Icelandic

World English Bible

1 Kings

7

1Höll sína var Salómon að byggja í þrettán ár og fullgjörði þannig allt sitt hús.
1Solomon was building his own house thirteen years, and he finished all his house.
2Hann byggði Líbanonsskógarhúsið, er var hundrað álnir á lengd, fimmtíu álnir á breidd og þrjátíu álnir á hæð á þrem sedrussúlnaröðum, og á súlunum hvíldu bjálkar af sedrusviði.
2For he built the house of the forest of Lebanon; its length was one hundred cubits, and its breadth fifty cubits, and its height thirty cubits, on four rows of cedar pillars, with cedar beams on the pillars.
3Og það var þakið sedrusviði uppi yfir hliðarherbergjunum, er hvíldu á fjörutíu og fimm súlum, fimmtán í hverri röð.
3It was covered with cedar above over the forty-five beams, that were on the pillars; fifteen in a row.
4Gluggaraðirnar voru þrjár, og ljóri gegnt ljóra þrem sinnum.
4There were beams in three rows, and window was over against window in three ranks.
5Og allar dyr og allir ljórar voru ferhyrndir, og ljóri var gegnt ljóra þrem sinnum.
5All the doors and posts were made square with beams: and window was over against window in three ranks.
6Hann gjörði súlnasal, fimmtíu álnir á lengd og þrjátíu álnir á breidd, og forsal þar fyrir framan og súlur og pall þar fyrir framan.
6He made the porch of pillars; its length was fifty cubits, and its breadth thirty cubits; and a porch before them; and pillars and a threshold before them.
7Hann byggði hásætissal, þar sem hann kvað upp dóma _ dómhöllina _, og hún var þiljuð sedrusviði frá gólfi til lofts.
7He made the porch of the throne where he was to judge, even the porch of judgment: and it was covered with cedar from floor to floor.
8Og hús hans sjálfs, þar er hann bjó, í öðrum garðinum, inn af forsalnum, var gjört á sama hátt. Salómon gjörði og hús, eins og forsalinn, handa dóttur Faraós, er hann hafði gengið að eiga.
8His house where he was to dwell, the other court within the porch, was of the like work. He made also a house for Pharaoh’s daughter (whom Solomon had taken as wife), like this porch.
9Allt þetta var byggt af úthöggnum steinum, er voru höggnir til eftir máli, sagaðir með sög innan og utan, frá undirstöðum og upp á veggbrúnir, og að utan allt að forgarðinum mikla.
9All these were of costly stones, even of cut stone, according to measure, sawed with saws, inside and outside, even from the foundation to the coping, and so on the outside to the great court.
10Og undirstaðan var úr úthöggnum steinum, stórum steinum, tíu álna steinum og átta álna steinum.
10The foundation was of costly stones, even great stones, stones of ten cubits, and stones of eight cubits.
11Og þar á ofan voru úthöggnir steinar, höggnir eftir máli, og sedrusviður.
11Above were costly stones, even cut stone, according to measure, and cedar wood.
12Og forgarðurinn mikli var gjörður allt um kring af þrem lögum af höggnum steini og einu lagi af sedrusbjálkum, svo og innri forgarður musteris Drottins og forgarðurinn að súlnasal hallarinnar.
12The great court around had three courses of cut stone, and a course of cedar beams; like as the inner court of the house of Yahweh, and the porch of the house.
13Salómon konungur sendi menn og lét sækja Híram frá Týrus.
13King Solomon sent and fetched Hiram out of Tyre.
14Hann var sonur ekkju nokkurrar af ættkvísl Naftalí, en faðir hans var ættaður frá Týrus og var koparsmiður. Var hann fullur hagleiks, skilnings og kunnáttu til að gjöra alls konar smíðar af eiri. Hann kom til Salómons konungs og smíðaði allar smíðar fyrir hann.
14He was the son of a widow of the tribe of Naphtali, and his father was a man of Tyre, a worker in brass; and he was filled with wisdom and understanding and skill, to work all works in brass. He came to king Solomon, and performed all his work.
15Híram steypti báðar súlurnar af eiri. Önnur súlan var átján álnir á hæð, og tólf álna langan þráð þurfti til þess að ná utan um hana. Súlan var fjögurra fingra þykk, hol að innan. Á sama hátt gjörði hann hina súluna.
15For he fashioned the two pillars of brass, eighteen cubits high apiece: and a line of twelve cubits encircled either of them about.
16Og hann gjörði tvö höfuð steypt af eiri til þess að setja ofan á súlurnar. Var hvort höfuð fimm álnir á hæð.
16He made two capitals of molten brass, to set on the tops of the pillars: the height of the one capital was five cubits, and the height of the other capital was five cubits.
17Á höfðunum, sem voru á súlunum, var sem riðið net og fléttur, gjörðar af festum, sjö fyrir hvort höfuð.
17There were nets of checker work, and wreaths of chain work, for the capitals which were on the top of the pillars; seven for the one capital, and seven for the other capital.
