1Þegar Salómon hafði lokið bæn sinni, kom eldur af himni og eyddi brennifórninni og sláturfórninni, og dýrð Drottins fyllti húsið.
1Now when Solomon had made an end of praying, the fire came down from heaven, and consumed the burnt offering and the sacrifices; and the glory of Yahweh filled the house.
2Og prestarnir máttu eigi inn ganga í musteri Drottins, því að dýrð Drottins fyllti hús Drottins.
2The priests could not enter into the house of Yahweh, because the glory of Yahweh filled Yahweh’s house.
3Og er allir Ísraelsmenn sáu, að eldinum laust niður og að dýrð Drottins steig niður yfir húsið, þá hneigðu þeir ásjónur sínar til jarðar, niður á steingólfið, lutu og lofuðu Drottin: ,,því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu.``
3All the children of Israel looked on, when the fire came down, and the glory of Yahweh was on the house; and they bowed themselves with their faces to the ground on the pavement, and worshiped, and gave thanks to Yahweh, saying, “For he is good; for his loving kindness endures for ever.”
4Þá fórnaði konungur og allur lýðurinn sláturfórnum frammi fyrir Drottni.
4Then the king and all the people offered sacrifice before Yahweh.
5Salómon konungur fórnaði tuttugu og tvö þúsund nautum og hundrað og tuttugu þúsund sauðum í heillafórn. Þannig vígði konungur og allur lýðurinn musteri Guðs.
5King Solomon offered a sacrifice of twenty-two thousand head of cattle, and a hundred and twenty thousand sheep. So the king and all the people dedicated God’s house.
6En prestarnir stóðu á sínum stað, og sömuleiðis levítarnir með hljóðfæri Drottins, þau er Davíð konungur hafði gjöra látið til þess að þakka Drottni: ,,Því að miskunn hans varir að eilífu,`` og þeir léku lofsöng Davíðs, en andspænis þeim þeyttu prestarnir lúðra, en allur Ísrael stóð.
6The priests stood, according to their positions; the Levites also with instruments of music of Yahweh, which David the king had made to give thanks to Yahweh, when David praised by their ministry, saying “For his loving kindness endures for ever.” The priests sounded trumpets before them; and all Israel stood.
7Og Salómon vígði miðhluta forgarðsins, er liggur frammi fyrir musteri Drottins, því að þar fórnaði hann brennifórnum og hinum feitu stykkjum heillafórnanna. Því að eiraltarið, það er Salómon hafði gjöra látið, gat eigi tekið brennifórnirnar og matfórnirnar og feitu stykkin.
7Moreover Solomon made the middle of the court holy that was before the house of Yahweh; for there he offered the burnt offerings, and the fat of the peace offerings, because the bronze altar which Solomon had made was not able to receive the burnt offering, and the meal offering, and the fat.
8Þannig hélt Salómon þá hátíðina í sjö daga og allur Ísrael með honum _ afar mikill söfnuður, þaðan frá er leið liggur til Hamat, allt til Egyptalandsár.
8So Solomon held the feast at that time seven days, and all Israel with him, a very great assembly, from the entrance of Hamath to the brook of Egypt.
9Og áttunda daginn héldu þeir hátíðasamkomu, því að sjö daga voru þeir að vígja altarið, og hátíðina héldu þeir í sjö daga.
9On the eighth day they held a solemn assembly: for they kept the dedication of the altar seven days, and the feast seven days.
10En á tuttugasta og þriðja degi hins sjöunda mánaðar lét hann lýðinn fara heim til sín, glaðan og í góðu skapi yfir þeim gæðum, sem Drottinn hafði veitt Davíð og Salómon og lýð sínum Ísrael.
10On the three and twentieth day of the seventh month he sent the people away to their tents, joyful and glad of heart for the goodness that Yahweh had shown to David, and to Solomon, and to Israel his people.
11Þá er Salómon hafði lokið að byggja musteri Drottins og konungshöllina og hafði fengið farsællega framgengt öllu því, er honum bjó í huga að gjöra í húsi Drottins og í höll sinni,
11Thus Solomon finished the house of Yahweh, and the king’s house: and he successfully completed all that came into Solomon’s heart to make in the house of Yahweh, and in his own house.
