1Þá er Salómon hafði lokið að byggja musteri Drottins og konungshöllina og allt annað, er hann fýsti að gjöra,
1It happened, when Solomon had finished the building of the house of Yahweh, and the king’s house, and all Solomon’s desire which he was pleased to do,
2þá vitraðist Drottinn honum í annað sinn, eins og hann hafði vitrast honum í Gíbeon.
2that Yahweh appeared to Solomon the second time, as he had appeared to him at Gibeon.
3Og Drottinn sagði við hann: ,,Ég hefi heyrt bæn þína og grátbeiðni, sem þú barst fram fyrir mig. Ég hefi helgað þetta hús, sem þú hefir reist, með því að ég læt nafn mitt búa þar að eilífu, og augu mín og hjarta skulu dvelja þar alla daga.
3Yahweh said to him, “I have heard your prayer and your supplication, that you have made before me. I have made this house holy, which you have built, to put my name there forever; and my eyes and my heart shall be there perpetually.
4Ef þú nú gengur fyrir augliti mínu, eins og Davíð faðir þinn gjörði, í hreinskilni hjartans og einlægni, svo að þú gjörir allt, sem ég hefi fyrir þig lagt, og heldur lög mín og ákvæði,
4As for you, if you will walk before me, as David your father walked, in integrity of heart, and in uprightness, to do according to all that I have commanded you, and will keep my statutes and my ordinances;
5þá vil ég staðfesta hásæti konungdóms þíns yfir Ísrael að eilífu, eins og ég hét Davíð föður þínum, er ég sagði: ,Eigi skal þig vanta eftirmann í hásæti Ísraels.`
5then I will establish the throne of your kingdom over Israel forever, according as I promised to David your father, saying, ‘There shall not fail you a man on the throne of Israel.’
6En ef þér snúið baki við mér, þér og synir yðar, og varðveitið eigi boðorð mín og lög, þau er ég hefi lagt fyrir yður, en farið og þjónið öðrum guðum og fallið fram fyrir þeim,
6But if you turn away from following me, you or your children, and not keep my commandments and my statutes which I have set before you, but shall go and serve other gods, and worship them;
7þá mun ég uppræta Ísrael úr því landi, sem ég gaf þeim, og húsinu, sem ég hefi helgað nafni mínu, mun ég burt snara frá augliti mínu, og Ísrael skal verða að orðskvið og spotti meðal allra þjóða.
7then will I cut off Israel out of the land which I have given them; and this house, which I have made holy for my name, will I cast out of my sight; and Israel shall be a proverb and a byword among all peoples.
8Og þetta hús, svo háreist sem það er _ hver sem gengur fram hjá því, honum mun blöskra og hann mun blístra. Og er menn spyrja: ,Hvers vegna hefir Drottinn leikið svo hart þetta land og þetta hús?`
8Though this house is so high, yet shall everyone who passes by it be astonished, and shall hiss; and they shall say, ‘Why has Yahweh done thus to this land, and to this house?’
9munu menn svara: ,Af því að þeir yfirgáfu Drottin, Guð sinn, er leiddi feður þeirra af Egyptalandi, og héldu sér að öðrum guðum, féllu fram fyrir þeim og þjónuðu þeim. Fyrir því hefir Drottinn leitt yfir þá alla þessa ógæfu.```
9and they shall answer, ‘Because they forsook Yahweh their God, who brought their fathers out of the land of Egypt, and laid hold of other gods, and worshiped them, and served them. Therefore Yahweh has brought all this evil on them.’”
10Að tuttugu árum liðnum, þá er Salómon hafði reist bæði húsin, musteri Drottins og konungshöllina _
10It happened at the end of twenty years, in which Solomon had built the two houses, the house of Yahweh and the king’s house
11en Híram konungur í Týrus hafði hjálpað Salómon um sedrusvið, kýpresvið og gull, eins og hann vildi _, þá gaf Salómon konungur Híram tuttugu borgir í Galíleuhéraði.
11(now Hiram the king of Tyre had furnished Solomon with cedar trees and fir trees, and with gold, according to all his desire), that then king Solomon gave Hiram twenty cities in the land of Galilee.
12Og Híram fór frá Týrus til þess að skoða borgirnar, er Salómon hafði gefið honum, en honum líkuðu þær ekki.
12Hiram came out from Tyre to see the cities which Solomon had given him; and they didn’t please him.
13Þá sagði hann: ,,Hvaða borgir eru þetta, sem þú hefir gefið mér, bróðir?`` Fyrir því hafa þær verið kallaðar Kabúlhérað fram á þennan dag.
