1Þar kom, að vér þoldum ekki lengur við og réðum þá af að verða einir eftir í Aþenu,
1Therefore when we couldn’t stand it any longer, we thought it good to be left behind at Athens alone,
2en sendum Tímóteus, bróður vorn og aðstoðarmann Guðs við fagnaðarerindið um Krist, til að styrkja yður og áminna í trú yðar,
2and sent Timothy, our brother and God’s servant in the Good News of Christ, to establish you, and to comfort you concerning your faith;
3svo að enginn láti bifast í þrengingum þessum. Þér vitið sjálfir, að þetta er oss ætlað.
3that no one be moved by these afflictions. For you know that we are appointed to this task.
4Þegar vér vorum hjá yður, þá sögðum vér yður fyrir, að vér mundum verða að þola þrengingar. Það kom líka fram, eins og þér vitið.
4For most certainly, when we were with you, we told you beforehand that we are to suffer affliction, even as it happened, and you know.
5Því þoldi ég ekki lengur við og sendi Tímóteus til að fá að vita um trú yðar, hvort freistarinn kynni að hafa freistað yðar og erfiði vort orðið til einskis.
5For this cause I also, when I couldn’t stand it any longer, sent that I might know your faith, for fear that by any means the tempter had tempted you, and our labor would have been in vain.
6En nú er hann aftur kominn til vor frá yður og hefur borið oss gleðifregn um trú yðar og kærleika, að þér ávallt munið eftir oss með hlýjum hug og yður langi til að sjá oss, eins og oss líka til að sjá yður.
6But when Timothy came just now to us from you, and brought us glad news of your faith and love, and that you have good memories of us always, longing to see us, even as we also long to see you;
7Sökum þessa höfum vér, bræður, huggun hlotið vegna trúar yðar þrátt fyrir alla neyð og þrengingu.
7for this cause, brothers, we were comforted over you in all our distress and affliction through your faith.
8Nú lifum vér, ef þér standið stöðugir í Drottni.
8For now we live, if you stand fast in the Lord.
9Hvernig getum vér nógsamlega þakkað Guði fyrir alla þá gleði, er vér höfum af yður frammi fyrir Guði vorum?
9For what thanksgiving can we render again to God for you, for all the joy with which we rejoice for your sakes before our God;
10Og vér biðjum nótt og dag, heitt og af hjarta, að fá að sjá yður og bæta úr því, sem trú yðar er áfátt.
10night and day praying exceedingly that we may see your face, and may perfect that which is lacking in your faith?
11Sjálfur Guð og faðir vor og Drottinn vor Jesús greiði veg vorn til yðar.
11Now may our God and Father himself, and our Lord Jesus Christ, direct our way to you;
12En Drottinn efli yður og auðgi að kærleika hvern til annars og til allra, eins og vér berum kærleika til yðar.Þannig styrkir hann hjörtu yðar, svo að þér verðið óaðfinnanlegir og heilagir frammi fyrir Guði, föður vorum, við komu Drottins vors Jesú ásamt öllum hans heilögu.
12and the Lord make you to increase and abound in love one toward another, and toward all men, even as we also do toward you,
13Þannig styrkir hann hjörtu yðar, svo að þér verðið óaðfinnanlegir og heilagir frammi fyrir Guði, föður vorum, við komu Drottins vors Jesú ásamt öllum hans heilögu.
13to the end he may establish your hearts blameless in holiness before our God and Father, at the coming of our Lord Jesus with all his saints.