1Þegar Davíð og menn hans komu til Siklag á þriðja degi, þá höfðu Amalekítar gjört herhlaup á Suðurlandið og á Siklag, unnið Siklag og brennt hana.
1It happened, when David and his men had come to Ziklag on the third day, that the Amalekites had made a raid on the South, and on Ziklag, and had struck Ziklag, and burned it with fire,
2Höfðu þeir hertekið konur og allt, sem í henni var, bæði smátt og stórt. Engan mann höfðu þeir drepið, en haft fólkið á burt með sér og farið síðan leiðar sinnar.
2and had taken captive the women and all who were therein, both small and great. They didn’t kill any, but carried them off, and went their way.
3Og er Davíð og menn hans komu til borgarinnar, sjá, þá var hún brunnin, en konur þeirra, synir og dætur hertekin.
3When David and his men came to the city, behold, it was burned with fire; and their wives, and their sons, and their daughters, were taken captive.
4Þá tók Davíð og liðið, sem með honum var, að gráta hástöfum, uns þeir voru uppgefnir að gráta.
4Then David and the people who were with him lifted up their voice and wept, until they had no more power to weep.
5Báðar konur Davíðs höfðu verið herteknar, Akínóam frá Jesreel og Abígail, er átt hafði Nabal í Karmel.
5David’s two wives were taken captive, Ahinoam the Jezreelitess, and Abigail the wife of Nabal the Carmelite.
6Var Davíð nú mjög nauðulega staddur, því að liðið hafði við orð að grýta hann, því að menn voru allir sárhryggir vegna sona sinna og dætra. En Davíð hressti sig upp í Drottni, Guði sínum.
6David was greatly distressed; for the people spoke of stoning him, because the soul of all the people was grieved, every man for his sons and for his daughters: but David strengthened himself in Yahweh his God.
7Og Davíð sagði við Abjatar prest, son Ahímeleks: ,,Fær mér hingað hökulinn.`` Og Abjatar fór með hökulinn til Davíðs.
7David said to Abiathar the priest, the son of Ahimelech, “Please bring me here the ephod.” Abiathar brought the ephod to David.
8Og Davíð gekk til frétta við Drottin og mælti: ,,Á ég að elta þennan ræningjaflokk? Mun ég ná þeim?`` Hann svaraði honum: ,,Eltu þá, því að þú munt vissulega ná þeim og fá bjargað.``
8David inquired of Yahweh, saying, “If I pursue after this troop, shall I overtake them?” He answered him, “Pursue; for you shall surely overtake them, and shall without fail recover all.”
9Þá lagði Davíð af stað, hann og þau sex hundruð manns, sem hjá honum voru, og þeir komu að Besórlæk. Þar námu þeir staðar, er eftir urðu.
9So David went, he and the six hundred men who were with him, and came to the brook Besor, where those who were left behind stayed.
10Og Davíð hélt áfram með fjögur hundruð manns, en tvö hundruð manns urðu þar eftir, því að þeir máttu eigi yfir Besórlæk komast vegna þreytu.
10But David pursued, he and four hundred men; for two hundred stayed behind, who were so faint that they couldn’t go over the brook Besor.
11Þá fundu þeir egypskan mann úti á víðavangi og fóru með hann til Davíðs, og þeir gáfu honum mat að eta og vatn að drekka.
11They found an Egyptian in the field, and brought him to David, and gave him bread, and he ate; and they gave him water to drink.
12Þeir gáfu honum sneið af fíkjuköku og tvær rúsínukökur, og át hann það og lifnaði við, því að hann hafði ekki mat etið né vatn drukkið í þrjá daga og þrjár nætur.
12They gave him a piece of a cake of figs, and two clusters of raisins. when he had eaten, his spirit came again to him; for he had eaten no bread, nor drunk any water, three days and three nights.
13Og Davíð sagði við hann: ,,Hvers maður ert þú og hvaðan ert þú?`` Hann svaraði: ,,Ég er egypskur sveinn, þræll Amalekíta nokkurs. Húsbóndi minn skildi mig hér eftir, af því að ég varð sjúkur fyrir þrem dögum.
13David asked him, “To whom do you belong? Where are you from?” He said, “I am a young man of Egypt, servant to an Amalekite; and my master left me, because three days ago I fell sick.
14Vér gjörðum herhlaup á suðurland Kreta og á land, sem liggur undir Júda, svo og á suðurland Kalebs, og Siklag brenndum vér upp.``
14We made a raid on the South of the Cherethites, and on that which belongs to Judah, and on the South of Caleb; and we burned Ziklag with fire.”
15Og Davíð sagði við hann: ,,Viltu vísa mér leið til ræningjaflokks þessa?`` Hann svaraði: ,,Vinn þú mér eið að því við Guð að drepa mig ekki og framselja mig ekki í hendur húsbónda míns, þá skal ég vísa þér leið til ræningjaflokks þessa.``
15David said to him, “Will you bring me down to this troop?” He said, “Swear to me by God that you will neither kill me, nor deliver me up into the hands of my master, and I will bring you down to this troop.”