18Og hann gjörði granatepli, tvær raðir allt í kring, utan á öðru netinu, til þess að hylja höfuðin, sem voru ofan á súlunum, eins gjörði hann á hinu höfðinu.
18So he made the pillars; and there were two rows around on the one network, to cover the capitals that were on the top of the pillars: and he did so for the other capital.
19Höfuðin, sem voru ofan á súlunum í forsalnum, voru liljumynduð, fjórar álnir.
19The capitals that were on the top of the pillars in the porch were of lily work, four cubits.
20Á báðum súlunum voru höfuð, einnig að ofan, hjá bungunni undir riðna netinu. Granateplin voru tvö hundruð að tölu, í röðum hringinn í kringum hitt höfuðið.
20There were capitals above also on the two pillars, close by the belly which was beside the network: and the pomegranates were two hundred, in rows around on the other capital.
21Hann reisti súlurnar við forsal aðalhússins. Hann reisti hægri súluna og kallaði hana Jakín, og hann reisti vinstri súluna og kallaði hana Bóas.
21He set up the pillars at the porch of the temple: and he set up the right pillar, and called its name Jachin; and he set up the left pillar, and called its name Boaz.
22Og efst voru súlurnar liljumyndaðar. Þannig var súlnasmíðinu lokið.
22On the top of the pillars was lily work: so was the work of the pillars finished.
23Og Híram gjörði hafið, og var það steypt af eiri. Það var tíu álnir af barmi og á, kringlótt og fimm álnir á dýpt, og þrjátíu álna snúra lá um það.
23He made the molten sea of ten cubits from brim to brim, round in compass, and its height was five cubits; and a line of thirty cubits encircled it.
24En neðan á barminum allt í kring voru hnappar, tíu á hverri alin, er mynduðu hring utan um hafið, tvær raðir af hnöppum, og voru þeir samsteyptir hafinu.
24Under its brim around there were buds which encircled it, for ten cubits, encircling the sea: the buds were in two rows, cast when it was cast.
25Það stóð á tólf nautum. Sneru þrjú í norður, þrjú í vestur, þrjú í suður, þrjú í austur. Hvíldi hafið á þeim, og sneru allir bakhlutir þeirra inn.
25It stood on twelve oxen, three looking toward the north, and three looking toward the west, and three looking toward the south, and three looking toward the east; and the sea was set on them above, and all their hinder parts were inward.
26Það var þverhandarþykkt og barmur þess í laginu sem barmur á bikar, líkt og liljublóm. Það tók tvö þúsund bat.
26It was a handbreadth thick: and its brim was worked like the brim of a cup, like the flower of a lily: it held two thousand baths.
27Híram gjörði og vagnana, tíu að tölu, af eiri. Var hver vagn fjórar álnir á lengd, fjórar álnir á breidd og þrjár álnir á hæð.
27He made the ten bases of brass; four cubits was the length of one base, and four cubits its breadth, and three cubits its height.
28En hver vagnanna var svo gjörður: Á þeim voru speld milli brúnalistanna.
28The work of the bases was like this: they had panels; and there were panels between the ledges;
29En á speldunum, sem voru milli brúnalistanna, voru ljón, naut og kerúbar, og eins á brúnalistunum. Og bæði fyrir ofan og fyrir neðan ljónin og nautin voru hangandi blómfestar.
29and on the panels that were between the ledges were lions, oxen, and cherubim; and on the ledges there was a pedestal above; and beneath the lions and oxen were wreaths of hanging work.
30Á hverjum vagni voru fjögur hjól af eiri og öxlar af eiri. Á fjórum hornum hvers vagns voru þverslár. Voru þverslárnar steyptar undir kerið. Gegnt hverri þeirra voru blómfestar.
30Every base had four bronze wheels, and axles of brass; and the four feet of it had supports: beneath the basin were the supports molten, with wreaths at the side of each.
31Opin á kerunum voru fyrir innan þverslárnar, alin á hæð, og voru þau kringlótt, hálf önnur alin. Og einnig á börmum opsins voru grafnar myndir. Speldin voru ferskeytt, ekki kringlótt.
31The mouth of it within the capital and above was a cubit: and its mouth was round after the work of a pedestal, a cubit and a half; and also on its mouth were engravings, and their panels were foursquare, not round.
32Hjólin fjögur voru undir speldunum og hjólhaldararnir festir við vagninn. En hvert hjól var hálf önnur alin á hæð.
32The four wheels were underneath the panels; and the axles of the wheels were in the base: and the height of a wheel was a cubit and half a cubit.
33Og hjólin voru gjörð eins og vagnhjól. Haldarar þeirra, hringir, spelir og nafir, _ allt var það steypt.
33The work of the wheels was like the work of a chariot wheel: their axles, and their rims, and their spokes, and their naves, were all molten.
34Á fjórum hornum hvers vagns voru fjórar þverslár. Gengu þverslárnar upp af vögnunum.
34There were four supports at the four corners of each base: its supports were of the base itself.
