðað orð Guðs í Beroju, komu þeir og hleyptu líka ólgu og æsingu í múginn þar.
13Selanikteki Yahudiler Pavlusun Veriyada da Tanrının sözünü duyurduğunu öğrenince oraya gittiler, halkı kışkırtıp ayağa kaldırdılar.
14Þá sendu bræðurnir jafnskjótt með Pál af stað til sjávar, en Sílas og Tímóteus urðu eftir.
14Bunun üzerine kardeşler Pavlusu hemen deniz kıyısına yolladılar. Silas ile Timoteos ise Veriyada kaldılar.
15Leiðsögumenn Páls fylgdu honum allt til Aþenu og sneru aftur með boð til Sílasar og Tímóteusar að koma hið bráðasta til hans.
15Pavlusla birlikte gidenler onu Atinaya kadar götürdüler. Sonra Pavlustan, Silasla Timoteosun bir an önce kendisine yetişmeleri yolunda buyruk alarak geri döndüler.
16Meðan Páll beið þeirra í Aþenu, var honum mikil skapraun að sjá, að borgin var full af skurðgoðum.
16Onları Atinada bekleyen Pavlus, kenti putlarla dolu görünce yüreğinde derin bir acı duydu.
17Hann ræddi þá í samkundunni við Gyðinga og guðrækna menn, og hvern dag á torginu við þá, sem urðu á vegi hans.
17Bu nedenle, gerek havrada Yahudilerle ve Tanrıya tapan yabancılarla, gerek her gün çarşı meydanında karşılaştığı kişilerle tartışıp durdu.
18En nokkrir heimspekingar, Epíkúringar og Stóumenn, áttu og í orðakasti við hann. Sögðu sumir: ,,Hvað mun skraffinnur sá hafa að flytja?`` Aðrir sögðu: ,,Hann virðist boða ókennda guði,`` _ því að hann flutti fagnaðarerindið um Jesú og upprisuna.
18Epikürcü ve Stoacı bazı filozoflar onunla atışmaya başladılar. Kimi, ‹‹Bu lafebesi ne demek istiyor?›› derken, kimi de, ‹‹Galiba yabancı ilahların haberciliğini yapıyor›› diyordu. Çünkü Pavlus, İsayla ve dirilişle ilgili Müjdeyi duyuruyordu.
19Og þeir tóku hann og fóru með hann á Aresarhæð og sögðu: ,,Getum vér fengið að vita, hver þessi nýja kenning er, sem þú ferð með?
19Onlar Pavlusu alıp Ares Tepesi Kuruluna götürdüler. Ona, ‹‹Yaydığın bu yeni öğretinin ne olduğunu öğrenebilir miyiz?›› dediler.
20Því að eitthvað nýstárlegt flytur þú oss til eyrna, og oss fýsir að vita, hvað þetta er.``
20‹‹Kulağımıza yabancı gelen bazı konulardan söz ediyorsun. Bunların anlamını öğrenmek isteriz.››
21En allir Aþeningar og aðkomumenn þar gáfu sér ekki tóm til annars fremur en að segja eða heyra einhver nýmæli.
21Bütün Atinalılar ve kentte bulunan yabancılar, vakitlerini hep yeni düşünceleri anlatarak ve dinleyerek geçirirlerdi.
22Þá sté Páll fram á miðri Aresarhæð og tók til máls: ,,Aþeningar, þér komið mér svo fyrir sjónir, að þér séuð í öllum greinum miklir trúmenn,
22Pavlus, Ares Tepesi Kurulunun önüne çıkıp şunları söyledi: ‹‹Ey Atinalılar, sizin her bakımdan çok dindar olduğunuzu görüyorum.
23því að ég gekk hér um og hugði að helgidómum yðar og fann þá meðal annars altari, sem á er ritað: ,Ókunnum guði`. Þetta, sem þér nú dýrkið og þekkið ekki, það boða ég yður.
23Ben çevrede dolaşırken, tapındığınız yerleri incelerken üzerinde, BİLİNMEYEN TANRIYA Tanrıyı ben size tanıtayım.
