Icelandic

Turkish

Jeremiah

13

1Svo mælti Drottinn við mig: Far og kaup þér línbelti og legg það um lendar þér, en lát það ekki koma í vatn.
1RAB bana, ‹‹Git, kendine keten bir kuşak satın alıp beline sar, ama suya sokma›› dedi.
2Og ég keypti beltið eftir orði Drottins og lagði um lendar mér.
2RABbin buyruğu uyarınca bir kuşak satın alıp belime sardım.
3Og orð Drottins kom til mín annað sinn, svohljóðandi:
3RAB bana ikinci kez seslendi:
4Tak beltið, sem þú keyptir og um lendar þínar er, og legg af stað og far austur að Efrat og fel það þar í bergskoru.
4‹‹Satın aldığın belindeki kuşağı al, Perata git. Kuşağı orada bir kaya kovuğuna gizle.››
5Og ég fór og fal það hjá Efrat, eins og Drottinn hafði boðið mér.
5RABbin buyruğu uyarınca gidip kuşağı Perata yakın bir yere gizledim.
6En er alllangur tími var um liðinn, sagði Drottinn við mig: Legg af stað og far austur að Efrat og tak þar beltið, sem ég bauð þér að fela þar.
6Uzun süre sonra RAB bana, ‹‹Kalk, Perata git, gizlemeni buyurduğum kuşağı al›› dedi.
7Og ég fór austur að Efrat, gróf og tók beltið á þeim stað, sem ég hafði falið það. En sjá, beltið var orðið skemmt, til einskis nýtt framar.
7Bunun üzerine Perata gittim, gizlediğim yeri kazıp kuşağı aldım. Ancak kuşak çürümüştü, hiçbir işe yaramazdı.
8Og orð Drottins kom til mín, svo hljóðandi:
8RAB bana şöyle seslendi:
9Svo segir Drottinn: Þannig vil ég skemma hroka Júda og hroka Jerúsalem, þann hinn mikla.
9‹‹RAB diyor ki, ‹İşte Yahudanın gururunu da Yeruşalimin büyük gururunu da böyle çürüteceğim.
10Þessir vondu menn, sem ekki vilja hlýða orðum mínum, sem fara eftir þverúð hjarta síns og elta aðra guði til þess að þjóna þeim og falla fram fyrir þeim _ þeir skulu verða eins og þetta belti, sem til einskis er nýtt framar.
10Sözümü dinlemek istemeyen, yüreklerinin inadı uyarınca davranan, başka ilahları izleyip onlara kulluk eden, tapan bu kötü halk, bu işe yaramaz kuşak gibi olacak.
11Því að eins og beltið fellir sig að lendum manns, eins hafði ég látið allt Ísraels hús og allt Júda hús fella sig að mér _ segir Drottinn _ til þess að það skyldi vera minn lýður og mér til frægðar, lofstírs og prýði, en þeir hlýddu ekki.
11Kuşak insanın beline nasıl yapışırsa, ben de İsrail ve Yahuda halklarını kendime öyle yapıştırdım› diyor RAB, ‹Öyle ki, bana ün, övgü, onur getirecek bir halk olsunlar. Ama dinlemediler.› ››
12Mæl til þeirra þetta orð: Svo segir Drottinn, Ísraels Guð: ,,Sérhver krukka verður fyllt víni.`` En segi þeir þá við þig: ,,Vitum vér þá ekki, að sérhver krukka verður fyllt víni?``
12‹‹Onlara de ki, ‹İsrailin Tanrısı RAB, Her tulum şarapla dolacak, diyor.› Eğer sana, ‹Her tulumun şarapla dolacağını bilmiyor muyuz sanki?› derlerse,
13þá seg við þá: ,,Svo segir Drottinn: Sjá, ég fylli alla íbúa þessa lands og konungana, sem sitja í hásæti Davíðs, og prestana og spámennina og alla Jerúsalembúa, svo að þeir verði drukknir,
13onlara de ki, ‹Bu ülkede yaşayan herkesi -Davutun tahtında oturan kralları, kâhinleri, peygamberleri, Yeruşalimde yaşayanların tümünü- sarhoş olana dek şarapla dolduracağım› diyor RAB.
14og mola þá sundur hvern við annan, feður og sonu alla saman _ segir Drottinn. Ég tortími þeim hlífðarlaust, án nokkurrar vægðar og miskunnar.``
14‹Onları -babalarla çocukları- birbirlerine çarpacağım. Acımadan, esirgemeden, sevecenlik göstermeden hepsini yok edeceğim› diyor RAB.››
15Heyrið og takið eftir! Verið ekki dramblátir, því að Drottinn hefir talað!