16Og hann veitti þeim leiðsögu þangað. Ránsmennirnir höfðu þá dreifst um allt landið og átu og drukku og gjörðu sér glaðan dag vegna hins mikla herfangs, sem þeir höfðu tekið í Filistalandi og í Júdalandi.
16When he had brought him down, behold, they were spread around over all the ground, eating, drinking, and dancing, because of all the great spoil that they had taken out of the land of the Philistines, and out of the land of Judah.
17Og Davíð barði á þeim frá því í dögun og allt til kvelds og helgaði þá banni, svo að enginn þeirra komst undan, nema fjögur hundruð sveinar, sem stigu á bak úlföldum og flýðu.
17David struck them from the twilight even to the evening of the next day. Not a man of them escaped from there, except four hundred young men, who rode on camels and fled.
18Þann veg náði Davíð aftur öllu því, sem Amalekítar höfðu rænt. Og báðum konum sínum bjargaði Davíð.
18David recovered all that the Amalekites had taken; and David rescued his two wives.
19Þá vantaði ekkert, hvorki smátt né stórt, hvorki herfang né sonu og dætur, né nokkuð það, er ránsmennirnir höfðu rænt. Davíð kom aftur með það allt.
19There was nothing lacking to them, neither small nor great, neither sons nor daughters, neither spoil, nor anything that they had taken to them. David brought back all.
20Þá tóku þeir alla sauðina og nautin og leiddu fram fyrir hann og sögðu: ,,Þetta er herfang Davíðs.``
20David took all the flocks and the herds, which they drove before those other livestock, and said, “This is David’s spoil.”
21En er Davíð kom til þeirra tvö hundruð manna, er gefist höfðu upp, svo að þeir máttu ekki fylgja honum, og fyrir því verið skildir eftir við Besórlæk, þá fóru þeir í móti Davíð og liðinu, sem með honum var. Og er Davíð kom með liðið, þá heilsuðu þeir þeim.
21David came to the two hundred men, who were so faint that they could not follow David, whom also they had made to stay at the brook Besor; and they went forth to meet David, and to meet the people who were with him. When David came near to the people, he greeted them.
22Þá tóku allir ódrengir og varmenni meðal manna þeirra, er með Davíð höfðu farið, til máls og sögðu: ,,Fyrst þeir fóru ekki með oss, þá viljum vér ekki láta þá fá neitt af herfanginu, sem vér höfum bjargað. Þó má hver maður fá konu sína og sonu. Það mega þeir taka með sér og fara síðan.``
22Then all the wicked men and base fellows, of those who went with David, answered and said, “Because they didn’t go with us, we will not give them anything of the spoil that we have recovered, except to every man his wife and his children, that he may lead them away, and depart.”
23En Davíð sagði: ,,Breytið eigi svo, eftir að Drottinn hefir oss slíkt í té látið og varðveitt oss og selt oss í hendur ræningjaflokk þann, sem á oss hafði ráðist.
23Then David said, “You shall not do so, my brothers, with that which Yahweh has given to us, who has preserved us, and delivered the troop that came against us into our hand.
24Og hver mun verða á yðar máli í þessu efni? Nei, sama hlut og sá fær, er í bardagann fer, sama hlut skal og sá fá, sem verður eftir hjá farangrinum. Allir skulu þeir fá jafnan hlut.``
24Who will listen to you in this matter? For as his share is who goes down to the battle, so shall his share be who tarries by the baggage: they shall share alike.”
25Og við það sat upp frá þeim degi. Og hann gjörði það að lögum og venju í Ísrael, og hefir það haldist fram á þennan dag.
25It was so from that day forward, that he made it a statute and an ordinance for Israel to this day.
26Þegar Davíð kom til Siklag, sendi hann öldungunum í Júda, vinum sínum, nokkuð af herfanginu með þessari orðsending: ,,Sjá, þetta er gjöf yður til handa af herfangi óvina Drottins.``
26When David came to Ziklag, he sent of the spoil to the elders of Judah, even to his friends, saying, “Behold, a present for you of the spoil of the enemies of Yahweh.”
27Sömuleiðis þeim í Betel, þeim í Ramot-Negeb, þeim í Jattír,
27He sent it to those who were in Bethel, and to those who were in Ramoth of the South, and to those who were in Jattir,
28þeim í Aroer, þeim í Sífmót, þeim í Estemóa,
28and to those who were in Aroer, and to those who were in Siphmoth, and to those who were in Eshtemoa,
29þeim í Rakal, þeim í borgum Jerahmeelíta, þeim í borgum Keníta,
29and to those who were in Racal, and to those who were in the cities of the Jerahmeelites, and to those who were in the cities of the Kenites,
30þeim í Horma, þeim í Bór Asan, þeim í Atak,þeim í Hebron, og til allra þeirra staða, þar sem Davíð hafði um farið með menn sína.
30and to those who were in Hormah, and to those who were in Borashan, and to those who were in Athach,
31þeim í Hebron, og til allra þeirra staða, þar sem Davíð hafði um farið með menn sína.
31and to those who were in Hebron, and to all the places where David himself and his men used to stay.