Icelandic

Turkish

Daniel

4

1Nebúkadnesar konungur sendir kveðju sína öllum mönnum, sem á jörðinni búa, hverrar þjóðar, hvaða lands og hverrar tungu sem eru: ,,Gangi yður allt til gæfu!
1Kral Nebukadnessar dünyadaki bütün halklara, uluslara ve her dilden insanlara şu bildiriyi gönderdi: ‹‹Esenliğiniz bol olsun!
2Mér hefir þóknast að kunngjöra þau tákn og furðuverk, sem hinn hæsti Guð hefir gjört við mig.
2Yüce Tanrının benim için gerçekleştirdiği belirtileri ve şaşılası işleri size bildirmeyi uygun gördüm.
3Hversu mikil eru tákn hans og hversu máttug eru furðuverk hans! Ríki hans er eilíft ríki og máttarveldi hans varir frá kyni til kyns.
3‹‹Belirtileri ne büyük!Şaşılası işleri ne yüce!Krallığı ebedi krallıktır,Egemenliği kuşaklar boyu sürecek.
4Ég, Nebúkadnesar, lifði áhyggjulaus í húsi mínu og átti góða daga í höll minni.
4‹‹Ben, Nebukadnessar, evimde huzur, sarayımda gönenç içindeydim.
5Þá dreymdi mig draum, sem gjörði mig óttasleginn, og hugsanirnar í rekkju minni og sýnirnar, sem fyrir mig bar, skelfdu mig.
5Beni korkutan bir düş gördüm. Yatağımda yatarken düşüncelerimle görümlerim beni ürküttü.
6Ég lét því þá skipun út ganga, að leiða skyldi fyrir mig alla vitringa í Babýlon til þess að segja mér þýðing draumsins.
6Düşün ne anlama geldiğini açıklamaları için Babilin bütün bilgelerinin yanıma getirilmesini buyurdum.
7Þá komu spásagnamennirnir, særingamennirnir, Kaldearnir og stjörnuspekingarnir, og sagði ég þeim drauminn, en þeir gátu ekki sagt mér þýðing hans.
7Sihirbazlar, yıldızbilimciler, falcılar yanıma gelince, gördüğüm düşü onlara anlattımsa da ne anlama geldiğini açıklayamadılar.
8En loks kom Daníel til mín, sem kallaður er Beltsasar eftir nafni guðs míns. Í honum býr andi hinna heilögu guða, og ég sagði honum drauminn:
8Sonunda ilahımın adından gelen Belteşassar adıyla çağrılan ve kendisinde kutsal ilahların ruhu bulunan Daniel yanıma geldi. Gördüğüm düşü ona anlattım.
9Beltsasar, þú æðsti forstjóri spásagnamannanna! Ég veit að í þér býr andi hinna heilögu guða og að enginn leyndardómur er þér ofvaxinn. Seg mér sýnir draums míns, þær er fyrir mig bar, og hvað þær þýða.
9‹‹Ona şöyle dedim: Ey sihirbazların başkanı Belteşassar, sende kutsal ilahların ruhu olduğunu, her gizi açıklayabileceğini biliyorum. İşte gördüğüm düş: Ne anlama geldiğini bana açıkla.
10Sýnir þær, er fyrir mig bar í rekkju minni, voru þessar: Ég horfði, og sjá, tré nokkurt stóð á jörðinni, og var það geysihátt.
10Yatarken gördüğüm görümler şunlar: Dünyanın ortasında çok yüksek bir ağaç gördüm.
11Tréð var mikið og sterkt, og svo hátt að upp tók til himins, og mátti sjá það alla vega frá endimörkum jarðarinnar.
11Ağaç büyüdü, güçlendi, boyu göklere erişti. Dünyanın dört bucağından görülüyordu.
12Limar þess voru fagrar og ávöxturinn mikill, og fæðsla handa öllum var á því. Skógardýrin lágu í forsælu undir því, fuglar himinsins bjuggu á greinum þess, og allar skepnur nærðust af því.