13He said, “What cities are these which you have given me, my brother?” He called them the land of Cabul to this day.
14En Híram sendi konungi hundrað og tuttugu talentur gulls.
14Hiram sent to the king one hundred twenty talents of gold.
15Svo stóð á vinnuskyldu þeirri, er Salómon konungur lagði á til þess að byggja musteri Drottins og höll sína, Milló og múra Jerúsalem, Hasór, Megiddó og Geser:
15This is the reason of the levy which king Solomon raised, to build the house of Yahweh, and his own house, and Millo, and the wall of Jerusalem, and Hazor, and Megiddo, and Gezer.
16Faraó Egyptalandskonungur hafði farið herferð og unnið Geser og lagt eld í hana, en drepið Kanaanítana, sem bjuggu í borginni, og síðan gefið hana dóttur sinni, konu Salómons, í heimanmund.
16Pharaoh king of Egypt had gone up, and taken Gezer, and burnt it with fire, and slain the Canaanites who lived in the city, and given it for a portion to his daughter, Solomon’s wife.
17En Salómon reisti Geser að nýju _ og Neðri Bethóron,
17Solomon built Gezer, and Beth Horon the lower,
18og Baalat og Tamar í óbyggðinni í landinu,
18and Baalath, and Tamar in the wilderness, in the land,
19og allar vistaborgirnar, sem Salómon átti, og vagnliðsborgirnar og riddaraborgirnar, og allt sem Salómon fýsti að byggja í Jerúsalem, á Líbanon og í öllu ríki sínu:
19and all the storage cities that Solomon had, and the cities for his chariots, and the cities for his horsemen, and that which Solomon desired to build for his pleasure in Jerusalem, and in Lebanon, and in all the land of his dominion.
20Allt það fólk, sem eftir var af Amorítum, Hetítum, Peresítum, Hevítum og Jebúsítum, sem eigi heyrðu til Ísraelsmönnum,
20As for all the people who were left of the Amorites, the Hittites, the Perizzites, the Hivites, and the Jebusites, who were not of the children of Israel;
21niðjar þeirra, sem enn voru eftir í landinu og Ísraelsmenn eigi höfðu getað helgað banni _ á þá lagði Salómon skylduvinnu, og er svo enn í dag.
21their children who were left after them in the land, whom the children of Israel were not able utterly to destroy, of them Solomon raised a levy of bondservants to this day.
22En af Ísraelsmönnum gjörði Salómon enga að þrælum, en þeir voru hermenn, embættismenn hans, hershöfðingjar hans, vagnkappar hans og foringjar fyrir vagnliði hans og riddaraliði.
22But of the children of Israel Solomon made no bondservants; but they were the men of war, and his servants, and his princes, and his captains, and rulers of his chariots and of his horsemen.
23Æðstu fógetarnir, er settir voru yfir verk Salómons, voru fimm hundruð og fimmtíu að tölu. Höfðu þeir eftirlit með mönnum þeim, er að verkinu unnu.
23These were the chief officers who were over Solomon’s work, five hundred fifty, who bore rule over the people who labored in the work.
24Óðara en dóttir Faraós var farin úr Davíðsborg í hús sitt, það er hann hafði reist handa henni, byggði hann Milló.
24But Pharaoh’s daughter came up out of the city of David to her house which Solomon had built for her: then he built Millo.
25Þrisvar sinnum á ári fórnaði Salómon brennifórnum og heillafórnum á altarinu, er hann hafði reist Drottni, og færði auk þess reykelsisfórnir á því altari, sem stóð frammi fyrir Drottni. Þannig fullgjörði hann musterið.
25Solomon offered burnt offerings and peace offerings on the altar which he built to Yahweh three times a year, burning incense with them, on the altar that was before Yahweh. So he finished the house.
26Salómon konungur lét og smíða skip í Esjón Geber, sem liggur hjá Elat á strönd Rauðahafs, í Edómlandi.
26King Solomon made a navy of ships in Ezion Geber, which is beside Eloth, on the shore of the Red Sea or, Sea of Reeds , in the land of Edom.
27Og Híram sendi á skipin menn sína, farmenn vana sjómennsku, ásamt mönnum Salómons.Og þeir fóru til Ófír og sóttu þangað gull _ fjögur hundruð og tuttugu talentur _ og færðu það Salómon konungi.
27Hiram sent in the navy his servants, sailors who had knowledge of the sea, with the servants of Solomon.
28Og þeir fóru til Ófír og sóttu þangað gull _ fjögur hundruð og tuttugu talentur _ og færðu það Salómon konungi.
28They came to Ophir, and fetched from there gold, four hundred and twenty talents, and brought it to king Solomon.