Icelandic

Turkish

Daniel

8

1Á þriðja ríkisári Belsasars konungs birtist mér, Daníel, sýn, eftir þá, sem áður hafði birst mér.
1Kral Belşassarın krallığının üçüncü yılında, ben Daniel daha önce gördüğüm görümden başka bir görüm gördüm.
2Og ég horfði í sýninni, og var þá, er ég horfði, sem ég væri í borginni Súsa, sem er í Elamhéraði, og ég horfði í sýninni og var ég staddur við Úlaífljótið.
2Görümde kendimi Elam İlindeki Sus Kalesinde, Ulay Kanalının yanında gördüm.
3Þá hóf ég upp augu mín og leit hrút nokkurn standa fram við fljótið. Hann var tvíhyrndur, og há hornin, og þó annað hærra en hitt, og spratt hærra hornið síðar upp.
3Gözlerimi kaldırıp bakınca kanal kıyısında duran bir koç gördüm; iki uzun boynuzu vardı. Boynuzlardan daha geç çıkanı öbüründen daha uzundu.
4Ég sá hrútinn stanga hornum mót vestri, norðri og suðri, og engin dýr gátu við honum staðist, og enginn gat frelsað nokkurn undan valdi hans. Hann gjörði sem honum leist og framkvæmdi mikla hluti.
4Koçun batıya, kuzeye, güneye doğru boynuz attığını gördüm. Hiçbir hayvan ona karşı koyamıyor, kimse onun elinden kurtaramıyordu. Koç dilediği gibi davrandı ve gitgide güçlendi.
5En er ég gaf nákvæmlega gætur að, sá ég að geithafur nokkur kom vestan. Leið hann yfir alla jörðina án þess að koma við hana, og hafurinn hafði afar stórt horn milli augnanna.
5Ben bu olayı düşünürken, batıdan ansızın gözleri arasında çarpıcı bir boynuzu olan bir teke geldi. Yere basmadan bütün dünyayı aştı.
6Hann kom til tvíhyrnda hrútsins, sem ég sá standa fram við fljótið, og rann á hann í heiftaræði.
6Güç ve öfkeyle, kanalın yanında durduğunu gördüğüm iki boynuzlu koça doğru koştu.
7Og ég sá hann hitta hrútinn á síðuna, og hann varð mjög illur við hann og laust hrútinn og braut bæði horn hans, svo að hrúturinn hafði ekki mátt til að veita honum viðnám. Og hann fleygði honum til jarðar og tróð hann undir, og mátti enginn frelsa hrútinn undan valdi hans.
7Öfkeyle saldırdığını, koça vurup boynuzlarını kırdığını gördüm. Koçun tekeye karşı duracak gücü yoktu; teke koçu yere vurup çiğnedi. Koçu onun elinden kurtaracak kimse yoktu.
8Og geithafurinn framkvæmdi mjög mikla hluti, en er máttur hans var sem mestur, brotnaði hornið mikla, og í þess stað spruttu upp önnur fjögur, gegnt höfuðáttunum fjórum.
8Teke çok güçlendi, ama en güçlü olduğu sırada büyük boynuzu kırıldı. Kırılan boynuzun yerine, göğün dört rüzgarına doğru çarpıcı dört boynuz çıktı.
9Og út frá einu þeirra spratt annað lítið horn og óx mjög til suðurs og austurs og mót prýði landanna.
9Bu boynuzların birinden başka bir küçük boynuz çıktı; güneye, doğuya ve Güzel Ülkeyefı doğru yayılarak çok güçlendi.
10Það óx og móti her himnanna og varpaði til jarðar nokkrum af hernum og af stjörnunum, og tróð þá undir.
10Göklerin ordusuna erişinceye dek büyüdü. Gökteki ordudan ve yıldızlardan bazılarını yeryüzüne düşürdü, ayakları altına alıp çiğnedi.
11Já, það óx móti höfðingja hersins, og það lét afnema hina daglegu fórn, og hans heilagi bústaður var niður rifinn.
11Kendisini Gök Ordusunun Önderine kadar yükseltti. Tanrıya sunulan günlük sunu kaldırıldı, tapınak terk edildi.
12Og herinn var framseldur ásamt hinni daglegu fórn vegna misgjörðarinnar, og hornið varp sannleikanum til jarðar, já, slíkt gjörði það og var giftudrjúgt.
12Başkaldırı yüzünden günlük sunuya karşı çıkıldı. Gerçek ayak altında çiğnendi. Küçük boynuz yaptığı her şeyde başarılı oldu.
13Þá heyrði ég einn heilagan tala, og annar heilagur sagði við hinn, sem talaði: ,,Hvað á hún sér langan aldur þessi sýn um hina daglegu fórn og um hinn hræðilega glæp, frá því er hann framselur helgidóminn og herinn, svo að hann verði niður troðinn?``
13Sonra kutsal bir varlığın konuştuğunu duydum. Başka kutsal bir varlık ona, ‹‹Bu görümde -günlük sunuyla, yıkım getiren başkaldırıyla, kutsal yerin ve ordunun ayak altında çiğnenmesiyle ilgili görümde- olanlar ne zamana dek sürecek?›› diye sordu.
