Icelandic

Turkish

Isaiah

28

1Vei hinum drembilega höfuðsveig drykkjurútanna í Efraím, hinu bliknandi blómi, hinni dýrlegu prýði, sem stendur á hæðinni í frjósama dalnum hinna víndrukknu.
1Vay haline verimli vadinin başındaki kentin, Efrayimli sarhoşların gurur tacının! Şaraba yenilmişlerin yüce ve görkemli tacı, solmakta olan çiçeği andırıyor.
2Sjá, sterk og voldug hetja kemur frá Drottni. Eins og haglskúr, fárviðri, eins og dynjandi, streymandi regn í helliskúr varpar hann honum til jarðar með hendi sinni.
2Rabbin güçlü kudretli bir adamı var. Dolu fırtınası gibi, harap eden kasırga gibi, silip süpüren güçlü sel gibi o kenti şiddetle yere çalacak.
3Fótum troðinn skal hann verða, hinn drembilegi höfuðsveigur drykkjurútanna í Efraím.
3Efrayimli sarhoşların gurur tacı ayaklar altında çiğnenecek.
4Og fyrir hinu bliknandi blómi, hinni dýrlegu prýði, sem stendur á hæðinni í frjósama dalnum, skal fara eins og árfíkju, er þroskast fyrir uppskeru: Einhver kemur auga á hana og gleypir hana óðara en hann hefir náð henni.
4Verimli vadinin başındaki kent, yüce ve görkemli taç, artık solmakta olan çiçeği andıran kent, mevsiminden önce olgunlaşmış incir gibi görülür görülmez koparılıp yutulacak.
5Á þeim degi mun Drottinn allsherjar vera dýrlegur höfuðsveigur og prýðilegt höfuðdjásn fyrir leifar þjóðar sinnar
5O gün Her Şeye Egemen RAB, halkından sağ kalanlar için yücelik tacı, güzellik çelengi olacak.
6og réttlætisandi þeim, er í dómum sitja, og styrkleikur þeim, er bægja burt ófriðnum að borghliðum óvinanna.
6Yargı kürsüsünde oturanlar için adalet ruhu, kent kapılarında saldırıları geri püskürtenler için cesaret kaynağı olacak.
7En einnig hérna reika menn af víni og skjögra af áfengum drykkjum. Prestar og spámenn reika af áfengum drykkjum, eru ruglaðir af víni, skjögra af áfengum drykkjum. Þá svimar í vitrunum sínum og allt hringsnýst fyrir þeim í úrskurðum þeirra.
7Kâhinlerle peygamberler bile şarabın ve içkinin etkisiyle yalpalayıp sendeliyor; içkinin etkisiyle yalpalayıp sendeliyorlar, şaraba yenik düşmüşler. Yanlış görümler görüyorlar, kararlarında tutarsızlar.
8Því að öll borð eru full af viðbjóðslegri spýju, enginn blettur hreinn eftir.
8Sofralar kusmuk dolu, pisliğe bulaşmamış yer yok!
9,,Hverjum þykist spámaðurinn vera að kenna visku og hvern ætlar hann að fræða með boðskap sínum? Erum vér nývandir af mjólkinni og nýteknir af brjóstunum?
9‹‹Kimi eğitmeye çalışıyor?›› diyorlar, ‹‹Kime iletiyor bildirisini? Sütten yeni kesilmiş, memeden yeni ayrılmış çocuklara mı?
10Alltaf að skipa og skipa, skipa og skipa _ skamma og skamma, skamma og skamma _ ýmist þetta, ýmist hitt.``
10Çünkü bütün söylediği buyruk üstüne buyruk, buyruk üstüne buyruk, kural üstüne kural, kural üstüne kural, biraz şurdan, biraz burdan...›› ‹‹Sav lasav, sav lasav, kav lakav, kav lakav, zeer şam, zeer şam!››
11Já, með stamandi vörum og annarlegri tungu mun hann láta tala til þessarar þjóðar,
11Öyle olsun, o zaman RAB bu halka yabancı dudaklarla, anlaşılmaz bir dille seslenecek.
12hann sem sagði við þá: ,,Þetta er hvíldin _ ljáið hinum þreytta hvíld! _ Hér er hvíldarstaður.`` En þeir vildu ekki heyra.
12Onlara, ‹‹Rahatlık budur, yorgunların rahat etmelerini sağlayın, huzur budur›› dedi, ama dinlemek istemediler.
13Fyrir því mun orð Drottins láta svo í eyrum þeirra: ,,Skipa og skipa, skipa og skipa _ skamma og skamma, skamma og skamma _ ýmist þetta, ýmist hitt,`` að þeir steypist aftur á bak og beinbrotni, festist í snörunni og verði teknir.
13Bu yüzden RABbin sözü onlar için ‹‹Buyruk üstüne buyruk, buyruk üstüne buyruk, kural üstüne kural, kural üstüne kural, biraz şurdan, biraz burdan››dır. Madem öyle, varsın sırtüstü düşüp yaralansınlar, kapana kısılıp tutsak olsunlar.
14Heyrið því orð Drottins, þér spottsamir menn, þér sem drottnið yfir fólki því, sem býr í Jerúsalem.
14Bundan ötürü, ey alaycılar, Yeruşalimdeki bu halkı yöneten sizler, RABbin sözüne kulak verin.
