Icelandic

World English Bible

Isaiah

26

1Á þeim degi mun þetta kvæði sungið verða í Júdalandi: Vér eigum rammgerva borg. Hjálpræði sitt gjörir hann að múrum og varnarvirki.
1In that day, this song will be sung in the land of Judah: “We have a strong city. God appoints salvation for walls and bulwarks.
2Látið upp hliðin, svo að réttlátur lýður megi inn ganga, sá er trúnaðinn varðveitir
2Open the gates, that the righteous nation may enter: the one which keeps faith.
3og hefir stöðugt hugarfar. Þú veitir ævarandi frið, því að þeir treysta á þig.
3You will keep whoever’s mind is steadfast in perfect peace, because he trusts in you.
4Treystið Drottni æ og ætíð, því að Drottinn, Drottinn er eilíft bjarg.
4Trust in Yahweh forever; for in Yah, Yahweh, is an everlasting Rock.
5Hann niðurlægir þá, sem byggja á hæðum. Háreistu borginni steypir hann niður, hann steypir henni til jarðar og leggur hana í duftið.
5For he has brought down those who dwell on high, the lofty city. He lays it low. He lays it low even to the ground. He brings it even to the dust.
6Fætur troða hana niður, fætur fátækra, iljar umkomulausra.
6The foot shall tread it down; Even the feet of the poor, and the steps of the needy.”
7Vegur hins réttláta er sléttur, götu hins réttláta ryður þú.
7The way of the just is uprightness. You who are upright make the path of the righteous level.
8Já, á vegi dóma þinna, Drottinn, væntum vér þín; þitt nafn og þína minning þráir sála vor.
8Yes, in the way of your judgments, Yahweh, have we waited for you. Your name and your renown are the desire of our soul.
9Af hjarta þrái ég þig á næturnar, já, með andanum í brjósti mínu skima ég eftir þér. Þegar dómar þínir birtast á jörðu, þá læra byggjendur jarðríkis réttlæti.
9With my soul have I desired you in the night. Yes, with my spirit within me will I seek you earnestly; for when your judgments are in the earth, the inhabitants of the world learn righteousness.
10Sé hinum óguðlegu sýnd vægð, læra þeir eigi réttlæti. Þá fremja þeir órétt í því landi, þar sem réttlæti skal ríkja, og gefa ekki gætur að hátign Drottins.
10Let favor be shown to the wicked, yet he will not learn righteousness. In the land of uprightness he will deal wrongfully, and will not see Yahweh’s majesty.
11Drottinn, hönd þín er á lofti, en þeir sjá það ekki. Lát þá sjá vandlæti þitt lýðsins vegna og blygðast sín, já, eldur eyði óvinum þínum.
11Yahweh, your hand is lifted up, yet they don’t see; but they will see your zeal for the people, and be disappointed. Yes, fire will consume your adversaries.
12Drottinn, veit þú oss frið, því að þú hefir látið oss gjalda allra vorra verka.
12Yahweh, you will ordain peace for us, for you have also worked all our works for us.
13Drottinn, Guð vor, aðrir drottnar en þú höfðu fengið yfirráð yfir oss, en nú viljum vér eingöngu lofa þitt nafn.
13Yahweh our God, other lords besides you have had dominion over us, but by you only will we make mention of your name.
14Dauðir lifna ekki, vofur rísa ekki upp. Þú vitjaðir þeirra og eyddir þeim og afmáðir alla minningu um þá.
14The dead shall not live. The deceased shall not rise. Therefore have you visited and destroyed them, and caused all memory of them to perish.
15Þú hefir gjört þjóðina stóra, Drottinn, þú hefir gjört þjóðina stóra, þú hefir gjört þig dýrlegan, þú hefir fært út öll takmörk landsins.
15You have increased the nation, O Yahweh. You have increased the nation! You are glorified! You have enlarged all the borders of the land.
16Drottinn, í neyðinni leituðu þeir þín, þeir stundu upp andvörpum, er þú hirtir þá.
16Yahweh, in trouble they have visited you. They poured out a prayer when your chastening was on them.
17Eins og þunguð kona, sem komin er að því að fæða, hefir hríðir og hljóðar í harmkvælum sínum, eins vorum vér fyrir þínu augliti, Drottinn!
17Like as a woman with child, who draws near the time of her delivery, is in pain and cries out in her pangs; so we have been before you, Yahweh.
18Vér vorum þungaðir, vér höfðum hríðir en þegar vér fæddum, var það vindur. Vér höfum eigi aflað landinu frelsis, og heimsbúar hafa eigi fæðst.
18We have been with child. We have been in pain. We gave birth, it seems, only to wind. We have not worked any deliverance in the earth; neither have the inhabitants of the world fallen.
19Menn þínir, sem dánir eru, skulu lifna, lík þeirra rísa upp. Vaknið og hefjið fagnaðarsöng, þér sem búið í duftinu, því að döggin þín er dögg ljóssins, og jörðin skal fæða þá, sem dauðir eru.
19Your dead shall live. My dead bodies shall arise. Awake and sing, you who dwell in the dust; for your dew is like the dew of herbs, and the earth will cast forth the dead.
20Gakk þú, þjóð mín, inn í herbergi þitt og lyk aftur dyrunum á eftir þér. Fel þig skamma hríð, uns reiðin er liðin hjá.Því sjá, Drottinn gengur út frá aðseturstað sínum til þess að hegna íbúum jarðarinnar fyrir misgjörðir þeirra. Jörðin mun birtast láta blóðið, sem á henni hefir verið úthellt, og hún mun ekki lengur hylja þá, sem á henni hafa myrtir verið.
20Come, my people, enter into your rooms, and shut your doors behind you. Hide yourself for a little moment, until the indignation is past.
21Því sjá, Drottinn gengur út frá aðseturstað sínum til þess að hegna íbúum jarðarinnar fyrir misgjörðir þeirra. Jörðin mun birtast láta blóðið, sem á henni hefir verið úthellt, og hún mun ekki lengur hylja þá, sem á henni hafa myrtir verið.
21For, behold, Yahweh comes forth out of his place to punish the inhabitants of the earth for their iniquity. The earth also will disclose her blood, and will no longer cover her slain.