Icelandic

World English Bible

Ecclesiastes

10

1Dauðar flugur valda ódaun með því að hleypa ólgu í olíu smyrslarans. Ofurlítill aulaskapur er þyngri á metunum heldur en viska, heldur en sómi.
1Dead flies cause the oil of the perfumer to send forth an evil odor; so does a little folly outweigh wisdom and honor.
2Hjarta viturs manns stefnir á heillabraut, en hjarta heimskingjans leiðir hann í ógæfu.
2A wise man’s heart is at his right hand, but a fool’s heart at his left.
3Og þegar aulinn er kominn út á veginn, brestur og á vitið, og hann segir við hvern mann, að hann sé auli.
3Yes also, when the fool walks by the way, his understanding fails him, and he says to everyone that he is a fool.
4Ef reiði drottnarans rís í gegn þér, þá yfirgef ekki stöðu þína, því að stilling afstýrir stórum glappaskotum.
4If the spirit of the ruler rises up against you, don’t leave your place; for gentleness lays great offenses to rest.
5Til er böl, sem ég hefi séð undir sólinni, nokkurs konar yfirsjón af hálfu valdhafans:
5There is an evil which I have seen under the sun, the sort of error which proceeds from the ruler.
6Heimskan er sett í háu stöðurnar, en göfugmennin sitja í niðurlægingu.
6Folly is set in great dignity, and the rich sit in a low place.
7Ég sá þræla ríðandi hestum og höfðingja fótgangandi eins og þræla.
7I have seen servants on horses, and princes walking like servants on the earth.
8Sá sem grefur gröf, getur fallið í hana, og þann sem rífur niður vegg, getur höggormur bitið.
8He who digs a pit may fall into it; and whoever breaks through a wall may be bitten by a snake.
9Sá sem sprengir steina, getur meitt sig á þeim, sá sem klýfur við, getur með því stofnað sér í hættu.
9Whoever carves out stones may be injured by them. Whoever splits wood may be endangered thereby.
10Ef öxin er orðin sljó og eggin er ekki brýnd, þá verður maðurinn að neyta því meiri orku. Það er ávinningur að undirbúa sérhvað með hagsýni.
10If the axe is blunt, and one doesn’t sharpen the edge, then he must use more strength; but skill brings success.
11Ef höggormurinn bítur, af því að særingar hafa verið vanræktar, þá kemur særingamaðurinn að engu liði.
11If the snake bites before it is charmed, then is there no profit for the charmer’s tongue.
12Orð af munni viturs manns eru yndisleg, en varir heimskingjans vinna honum tjón.
12The words of a wise man’s mouth are gracious; but a fool is swallowed by his own lips.
13Fyrstu orðin fram úr honum eru heimska, og endir ræðu hans er ill flónska.
13The beginning of the words of his mouth is foolishness; and the end of his talk is mischievous madness.
14Heimskinginn talar mörg orð. Og þó veit maðurinn ekki, hvað verða muni. Og hvað verða muni eftir hans dag _ hver segir honum það?
14A fool also multiplies words. Man doesn’t know what will be; and that which will be after him, who can tell him?
15Amstur heimskingjans þreytir hann, hann ratar ekki veginn inn í borgina.
15The labor of fools wearies every one of them; for he doesn’t know how to go to the city.
16Vei þér, land, sem hefir dreng að konungi og höfðingjar þínir setjast að áti að morgni dags!
16Woe to you, land, when your king is a child, and your princes eat in the morning!
17Sælt ert þú, land, sem hefir eðalborinn mann að konungi og höfðingjar þínir eta á réttum tíma, sér til styrkingar, en ekki til þess að verða drukknir.
17Happy are you, land, when your king is the son of nobles, and your princes eat in due season, for strength, and not for drunkenness!
18Fyrir leti síga bjálkarnir niður, og vegna iðjulausra handa lekur húsið.
18By slothfulness the roof sinks in; and through idleness of the hands the house leaks.
19Til gleðskapar búa menn máltíðir, og vín gjörir lífið skemmtilegt og peningarnir veita allt.Formæl ekki konunginum, jafnvel ekki í huga þínum, og formæl ekki ríkum manni í svefnherbergjum þínum, því að fuglar loftsins kynnu að bera burt hljóðið og hinir vængjuðu að hafa orðin eftir.
19A feast is made for laughter, and wine makes the life glad; and money is the answer for all things.
20Formæl ekki konunginum, jafnvel ekki í huga þínum, og formæl ekki ríkum manni í svefnherbergjum þínum, því að fuglar loftsins kynnu að bera burt hljóðið og hinir vængjuðu að hafa orðin eftir.
20Don’t curse the king, no, not in your thoughts; and don’t curse the rich in your bedroom: for a bird of the sky may carry your voice, and that which has wings may tell the matter.