1Benhadad konungur á Sýrlandi dró saman allan her sinn. Voru þrjátíu og tveir konungar með honum, með hestum og vögnum, og hann fór, settist um Samaríu og gjörði áhlaup á hana.
1Ben Hadad the king of Syria gathered all his army together; and there were thirty-two kings with him, and horses and chariots: and he went up and besieged Samaria, and fought against it.
2Og hann sendi menn til Akabs Ísraelskonungs inn í borgina
2He sent messengers to Ahab king of Israel, into the city, and said to him, “Thus says Ben Hadad,
3og lét segja honum: ,,Svo segir Benhadad: Silfur þitt og gull er mitt, svo og hinar fegurstu konur þínar og synir.``
3‘Your silver and your gold is mine. Your wives also and your children, even the best, are mine.’”
4Ísraelskonungur svaraði og sagði: ,,Eins og þú vilt vera láta, minn herra konungur. Ég er þinn og allt, sem ég á.``
4The king of Israel answered, “It is according to your saying, my lord, O king. I am yours, and all that I have.”
5Og sendimennirnir komu aftur og sögðu: ,,Svo segir Benhadad: Ég hefi gjört þér þessa orðsending: Þú skalt gefa mér silfur þitt og gull, konur þínar og sonu.
5The messengers came again, and said, “Ben Hadad says, ‘I sent indeed to you, saying, “You shall deliver me your silver, and your gold, and your wives, and your children;
6Þegar ég á morgun í þetta mund sendi menn mína til þín, munu þeir rannsaka hús þitt og hús þinna manna, og skulu þeir taka og hafa á burt með sér sérhvað það, sem þeir ágirnast.``
6but I will send my servants to you tomorrow about this time, and they shall search your house, and the houses of your servants; and it shall be, that whatever is pleasant in your eyes, they shall put it in their hand, and take it away.”’”
7Þá kallaði Ísraelskonungur alla öldunga landsins fyrir sig og mælti: ,,Hyggið að og sjáið, að hann býr yfir illu, því að hann sendi til mín eftir konum mínum og sonum, silfri mínu og gulli, og synjaði ég honum þess ekki.``
7Then the king of Israel called all the elders of the land, and said, “Please notice how this man seeks mischief; for he sent to me for my wives, and for my children, and for my silver, and for my gold; and I didn’t deny him.”
8Þá sögðu allir öldungarnir og allur lýðurinn við hann: ,,Gegn þú eigi þessu og samþykk þú það eigi.``
8All the elders and all the people said to him, “Don’t listen, neither consent.”
9Þá sagði Akab við sendimenn Benhadads: ,,Segið mínum herra konunginum: Allt það, sem þú gjörðir þjóni þínum orð um í fyrstu, vil ég gjöra, en þetta get ég ekki gjört.`` Þá fóru sendimennirnir og færðu honum svarið.
9Therefore he said to the messengers of Ben Hadad, “Tell my lord the king, ‘All that you sent for to your servant at the first I will do; but this thing I cannot do.’” The messengers departed, and brought him back the message.
10Þá sendi Benhadad til hans og lét segja: ,,Guðirnir gjöri mér hvað sem þeir vilja, nú og síðar: Rykið í Samaríu mun eigi nægja til þess að fylla lúkurnar á öllu þessu liði, sem með mér er.``
10Ben Hadad sent to him, and said, “The gods do so to me, and more also, if the dust of Samaria shall suffice for handfuls for all the people who follow me.”
11En Ísraelskonungur svaraði og sagði: ,,Segið honum: Eigi skyldi sá, er hervæðist, hrósa sér sem sá, er leggur af sér vopnin.``
11The king of Israel answered, “Tell him, ‘Don’t let him who puts on his armor brag like he who takes it off.’”
12Þegar Benhadad heyrði þetta svar, þar sem hann sat að drykkju með konungunum í laufskálunum, mælti hann til sinna manna: ,,Færið fram hervélarnar.`` Og þeir færðu þær fram gegnt borginni.
