1Ein af konum spámannasveinanna kallaði til Elísa og mælti: ,,Þjónn þinn, maðurinn minn, er dáinn, og þú veist, að þjónn þinn óttaðist Drottin. Nú er lánssalinn kominn til að taka báða drengina mína sér að þrælum.``
1Now there cried a certain woman of the wives of the sons of the prophets to Elisha, saying, “Your servant my husband is dead. You know that your servant feared Yahweh. Now the creditor has come to take for himself my two children to be slaves.”
2En Elísa sagði við hana: ,,Hvað á ég að gjöra fyrir þig? Seg þú mér, hvað þú átt til heima.`` Hún svaraði: ,,Ambátt þín á ekkert til heima, nema krús með olífuolíu.``
2Elisha said to her, “What shall I do for you? Tell me: what do you have in the house?” She said, “Your handmaid has nothing in the house, except a pot of oil.”
3Þá mælti hann: ,,Far þú þá og fá til láns ílát utan húss hjá öllum nágrönnum þínum, tóm ílát, og heldur fleiri en færri.
3Then he said, “Go, borrow containers from of all your neighbors, even empty containers. Don’t borrow just a few.
4Gakk því næst inn og loka dyrunum á eftir þér og sonum þínum og hell í öll þessi ílát og set þau frá þér jafnóðum og þau fyllast.``
4You shall go in, and shut the door on you and on your sons, and pour out into all those containers; and you shall set aside that which is full.”
5Gekk hún þá burt frá honum. Og hún lokaði dyrunum á eftir sér og sonum sínum. Þeir báru að henni, en hún hellti í.
5So she went from him, and shut the door on her and on her sons; they brought the containers to her, and she poured out.
6En er ílátin voru full, sagði hún við son sinn: ,,Fær mér enn ílát.`` Hann sagði við hana: ,,Það er ekkert ílát eftir.`` Þá hætti olífuolían að renna.
6It happened, when the containers were full, that she said to her son, “Bring me another container.” He said to her, “There isn’t another container.” The oil stopped flowing.
7Fór hún þá og sagði guðsmanninum frá, en hann sagði: ,,Far þú nú og sel olíuna og gjald skuld þína, en haf til viðurlífis þér og sonum þínum það, sem afgangs verður.``
7Then she came and told the man of God. He said, “Go, sell the oil, and pay your debt; and you and your sons live on the rest.”
8Það bar til einn dag, að Elísa gekk yfir til Súnem. Þar var auðug kona, og lagði hún að honum að þiggja mat hjá sér. Og í hvert sinn, sem hann fór um, gekk hann þar inn til að matast.
8It fell on a day, that Elisha passed to Shunem, where there was a prominent woman; and she persuaded him to eat bread. So it was, that as often as he passed by, he turned in there to eat bread.
9Og hún sagði við mann sinn: ,,Heyrðu, ég sé að það er heilagur guðsmaður, sem stöðuglega fer um hjá okkur.
9She said to her husband, “See now, I perceive that this is a holy man of God, that passes by us continually.
10Við skulum gjöra lítið loftherbergi með múrveggjum og setja þangað rúm og borð og stól og ljósastiku, svo að hann geti farið þangað, þegar hann kemur til okkar.``
10Please let us make a little room on the wall. Let us set for him there a bed, a table, a chair, and a lamp stand. It shall be, when he comes to us, that he shall turn in there.”
11Einn dag kom Elísa þar, gekk inn í loftherbergið og lagðist þar til svefns.
11One day he came there, and he turned into the room and lay there.
12Síðan sagði hann við Gehasí, svein sinn: ,,Kalla þú á súnemsku konuna.`` Og hann kallaði á hana, og hún gekk fyrir hann.
12He said to Gehazi his servant, “Call this Shunammite.” When he had called her, she stood before him.
13Þá sagði hann við Gehasí: ,,Seg þú við hana: ,Þú hefir haft alla þessa fyrirhöfn fyrir okkur, hvað á ég að gjöra fyrir þig? Þarft þú að láta tala máli þínu við konung eða við hershöfðingjann?``` Hún svaraði: ,,Ég bý hér á meðal ættfólks míns.``
13He said to him, “Say now to her, ‘Behold, you have cared for us with all this care. What is to be done for you? Would you like to be spoken for to the king, or to the captain of the army?’” She answered, “I dwell among my own people.”
14Þá sagði Elísa við Gehasí: ,,Hvað á ég þá að gjöra fyrir hana?`` Gehasí mælti: ,,Jú, hún á engan son, og maður hennar er gamall.``
14He said, “What then is to be done for her?” Gehazi answered, “Most certainly she has no son, and her husband is old.”
15Þá sagði Elísa: ,,Kalla þú á hana.`` Og hann kallaði á hana, og hún nam staðar í dyrunum.
