Icelandic

Turkish

Ezekiel

36

1En þú mannsson, spá þú um Ísraels fjöll og seg: Þér Ísraels fjöll, heyrið orð Drottins!
1‹‹İnsanoğlu, İsrail dağlarına peygamberlik et ve de ki, ‹Ey İsrail dağları, RABbin sözünü dinleyin!
2Svo segir Drottinn Guð: Af því að óvinirnir hafa hrópað yfir yður: ,Hæ! Eilíf auðn! Það er orðið vor eign!`
2Egemen RAB şöyle diyor: Düşman sizin hakkınızda, Hah, hah! Bu eski tepeler mülkümüz oldu! dediği için
3fyrir því spá þú og seg: Svo segir Drottinn Guð: Fyrir þá sök, vegna þess að menn eyddu yður og ágirntust yður alla vega, að þér yrðuð eign hinna þjóðanna, og af því að þér komust í orðræðu manna og urðuð fyrir ámæli fólks, _
3peygamberlik et ve de ki, Egemen RAB şöyle diyor: Dağlarınızı viran ettiler, sizi her yandan sıkıştırıp çiğnediler; böylece ulusların mülkü oldunuz, dile düştünüz, alay konusu oldunuz,
4fyrir því heyrið orð Drottins Guðs, þér Ísraels fjöll! Svo segir Drottinn Guð við fjöllin og hæðirnar, við hvammana og dalina, við eyðirústirnar og við yfirgefnu borgirnar, sem orðnar eru að herfangi og að spotti fyrir hinar þjóðirnar, sem umhverfis yður eru, _
4ey İsrail dağları, Egemen RABbin sözünü dinleyin! Egemen RAB dağlarla tepelere, vadilerle derelere, yıkıntılara, çevrenizdeki ulusların yağmasına, alayına uğramış, terk edilmiş kentlere şöyle diyor:
5fyrir því segir Drottinn Guð svo: Sannlega tala ég í minni brennandi afbrýði til hinna þjóðanna og alls Edóms, sem hafa ætlað sér land mitt til eignar, með alls hugar fögnuði og innilegri fyrirlitning, til þess að þeir gætu rekið íbúana burt og rænt það.
5Egemen RAB şöyle diyor: Yürekleri sevinç dolu, aşağılayarak otlaklarınızı yağmalamak için ülkeme sahip çıkan öteki uluslara, özellikle Edoma karşı büyük bir kıskançlıkla konuştum.›
6Spá þú þess vegna um Ísraelsland og seg við fjöllin og hæðirnar, við hvammana og dalina: Svo segir Drottinn Guð: Sjá, ég hefi talað í ástríðufullri heift, af því að þér hafið orðið að þola háðungar þjóðanna.
6Bu nedenle İsrail ülkesi için peygamberlik et ve dağlara, tepelere, vadilere, derelere de ki, ‹Egemen RAB şöyle diyor: Ulusların aşağılamasına hedef olduğunuz için öfkeyle, kıskançlıkla konuştum.
7Fyrir því segir Drottinn Guð svo: Ég hef upp hönd mína og sver: Þjóðirnar, sem umhverfis yður eru, skulu vissulega verða að þola háðung sína.
7Bu nedenle Egemen RAB şöyle diyor: Ant içiyorum ki, çevrenizdeki uluslar da aşağılanacaktır.
8En þér, Ísraels fjöll, skjótið greinum yðar og berið ávöxt yðar handa lýð mínum Ísrael, því að bráðum munu þeir koma heim.
8‹‹ ‹Ama siz, ey İsrail dağları, dal budak salacak ve halkım İsrail için ürün vereceksiniz. Çünkü halkım İsrail yakında yurduna dönecek.
9Því að sjá, ég mun koma til yðar og snúa mér að yður, og þér munuð verða yrkt og sáin.
9Sizi kayıracak, size yöneleceğim. İşlenecek, ekileceksiniz.
10Og ég mun fjölga fólkinu á yður, gjörvöllum Ísraelslýð, og borgirnar verða byggðar og rústirnar reistar að nýju.
10Ülkenizde yaşayanların sayısını, evet, bütün İsrail halkının sayısını çoğaltacağım. Kentlerde insanlar yaşayacak, yıkıntılar onarılacak.
11Og ég vil fjölga mönnum og skepnum á yður, og það skal margfaldast og verða frjósamt. Og ég mun láta yður verða byggð, eins og þér voruð í fyrri daga, og auðsýna yður enn meira gott en áður fyrr, til þess að þér viðurkennið, að ég er Drottinn.
11Ülkenizdeki insan ve hayvan sayısını çoğaltacağım. Verimli olacak, çoğalacaklar. Geçmişte olduğu gibi ülkeniz insanlarla dolup taşacak. Sizi eskisinden daha verimli kılacağım. O zaman benim RAB olduğumu anlayacaksınız.
12Og ég mun láta menn á yður ganga, lýð minn Ísrael. Þeir skulu taka þig til eignar, svo að þú verðir arfleifð þeirra, og þú munt ekki framar gjöra þá barnlausa.
