Icelandic

World English Bible

1 Chronicles

21

1Satan hófst í gegn Ísrael og egndi Davíð til þess að telja Ísrael.
1Satan stood up against Israel, and moved David to number Israel.
2Þá mælti Davíð við Jóab og höfðingja lýðsins: ,,Farið og teljið Ísrael frá Beerseba til Dan og látið mig vita það, svo að ég fái að vita tölu á þeim.``
2David said to Joab and to the princes of the people, “Go, number Israel from Beersheba even to Dan; and bring me word, that I may know the sum of them.”
3Jóab svaraði: ,,Drottinn margfaldi lýðinn _ hversu margir sem þeir nú kunna að vera _ hundrað sinnum. Þeir eru þó, minn herra konungur, allir þjónar herra míns. Hví æskir herra minn þessa? Hvers vegna á það að verða Ísrael til áfellis?``
3Joab said, “May Yahweh make his people a hundred times as many as they are. But, my lord the king, aren’t they all my lord’s servants? Why does my lord require this thing? Why will he be a cause of guilt to Israel?”
4En Jóab mátti eigi gjöra annað en það, sem konungur bauð. Lagði Jóab þá af stað og fór um allan Ísrael og kom síðan aftur til Jerúsalem.
4Nevertheless the king’s word prevailed against Joab. Therefore Joab departed, and went throughout all Israel, and came to Jerusalem.
5Og Jóab sagði Davíð töluna, er komið hafði út við manntalið: Í öllum Ísrael voru ein milljón og hundrað þúsundir vopnaðra manna, og í Júda fjögur hundruð og sjötíu þúsundir vopnaðra manna.
5Joab gave up the sum of the numbering of the people to David. All those of Israel were one million one hundred thousand men who drew sword: and in Judah were four hundred seventy thousand men who drew sword.
6En Leví og Benjamín taldi hann eigi, því að Jóab hraus hugur við skipun konungs.
6But he didn’t count Levi and Benjamin among them; for the king’s word was abominable to Joab.
7En þetta verk var illt í augum Guðs, og laust hann Ísrael.
7God was displeased with this thing; therefore he struck Israel.
8Þá sagði Davíð við Guð: ,,Mjög hefi ég syndgað, er ég framdi þetta verk, en nú, tak þú burt misgjörð þjóns þíns, því að mjög óviturlega hefir mér til tekist.``
8David said to God, “I have sinned greatly, in that I have done this thing. But now, put away, I beg you, the iniquity of your servant; for I have done very foolishly.”
9En Drottinn talaði til Gaðs, sjáanda Davíðs, á þessa leið:
9Yahweh spoke to Gad, David’s seer, saying,
10,,Far þú og mæl svo við Davíð: Svo segir Drottinn: Þrjá kosti set ég þér, kjós einn af þeim, og mun ég svo við þig gjöra.``
10“Go and speak to David, saying, ‘Thus says Yahweh, “I offer you three things. Choose one of them, that I may do it to you.”’”
11Þá gekk Gað til Davíðs og sagði við hann: ,,Svo segir Drottinn: Kjós þér,
11So Gad came to David, and said to him, “Thus says Yahweh, ‘Take your choice:
12annaðhvort að hungur verði í þrjú ár, eða að þú verðir að flýja í þrjá mánuði fyrir óvinum þínum og sverð fjandmanna þinna nái þér, eða að sverð Drottins og drepsótt geisi í landinu í þrjá daga og engill Drottins valdi eyðingu í öllu Ísraelslandi. Hygg nú að, hverju ég eigi að svara þeim, er sendi mig.``
12either three years of famine; or three months to be consumed before your foes, while the sword of your enemies overtakes you; or else three days the sword of Yahweh, even pestilence in the land, and the angel of Yahweh destroying throughout all the borders of Israel. Now therefore consider what answer I shall return to him who sent me.’”
13Davíð svaraði Gað: ,,Ég er í miklum nauðum staddur. Falli ég þá í hendur Drottins, því að mikil er miskunn hans, en í manna hendur vil ég ekki falla.``
13David said to Gad, “I am in distress. Let me fall, I pray, into the hand of Yahweh; for his mercies are very great. Let me not fall into the hand of man.”
14Drottinn lét þá drepsótt koma í Ísrael, og féllu sjötíu þúsundir manns af Ísrael.
14So Yahweh sent a pestilence on Israel; and seventy thousand men of Israel fell.
15Og Guð sendi engil til Jerúsalem til þess að eyða hana, og er hann var að eyða hana, leit Drottinn til og hann iðraði hins illa, og sagði við engilinn, er eyddi fólkinu: ,,Nóg er að gjört! Drag nú að þér höndina!`` En engill Drottins var þá hjá þreskivelli Ornans Jebúsíta.
15God sent an angel to Jerusalem to destroy it. As he was about to destroy, Yahweh saw, and he relented of the disaster, and said to the destroying angel, “It is enough; now stay your hand.” The angel of Yahweh was standing by the threshing floor of Ornan the Jebusite.
16Og Davíð hóf upp augu sín og sá engil Drottins standa milli himins og jarðar með brugðið sverð í hendi, er hann beindi gegn Jerúsalem. Þá féll Davíð og öldungarnir fram á andlit sér, klæddir hærusekkjum.