12Yaprakları güzeldi, herkese yetecek kadar bol meyvesi vardı. Yabanıl hayvanlar gölgesinde barınıyor, gökte uçan kuşlar dallarına tünüyordu. Her canlı ondan besleniyordu.
13Ég horfði á í sýnum þeim, sem fyrir mig bar í rekkju minni, og sá heilagan vörð stíga niður af himni.
13‹‹Yatağımda yatarken gördüğüm görümlerde gökten inen bir gözcü, kutsal bir varlık gördüm.
14Hann kallaði hárri röddu og mælti svo: ,Höggvið upp tréð, sníðið af greinarnar, slítið af því limarnar og dreifið ávöxtunum víðs vegar, svo að dýrin flýi burt undan því og fuglarnir af greinum þess.
14Yüksek sesle, ‹Ağacı ve dallarını kesin, yapraklarını yolun, meyvesini atın› diye bağırdı, ‹Altında barınan hayvanlarla dallarına tüneyen kuşlar kaçsın.
15Samt skuluð þér láta stofninn með rótum sínum vera kyrran eftir í jörðinni, bundinn járn- og eirfjötrum, í grænu graslendi. Hann skal vökna af dögg himinsins og taka hlut með dýrunum í grösum jarðarinnar.
15Ama köklerin bulunduğu kütüğü demirle, tunçla çevreleyip yerde, otların içinde bırakın. ‹‹ ‹Göğün çiyiyle ıslansın, hayvanlarla birlikte yerdeki otlardan pay alsın.
16Hjarta hans skal umbreytast, svo að í honum skal ekki mannshjarta vera, heldur skal honum dýrshjarta fengið verða, og sjö tíðir skulu yfir hann líða.
16Ondaki insan yüreği değiştirilsin, yerine hayvan yüreği verilsin. Üzerinden yedi vakit geçsin.
17Skipunin hvílir á ályktun varðanna, og þetta eru fyrirmæli hinna heilögu, til þess að hinir lifandi viðurkenni, að Hinn hæsti ræður yfir konungdómi mannanna og gefur hann hverjum sem hann vill, og að hann getur upphafið hinn lítilmótlegasta meðal mannanna til konungdóms.`
17Bu yargıyı gözcüler, kararı kutsallar verdi. Öyle ki, her canlı Yüce Olanın insan krallıkları üzerinde egemenlik sürdüğünü ve onları dilediği kişiye, en hor görülen birine bile verebileceğini bilsin.›
18Þetta er draumurinn, sem mig, Nebúkadnesar konung, dreymdi, en þú, Beltsasar, seg þýðingu hans, fyrst enginn af vitringunum í ríki mínu getur sagt mér, hvað hann þýðir. En þú getur það, því að í þér býr andi hinna heilögu guða.``
18‹‹İşte ben Kral Nebukadnessarın gördüğü düş! Şimdi, ey Belteşassar, bunun ne anlama geldiğini söyle. Çünkü krallığımdaki bilgelerin hiçbiri bu düşün ne anlama geldiğini bana açıklayamadı. Ama sen açıklayabilirsin, çünkü kutsal ilahların ruhu var sende.››
19Þá stóð Daníel, sem kallaður var Beltsasar, agndofa um stund, og hugsanir hans skelfdu hann. En konungur tók til máls og sagði: ,,Beltsasar! Lát eigi drauminn né þýðing hans skelfa þig.`` Beltsasar svaraði og sagði: ,,Ég vildi óska, herra, að draumurinn rættist á óvinum þínum og þýðing hans á mótstöðumönnum þínum.
19O zaman öbür adı Belteşassar olan Daniel bir süre şaşkın şaşkın durdu, düşünceleri onu ürküttü. Bunun üzerine kral, ‹‹Ey Belteşassar, bu düş de yorumu da seni ürkütmesin›› dedi. Belteşassar, ‹‹Ey efendim, keşke bu düş senden nefret edenlerin, yorumu da düşmanlarının başına gelseydi!›› diye karşılık verdi,
20Tréð, sem þú sást og bæði var mikið og sterkt og svo hátt að upp tók til himins og séð varð um alla jörðina,
20‹‹Büyüyen, güçlenen, boyu göklere erişen, dünyadaki herkesçe görülebilen bir ağaç gördün.
