Icelandic

World English Bible

1 Kings

1

1Davíð konungur var nú orðinn gamall og hniginn að aldri, og þótt hann væri þakinn sængurfötum, gat honum ekki hitnað.
1Now king David was old and stricken in years; and they covered him with clothes, but he couldn’t keep warm.
2Fyrir því sögðu þjónar hans við hann: ,,Það ætti að leita að yngismey handa mínum herra konunginum til þess að þjóna konunginum og hjúkra honum. Skal hún liggja við brjóst þitt, til þess að mínum herra konunginum megi hitna.``
2Therefore his servants said to him, “Let there be sought for my lord the king a young virgin. Let her stand before the king, and cherish him; and let her lie in your bosom, that my lord the king may keep warm.”
3Síðan var leitað að fríðri stúlku í öllu Ísraelslandi, og fundu menn Abísag frá Súnem og fóru með hana til konungs.
3So they sought for a beautiful young lady throughout all the borders of Israel, and found Abishag the Shunammite, and brought her to the king.
4En stúlkan var forkunnar fríð og hjúkraði konungi og þjónaði honum, en konungur kenndi hennar ekki.
4The young lady was very beautiful; and she cherished the king, and ministered to him; but the king didn’t know her intimately.
5Adónía sonur Haggítar hreykti sér upp og hugsaði með sér: ,,Ég vil verða konungur.`` Og hann fékk sér vagna og hesta og fimmtíu menn, sem fyrir honum hlupu.
5Then Adonijah the son of Haggith exalted himself, saying, “I will be king.” Then he prepared him chariots and horsemen, and fifty men to run before him.
6En faðir hans hafði aldrei angrað hann á ævinni með því að segja við hann: ,,Hví hefir þú gjört þetta?`` Auk þess var hann mjög fríður sýnum og næstur Absalon að aldri.
6His father had not displeased him at any time in saying, “Why have you done so?” and he was also a very handsome man; and he was born after Absalom.
7Hann átti og ráðstefnur við Jóab Serújuson og Abjatar prest, og fylgdu þeir Adónía að málum.
7He conferred with Joab the son of Zeruiah, and with Abiathar the priest: and they following Adonijah helped him.
8En Sadók prestur, Benaja Jójadason, Natan spámaður, Símeí, Reí og kappar Davíðs fylgdu eigi Adónía.
8But Zadok the priest, and Benaiah the son of Jehoiada, and Nathan the prophet, and Shimei, and Rei, and the mighty men who belonged to David, were not with Adonijah.
9Adónía slátraði sauðum og nautum og alikálfum hjá Höggormssteini, sem er hjá Rógel-lind, og bauð til öllum bræðrum sínum, konungssonunum, og öllum Júdamönnum, þegnum konungs.
9Adonijah killed sheep and cattle and fatlings by the stone of Zoheleth, which is beside En Rogel; and he called all his brothers, the king’s sons, and all the men of Judah, the king’s servants:
10En Natan spámanni, Benaja og köppunum og Salómon bróður sínum bauð hann ekki.
10but Nathan the prophet, and Benaiah, and the mighty men, and Solomon his brother, he didn’t call.
11Þá mælti Natan við Batsebu, móður Salómons, á þessa leið: ,,Hefir þú ekki heyrt, að Adónía sonur Haggítar er orðinn konungur, og Davíð, herra vor, veit það ekki?
11Then Nathan spoke to Bathsheba the mother of Solomon, saying, “Haven’t you heard that Adonijah the son of Haggith reigns, and David our lord doesn’t know it?
12Kom þú nú, og vil ég leggja þér ráð, hversu þú megir forða lífi þínu og lífi Salómons sonar þíns.
12Now therefore come, please let me give you counsel, that you may save your own life, and the life of your son Solomon.
13Far þú og gakk fyrir Davíð konung og seg við hann: ,Hefir þú ekki, minn herra konungur, unnið ambátt þinni eið og sagt: Salómon sonur þinn skal verða konungur eftir mig, og hann skal sitja í hásæti mínu? Hví er þá Adónía orðinn konungur?`
13Go in to king David, and tell him, ‘Didn’t you, my lord, king, swear to your handmaid, saying, Assuredly Solomon your son shall reign after me, and he shall sit on my throne? Why then does Adonijah reign?’
