1Svo bar til árið eftir, um það leyti sem konungar eru vanir að fara í hernað, að Davíð sendi Jóab af stað með menn sína og allan Ísrael. Þeir herjuðu á Ammóníta og settust um Rabba, en Davíð sat heima í Jerúsalem.
1It happened, at the return of the year, at the time when kings go out, that David sent Joab, and his servants with him, and all Israel; and they destroyed the children of Ammon, and besieged Rabbah. But David stayed at Jerusalem.
2Nú vildi svo til eitt kvöld, að Davíð reis upp úr hvílu sinni og fór að ganga um gólf uppi á þaki konungshallarinnar. Sá hann þá ofan af þakinu konu vera að lauga sig. En konan var forkunnar fögur.
2It happened at evening, that David arose from off his bed, and walked on the roof of the king’s house: and from the roof he saw a woman bathing; and the woman was very beautiful to look on.
3Þá sendi Davíð og spurðist fyrir um konuna, og var honum sagt: ,,Það er Batseba Elíamsdóttir, kona Úría Hetíta.``
3David sent and inquired after the woman. One said, “Isn’t this Bathsheba, the daughter of Eliam, the wife of Uriah the Hittite?”
4Og Davíð sendi menn og lét sækja hana. Og hún kom til hans, og hann lagðist með henni, því að hún hafði hreinsað sig af óhreinleika sínum. Síðan fór hún aftur heim til sín.
4David sent messengers, and took her; and she came in to him, and he lay with her (for she was purified from her uncleanness); and she returned to her house.
5En konan var þunguð orðin, og hún sendi og lét Davíð vita það og mælti: ,,Ég er með barni.``
5The woman conceived; and she sent and told David, and said, “I am with child.”
6Davíð gjörði þá Jóab boð: ,,Sendu Úría Hetíta til mín.`` Og Jóab sendi Úría til Davíðs.
6David sent to Joab, “Send me Uriah the Hittite.” Joab sent Uriah to David.
7En er Úría kom á hans fund, spurði Davíð, hvernig Jóab liði og hvernig honum liði og hvernig hernaðurinn gengi.
7When Uriah had come to him, David asked of him how Joab did, and how the people fared, and how the war prospered.
8Því næst sagði Davíð við Úría: ,,Gakk þú nú heim til þín og lauga fætur þína.`` Gekk Úría þá burt úr konungshöllinni, og var gjöf frá konungi borin á eftir honum.
8David said to Uriah, “Go down to your house, and wash your feet.” Uriah departed out of the king’s house, and a gift from the king was sent after him.
9En Úría lagðist til hvíldar fyrir dyrum konungshallarinnar hjá öðrum þjónum herra síns, en fór ekki heim til sín.
9But Uriah slept at the door of the king’s house with all the servants of his lord, and didn’t go down to his house.
10Menn sögðu Davíð frá því og mæltu: ,,Úría er ekki farinn heim til sín.`` Þá sagði Davíð við Úría: ,,Þú ert kominn úr ferð, _ hvers vegna ferð þú ekki heim til þín?``
10When they had told David, saying, “Uriah didn’t go down to his house,” David said to Uriah, “Haven’t you come from a journey? Why didn’t you go down to your house?”
11Þá sagði Úría við Davíð: ,,Örkin og Ísrael og Júda búa í laufskálum, og herra minn Jóab og menn herra míns hafast við úti á bersvæði, _ og þá ætti ég að fara heim til mín til þess að eta og drekka og hvíla hjá konu minni? Svo sannarlega sem Drottinn lifir og þú lifir, það gjöri ég ekki.``
11Uriah said to David, “The ark, Israel, and Judah, are staying in tents; and my lord Joab, and the servants of my lord, are encamped in the open field. Shall I then go into my house to eat and to drink, and to lie with my wife? As you live, and as your soul lives, I will not do this thing!”
12Þá sagði Davíð við Úría: ,,Vertu þá hér líka í dag, en á morgun gef ég þér fararleyfi.`` Var Úría þann dag í Jerúsalem.
12David said to Uriah, “Stay here today also, and tomorrow I will let you depart.” So Uriah stayed in Jerusalem that day, and the next day.
13Daginn eftir hafði Davíð hann í boði sínu, og hann át og drakk með honum, og hann gjörði hann drukkinn. En um kvöldið gekk hann burt og lagðist til hvíldar hjá þjónum herra síns, en fór ekki heim til sín.
13When David had called him, he ate and drink before him; and he made him drunk. At evening, he went out to lie on his bed with the servants of his lord, but didn’t go down to his house.
14Morguninn eftir skrifaði Davíð Jóab bréf og sendi það með Úría.
14It happened in the morning, that David wrote a letter to Joab, and sent it by the hand of Uriah.