21limar þess fagrar og ávöxturinn mikill og fæðsla á því handa öllum, skógardýrin bjuggu undir því og fuglar himinsins hreiðruðu sig í greinum þess,
21Yaprakları güzeldi, meyvesi herkese yetecek kadar boldu. Yabanıl hayvanlar altında barınır, gökte uçan kuşlar dallarına tünerdi.
22það ert þú, konungur, sem ert orðinn mikill og voldugur og mikilleiki þinn vaxinn svo mjög, að hann nær til himins og veldi þitt til endimarka jarðar.
22Ey kral, o ağaç sensin! Sen büyüdün, güçlendin. Büyüklüğün giderek göklere erişti, egemenliğin dünyanın dört bucağına yayıldı.
23En þar er konungurinn sá heilagan vörð stíga niður af himni og segja: ,Höggvið upp tréð og eyðileggið það, en látið samt stofninn með rótum sínum vera kyrran eftir í jörðinni, bundinn járn- og eirfjötrum, í grænu graslendi, hann skal vökna af dögg himinsins og taka hlut með dýrum merkurinnar, uns sjö tíðir eru yfir hann liðnar,` _
23‹‹Sen, ey kral, bir gözcünün, kutsal bir varlığın gökten indiğini gördün. ‹Ağacı kesip yok edin, ama köklerin bulunduğu kütüğü demirle, tunçla çevreleyip yerde, otların içinde bırakın. Göğün çiyiyle ıslansın; üzerinden yedi vakit geçinceye dek yabanıl hayvanlarla birlikte pay alsın› diyordu.
24þá er þýðingin þessi, konungur, og ráðstöfun Hins hæsta er það, sem komið er fram við minn herra, konunginn:
24‹‹Ey efendim kral, düşün anlamı ve Yüce Olanın senin başına getireceği yargı şudur:
25Þú munt út rekinn verða úr mannafélagi og eiga byggð með dýrum merkurinnar. Þér mun gefið verða gras að eta eins og uxum, og þú munt vökna af dögg himinsins, og sjö tíðir munu yfir þig líða, uns þú viðurkennir, að Hinn hæsti ræður yfir konungdómi mannanna og getur gefið hann hverjum sem hann vill.
25İnsanlar arasından kovulacak, yabanıl hayvanlarla yaşayacaksın; öküz gibi otla beslenecek, göğün çiyiyle ıslanacaksın. Yüce Olanın insan krallıkları üzerinde egemenlik sürdüğünü ve krallığı dilediği kişiye verdiğini anlayıncaya dek yedi vakit geçecek.
26En þar er sagt var, að stofn trésins með rótum sínum skyldi eftir verða, það merkir, að þú skalt halda ríki þínu, er þú kannast við, að allt valdið er á himnum.
26Köklerin bulunduğu kütüğün bırakılması için buyruk verildi. Bunun anlamı şu: Sen göklerin egemenlik sürdüğünü anlayınca krallığın sana geri verilecek.
27Lát þér því, konungur, geðjast ráð mitt: Losa þig af syndum þínum með réttlætisverkum og af misgjörðum þínum með líknsemi við aumingja, ef vera mætti, að hamingja þín yrði við það langærri.``
27Bu yüzden, ey kral, öğüdümü benimse: Doğru olanı yaparak günahından, düşkünlere iyilik ederek suçlarından vazgeç. Olur ya, gönencin uzun sürer.››
28Allt þetta kom fram við Nebúkadnesar konung.
28Bunların hepsi Kral Nebukadnessarın başına geldi.
29Þegar konungur tólf mánuðum síðar einu sinni var á gangi í konungshöllinni í Babýlon,
29On iki ay sonra kral Babil Sarayının damında geziniyordu.
30tók hann til máls og sagði: ,,Er þetta ekki sú hin mikla Babýlon, sem ég hefi reist að konungssetri með veldisstyrk mínum og tign minni til frægðar?``
30Kral, ‹‹İşte onurum ve yüceliğim için üstün gücümle krallığımın başkenti olarak kurduğum büyük Babil!›› dedi.