12Ülkenize insanların, halkım İsrailin girmesini sağlayacağım. Sizi sahiplenecekler. Siz de onların mirası olacaksınız. Onları bir daha çocuklarından yoksun bırakmayacaksınız.
13Svo segir Drottinn Guð: Af því að menn sögðu við yður: ,Þú varst mannæta og varst vön að gjöra þjóð þína barnlausa`,
13‹‹ ‹Egemen RAB şöyle diyor: Ey ülke, insanlar sana insan yiyen, ulusunu çocuksuz bırakan ülke diyorlar.
14fyrir því skalt þú ekki framar mönnum farga og ekki framar gjöra þjóð þína barnlausa, _ segir Drottinn Guð.
14Bundan böyle artık sen insan yemeyecek, ulusunu çocuksuz bırakmayacaksın. Egemen RAB böyle diyor.
15Og ég skal ekki framar láta þig heyra háðungar heiðingjanna og þú skalt ekki framar þurfa að þola smánanir þjóðanna og þú skalt ekki framar gjöra þjóð þína barnlausa, _ segir Drottinn Guð.``
15Artık ulusların aşağılamalarını size işittirmeyeceğim. Ulusların aşağılamasına uğramayacaksınız. Halkınızın bir daha tökezlemesine izin vermeyeceksiniz.› Egemen RAB böyle diyor.››
16Orð Drottins kom til mín, svohljóðandi:
16RAB bana şöyle seslendi:
17,,Mannsson, þegar Ísraelsmenn bjuggu í landi sínu, þá saurguðu þeir það með breytni sinni og verkum sínum. Breytni þeirra var fyrir mér eins og óhreinleiki konu, sem hefir tíðir.
17‹‹İnsanoğlu, İsrail halkı kendi ülkesinde yaşarken tutumu ve davranışlarıyla ülkeyi kirletti. Onların davranışı benim gözümde âdet gören bir kadının kirliliği gibiydi.
18Og ég úthellti reiði minni yfir þá, sökum þess blóðs, er þeir höfðu úthellt í landinu, og af því að þeir höfðu saurgað það með skurðgoðum sínum.
18Bu yüzden öfkemi üzerlerine boşalttım. Çünkü ülkede kan döktüler, putlarıyla onu kirlettiler.
19Og ég tvístraði þeim meðal þjóðanna, og þeir dreifðust út um löndin. Eftir breytni þeirra og verkum þeirra dæmdi ég þá.
19Onları uluslara dağıttım, ülkelere yayıldılar. Onları tutumlarına ve davranışlarına göre yargıladım.
20Og þeir komu til hinna heiðnu þjóða. Hvar sem þeir komu, þar vanhelguðu þeir mitt heilaga nafn, með því að mönnum fórust svo orð um þá: ,Þetta er lýður Drottins, og þó urðu þeir að fara burt úr landi sínu!`
20Ulusların arasında her gittikleri yerde kutsal adımı kirlettiler. Çünkü onlar için, ‹Bu RABbin halkı, öyleyken ülkesinden çıkmak zorunda kaldı› dendi.
21Og mig tók það sárt, að Ísraelsmenn skyldu svo vanhelga heilagt nafn mitt meðal þjóðanna, hvar sem þeir komu.
21İsrail halkının gittiği uluslar arasında kirlettiği kutsal adımın onuru için kaygılandım.
22Seg því við Ísraelsmenn: Svo segir Drottinn Guð: Eigi er það yðar vegna, Ísraelsmenn, að ég læt til mín taka, heldur vegna míns heilaga nafns, sem þér hafið vanhelgað meðal þjóðanna, hvar sem þér komuð.
22‹‹Bu nedenle İsrail halkına de ki, ‹Egemen RAB şöyle diyor: Ey İsrail halkı, sizin hatırınız için değil, gittiğiniz uluslar arasında kirlettiğiniz kutsal adımın hatırı için bunları yapacağım.
23Og ég mun helga mitt hið mikla nafn, sem vanhelgað var meðal þjóðanna, það er þér vanhelguðuð meðal þeirra, til þess að þjóðirnar viðurkenni, að ég er Drottinn, _ segir Drottinn Guð _ þá er ég auglýsi heilagleik minn á yður í augsýn þeirra.
23Uluslar arasında kirlenen, onlar arasında kirlettiğiniz büyük adımın kutsallığını göstereceğim. Onların gözü önünde kutsallığımı sizin aracılığınızla kanıtladığımda, uluslar benim RAB olduğumu anlayacaklar. Egemen RAB böyle diyor.
24Ég mun sækja yður til þjóðanna og saman safna yður úr öllum löndum og flytja yður inn í yðar land.
24‹‹ ‹Sizi uluslar arasından alacak, bütün ülkelerden toplayıp ülkenize geri getireceğim.
25Ég mun stökkva hreinu vatni á yður, svo að þér verðið hreinir, ég mun hreinsa yður af öllum óhreinindum yðar og skurðgoðum.
25Üzerinize temiz su dökeceğim, arınacaksınız. Sizi bütün kirliliklerinizden ve putlarınızdan arındıracağım.
