1Og þeir fluttu örk Guðs inn og settu hana í tjaldið, sem Davíð hafði reisa látið yfir hana, og þeir færðu brennifórnir og heillafórnir.
1They brought in the ark of God, and set it in the midst of the tent that David had pitched for it: and they offered burnt offerings and peace offerings before God.
2Og er Davíð hafði fært brennifórnina og heillafórnirnar, blessaði hann lýðinn í nafni Drottins
2When David had made an end of offering the burnt offering and the peace offerings, he blessed the people in the name of Yahweh.
3og úthlutaði öllum Ísraelsmönnum, körlum sem konum, sinn brauðhleifinn hverjum, kjötstykki og rúsínuköku.
3He dealt to everyone of Israel, both man and woman, to every one a loaf of bread, and a portion of meat, and a cake of raisins.
4Davíð setti menn af levítum til þess að gegna þjónustu frammi fyrir örk Drottins og til þess að tigna, lofa og vegsama Drottin, Guð Ísraels.
4He appointed certain of the Levites to minister before the ark of Yahweh, and to celebrate and to thank and praise Yahweh, the God of Israel:
5Var Asaf helstur þeirra og honum næstur gekk Sakaría, þá Jeíel, Semíramót, Jehíel, Mattitja, Elíab, Benaja, Óbeð Edóm og Jeíel með hljóðfærum, hörpum og gígjum, en Asaf lét skálabumburnar kveða við,
5Asaph the chief, and second to him Zechariah, Jeiel, and Shemiramoth, and Jehiel, and Mattithiah, and Eliab, and Benaiah, and Obed-Edom, and Jeiel, with stringed instruments and with harps; and Asaph with cymbals, sounding aloud;
6og Benaja og Jehasíel prestar þeyttu stöðugt lúðrana frammi fyrir sáttmálsörk Guðs.
6and Benaiah and Jahaziel the priests with trumpets continually, before the ark of the covenant of God.
7Á þeim degi fól Davíð í fyrsta sinni Asaf og frændum hans að syngja ,,Lofið Drottin.``
7Then on that day David first ordained to give thanks to Yahweh, by the hand of Asaph and his brothers.
8Lofið Drottin, ákallið nafn hans, gjörið máttarverk hans kunn meðal þjóðanna!
8Oh give thanks to Yahweh. Call on his name. Make his doings known among the peoples.
9Syngið fyrir honum, leikið fyrir honum, talið um öll hans dásemdarverk.
9Sing to him. Sing praises to him. Tell of all his marvelous works.
10Hrósið yður af hans helga nafni, hjarta þeirra, er leita Drottins, gleðjist.
10Glory in his holy name. Let the heart of those who seek Yahweh rejoice.
11Leitið Drottins og máttar hans, stundið sífellt eftir augliti hans.
11Seek Yahweh and his strength. Seek his face forever more.
12Minnist dásemdarverka hans, þeirra er hann gjörði, tákna hans og refsidóma munns hans,
12Remember his marvelous works that he has done, his wonders, and the judgments of his mouth,
13þér niðjar Ísraels, þjónar hans, þér synir Jakobs, hans útvöldu.
13you seed of Israel his servant, you children of Jacob, his chosen ones.
14Hann er Drottinn, Guð vor, um víða veröld ganga dómar hans.
14He is Yahweh our God. His judgments are in all the earth.
15Hann minnist að eilífu sáttmála síns, orðs þess, er hann hefir gefið þúsundum kynslóða,
15Remember his covenant forever, the word which he commanded to a thousand generations,
16sáttmálans, er hann gjörði við Abraham, og eiðs síns við Ísak,
16the covenant which he made with Abraham, his oath to Isaac.
17þess er hann setti sem lög fyrir Jakob, eilífan sáttmála fyrir Ísrael,
17He confirmed the same to Jacob for a statute, and to Israel for an everlasting covenant,
18þá er hann mælti: ,,Þér mun ég gefa Kanaanland sem erfðahlut þinn.``
18saying, “I will give you the land of Canaan, The lot of your inheritance,”
19Þegar þeir voru fámennur hópur, örfáir, og bjuggu þar sem útlendingar,
19when you were but a few men in number, yes, very few, and foreigners were in it.
20og fóru frá einni þjóð til annarrar, og frá einu konungsríki til annars lýðs,
20They went about from nation to nation, from one kingdom to another people.
21leið hann engum að kúga þá og hegndi konungum þeirra vegna.
21He allowed no man to do them wrong. Yes, he reproved kings for their sakes,
22,,Snertið eigi við mínum smurðu, og gjörið eigi spámönnum mínum mein.``
22“Don’t touch my anointed ones! Do my prophets no harm!”
23Syngið Drottni, öll lönd, kunngjörið hjálpráð hans dag eftir dag.
23Sing to Yahweh, all the earth! Display his salvation from day to day.
24Segið frá dýrð hans meðal heiðingjanna, frá dásemdarverkum hans meðal allra þjóða.
24Declare his glory among the nations, and his marvelous works among all the peoples.
