1Davíð hugsaði með sjálfum sér: ,,Nú fell ég einhvern daginn fyrir hendi Sáls. Nú er það ráð vænst, að ég forði mér undan til Filistalands. Þá gefst Sál upp við að elta mig um allt Ísraelsland, og ég slepp úr greipum honum.``
1David said in his heart, “I shall now perish one day by the hand of Saul. There is nothing better for me than that I should escape into the land of the Philistines; and Saul will despair of me, to seek me any more in all the borders of Israel. So shall I escape out of his hand.”
2Síðan tók Davíð sig upp og fór með þau sex hundruð manns, er með honum voru, yfir til Akís Maókssonar, konungs í Gat.
2David arose, and passed over, he and the six hundred men who were with him, to Achish the son of Maoch, king of Gath.
3Og Davíð settist að hjá Akís í Gat, bæði hann og menn hans, hver með sína fjölskyldu, Davíð með báðum konum sínum: Akínóam frá Jesreel og Abígail, þá er átt hafði Nabal í Karmel.
3David lived with Achish at Gath, he and his men, every man with his household, even David with his two wives, Ahinoam the Jezreelitess, and Abigail the Carmelitess, Nabal’s wife.
4Og þegar Sál frétti, að Davíð væri flúinn til Gat, þá hætti hann að leita hans.
4It was told Saul that David was fled to Gath: and he sought no more again for him.
5Davíð sagði við Akís: ,,Hafi ég fundið náð í augum þínum, þá lát þú fá mér bústað í einhverri borg landsins. Hví skal þjónn þinn búa hjá þér í höfuðborginni?``
5David said to Achish, “If now I have found favor in your eyes, let them give me a place in one of the cities in the country, that I may dwell there. For why should your servant dwell in the royal city with you?”
6Þá fékk Akís honum Siklag þann sama dag. Fyrir því liggur Siklag enn í dag undir Júda konunga.
6Then Achish gave him Ziklag that day: why Ziklag pertains to the kings of Judah to this day.
7En sá tími, sem Davíð bjó í Filistalandi, var eitt ár og fjórir mánuðir.
7The number of the days that David lived in the country of the Philistines was a full year and four months.
8Davíð og menn hans fóru herför og gjörðu árás á Gesúríta, Gírsíta og Amalekíta, því að þeir bjuggu í landinu, sem náði frá Telam alla leið til Súr og Egyptalands.
8David and his men went up, and made a raid on the Geshurites, and the Girzites, and the Amalekites; for those were the inhabitants of the land, who were of old, as you go to Shur, even to the land of Egypt.
9Og þegar Davíð braust inn í þessi lönd, lét hann hvorki menn né konur lífi halda, en tók sauðfé og nautgripi, asna og úlfalda og klæði, sneri síðan við og fór aftur til Akís.
9David struck the land, and saved neither man nor woman alive, and took away the sheep, and the cattle, and the donkeys, and the camels, and the clothing; and he returned, and came to Achish.
10Og ef Akís spurði: ,,Hvar hafið þér á ráðist í dag?`` þá svaraði Davíð: ,,Í Júda sunnan til,`` eða: ,,Á suðurland Jerahmeelíta,`` eða: ,,Á suðurland Keníta.``
10Achish said, “Against whom have you made a raid today?” David said, “Against the South of Judah, against the South of the Jerahmeelites, and against the South of the Kenites.”
11En Davíð lét hvorki menn né konur lífi halda til þess að flytja það til Gat, með því að hann hugsaði: ,,Þau kynnu að segja eftir oss og taka svo til orða: Svo hefir Davíð að farið.`` Og sá var siður hans allan þann tíma, sem hann bjó í Filistalandi.Og Akís trúði Davíð, með því að hann hugsaði: ,,Honum er ekki lengur vært hjá þjóð sinni Ísrael, og fyrir því mun hann ævinlega verða í minni þjónustu.``
11David saved neither man nor woman alive, to bring them to Gath, saying, “Lest they should tell of us, saying, ‘David this, and this has been his way all the time he has lived in the country of the Philistines.’”
12Og Akís trúði Davíð, með því að hann hugsaði: ,,Honum er ekki lengur vært hjá þjóð sinni Ísrael, og fyrir því mun hann ævinlega verða í minni þjónustu.``
12Achish believed David, saying, “He has made his people Israel utterly to abhor him. Therefore he shall be my servant forever.”