26Og ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjóst, og ég mun taka steinhjartað úr líkama yðar og gefa yður hjarta af holdi.
26Size yeni bir yürek verecek, içinize yeni bir ruh koyacağım. İçinizdeki taştan yüreği çıkaracak, size etten bir yürek vereceğim.
27Og ég mun leggja yður anda minn í brjóst og koma því til vegar, að þér hlýðið boðorðum mínum og varðveitið setninga mína og breytið eftir þeim.
27Ruhumu içinize koyacağım; kurallarımı izlemenizi, buyruklarıma uyup onları uygulamanızı sağlayacağım.
28Og þér skuluð búa í landinu, sem ég gaf feðrum yðar, og þér skuluð vera mín þjóð og ég skal vera yðar Guð.
28Atalarınıza verdiğim ülkede yaşayacak, benim halkım olacaksınız, ben de sizin Tanrınız olacağım.
29Ég mun frelsa yður frá öllum óhreinindum yðar, og ég mun kalla á kornið og margfalda það, og ekkert hallæri mun ég láta yfir yður koma.
29Sizi bütün kirliliklerinizden kurtaracağım. Buğdaya seslenecek ve onu çoğaltacağım. Artık size kıtlık göndermeyeceğim.
30Og ég mun margfalda ávöxtu trjánna og gróða vallarins, til þess að þér þurfið ekki að þola brigsl meðal heiðnu þjóðanna fyrir hallæri.
30Ulusların arasında bir daha kıtlık utancı çekmemeniz için ağaçların meyvesini, tarlaların ürününü çoğaltacağım.
31Þá munuð þér minnast yðar vondu breytni og verka yðar, sem ekki voru góð, og yður mun bjóða við sjálfum yður sökum misgjörða yðar og viðurstyggða.
31O zaman kötü yollarınızı, kötü işlerinizi anımsayacaksınız. Günahlarınız, iğrenç uygulamalarınız yüzünden kendinizden tiksineceksiniz.
32Eigi er það yðar vegna, að ég læt til mín taka, segir Drottinn Guð, það skuluð þér vita! Blygðist og skammist yðar fyrir breytni yðar, þér Ísraelsmenn!
32Bunu sizin hatırınız için yapmadığımı iyi bilin. Egemen RAB böyle diyor. Davranışlarınızdan utanın, yüzünüz kızarsın, ey İsrail halkı!
33Svo segir Drottinn Guð: Á þeim degi, er ég hreinsa yður af öllum misgjörðum yðar, þá mun ég aftur láta borgirnar verða byggðar, og þá skulu fallin húsin rísa úr rústum.
33‹‹ ‹Egemen RAB şöyle diyor: Sizi bütün günahlarınızdan arıttığım gün, kentlerinizde yaşamanızı sağlayacağım; yıkıntılar onarılacak.
34Og hið eydda land mun yrkt verða, í stað þess að það áður var eins og auðn í augum allra umfarenda.
34Gelip geçenlerin gözünde viran olan ülkenin toprakları işlenecek.
35Þá mun sagt verða: ,Þetta land, sem komið var í auðn, er orðið eins og Edens garður, og borgirnar, sem orðnar voru að rústum, sem eyddar voru og umturnaðar, eru nú víggirtar og byggðar.`
35Şöyle diyecekler: Viran olan bu ülke Aden bahçesi gibi oldu; yıkılıp yerle bir olmuş, kimsesiz kalmış kentler yeniden güçlendiriliyor, içinde oturuluyor.
36Þá munu þær þjóðir, sem eftir eru orðnar kringum yður, viðurkenna, að ég, Drottinn, hefi reist af nýju það, sem umturnað var, og gróðursett það, sem var í eyði lagt. Ég, Drottinn, hefi talað það og mun framkvæma það.
36O zaman çevrenizde kalan uluslar yıkılanı yeniden yapanın, çıplak yerleri yeniden dikenin ben RAB olduğumu anlayacaklar. Bunu ben RAB söylüyorum ve dediğimi yapacağım.›
37Svo segir Drottinn Guð: Þá bón skal ég enn veita Ísraelsmönnum: Ég skal gjöra þá svo mannmarga sem hjörð er að sauðum.Eins og helgidómurinn fyllist af sauðum, eins og Jerúsalem fyllist af sauðum á hátíðunum, svo munu eyðiborgirnar fyllast af mannahjörðum, til þess að þeir viðurkenni, að ég er Drottinn.``
37‹‹Egemen RAB şöyle diyor: İsrail halkının benden yine yardım dilemesini sağlayacak ve onlar için şunu yapacağım: Onları bir koyun sürüsü gibi çoğaltacağım.
38Eins og helgidómurinn fyllist af sauðum, eins og Jerúsalem fyllist af sauðum á hátíðunum, svo munu eyðiborgirnar fyllast af mannahjörðum, til þess að þeir viðurkenni, að ég er Drottinn.``
38Bayramlarda Yeruşalim nasıl kurbanlık hayvanlarla doluyorsa, viran olmuş kentler de insan topluluklarıyla öyle dolup taşacak. O zaman benim RAB olduğumu anlayacaklar.››