15He said, “Call her.” When he had called her, she stood in the door.
16Þá mælti hann: ,,Að ári um þetta leyti munt þú faðma að þér son.`` En hún mælti: ,,Nei, herra minn, þú guðsmaður, skrökva þú eigi að ambátt þinni.``
16He said, “At this season, when the time comes around, you will embrace a son.” She said, “No, my lord, you man of God, do not lie to your handmaid.”
17En konan varð þunguð og ól son næsta ár í sama mund, eins og Elísa hafði heitið henni.
17The woman conceived, and bore a son at that season, when the time came around, as Elisha had said to her.
18Þegar sveinninn var kominn á legg, gekk hann einn dag til föður síns, út til kornskurðarmannanna.
18When the child was grown, it happened one day that he went out to his father to the reapers.
19Þá sagði hann við föður sinn: ,,Æ, höfuðið á mér, höfuðið á mér!`` En faðir hans sagði við svein sinn: ,,Ber þú hann til móður sinnar.``
19He said to his father, “My head! My head!” He said to his servant, “Carry him to his mother.”
20Og hann tók hann og færði hann móður hans, og hann sat í kjöltu hennar til hádegis, þá dó hann.
20When he had taken him, and brought him to his mother, he sat on her knees until noon, and then died.
21Þá gekk hún upp, lagði hann í rekkju guðsmannsins, lokaði að honum og gekk burt.
21She went up and laid him on the bed of the man of God, and shut the door on him, and went out.
22Þá kallaði hún á mann sinn og sagði við hann: ,,Send þú mér einn af sveinunum og eina ösnu. Ég ætla sem skjótast að fara til fundar við guðsmanninn og koma síðan aftur.``
22She called to her husband, and said, “Please send me one of the servants, and one of the donkeys, that I may run to the man of God, and come again.”
23En hann mælti: ,,Hvers vegna ætlar þú að fara til hans í dag? Það er hvorki tunglkomudagur né hvíldardagur.`` Hún mælti: ,,Það gjörir ekkert til!``
23He said, “Why would you want go to him today? It is neither new moon nor Sabbath.” She said, “It’s alright.”
24Síðan söðlaði hún ösnuna og sagði við svein sinn: ,,Rektu nú hart! Linaðu eigi á, uns ég segi þér.``
24Then she saddled a donkey, and said to her servant, “Drive, and go forward! Don’t slow down for me, unless I ask you to.”
25Síðan fór hún og kom til guðsmannsins á Karmelfjalli. En er guðsmaðurinn sá hana álengdar, sagði hann við Gehasí, svein sinn: ,,Þetta er konan frá Súnem!
25So she went, and came to the man of God to Mount Carmel. It happened, when the man of God saw her afar off, that he said to Gehazi his servant, “Behold, there is the Shunammite.
26Hlaup þú nú á móti henni og seg við hana: ,Hvernig líður þér, hvernig líður manni þínum, hvernig líður drengnum?``` Hún svaraði: ,,Okkur líður vel.``
26Please run now to meet her, and ask her, ‘Is it well with you? Is it well with your husband? Is it well with the child?’” She answered, “It is well.”
27En er hún kom á fjallið til guðsmannsins, tók hún um fætur honum. Þá gekk Gehasí að og vildi hrinda henni frá. En guðsmaðurinn mælti: ,,Láttu hana vera, því að hún er harmþrungin mjög, og Drottinn hefir leynt mig því og eigi látið mig vita það.``
27When she came to the man of God to the hill, she caught hold of his feet. Gehazi came near to thrust her away; but the man of God said, “Leave her alone; for her soul is troubled within her; and Yahweh has hidden it from me, and has not told me.”
28Þá mælti hún: ,,Hefi ég beðið herra minn um son? Sagði ég ekki: ,Drag mig ekki á tálar?```
28Then she said, “Did I desire a son of my lord? Didn’t I say, Do not deceive me?”
29Þá sagði hann við Gehasí: ,,Gyrð þú lendar þínar, tak staf minn í hönd þér og far af stað. Þó að einhver mæti þér, þá heilsaðu honum ekki, og þó að einhver heilsi þér, þá taktu ekki undir við hann, og legg staf minn yfir andlit sveinsins.``
29Then he said to Gehazi, “Tuck your cloak into your belt, take my staff in your hand, and go your way. If you meet any man, don’t greet him; and if anyone greets you, don’t answer him again. Then lay my staff on the face of the child.”
30En móðir sveinsins mælti: ,,Svo sannarlega sem Drottinn lifir og svo sannarlega sem þú lifir, þá fer ég ekki frá þér.`` Stóð hann þá upp og fór með henni.
30The mother of the child said, “As Yahweh lives, and as your soul lives, I will not leave you.” He arose, and followed her.