12It happened, when Ben Hadad heard this message, as he was drinking, he and the kings, in the pavilions, that he said to his servants, “Prepare to attack!” They prepared to attack the city.
13En spámaður nokkur gekk fyrir Akab Ísraelskonung og mælti: ,,Svo segir Drottinn: Sér þú allan þennan mikla manngrúa? Hann gef ég þér í hendur í dag, svo að þú viðurkennir, að ég er Drottinn.``
13Behold, a prophet came near to Ahab king of Israel, and said, “Thus says Yahweh, ‘Have you seen all this great multitude? Behold, I will deliver it into your hand this day; and you shall know that I am Yahweh.’”
14Þá mælti Akab: ,,Fyrir hvers fulltingi?`` Spámaðurinn svaraði: ,,Svo segir Drottinn: Fyrir fulltingi sveina héraðshöfðingjanna.`` Þá spurði Akab: ,,Hver á að hefja orustuna?`` Hinn svaraði: ,,Þú.``
14Ahab said, “By whom?” He said, “Thus says Yahweh, ‘By the young men of the princes of the provinces.’” Then he said, “Who shall begin the battle?” He answered, “You.”
15Þá kannaði Akab sveina héraðshöfðingjanna, og voru þeir tvö hundruð þrjátíu og tveir. Og að því búnu kannaði hann allt liðið, alla Ísraelsmenn, sjö þúsund manns.
15Then he mustered the young men of the princes of the provinces, and they were two hundred and thirty-two. After them, he mustered all the people, even all the children of Israel, being seven thousand.
16Um hádegið réðu þeir til útgöngu, en Benhadad sat þá ölvaður að drykkju í laufskálunum, hann og þeir þrjátíu og tveir konungar, er komnir voru honum til liðs.
16They went out at noon. But Ben Hadad was drinking himself drunk in the pavilions, he and the kings, the thirty-two kings who helped him.
17Sveinar héraðshöfðingjanna fóru fremstir. Þá sendi Benhadad menn til að njósna. Þeir sögðu honum svo frá: ,,Menn fara út frá Samaríu.``
17The young men of the princes of the provinces went out first; and Ben Hadad sent out, and they told him, saying, “Men are coming out from Samaria.”
18Þá sagði hann: ,,Hvort sem þeir fara út til þess að biðjast friðar eða til þess að berjast, þá takið þá höndum lifandi.``
18He said, “If they have come out for peace, take them alive; or if they have come out for war, take them alive.”
19Og er sveinar héraðshöfðingjanna og liðið, sem þeim fylgdi, fóru út af borginni
19So these went out of the city, the young men of the princes of the provinces, and the army which followed them.
20drápu þeir hver sinn mann. Flýðu þá Sýrlendingar, en Ísraelsmenn eltu þá. Og Benhadad Sýrlandskonungur komst undan á vagnhesti með nokkra riddara.
20They each killed his man. The Syrians fled, and Israel pursued them. Ben Hadad the king of Syria escaped on a horse with horsemen.
21En Ísraelskonungur fór út og náði hestunum og vögnunum. Og hann vann mikinn sigur á Sýrlendingum.
21The king of Israel went out, and struck the horses and chariots, and killed the Syrians with a great slaughter.
22Þá gekk spámaður fyrir Ísraelskonung og mælti til hans: ,,Ver hugrakkur og hygg vandlega að, hvað þú skulir gjöra, því að næsta ár mun Sýrlandskonungur fara með her á hendur þér.``
22The prophet came near to the king of Israel, and said to him, “Go, strengthen yourself, and mark, and see what you do; for at the return of the year the king of Syria will come up against you.”
23Menn Sýrlandskonungs sögðu við hann: ,,Guð Ísraelsmanna er fjallaguð, þess vegna urðu þeir oss yfirsterkari, en ef vér mættum berjast við þá á jafnsléttu, mundum vér vissulega vinna sigur á þeim.
23The servants of the king of Syria said to him, “Their god is a god of the hills; therefore they were stronger than we. But let us fight against them in the plain, and surely we shall be stronger than they.
24En gjör þú þetta: Vík öllum konungunum frá völdum og set jarla í þeirra stað.