14Sjá, meðan þú enn ert að tala þar við konung, skal ég koma á eftir þér og staðfesta orð þín.``
14Behold, while you yet talk there with the king, I also will come in after you, and confirm your words.”
15Þá gekk Batseba fyrir konung inn í svefnhúsið, en konungur var þá gamall mjög, og Abísag frá Súnem þjónaði honum.
15Bathsheba went in to the king into the room. The king was very old; and Abishag the Shunammite was ministering to the king.
16Batseba hneigði sig og laut konungi. Konungur mælti: ,,Hvað er þér á höndum?``
16Bathsheba bowed, and showed respect to the king. The king said, “What would you like?”
17Hún sagði við hann: ,,Herra minn, þú hefir unnið ambátt þinni svolátandi eið við Drottin, Guð þinn: ,Salómon sonur þinn skal verða konungur eftir mig, og hann skal sitja í hásæti mínu.`
17She said to him, “My lord, you swore by Yahweh your God to your handmaid, ‘Assuredly Solomon your son shall reign after me, and he shall sit on my throne.’
18En sjá, nú er Adónía orðinn konungur, og þú veist það ekki, minn herra konungur!
18Now, behold, Adonijah reigns; and you, my lord the king, don’t know it.
19Hann hefir slátrað fjölda af uxum, alikálfum og sauðum og boðið til öllum konungssonum og Abjatar presti og Jóab hershöfðingja, en Salómon þjóni þínum hefir hann ekki boðið.
19He has slain cattle and fatlings and sheep in abundance, and has called all the sons of the king, and Abiathar the priest, and Joab the captain of the army; but he hasn’t called Solomon your servant.
20Og nú standa augu allra Ísraelsmanna á þér, minn herra konungur, að þú gjörir kunnugt, hver sitja skuli í hásæti míns herra konungsins eftir þinn dag.
20You, my lord the king, the eyes of all Israel are on you, that you should tell them who shall sit on the throne of my lord the king after him.
21Ella mun svo fara, þegar minn herra konungurinn hvílir hjá feðrum sínum, að ég og Salómon sonur minn munum talin óbótamenn.``
21Otherwise it will happen, when my lord the king shall sleep with his fathers, that I and my son Solomon shall be counted offenders.”
22En meðan hún var að tala við konung, kom Natan spámaður.
22Behold, while she yet talked with the king, Nathan the prophet came in.
23Og konungi var sagt: ,,Natan spámaður er hér kominn.`` Gekk hann þá inn fyrir konung og laut á ásjónu sína til jarðar fyrir konungi
23They told the king, saying, “Behold, Nathan the prophet!” When he had come in before the king, he bowed himself before the king with his face to the ground.
24og mælti: ,,Minn herra konungur, hefir þú sagt: ,Adónía skal vera konungur eftir mig, og hann skal sitja í hásæti mínu?`
24Nathan said, “My lord, king, have you said, ‘Adonijah shall reign after me, and he shall sit on my throne?’
25Því að hann fór niður eftir í dag og slátraði fjölda af uxum, alikálfum og sauðum og bauð til öllum konungssonunum, hershöfðingjunum og Abjatar presti. Þeir eru nú að eta og drekka hjá honum og hrópa: ,Adónía konungur lifi!`
25For he is gone down this day, and has slain cattle and fatlings and sheep in abundance, and has called all the king’s sons, and the captains of the army, and Abiathar the priest. Behold, they are eating and drinking before him, and say, ‘Long live king Adonijah!’
26En mér, þjóni þínum, Sadók presti, Benaja Jójadasyni og Salómon þjóni þínum bauð hann ekki.
26But he hasn’t called me, even me your servant, and Zadok the priest, and Benaiah the son of Jehoiada, and your servant Solomon.
27Er þetta orðið að tilhlutun míns herra konungsins, þar sem þú hefir ekki gjört þjónum þínum kunnugt, hver sitja skuli í hásæti míns herra konungsins eftir þinn dag?``
27Is this thing done by my lord the king, and you haven’t shown to your servants who should sit on the throne of my lord the king after him?”