31Gehasí var farinn á undan þeim og hafði lagt stafinn yfir andlit sveinsins, en þar var steinhljóð og ekkert lífsmark. Þá sneri hann við í móti honum og sagði honum svo frá: ,,Ekki vaknar sveinninn!``
31Gehazi passed on before them, and laid the staff on the face of the child; but there was neither voice, nor hearing. Therefore he returned to meet him, and told him, saying, “The child has not awakened.”
32Þegar Elísa kom inn í húsið, þá lá sveinninn dauður í rekkju hans.
32When Elisha had come into the house, behold, the child was dead, and laid on his bed.
33Þá gekk hann inn og lokaði dyrunum að þeim báðum og bað til Drottins.
33He went in therefore, and shut the door on them both, and prayed to Yahweh.
34Síðan steig hann upp í og lagðist yfir sveininn, lagði sinn munn yfir hans munn, sín augu yfir hans augu og sínar hendur yfir hans hendur og beygði sig yfir hann. Hitnaði þá líkami sveinsins.
34He went up, and lay on the child, and put his mouth on his mouth, and his eyes on his eyes, and his hands on his hands. He stretched himself on him; and the flesh of the child grew warm.
35Þá kom hann aftur, gekk einu sinni aftur og fram um húsið, fór síðan upp og beygði sig yfir hann. Þá hnerraði sveinninn sjö sinnum. Því næst lauk hann upp augunum.
35Then he returned, and walked in the house once back and forth; and went up, and stretched himself on him. Then the child sneezed seven times, and the child opened his eyes.
36Þá kallaði Elísa á Gehasí og sagði: ,,Kalla þú á súnemsku konuna.`` Og hann kallaði á hana, og hún kom til hans. Þá sagði hann: ,,Tak við syni þínum!``
36He called Gehazi, and said, “Call this Shunammite!” So he called her. When she had come in to him, he said, “Take up your son.”
37Þá kom hún og féll til fóta honum og laut til jarðar. Síðan tók hún son sinn og fór burt.
37Then she went in, and fell at his feet, and bowed herself to the ground; and she took up her son, and went out.
38Elísa kom aftur til Gilgal meðan hallæri var í landinu. Og er spámannasveinarnir sátu frammi fyrir honum, sagði hann við svein sinn: ,,Settu upp stóra pottinn og sjóð rétt matar handa spámannasveinunum.``
38Elisha came again to Gilgal. There was a famine in the land; and the sons of the prophets were sitting before him; and he said to his servant, “Set on the great pot, and boil stew for the sons of the prophets.”
39Þá gekk einn út í hagann að tína jurtir og fann villivafteinung og tíndi á honum yfirhöfn sína fulla af villi-agúrkum, fór síðan heim og brytjaði þær í matarpottinn, því að þeir þekktu þær ekki.
39One went out into the field to gather herbs, and found a wild vine, and gathered of it wild gourds his lap full, and came and shred them into the pot of stew; for they didn’t recognize them.
40Síðan helltu þeir upp fyrir mennina til að eta. En er þeir brögðuðu á matnum, hljóðuðu þeir upp yfir sig og sögðu: ,,Dauðinn er í pottinum, þú guðsmaður!`` og þeir gátu ekki etið það.
40So they poured out for the men to eat. It happened, as they were eating of the stew, that they cried out, and said, “Man of God, there is death in the pot!” They could not eat of it.
41En hann mælti: ,,Komið með mjöl!`` Og hann kastaði því í pottinn. Síðan sagði hann: ,,Hell nú upp fyrir fólkið, að það megi eta.`` Þá var ekkert skaðvænt í pottinum.
41But he said, “Then bring meal.” He cast it into the pot; and he said, “Pour out for the people, that they may eat.” There was no harm in the pot.
42Maður kom frá Baal Salísa og færði guðsmanninum frumgróðabrauð, tuttugu byggbrauð og mulið korn í mal sínum. Og Elísa sagði: ,,Gefðu fólkinu það að eta.``
42A man from Baal Shalishah came, and brought the man of God bread of the first fruits, twenty loaves of barley, and fresh ears of grain in his sack. He said, “Give to the people, that they may eat.”
43En þjónn hans mælti: ,,Hvernig get ég borið þetta hundrað mönnum?`` Hann svaraði: ,,Gefðu fólkinu það að eta. Því að svo segir Drottinn: Þeir munu eta og leifa.``Þá lagði hann það fyrir þá, en þeir neyttu og gengu frá leifðu, eins og Drottinn hafði sagt.
43His servant said, “What, should I set this before a hundred men?” But he said, “Give the people, that they may eat; for thus says Yahweh, ‘They will eat, and will have some left over.’”
44Þá lagði hann það fyrir þá, en þeir neyttu og gengu frá leifðu, eins og Drottinn hafði sagt.
44So he set it before them, and they ate, and left some of it, according to the word of Yahweh.