Icelandic

World English Bible

Isaiah

3

1Sjá, hinn alvaldi, Drottinn allsherjar sviptir Jerúsalem og Júda hverri stoð og styttu, allri stoð brauðs og allri stoð vatns,
1For, behold, the Lord, Yahweh of Armies, takes away from Jerusalem and from Judah supply and support, the whole supply of bread, and the whole supply of water;
2hetjum og hermönnum, dómendum og spámönnum, spásagnamönnum og öldungum,
2the mighty man, the man of war, the judge, the prophet, the diviner, the elder,
3höfuðsmönnum, virðingamönnum, ráðgjöfum, hugvitsmönnum og kunnáttumönnum.
3the captain of fifty, the honorable man, the counselor, the skilled craftsman, and the clever enchanter.
4Ég vil fá þeim ungmenni fyrir höfðingja, og smásveinar skulu drottna yfir þeim.
4I will give boys to be their princes, and children shall rule over them.
5Á meðal fólksins skal maður manni þrengja. Ungmennið mun hrokast upp í móti öldungnum og skrílmennið upp í móti tignarmanninum.
5The people will be oppressed, everyone by another, and everyone by his neighbor. The child will behave himself proudly against the old man, and the base against the honorable.
6Þegar einhver þrífur í bróður sinn í húsi föður síns og segir: ,,Þú átt yfirhöfn, ver þú stjórnari vor, og þetta fallandi ríki skal vera undir þinni hendi,``
6Indeed a man shall take hold of his brother in the house of his father, saying, “You have clothing, you be our ruler, and let this ruin be under your hand.”
7þá mun hann á þeim degi hefja upp raust sína og segja: ,,Ég vil ekki vera sáralæknir, og í húsi mínu er hvorki til brauð né klæði. Gjörið mig ekki að þjóðstjóra.``
7In that day he will cry out, saying, “I will not be a healer; for in my house is neither bread nor clothing. You shall not make me ruler of the people.”
8Jerúsalem er að hruni komin og Júda er að falla, af því að tunga þeirra og athæfi var gegn Drottni til þess að storka dýrðaraugum hans.
8For Jerusalem is ruined, and Judah is fallen; because their tongue and their doings are against Yahweh, to provoke the eyes of his glory.
9Andlitssvipur þeirra vitnar í gegn þeim, og þeir gjöra syndir sínar heyrinkunnar, eins og Sódóma, og leyna þeim ekki. Vei þeim, því að þeir hafa bakað sjálfum sér ógæfu.
9The look of their faces testify against them. They parade their sin like Sodom. They don’t hide it. Woe to their soul! For they have brought disaster upon themselves.
10Heill hinum réttlátu, því að þeim mun vel vegna, því að þeir munu njóta ávaxtar verka sinna.
10Tell the righteous “Good!” For they shall eat the fruit of their deeds.
11Vei hinum óguðlega, honum mun illa vegna, því að honum mun goldið verða eftir tilgjörðum hans.
11Woe to the wicked! Disaster is upon them; for the deeds of his hands will be paid back to him.
12Harðstjóri þjóðar minnar er drengur, og konur drottna yfir henni. Þjóð mín, leiðtogar þínir leiða þig afleiðis og villa fyrir þér veginn.
12As for my people, children are their oppressors, and women rule over them. My people, those who lead you cause you to err, and destroy the way of your paths.
13Drottinn gengur fram til að sækja sökina, hann stendur frammi til að dæma þjóðirnar.
13Yahweh stands up to contend, and stands to judge the peoples.
14Drottinn gengur fram til dóms í gegn öldungum lýðs síns og höfðingjum hans: ,,Það eruð þér, sem hafið etið upp víngarðinn. Rændir fjármunir fátæklinganna eru í húsum yðar.
14Yahweh will enter into judgment with the elders of his people, and their leaders: “It is you who have eaten up the vineyard. The spoil of the poor is in your houses.
15Hvernig getið þér fengið af yður að fótum troða lýð minn og merja sundur andlit hinna snauðu,`` _ segir hinn alvaldi, Drottinn allsherjar.
15What do you mean that you crush my people, and grind the face of the poor?” says the Lord, Yahweh of Armies.
16Drottinn sagði: Sökum þess að dætur Síonar eru drembilátar og ganga hnakkakerrtar, gjóta út undan sér augunum og tifa í göngunni og láta glamra í ökklaspennunum,
16Moreover Yahweh said, “Because the daughters of Zion are haughty, and walk with outstretched necks and flirting eyes, walking to trip as they go, jingling ornaments on their feet;
17þá mun Drottinn gjöra kláðugan hvirfil Síonar dætra og gjöra bera blygðan þeirra.
17therefore the Lord brings sores on the crown of the head of the women of Zion, and Yahweh will make their scalps bald.”
18Á þeim degi mun Drottinn burt nema skart þeirra: ökklaspennurnar, ennisböndin, hálstinglin,
18In that day the Lord will take away the beauty of their anklets, the headbands, the crescent necklaces,
19eyrnaperlurnar, armhringana, andlitsskýlurnar,
19the earrings, the bracelets, the veils,
20motrana, ökklafestarnar, beltin, ilmbaukana, töfraþingin,
20the headdresses, the ankle chains, the sashes, the perfume bottles, the charms,
21fingurgullin, nefhringana,
21the signet rings, the nose rings,
22glitklæðin, nærklæðin, möttlana og pyngjurnar,
22the fine robes, the capes, the cloaks, the purses,
23speglana, líndúkana, vefjarhettina og slæðurnar.
23the hand mirrors, the fine linen garments, the tiaras, and the shawls.
24Koma mun ódaunn fyrir ilm, reiptagl fyrir belti, skalli fyrir hárfléttur, aðstrengdur hærusekkur í stað skrautskikkju, brennimerki í stað fegurðar.
24It shall happen that instead of sweet spices, there shall be rottenness; instead of a belt, a rope; instead of well set hair, baldness; instead of a robe, a wearing of sackcloth; and branding instead of beauty.
25Menn þínir munu fyrir sverði falla og kappar þínir í orustu.Hlið borgarinnar munu kveina og harma, og hún sjálf mun sitja einmana á jörðinni.
25Your men shall fall by the sword, and your mighty in the war.
26Hlið borgarinnar munu kveina og harma, og hún sjálf mun sitja einmana á jörðinni.
26Her gates shall lament and mourn; and she shall be desolate and sit on the ground.