28Þá svaraði Davíð konungur og mælti: ,,Kallið á Batsebu!`` Gekk hún þá inn fyrir konung. Og er hún stóð frammi fyrir konungi,
28Then king David answered, “Call to me Bathsheba.” She came into the king’s presence, and stood before the king.
29sór konungur og sagði: ,,Svo sannarlega sem Drottinn lifir, sá er frelsað hefir líf mitt úr öllum nauðum:
29The king swore, and said, “As Yahweh lives, who has redeemed my soul out of all adversity,
30Eins og ég sór þér við Drottin, Ísraels Guð, og sagði: Salómon sonur þinn skal verða konungur eftir mig, og hann skal sitja í hásæti mínu í minn stað _ svo vil ég staðfesta það í dag.``
30most certainly as I swore to you by Yahweh, the God of Israel, saying, ‘Assuredly Solomon your son shall reign after me, and he shall sit on my throne in my place;’ most certainly so will I do this day.”
31Þá hneigði Batseba ásjónu sína til jarðar, laut konungi og mælti: ,,Minn herra Davíð konungur lifi eilíflega!``
31Then Bathsheba bowed with her face to the earth, and showed respect to the king, and said, “Let my lord king David live forever!”
32Þá sagði Davíð konungur: ,,Kallið á Sadók prest, Natan spámann og Benaja Jójadason.`` Þeir gengu síðan fyrir konung.
32King David said, “Call to me Zadok the priest, Nathan the prophet, and Benaiah the son of Jehoiada.” They came before the king.
33Og konungur sagði við þá: ,,Takið með yður þjóna herra yðar, setjið Salómon son minn á múl minn og farið með hann til Gíhonlindar.
33The king said to them, “Take with you the servants of your lord, and cause Solomon my son to ride on my own mule, and bring him down to Gihon.
34Skal Sadók prestur og Natan spámaður smyrja hann þar til konungs yfir Ísrael. Þeytið síðan lúðurinn og hrópið: ,Salómon konungur lifi!`
34Let Zadok the priest and Nathan the prophet anoint him there king over Israel. Blow the trumpet, and say, ‘Long live king Solomon!’
35Komið síðan með honum hingað, og skal hann þá koma og setjast í hásæti mitt og vera konungur í minn stað, því að hann hefi ég skipað til að vera höfðingja yfir Ísrael og Júda.``
35Then you shall come up after him, and he shall come and sit on my throne; for he shall be king in my place. I have appointed him to be prince over Israel and over Judah.”
36Þá svaraði Benaja Jójadason konungi og mælti: ,,Veri það svo; Drottinn, Guð míns herra konungsins, gefi það.
36Benaiah the son of Jehoiada answered the king, and said, “Amen. May Yahweh, the God of my lord the king, say so.
37Eins og Drottinn hefir verið með mínum herra konunginum, svo sé hann og með Salómon og hefji hásæti hans enn hærra en hásæti míns herra, Davíðs konungs.``
37As Yahweh has been with my lord the king, even so may he be with Solomon, and make his throne greater than the throne of my lord king David.”
38Þá fóru þeir Sadók prestur, Natan spámaður, Benaja Jójadason og Kretar og Pletar og settu Salómon á múl Davíðs konungs og fóru með hann til Gíhonlindar.
38So Zadok the priest, and Nathan the prophet, and Benaiah the son of Jehoiada, and the Cherethites and the Pelethites, went down, and caused Solomon to ride on king David’s mule, and brought him to Gihon.
39Þá tók Sadók prestur olíuhornið úr tjaldinu og smurði Salómon. Þá þeyttu þeir lúðurinn, og allur lýðurinn hrópaði: ,,Lifi Salómon konungur!``
39Zadok the priest took the horn of oil out of the Tent, and anointed Solomon. They blew the trumpet; and all the people said, “Long live king Solomon!”
40Síðan fór allur lýðurinn heim aftur með honum, og menn blésu á hljóðpípur og létu feginslátum, svo að við sjálft lá, að jörðin rifnaði af ópi þeirra.
40All the people came up after him, and the people piped with pipes, and rejoiced with great joy, so that the earth shook with their sound.