24Do this thing: take the kings away, every man out of his place, and put captains in their place.
25Safna síðan að þér jafnfjölmennu liði sem það lið var, er þú misstir, og jafnmörgum hestum og jafnmörgum vögnum sem þú misstir, og skulum vér berjast við þá á jafnsléttu, og munum vér vissulega sigrast á þeim.`` Fór hann að ráðum þeirra og gjörði svo.
25Muster an army, like the army that you have lost, horse for horse, and chariot for chariot. We will fight against them in the plain, and surely we will be stronger than them.” He listened to their voice, and did so.
26Árið eftir kannaði Benhadad Sýrlendinga og hélt til Afek til þess að berjast við Ísraelsmenn.
26It happened at the return of the year, that Ben Hadad mustered the Syrians, and went up to Aphek, to fight against Israel.
27En Ísraelsmenn voru og kannaðir og birgðir að vistum, og fóru þeir í móti þeim, og settu Ísraelsmenn herbúðir gegnt þeim. Voru þeir sem tveir geitfjárhópar, en Sýrlendingar fylltu landið.
27The children of Israel were mustered, and were provisioned, and went against them. The children of Israel encamped before them like two little flocks of young goats; but the Syrians filled the country.
28Þá gekk guðsmaður nokkur fram, talaði til Ísraelskonungs og mælti: ,,Svo segir Drottinn: Sakir þess að Sýrlendingar hafa sagt: ,Drottinn er fjallaguð, en enginn dalaguð` _ þá vil ég gefa þennan mikla manngrúa í þínar hendur, svo að þér kannist við, að ég er Drottinn.``
28A man of God came near and spoke to the king of Israel, and said, “Thus says Yahweh, ‘Because the Syrians have said, “Yahweh is a god of the hills, but he is not a god of the valleys”; therefore I will deliver all this great multitude into your hand, and you shall know that I am Yahweh.’”
29Þannig lágu þeir í herbúðunum, hverir gegnt öðrum, í sjö daga, en á sjöunda degi tókst orusta, og felldu Ísraelsmenn hundrað þúsundir fótgönguliðs af Sýrlendingum á einum degi.
29They encamped one over against the other seven days. So it was, that in the seventh day the battle was joined; and the children of Israel killed one hundred thousand footmen of the Syrians in one day.
30En þeir, sem eftir urðu, flýðu til Afek, inn í borgina, en þá féll borgarmúrinn á þau tuttugu og sjö þúsund manns, sem eftir voru. Benhadad var og flúinn og komst inn í borgina, úr einu herberginu í annað.
30But the rest fled to Aphek, into the city; and the wall fell on twenty-seven thousand men who were left. Ben Hadad fled, and came into the city, into an inner room.
31Þá sögðu menn hans við hann: ,,Vér höfum heyrt, að konungar Ísraelshúss séu miskunnsamir konungar. Skulum vér nú gyrðast hærusekk um lendar vorar og vefja bandi um höfuð vor og ganga síðan fyrir Ísraelskonung. Má vera að hann gefi þér líf.``
31His servants said to him, “See now, we have heard that the kings of the house of Israel are merciful kings. Please let us put sackcloth on our bodies, and ropes on our heads, and go out to the king of Israel. Maybe he will save your life.”
32Síðan gyrtust þeir hærusekk um lendar sér, vöfðu bandi um höfuð sér og gengu síðan á fund Ísraelskonungs og sögðu: ,,Þjónn þinn Benhadad segir: Gef þú mér líf.`` Akab svaraði: ,,Er hann enn á lífi? Hann er bróðir minn.``
32So they put sackcloth on their bodies and ropes on their heads, and came to the king of Israel, and said, “Your servant Ben Hadad says, ‘Please let me live.’” He said, “Is he still alive? He is my brother.”
33Þetta þótti mönnunum góðs viti, og flýttu þeir sér að taka hann á orðinu og sögðu: ,,Benhadad er bróðir þinn!`` En Akab mælti: ,,Farið og sækið hann.`` Þá gekk Benhadad út til hans, og hann lét hann stíga upp í vagninn til sín.