35Uppi á hverjum vagni var eins konar standur, hálf alin á hæð, alls staðar sívalur. Og ofan á vagninum voru haldarar hans og speld og gengu upp úr honum.
35In the top of the base was there a round compass half a cubit high; and on the top of the base its stays and its panels were of the same.
36Á fleti haldara hans og á speld hans gróf hann kerúba, ljón og pálma, eftir því sem rúm var til á hverju, og blómfestar í kring.
36On the plates of its stays, and on its panels, he engraved cherubim, lions, and palm trees, according to the space of each, with wreaths all around.
37Á þennan hátt gjörði hann vagnana tíu. Þeir voru allir eins steyptir, jafnstórir og af sömu gerð.
37In this way, he made the ten bases: all of them had one casting, one measure, and one form.
38Þá gjörði hann tíu ker af eiri. Tók hvert ker fjörutíu bat, og var hvert þeirra fjórar álnir að þvermáli. Eitt ker var á hverjum pallanna tíu.
38He made ten basins of brass: one basin contained forty baths; and every basin was four cubits; and on every one of the ten bases one basin.
39Og hann setti fimm vagnanna hægra megin í húsið og fimm vinstra megin. En hafið setti hann hægra megin við húsið, í austur, gegnt suðri.
39He set the bases, five on the right side of the house, and five on the left side of the house: and he set the sea on the right side of the house eastward, toward the south.
40Og Híram gjörði kerin, eldspaðana og fórnarskálarnar, og þannig lauk hann við allar þær smíðar, er hann hafði gjört fyrir Salómon konung í hús Drottins:
40Hiram made the basins, and the shovels, and the basins. So Hiram made an end of doing all the work that he worked for king Solomon in the house of Yahweh:
41tvær súlur og tvær kúlur á súlnahöfðunum og bæði riðnu netin, er hylja áttu báðar kúlurnar á súlnahöfðunum,
41the two pillars, and the two bowls of the capitals that were on the top of the pillars; and the two networks to cover the two bowls of the capitals that were on the top of the pillars;
42og fjögur hundruð granateplin á bæði netin, tvær raðir af granateplum á hvort net, er hylja áttu báðar kúlurnar á súlnahöfðunum.
42and the four hundred pomegranates for the two networks; two rows of pomegranates for each network, to cover the two bowls of the capitals that were on the pillars;
43Enn fremur vagnana tíu og kerin tíu á vögnunum,
43and the ten bases, and the ten basins on the bases;
44og hafið og tólf nautin undir hafinu,
44and the one sea, and the twelve oxen under the sea;
45og katlana, eldspaðana og fórnarskálarnar. Öll þessi áhöld, er Híram hafði gjört fyrir Salómon konung í hús Drottins, voru úr skyggðum eiri.
45and the pots, and the shovels, and the basins: even all these vessels, which Hiram made for king Solomon, in the house of Yahweh, were of burnished brass.
46Lét konungur steypa þau á Jórdansléttlendinu í leirmótum, milli Súkkót og Saretan.
46The king cast them in the plain of the Jordan, in the clay ground between Succoth and Zarethan.
47Salómon lét áhöldin vera óvegin, af því að þau voru afar mörg. Þyngd eirsins var eigi rannsökuð.
47Solomon left all the vessels unweighed, because they were exceeding many: the weight of the brass could not be found out.
48Og Salómon gjörði öll þau áhöld, sem voru í húsi Drottins: gullaltarið og borðið, sem skoðunarbrauðin lágu á, af gulli,
48Solomon made all the vessels that were in the house of Yahweh: the golden altar, and the table whereupon the show bread was, of gold;
49og ljósastikurnar, fimm hægra megin og fimm vinstra megin, fyrir framan innhúsið af skíru gulli, og blómin, lampana og ljósasöxin af gulli,
49and the lampstands, five on the right side, and five on the left, before the oracle, of pure gold; and the flowers, and the lamps, and the tongs, of gold;
50og katlana, skarbítana, fórnarskálarnar, bollana, eldpönnurnar af skíru gulli. Hjarirnar á vængjahurðum innsta hússins, Hins allrahelgasta, og á vængjahurðum musterisins, aðalhússins, voru og af gulli.Og er öllu því verki var lokið, er Salómon konungur lét gjöra í húsi Drottins, þá flutti hann helgigjafir Davíðs föður síns inn í það, silfrið og gullið, en áhöldin lét hann í féhirslur Drottins húss.
50and the cups, and the snuffers, and the basins, and the spoons, and the fire pans, of pure gold; and the hinges, both for the doors of the inner house, the most holy place, and for the doors of the house, of the temple, of gold.
51Og er öllu því verki var lokið, er Salómon konungur lét gjöra í húsi Drottins, þá flutti hann helgigjafir Davíðs föður síns inn í það, silfrið og gullið, en áhöldin lét hann í féhirslur Drottins húss.
51Thus all the work that king Solomon worked in the house of Yahweh was finished. Solomon brought in the things which David his father had dedicated, the silver, and the gold, and the vessels, and put them in the treasuries of the house of Yahweh.