41Adónía og allir þeir, sem hann hafði í boði sínu, heyrðu þetta, er þeir höfðu lokið máltíðinni. Þegar Jóab heyrði lúðurhljóminn, mælti hann: ,,Hví er öll borgin í uppnámi?``
41Adonijah and all the guests who were with him heard it as they had made an end of eating. When Joab heard the sound of the trumpet, he said, “Why is this noise of the city being in an uproar?”
42En er hann var þetta að mæla, kom Jónatan, sonur Abjatars prests. Þá sagði Adónía: ,,Kom þú hingað, því að þú ert sæmdarmaður og munt flytja góð tíðindi.``
42While he yet spoke, behold, Jonathan the son of Abiathar the priest came: and Adonijah said, “Come in; for you are a worthy man, and bring good news.”
43Þá svaraði Jónatan og sagði við Adónía: ,,Það er nú svo! Herra vor, Davíð konungur, hefir gjört Salómon að konungi.
43Jonathan answered Adonijah, “Most certainly our lord king David has made Solomon king.
44Konungur hefir sent með honum Sadók prest, Natan spámann, Benaja Jójadason og Kreta og Pleta, og þeir hafa sett hann á múl konungs.
44The king has sent with him Zadok the priest, Nathan the prophet, Benaiah the son of Jehoiada, and the Cherethites and the Pelethites; and they have caused him to ride on the king’s mule.
45Og þeir Sadók prestur og Natan spámaður hafa smurt hann til konungs við Gíhonlind. Þaðan fóru þeir heim fagnandi, svo að öll borgin er komin í uppnám. Þetta er hávaðinn, sem þér hafið heyrt.
45Zadok the priest and Nathan the prophet have anointed him king in Gihon. They have come up from there rejoicing, so that the city rang again. This is the noise that you have heard.
46Salómon hefir meira að segja setst í konungshásætið.
46Also, Solomon sits on the throne of the kingdom.
47Sömuleiðis komu þjónar konungs til þess að árna herra vorum, Davíð konungi, heilla, og sögðu: ,Guð þinn gjöri nafn Salómons enn víðfrægara en nafn þitt, og hefji hásæti hans enn hærra en hásæti þitt!` og hneigði konungur sig í hvílu sinni.
47Moreover the king’s servants came to bless our lord king David, saying, ‘May your God make the name of Solomon better than your name, and make his throne greater than your throne;’ and the king bowed himself on the bed.
48Konungur hefir og mælt svo: ,Lofaður sé Drottinn, Ísraels Guð, sem í dag hefir skipað eftirmann í hásæti mitt og látið mér auðnast að líta það.```
48Also thus said the king, ‘Blessed be Yahweh, the God of Israel, who has given one to sit on my throne this day, my eyes even seeing it.’”
49Þá skelfdust allir boðsgestir Adónía, héldu af stað, og fór hver leiðar sinnar.
49All the guests of Adonijah were afraid, and rose up, and each man went his way.
50En Adónía var hræddur við Salómon, hélt af stað og fór burt og greip um altarishornin.
50Adonijah feared because of Solomon; and he arose, and went, and caught hold on the horns of the altar.
51Var Salómon sagt frá því með svofelldum orðum: ,,Sjá, Adónía er hræddur við Salómon konung, heldur um altarishornin og segir: ,Salómon konungur sverji mér í dag, að hann skuli ekki láta taka þjón sinn af lífi.```
51It was told Solomon, saying, “Behold, Adonijah fears king Solomon; for, behold, he has laid hold on the horns of the altar, saying, ‘Let king Solomon swear to me first that he will not kill his servant with the sword.’”
52Þá sagði Salómon: ,,Komi hann fram sem góður drengur skal ekki eitt af hárum hans falla til jarðar, en reynist hann ódrengur skal hann lífi týna.``Þá sendi Salómon konungur og lét taka hann frá altarinu, og er hann kom og laut Salómon konungi, sagði Salómon við hann: ,,Far þú heim til þín.``
52Solomon said, “If he shows himself a worthy man, not a hair of him shall fall to the earth; but if wickedness be found in him, he shall die.”
53Þá sendi Salómon konungur og lét taka hann frá altarinu, og er hann kom og laut Salómon konungi, sagði Salómon við hann: ,,Far þú heim til þín.``
53So king Solomon sent, and they brought him down from the altar. He came and bowed down to king Solomon; and Solomon said to him, “Go to your house.”