14Og hann sagði við hann: ,,Tvö þúsund og þrjú hundruð kveld og morgnar, og þá mun helgidómurinn aftur verða kominn í samt lag.``
14Kutsal varlık bana, ‹‹2 300 akşam, sabah olacak, sonra kutsal yer yeniden düzene konulacak›› dedi.
15Þegar ég, Daníel, sá þessa sýn og leitaðist við að skilja hana, þá stóð allt í einu einhver frammi fyrir mér, líkur manni ásýndar.
15Ben Daniel, gördüğüm görümün ne anlama geldiğini çözmeye çalışırken, insana benzer biri karşımda durdu.
16Og ég heyrði mannsraust milli Úlaí-bakka, sem kallaði og sagði: ,,Gabríel, útskýr þú sýnina fyrir þessum manni.``
16Bir insan sesinin Ulay Kanalından, ‹‹Ey Cebrail, görümün ne anlama geldiğini şuna açıkla›› diye seslendiğini duydum.
17Og hann gekk til mín, þar sem ég stóð, en er hann kom, varð ég hræddur og féll fram á ásjónu mína. En hann sagði við mig: ,,Gef gætur að, þú mannsson, því að sýnin á við tíð endalokanna.``
17Cebrail durduğum yere yaklaşınca korkudan yere yığıldım. Bana, ‹‹Ey insanoğlu!›› dedi, ‹‹Bu görümün sonla ilgili olduğunu anla.››
18Og meðan hann talaði við mig, leið ég í ómegin til jarðar fram á ásjónu mína, en hann snart mig og reisti mig aftur á fætur, þar er ég hafði staðið.
18O benimle konuşurken, yüzükoyun yere uzanmış, derin bir uykuya dalmışım. Dokunup beni ayağa kaldırdı.
19Og hann sagði: ,,Sjá, ég kunngjöri þér, hvað verða muni, þá er hin guðlega reiði tekur enda, því að sýnin á við tíð endalokanna.
19Bana, ‹‹Daha sonra Tanrının öfkesi sona erdiğinde neler olacağını sana söyleyeceğim›› dedi, ‹‹Çünkü görüm sonun belirlenen zamanıyla ilgilidir.
20Tvíhyrndi hrúturinn, sem þú sást, merkir konungana í Medíu og Persíu,
20Gördüğün iki boynuzlu koç Med ve Pers krallarını simgeler.
21og hinn loðni geithafur merkir Grikklands konung, og hornið mikla milli augna hans er fyrsti konungurinn.
21Teke Grek Kralıdır; gözleri arasındaki büyük boynuz birinci kraldır.
22Og að það brotnaði og fjögur spruttu aftur upp í þess stað, það merkir, að fjögur konungsríki munu hefjast af þjóðinni, og þó ekki jafnvoldug sem hann var.
22Kırılan boynuzun yerine çıkan dört boynuz, ulusundan çıkacak dört krallığı simgeliyor. Ama ilk kral kadar güçlü olmayacaklar.
23En er ríki þeirra tekur enda, þá er trúrofarnir hafa fyllt mælinn, mun konungur nokkur upp rísa, bæði illúðlegur og hrekkvís.
23‹‹Bu dört krallığın sonu yaklaşıp yapılan kötülükler doruğa varınca, sert yüzlü ve aldatmada usta bir kral ortaya çıkacak.
24Vald hans mun mikið verða, og þó eigi fyrir þrótt sjálfs hans. Hann mun gjöra ótrúlega mikið tjón og verða giftudrjúgur í því, er hann tekur sér fyrir hendur. Hann mun voldugum tjón vinna og hugur hans beinast gegn hinum heilögu.
24Kendisinden gelmeyen büyük bir güce kavuşacak. Şaşırtıcı yıkımlar yapacak, el attığı her işte başarılı olacak. Güçlüleri ve kutsal halkı yok edecek.
25Vélræðum mun hann til vegar koma með hendi sinni og hyggja á stórræði og steypa mörgum í glötun, er þeir eiga sér einskis ills von. Já, hann mun rísa gegn höfðingja höfðingjanna, en þó sundur mulinn verða án manna tilverknaðar.
25Yapacağı işleri aldatarak başaracak, kendisini yükseltecek. Güvenlikte olan birçoklarını yok edecek, Önderler Önderine karşı duracak. Ama kendisi insan eli değmeden yok edilecek.
26Og sýnin um ,kveld og morgun`, sem um var talað, hún er sönn, en leyn þú þeirri sýn, því að hún á sér langan aldur.``En ég, Daníel, varð sjúkur um hríð. Því næst komst ég á fætur aftur og þjónaði að erindum konungs, og ég var mjög undrandi yfir sýn þessari, en skildi hana eigi.
26‹‹Akşam ve sabahla ilgili sana bildirilen görüm gerçektir. Ama sen görümü gizli tut. Çünkü uzak bir gelecekle ilgilidir.››
27En ég, Daníel, varð sjúkur um hríð. Því næst komst ég á fætur aftur og þjónaði að erindum konungs, og ég var mjög undrandi yfir sýn þessari, en skildi hana eigi.
27Ben Daniel günlerce bitkin ve hasta kaldım. Sonra kalkıp kralın işlerini yapmayı sürdürdüm. Bu anlaşılması güç görümden ötürü şaşkındım.