15Dinleyin, kulak verin,Gururlanmayın,Çünkü RAB konuştu.
16Gefið Drottni, Guði yðar, dýrðina, áður en dimmir, áður en fætur yðar steyta á rökkurfjöllum. Þér væntið ljóss, en hann mun breyta því í niðdimmu og gjöra það að svartamyrkri.
16Karanlık basmadan,Kararan dağlardaAyaklarınız tökezlemedenTanrınız RABbi onurlandırın.Siz ışık beklerken,RAB onu kopkoyu, zifiri karanlığa çevirecek.
17En ef þér hlýðið því ekki, þá mun ég í leyni gráta vegna hrokans og sífellt tárast, já augu mín munu fljóta í tárum, af því að hjörð Drottins verður flutt burt hertekin.
17Ama bu uyarıyı dinlemezseniz,Gururunuz yüzünden ağlayacağım gizlice,Gözlerim acı acı gözyaşı dökecek,Gözyaşlarım sel gibi akacak.Çünkü RABbin sürüsü sürgüne gönderilecek.
18Seg við konung og við konungsmóður: ,,Setjist lágt, því að fallin er af höfðum yðar dýrlega kórónan!
18Krala ve ana kraliçeye söyle:‹‹Tahtlarınızdan inin,Çünkü görkemli taçlarınız başınızdan düştü.››
19Borgir Suðurlandsins eru lokaðar, og enginn opnar, Júdalýður hefur verið burt fluttur allur saman, burt fluttur með tölu.``
19Negevdeki kentler kapanacak,Onları açan olmayacak.Sürgüne gönderilecek Yahuda,Tamamı sürgüne gönderilecek.
20Hef upp augu þín og sjá, þeir koma að norðan! Hvar er hjörðin, sem þér var fengin, þínir ágætu sauðir?
20Gözlerinizi kaldırıp bakın,Kuzeyden gelenleri görün.Nerede sana emanet edilen sürü?Övündüğün kuzular nerede?
21Hvað munt þú segja, þegar þeir setja þá menn höfðingja yfir þig, sem þú hefir sjálf kennt að vera á móti þér? Munu ekki hviður að þér koma, eins og að jóðsjúkri konu,
21Sana dost olması için yetiştirdiğin kişileriRAB başına yönetici atayınca ne diyeceksin?Doğuran kadının çektiği sancı gibiSeni de ağrı tutmayacak mı?
22er þú segir í hjarta þínu: ,Hví ber mér slíkt að höndum?` Sakir þinnar miklu misgjörðar er klæðafaldi þínum upp flett, hælar þínir með valdi berir gjörðir.
22‹‹Neden bütün bunlar başıma geldi?›› dersen,Günahlarının çokluğu yüzünden eteklerin açıldı,Tecavüze uğradın.
23Getur blámaður breytt hörundslit sínum eða pardusdýrið flekkjum sínum? Ef svo væri munduð þér og megna að breyta vel, þér sem vanist hafið að gjöra illt.
23Kûşlu derisinin rengini,Pars beneklerini değiştirebilir mi?Kötülük etmeye alışmış olan sizler de iyilik edemezsiniz.
24Ég vil tvístra þeim eins og hálmleggjum, sem berast fyrir eyðimerkurvindi.
24‹‹Çöl rüzgarının savurduğu saman çöpü gibiDağıtacağım sizleri.
25Þetta er hlutur þinn, afmældur skammtur þinn frá minni hendi _ segir Drottinn _ af því að þú hefir gleymt mér og treystir á lygi.
25Payın, sana ayırdığım pay bu olacak›› diyor RAB.‹‹Çünkü beni unuttun,Sahte ilahlara güvendin.
26Fyrir því kippi ég og klæðafaldi þínum upp að framan, svo að blygðan þín verði ber.Hórdóm þinn og losta-hví, hið svívirðilega fúllífi þitt _ á fórnarhæðunum úti á víðavangi hefi ég séð viðurstyggðir þínar. Vei þér, Jerúsalem, þú munt ekki hrein verða _ hve langt mun enn þangað til?
26Ayıbın ortaya çıksın diyeEteklerini yüzüne dek kaldıracağım.
27Hórdóm þinn og losta-hví, hið svívirðilega fúllífi þitt _ á fórnarhæðunum úti á víðavangi hefi ég séð viðurstyggðir þínar. Vei þér, Jerúsalem, þú munt ekki hrein verða _ hve langt mun enn þangað til?
27Kırdaki tepeler üzerindeYaptığın iğrençlikleri -zinalarını,Çapkın çapkın kişneyişini, yüzsüz fahişeliklerini- gördüm.Vay başına geleceklere, ey Yeruşalim!Ne zamana dek böyle kirli kalacaksın?››