16David lifted up his eyes, and saw the angel of Yahweh standing between earth and the sky, having a drawn sword in his hand stretched out over Jerusalem. Then David and the elders, clothed in sackcloth, fell on their faces.
17Og Davíð sagði við Guð: ,,Var það eigi ég, er bauð að telja fólkið? Það er ég, sem hefi syndgað og breytt mjög illa, en þetta er hjörð mín, _ hvað hefir hún gjört? Drottinn, Guð minn, lát hönd þína leggjast á mig og ættmenn mína, en eigi á lýð þinn til þess að valda mannhruni.``
17David said to God, “Isn’t it I who commanded the people to be numbered? It is even I who have sinned and done very wickedly; but these sheep, what have they done? Please let your hand, O Yahweh my God, be against me, and against my father’s house; but not against your people, that they should be plagued.”
18En engill Drottins bauð Gað að segja Davíð, að Davíð skyldi fara upp eftir til þess að reisa Drottni altari á þreskivelli Ornans Jebúsíta.
18Then the angel of Yahweh commanded Gad to tell David that David should go up, and raise an altar to Yahweh in the threshing floor of Ornan the Jebusite.
19Og Davíð fór upp eftir að boði Gaðs, því er hann hafði talað í nafni Drottins.
19David went up at the saying of Gad, which he spoke in the name of Yahweh.
20Og er Ornan sneri sér við, sá hann konung koma og fjóra sonu hans með honum, en Ornan var að þreskja hveiti.
20Ornan turned back, and saw the angel; and his four sons who were with him hid themselves. Now Ornan was threshing wheat.
21Og er Davíð kom til Ornans, leit Ornan upp og sá Davíð. Gekk hann þá út af þreskivellinum og laut á ásjónu sína til jarðar fyrir Davíð.
21As David came to Ornan, Ornan looked and saw David, and went out of the threshing floor, and bowed himself to David with his face to the ground.
22Þá mælti Davíð við Ornan: ,,Lát þú þreskivöllinn af hendi við mig, svo að ég geti reist Drottni þar altari _ skalt þú selja mér það fullu verði _ og plágunni megi létta af lýðnum.``
22Then David said to Ornan, “Give me the place of this threshing floor, that I may build thereon an altar to Yahweh. You shall sell it to me for the full price, that the plague may be stopped from afflicting the people.”
23Ornan svaraði Davíð: ,,Tak þú það. Minn herra konungurinn gjöri sem honum þóknast. Sjá, ég gef nautin til brennifórnar og þreskisleðana til eldiviðar og hveitið til matfórnar, allt gef ég það.``
23Ornan said to David, “Take it for yourself, and let my lord the king do that which is good in his eyes. Behold, I give the oxen for burnt offerings, and the threshing instruments for wood, and the wheat for the meal offering. I give it all.”
24En Davíð konungur sagði við Ornan: ,,Eigi svo, en kaupa vil ég það fullu verði, því að eigi vil ég taka það sem þitt er Drottni til handa og færa brennifórn, er ég hefi kauplaust þegið.``
24King David said to Ornan, “No; but I will most certainly buy it for the full price. For I will not take that which is yours for Yahweh, nor offer a burnt offering without cost.”
25Síðan greiddi Davíð Ornan sex hundruð sikla gulls fyrir völlinn.
25So David gave to Ornan six hundred shekels of gold by weight for the place.
26Og Davíð reisti Drottni þar altari og fórnaði brennifórnum og heillafórnum, og er hann ákallaði Drottin, svaraði hann honum með því að senda eld af himnum á brennifórnaraltarið.
26David built an altar to Yahweh there, and offered burnt offerings and peace offerings, and called on Yahweh; and he answered him from the sky by fire on the altar of burnt offering.
27Og Drottinn bauð englinum að slíðra sverð sitt.
27Yahweh commanded the angel; and he put up his sword again into its sheath.
28Þá er Davíð sá, að Drottinn svaraði honum á þreskivelli Ornans Jebúsíta, þá færði hann þar fórnir.
28At that time, when David saw that Yahweh had answered him in the threshing floor of Ornan the Jebusite, then he sacrificed there.
29En bústaður Drottins, er Móse hafði gjört í eyðimörkinni, og brennifórnaraltarið voru um það leyti á hæðinni í Gíbeon.En Davíð gat eigi gengið fram fyrir það til þess að leita Guðs, því að hann var hræddur við sverð engils Drottins.
29For the tabernacle of Yahweh, which Moses made in the wilderness, and the altar of burnt offering, were at that time in the high place at Gibeon.
30En Davíð gat eigi gengið fram fyrir það til þess að leita Guðs, því að hann var hræddur við sverð engils Drottins.
30But David couldn’t go before it to inquire of God; for he was afraid because of the sword of the angel of Yahweh.