24Guð, sem skóp heiminn og allt, sem í honum er, hann, sem er herra himins og jarðar, býr ekki í musterum, sem með höndum eru gjörð.
24‹‹Dünyayı ve içindekilerin tümünü yaratan, yerin ve göğün Rabbi olan Tanrı, elle yapılmış tapınaklarda oturmaz.
25Ekki verður honum heldur þjónað með höndum manna, eins og hann þyrfti nokkurs við, þar sem hann sjálfur gefur öllum líf og anda og alla hluti.
25Herkese yaşam, soluk ve her şeyi veren kendisi olduğuna göre, bir şeye gereksinmesi varmış gibi Ona insan eliyle hizmet edilmez. Tanrı, bütün ulusları tek insandan türetti ve onları yeryüzünün dört bucağına yerleştirdi.
26Hann skóp og af einum allar þjóðir manna og lét þær byggja allt yfirborð jarðar, er hann hafði ákveðið setta tíma og mörk bólstaða þeirra.
26Ulusların sürelerini ve yerleşecekleri bölgelerin sınırlarını önceden saptadı.
27Hann vildi, að þær leituðu Guðs, ef verða mætti þær þreifuðu sig til hans og fyndu hann. En eigi er hann langt frá neinum af oss.
27Bunu, kendisini arasınlar ve el yordamıyla da olsa bulabilsinler diye yaptı. Aslında Tanrı hiçbirimizden uzak değildir.
28Í honum lifum, hrærumst og erum vér. Svo hafa og sum skáld yðar sagt: ,Því að vér erum líka hans ættar.`
28Nitekim, ‹Onda yaşıyor ve hareket ediyoruz; Onda varız.› Bazı ozanlarınızın belirttiği gibi, ‹Biz de Onun soyundanız.›
29Fyrst vér erum nú Guðs ættar, megum vér eigi ætla, að guðdómurinn sé líkur smíði af gulli, silfri eða steini, gjörðri með hagleik og hugviti manna.
29‹‹Tanrının soyundan olduğumuza göre, tanrısal özün, insan düşüncesi ve becerisiyle biçimlendirilmiş altın, gümüş ya da taştan bir nesneye benzediğini düşünmemeliyiz.
30Guð, sem hefur umborið tíðir vanviskunnar, boðar nú mönnunum, að þeir skuli allir hvarvetna taka sinnaskiptum,
30Tanrı, geçmiş dönemlerin bilgisizliğini görmezlikten geldi; ama şimdi her yerde herkesin tövbe etmesini buyuruyor.
31því að hann hefur sett dag, er hann mun láta mann, sem hann hefur fyrirhugað, dæma heimsbyggðina með réttvísi. Þetta hefur hann sannað öllum mönnum með því að reisa hann frá dauðum.``
31Çünkü dünyayı, atadığı Kişi aracılığıyla adaletle yargılayacağı günü saptamıştır. Bu Kişiyi ölümden diriltmekle bunun güvencesini herkese vermiştir.››
32Þegar þeir heyrðu nefnda upprisu dauðra, gjörðu sumir gys að, en aðrir sögðu: ,,Vér munum hlusta á þetta hjá þér öðru sinni.``
32Ölülerin dirilmesiyle ilgili sözleri duyunca kimi alay etti, kimi de, ‹‹Seni bu konuda bir daha dinlemek isteriz›› dedi.
33Þannig skildi Páll við þá.En nokkrir menn slógust í fylgd hans. Þeir tóku trú. Meðal þeirra var Díónýsíus, einn úr Areopagus-dóminum, og kona nokkur, Damaris að nafni, og aðrir fleiri.
33Bunun üzerine Pavlus aralarından çıkıp gitti.
34En nokkrir menn slógust í fylgd hans. Þeir tóku trú. Meðal þeirra var Díónýsíus, einn úr Areopagus-dóminum, og kona nokkur, Damaris að nafni, og aðrir fleiri.
34Birkaç kişi ona katılıp inandı. Bunların arasında kurul üyesi Dionisios, Damaris adlı bir kadın ve birkaç kişi daha vardı.