15Í bréfinu skrifaði hann svo: ,,Setjið Úría fremstan í bardagann, þar sem hann er harðastur, og hörfið aftur undan frá honum, svo að hann verði ofurliði borinn og falli.``
15He wrote in the letter, saying, “Send Uriah to the forefront of the hottest battle, and retreat from him, that he may be struck, and die.”
16Jóab sat um borgina og skipaði nú Úría þar til orustu, sem hann vissi að hraustir menn voru fyrir.
16It happened, when Joab kept watch on the city, that he assigned Uriah to the place where he knew that valiant men were.
17Gjörðu borgarmenn síðan úthlaup og börðust við Jóab. Féllu þá nokkrir af liðinu, af þjónum Davíðs. Þá lét og Úría Hetíti líf sitt.
17The men of the city went out, and fought with Joab. Some of the people fell, even of the servants of David; and Uriah the Hittite died also.
18Þá sendi Jóab mann og lét segja Davíð, hvernig farið hefði í orustunni,
18Then Joab sent and told David all the things concerning the war;
19og hann lagði svo fyrir sendimanninn: ,,Þegar þú hefir sagt konungi sem greinilegast frá bardaganum,
19and he commanded the messenger, saying, “When you have finished telling all the things concerning the war to the king,
20og konungur þá verður reiður og segir við þig: ,Hví fóruð þér svo nærri borginni í orustu? Vissuð þér ekki að þeir mundu skjóta á yður ofan af borgarveggnum?
20it shall be that, if the king’s wrath arise, and he asks you, ‘Why did you go so near to the city to fight? Didn’t you know that they would shoot from the wall?
21Hver felldi Abímelek Jerúbbesetsson? Kastaði ekki kona kvarnarsteini á hann ofan af borgarveggnum, svo að hann dó í Tebes? Hví fóruð þér svo nærri borgarveggnum?` _ þá skalt þú segja: ,Þjónn þinn, Úría Hetíti, lét og lífið.```
21who struck Abimelech the son of Jerubbesheth? Didn’t a woman cast an upper millstone on him from the wall, so that he died at Thebez? Why did you go so near the wall?’ then you shall say, ‘Your servant Uriah the Hittite is dead also.’”
22Síðan fór sendimaðurinn og kom og flutti Davíð allt, sem Jóab hafði fyrir hann lagt, hvernig farið hefði í orustunni. Varð þá Davíð reiður Jóab og sagði við sendimanninn: ,,Hví fóruð þér svo nærri borginni í orustu? Vissuð þér ekki að það mundi verða kastað á yður ofan af borgarveggnum? Hver felldi Abímelek Jerúbbesetsson? Kastaði ekki kona kvarnarsteini á hann ofan af borgarveggnum, svo að hann dó í Tebes? Hví fóruð þér svo nærri borgarveggnum?``
22So the messenger went, and came and showed David all that Joab had sent him for.
23Þá sagði sendimaðurinn við Davíð: ,,Mennirnir voru oss yfirsterkari og voru komnir í móti oss út á bersvæði. Fyrir því urðum vér að sækja að þeim allt að borgarhliðinu.
23The messenger said to David, “The men prevailed against us, and came out to us into the field, and we were on them even to the entrance of the gate.
24En þá skutu skotmennirnir á þjóna þína niður af borgarveggnum, og féllu þá nokkrir af mönnum konungs, og þjónn þinn, Úría Hetíti, lét og lífið.``
24The shooters shot at your servants from off the wall; and some of the king’s servants are dead, and your servant Uriah the Hittite is dead also.”
25Þá sagði Davíð við sendimanninn: ,,Svo skalt þú segja Jóab: ,Láttu þetta ekki á þig fá, því að sverðið verður ýmist þessum eða hinum að bana. Sæk þú vasklega að borginni og brjót hana` _ og teldu þannig hug í hann.``
25Then David said to the messenger, “Thus you shall tell Joab, ‘Don’t let this thing displease you, for the sword devours one as well as another. Make your battle stronger against the city, and overthrow it.’ Encourage him.”
26En er kona Úría frétti, að maður hennar Úría var fallinn, harmaði hún bónda sinn.En þegar sorgardagarnir voru liðnir, sendi Davíð og tók hana heim til sín, og hún varð kona hans og fæddi honum son. En Drottni mislíkaði það, sem Davíð hafði gjört.
26When the wife of Uriah heard that Uriah her husband was dead, she made lamentation for her husband.
27En þegar sorgardagarnir voru liðnir, sendi Davíð og tók hana heim til sín, og hún varð kona hans og fæddi honum son. En Drottni mislíkaði það, sem Davíð hafði gjört.
27When the mourning was past, David sent and took her home to his house, and she became his wife, and bore him a son. But the thing that David had done displeased Yahweh.