31Áður en þessi orð voru liðin af vörum konungs, kom raust af himni: ,,Þér gjörist hér með vitanlegt, Nebúkadnesar konungur, að konungdómurinn er vikinn frá þér.
31Daha sözünü bitirmeden gökten bir ses duyuldu: ‹‹Ey Kral Nebukadnessar, krallık senden alındı.
32Þú munt út rekinn verða úr mannafélagi og eiga byggð með dýrum merkurinnar. Þér mun gefið verða gras að eta eins og uxum, og sjö tíðir munu yfir þig líða, uns þú viðurkennir, að Hinn hæsti ræður yfir konungdómi mannanna og getur gefið hann hverjum sem hann vill.``
32İnsanlar arasından kovulacak, yabanıl hayvanlarla yaşayacaksın. Öküz gibi otla besleneceksin. Yüce Olanın insan krallıkları üzerinde egemenlik sürdüğünü ve krallığı dilediği kişiye verdiğini anlayıncaya dek yedi vakit geçecek.››
33Þessi ummæli rættust samstundis á Nebúkadnesar. Hann var út rekinn úr mannafélagi og át gras eins og uxar, og líkami hans vöknaði af dögg himinsins, og um síðir óx hár hans sem arnarfjaðrir og neglur hans sem fuglaklær.
33Nebukadnessara ilişkin bu söz hemen yerine geldi. İnsanlar arasından kovuldu. Öküz gibi otla beslendi. Bedeni göğün çiyiyle ıslandı. Saçı kartal tüyü, tırnakları kuş pençesi gibi uzadı.
34,,Ég, Nebúkadnesar, hóf að liðnum þessum tíma augu mín til himins, og fékk ég þá vit mitt aftur. Og ég lofaði Hinn hæsta og vegsamaði og tignaði þann, sem lifir eilíflega, því að veldi hans er eilíft veldi, og ríki hans varir frá kyni til kyns.
34Belirlenen sürenin sonunda ben Nebukadnessar gözlerimi göğe kaldırdım ve kendime geldim. Yüce Olanı övdüm. Sonsuza dek Diri Olanı onurlandırıp yücelttim. Onun egemenliği ebedi egemenliktir,Krallığı kuşaklar boyu sürecek.
35Allir þeir, sem á jörðinni búa, eru sem ekkert hjá honum, og hann fer með himnanna her og byggjendur jarðarinnar eins og hann sjálfur vill, og enginn er sá, er fái honum tálmun gjört og við hann sagt: ,Hvað gjörir þú?`
35Dünyada yaşayanlar bir hiç sayılır.O gökteki güçlere de dünyada yaşayanlara daDilediğini yapar.Onun elini durduracak,Ona, ‹‹Ne yapıyorsun?›› diyecek kimse yoktur.
36Samstundis fékk ég vit mitt aftur, og til heiðurs fyrir ríki mitt komst ég aftur til tignar og vegsemdar. Ráðgjafar mínir og stórmenni leituðu mín, og ég var aftur skipaður yfir ríki mitt, og mér var gefið enn meira veldi en áður.Nú vegsama ég, Nebúkadnesar, göfga og tigna konung himnanna, því að allar gjörðir hans eru sannleikur, vegir hans réttlæti og hann megnar að lægja þá, sem fram ganga í dramblæti.``
36O anda aklım başıma geldi. Krallığımın yüceliği için onurum ve görkemim bana geri verildi. Danışmanlarımla soylu adamlarım beni aradılar. Krallığıma kavuştum, bana daha büyük yücelik verildi.
37Nú vegsama ég, Nebúkadnesar, göfga og tigna konung himnanna, því að allar gjörðir hans eru sannleikur, vegir hans réttlæti og hann megnar að lægja þá, sem fram ganga í dramblæti.``
37Ben Nebukadnessar Göklerin Kralı'na şükrederim. O'nu över, yüceltirim. Çünkü bütün yaptıkları gerçek, yolları doğrudur; kendini beğenmişleri alçaltmaya gücü yeter.