33Now the men observed diligently, and hurried to take this phrase; and they said, “Your brother Ben Hadad.” Then he said, “Go, bring him.” Then Ben Hadad came out to him; and he caused him to come up into the chariot.
34Og Benhadad sagði við hann: ,,Borgunum, sem faðir minn tók frá föður þínum, skal ég skila aftur, og þú mátt gjöra þér torg í Damaskus, eins og faðir minn gjörði í Samaríu.`` ,,Hvað mig snertir,`` mælti Akab, ,,þá vil ég láta þig lausan með þessum skilmálum.`` Og hann gjörði við hann sáttmála og lét hann í brott fara.
34Ben Hadad said to him, “The cities which my father took from your father I will restore. You shall make streets for yourself in Damascus, as my father made in Samaria.” “I,” said Ahab, “will let you go with this covenant.” So he made a covenant with him, and let him go.
35Maður nokkur af spámannasveinunum sagði við félaga sinn eftir orði Drottins: ,,Slá þú mig!`` En maðurinn færðist undan að slá hann.
35A certain man of the sons of the prophets said to his fellow by the word of Yahweh, “Please strike me!” The man refused to strike him.
36Þá sagði spámaðurinn við hann: ,,Sökum þess að þú hlýddir ekki raust Drottins, þá mun ljón ljósta þig jafnskjótt og þú gengur burt frá mér.`` Og er hann gekk í burt frá honum, mætti ljón honum og drap hann.
36Then he said to him, “Because you have not obeyed the voice of Yahweh, behold, as soon as you are departed from me, a lion shall kill you.” As soon as he was departed from him, a lion found him, and killed him.
37Og spámaðurinn hitti annan mann og mælti: ,,Slá þú mig!`` Og maðurinn sló hann, svo að hann varð sár.
37Then he found another man, and said, “Please strike me.” The man struck him, smiting and wounding him.
38Síðan fór spámaðurinn burt og gekk í veg fyrir konung og gjörði sig ókennilegan með því að binda fyrir augun.
38So the prophet departed, and waited for the king by the way, and disguised himself with his headband over his eyes.
39En er konungur fór fram hjá, kallaði hann til konungs og mælti: ,,Þjónn þinn fór í bardagann. Þá gekk maður fram úr fylkingunni, færði mér mann og sagði: ,Geymdu þennan mann. Komist hann í burt, þá skal líf þitt við liggja, eða þú skalt greiða talentu silfurs.`
39As the king passed by, he cried to the king; and he said, “Your servant went out into the midst of the battle; and behold, a man turned aside, and brought a man to me, and said, ‘Guard this man! If by any means he be missing, then your life shall be for his life, or else you shall pay a talent of silver.’
40En svo fór, að þar sem þjónn þinn hafði í hinu og þessu að snúast, þá varð maðurinn allur á burtu.`` Ísraelskonungur sagði við hann: ,,Það er þinn dómur. Þú hefir sjálfur kveðið hann upp.``
40As your servant was busy here and there, he was gone.” The king of Israel said to him, “So your judgment shall be; you yourself have decided it.”
41Þá tók hann í skyndi bandið frá augunum, og Ísraelskonungur þekkti hann, að hann var einn af spámönnunum.
41He hurried, and took the headband away from his eyes; and the king of Israel recognized that he was of the prophets.
42Spámaðurinn mælti þá til hans: ,,Svo segir Drottinn: Sökum þess að þú slepptir þeim manni úr hendi þér, sem ég hafði banni helgað, þá skal líf þitt koma fyrir hans líf og þín þjóð fyrir hans þjóð.``Og Ísraelskonungur hélt heim til sín, hryggur og reiður, og kom til Samaríu.
42He said to him, “Thus says Yahweh, ‘Because you have let go out of your hand the man whom I had devoted to destruction, therefore your life shall go for his life, and your people for his people.’”
43Og Ísraelskonungur hélt heim til sín, hryggur og reiður, og kom til Samaríu.
43The king of Israel went to his house sullen and angry, and came to Samaria.