25Því að mikill er Drottinn og mjög vegsamlegur, og óttalegur er hann öllum guðum framar.
25For great is Yahweh, and greatly to be praised. He also is to be feared above all gods.
26Því að allir guðir þjóðanna eru falsguðir, en Drottinn hefir gjört himininn.
26For all the gods of the peoples are idols, but Yahweh made the heavens.
27Heiður og vegsemd eru fyrir augliti hans, máttur og fögnuður í bústað hans.
27Honor and majesty are before him. Strength and gladness are in his place.
28Tjáið Drottni, þér þjóðakynkvíslir, tjáið Drottni vegsemd og vald.
28Ascribe to Yahweh, you relatives of the peoples, ascribe to Yahweh glory and strength!
29Tjáið Drottni dýrð þá, er nafni hans hæfir, færið gjafir og komið fram fyrir hann. Fallið fram fyrir Drottni í helgum skrúða,
29Ascribe to Yahweh the glory due to his name. Bring an offering, and come before him. Worship Yahweh in holy array.
30titrið fyrir honum, öll lönd. Hann hefir fest jörðina, svo að hún bifast ekki.
30Tremble before him, all the earth. The world also is established that it can’t be moved.
31Himinninn gleðjist og jörðin fagni, menn segi meðal heiðingjanna: ,,Drottinn hefir tekið konungdóm!``
31Let the heavens be glad, and let the earth rejoice! Let them say among the nations, “Yahweh reigns!”
32Hafið drynji og allt, sem í því er, foldin fagni og allt, sem á henni er.
32Let the sea roar, and its fullness! Let the field exult, and all that is therein!
33Öll tré skógarins kveði fagnaðarópi fyrir Drottni, því að hann kemur til þess að dæma jörðina.
33Then the trees of the forest will sing for joy before Yahweh, for he comes to judge the earth.
34Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu!
34Oh give thanks to Yahweh, for he is good, for his loving kindness endures forever.
35og segið: ,,Hjálpa þú oss, Guð hjálpræðis vors. Safna þú oss saman og frelsa þú oss frá heiðingjunum, að vér megum lofa þitt heilaga nafn, víðfrægja lofstír þinn.``
35Say, “Save us, God of our salvation! Gather us together and deliver us from the nations, to give thanks to your holy name, to triumph in your praise.”
36Lofaður sé Drottinn, Ísraels Guð frá eilífð til eilífðar. Og allur lýður sagði: ,,Amen!`` og ,,Lof sé Drottni!``
36Blessed be Yahweh, the God of Israel, from everlasting even to everlasting. All the people said, “Amen,” and praised Yahweh.
37Og Davíð lét þá Asaf og frændur hans verða þar eftir frammi fyrir sáttmálsörk Drottins til þess að hafa stöðugt þjónustu á hendi frammi fyrir örkinni, eftir því sem á þurfti að halda dag hvern.
37So he left there, before the ark of the covenant of Yahweh, Asaph and his brothers, to minister before the ark continually, as every day’s work required;
38En Óbeð Edóm og frændur þeirra, sextíu og átta, Óbeð Edóm Jedítúnsson og Hósa, skipaði hann hliðverði.
38and Obed-Edom with their brothers, sixty-eight; Obed-Edom also the son of Jeduthun and Hosah to be doorkeepers;
39Sadók prest og frændur hans, prestana, setti hann frammi fyrir bústað Drottins á hæðinni, sem er í Gíbeon,
39and Zadok the priest, and his brothers the priests, before the tabernacle of Yahweh in the high place that was at Gibeon,
40til þess stöðugt að færa Drottni brennifórnir á brennifórnaraltarinu, kvelds og morgna, og að fara með öllu svo, sem skrifað er í lögmáli Drottins, því er hann lagði fyrir Ísrael.
40to offer burnt offerings to Yahweh on the altar of burnt offering continually morning and evening, even according to all that is written in the law of Yahweh, which he commanded to Israel;
41Og með þeim voru þeir Heman, Jedútún og aðrir þeir er kjörnir voru, þeir er með nafni voru til þess kvaddir að lofa Drottin, því að miskunn hans varir að eilífu.
41and with them Heman and Jeduthun, and the rest who were chosen, who were mentioned by name, to give thanks to Yahweh, because his loving kindness endures forever;
42Og með þeim voru þeir Heman og Jedútún með lúðra og skálabumbur handa söngmönnunum og hljóðfæri fyrir söng guðsþjónustunnar. En þeir Jedútúnssynir voru hliðverðir.Síðan fór allur lýðurinn burt, hver heim til sín, en Davíð hvarf aftur til þess að heilsa fólki sínu.
42and with them Heman and Jeduthun with trumpets and cymbals for those that should sound aloud, and with instruments for the songs of God; and the sons of Jeduthun to be at the gate.
43Síðan fór allur lýðurinn burt, hver heim til sín, en Davíð hvarf aftur til þess að heilsa fólki sínu.
43All the people departed every man to his house: and David returned to bless his house.