12þá vitraðist Drottinn honum á náttarþeli og sagði við hann: ,,Ég hefi heyrt bæn þína og útvalið mér þennan stað að fórnahúsi.
12Yahweh appeared to Solomon by night, and said to him, “I have heard your prayer, and have chosen this place to myself for a house of sacrifice.
13Þegar ég byrgi himininn, svo að eigi nær að rigna, og þegar ég býð engisprettum að rótnaga landið, og þegar ég læt drepsótt koma meðal lýðs míns,
13“If I shut up the sky so that there is no rain, or if I command the locust to devour the land, or if I send pestilence among my people;
14og lýður minn, sá er við mig er kenndur, auðmýkir sig, og þeir biðja og leita auglitis míns og snúa sér frá sínum vondu vegum, þá vil ég heyra þá frá himnum, fyrirgefa þeim syndir þeirra og græða upp land þeirra.
14if my people, who are called by my name, shall humble themselves, and pray, and seek my face, and turn from their wicked ways; then will I hear from heaven, and will forgive their sin, and will heal their land.
15Skulu augu mín vera opin og eyru mín gaumgæfin gagnvart bæn þeirri, er fram er borin á þessum stað.
15Now my eyes shall be open, and my ears attentive, to the prayer that is made in this place.
16Og nú hefi ég útvalið og helgað þetta hús, til þess að nafn mitt megi búa þar að eilífu, og skulu augu mín og hjarta vera þar alla daga.
16For now have I chosen and made this house holy, that my name may be there forever; and my eyes and my heart shall be there perpetually.
17Og ef þú gengur fyrir augliti mínu, svo sem gjörði Davíð faðir þinn, með því að fara með öllu svo sem ég hefi þér um boðið, og þú heldur ákvæði mín og lög,
17“As for you, if you will walk before me as David your father walked, and do according to all that I have commanded you, and will keep my statutes and my ordinances;
18þá mun ég staðfesta hásæti konungdóms þíns, eins og ég hátíðlega hét Davíð föður þínum, þá er ég sagði: ,Eigi skal þig vanta eftirmann til þess að ríkja yfir Ísrael.`
18then I will establish the throne of your kingdom, according as I covenanted with David your father, saying, ‘There shall not fail you a man to be ruler in Israel.’
19En ef þér snúið baki við mér og fyrirlátið ákvæði mín og skipanir, er ég hefi fyrir yður lagt, en farið og þjónið öðrum guðum og fallið fram fyrir þeim,
19But if you turn away, and forsake my statutes and my commandments which I have set before you, and shall go and serve other gods, and worship them;
20þá mun ég útrýma þeim úr landi mínu, því er ég gaf þeim, og húsi þessu, sem ég hefi helgað nafni mínu, mun ég burt snara frá augliti mínu og gjöra það að orðskvið og spotti meðal allra þjóða.
20then I will pluck them up by the roots out of my land which I have given them; and this house, which I have made holy for my name, I will cast out of my sight, and I will make it a proverb and a byword among all peoples.
21Og þetta hús, svo háreist sem það er _ hverjum sem gengur fram hjá því, mun blöskra. Og ef hann þá spyr: ,Hvers vegna hefir Drottinn leikið svo hart þetta land og þetta hús?`munu menn svara: ,Af því að þeir yfirgáfu Drottin, Guð feðra sinna, er leiddi þá út af Egyptalandi, og héldu sér að öðrum guðum, féllu fram fyrir þeim og þjónuðu þeim. Fyrir því hefir hann leitt yfir þá alla þessa ógæfu.```
21This house, which is so high, everyone who passes by it shall be astonished, and shall say, ‘Why has Yahweh done thus to this land, and to this house?’
22munu menn svara: ,Af því að þeir yfirgáfu Drottin, Guð feðra sinna, er leiddi þá út af Egyptalandi, og héldu sér að öðrum guðum, féllu fram fyrir þeim og þjónuðu þeim. Fyrir því hefir hann leitt yfir þá alla þessa ógæfu.```
22They shall answer, ‘Because they abandoned Yahweh, the God of their fathers, who brought them forth out of the land of Egypt, and took other gods, worshiped them, and served them. Therefore he has brought all this evil on them.’”