15Þér segið: ,,Vér höfum gjört sáttmála við dauðann og samning við Hel. Þó að hin dynjandi svipa ríði yfir, þá mun hún eigi til vor koma, því að vér höfum gjört lygi að hæli voru og falið oss í skjóli svikanna.``
15Şöyle diyorsunuz: ‹‹Ölümle antlaşma yaptık, ölüler diyarıyla uyuştuk; öyle ki, büyük bela ülkeden geçerken bize zarar vermeyecek. Çünkü yalanları kendimize sığınak yaptık, hilenin ardına gizlendik.››
16Fyrir því segir hinn alvaldi Drottinn svo: Sjá, ég legg undirstöðustein á Síon, traustan stein, óbifanlegan, ágætan hornstein. Sá sem trúir, er eigi óðlátur.
16Bu yüzden Egemen RAB diyor ki, ‹‹İşte Siyona sağlam temel olarak bir taş, denenmiş bir taş, değerli bir köşe taşı yerleştiriyorum. Ona güvenen yenilmeyecek.
17Ég gjöri réttinn að mælivað og réttlætið að mælilóði. Og haglhríð skal feykja burt hæli lyginnar og vatnsflóð skola burt skjólinu.
17Adaleti ölçü ipi, doğruluğu çekül yapacağım. Yalanlara dayanan sığınağı dolu süpürüp götürecek, gizlendiğiniz yerleri sel basacak.
18Sáttmáli yðar við dauðann skal rofinn verða og samningur yðar við Hel eigi standa. Þá er hin dynjandi svipa ríður yfir, skuluð þér sundurmarðir verða af henni.
18Ölümle yaptığınız antlaşma yürürlükten kaldırılacak, ölüler diyarıyla uyuşmanız geçerli sayılmayacak. Büyük bela ülkeden geçerken sizi çiğneyecek.
19Í hvert sinn, sem hún ríður yfir, skal hún hremma yður, því að á hverjum morgni ríður hún yfir, nótt sem nýtan dag. Og það skal verða skelfingin ein að skilja boðskapinn.
19Bu bela her geldiğinde sizi süpürüp götürecek. Her gün, gece gündüz gelecek. Bu bildiriyi anlayan dehşete kapılacak.
20Hvílan mun verða of stutt til þess að maður fái rétt úr sér, og ábreiðan of mjó til þess að maður fái skýlt sér með henni.
20Yatak uzanamayacağınız kadar kısa, örtü sarınamayacağınız kadar dar olacak.
21Drottinn mun standa upp, eins og á Perasímfjalli, hann mun reiðast, eins og í dalnum hjá Gíbeon. Hann mun vinna verk sitt, hið undarlega verk sitt, og framkvæma starf sitt, hið óvanalega starf sitt.
21Çünkü RAB, Perasim Dağında olduğu gibi kalkacak, Givon Vadisinde olduğu gibi öfkelenecek. Ne kadar garip olsa da işini tamamlayacak, ne kadar tuhaf olsa da yapacağını yapacak.
22Látið nú af spottinu, svo að fjötrar yðar verði ekki enn harðari, því að ég hefi heyrt af hinum alvalda, Drottni allsherjar, að fastráðið sé, að eyðing komi yfir land allt.
22Alay etmeyin artık, yoksa zincirleriniz daha da kalınlaşır. Çünkü bütün ülkenin kesin bir yıkıma uğrayacağını Rabden, Her Şeye Egemen RABden duydum.
23Hlustið á og heyrið mál mitt! Hyggið að og heyrið orð mín!
23Kulak verin, sesimi işitin, dikkat edin, ne söylediğimi dinleyin.
24Hvort plægir plógmaðurinn í sífellu til sáningar, ristir upp og herfar akurland sitt?
24Çiftçi ekin ekmek için durmadan toprağı sürer mi, boyuna eşeleyip tırmıklar mı?
25Hvort mun hann eigi, þegar hann hefir jafnað moldina að ofan, sælda þar kryddi og sá kúmeni, setja hveiti niður í raðir, bygg á tilteknum stað og speldi í útjaðarinn?
25Toprağı düzledikten sonra çörekotunu, kimyonu serpmez mi? Buğdayı sıra sıra, arpayı ayırdığı yere, kızıl buğdayı da onun yanına ekmez mi?
26Guð hans kennir honum hina réttu aðferð og leiðbeinir honum.
26Tanrısı ona uygun olanı gösterir, onu eğitir.
27Eigi er krydd þreskt með þreskisleða né vagnhjóli velt yfir kúmen, heldur er kryddblómið barið af með þúst og kúmen með staf.
27Çünkü çörekotu harmanda keskin aletle dövülmez, kimyonun üzerinden tekerlekle geçilmez. Çörekotu değnekle, kimyon çubukla dövülür.
28Mun neyslukorn mulið sundur? Nei, menn halda ekki stöðugt áfram að þreskja það og keyra eigi vagnhjól sín né hesta yfir það, menn mylja það eigi sundur.Einnig þetta kemur frá Drottni allsherjar. Hann er undursamlegur í ráðum og mikill í vísdómi.
28Buğday ekmek yapmak için öğütülür, ama boyuna dövülmez. Harmanın üzerinden tekerlek ve atlar geçse de buğdayı ezmez.
29Einnig þetta kemur frá Drottni allsherjar. Hann er undursamlegur í ráðum og mikill í vísdómi.
29Bu işteki bilgelik de Her Şeye Egemen RAB'den gelir. O'nun tasarıları harikadır, bilgelikte üstündür.