1Fagna, þú óbyrja, sem ekki hefir fætt! Hef upp gleðisöng, lát við kveða fagnaðaróp, þú sem eigi hefir haft fæðingarhríðir! Því að börn hinnar yfirgefnu munu fleiri verða en giftu konunnar, _ segir Drottinn.
1“Sing, barren, you who didn’t bear; break forth into singing, and cry aloud, you who did not travail with child: for more are the children of the desolate than the children of the married wife,” says Yahweh.
2Víkka þú út tjald þitt, og lát þá þenja út tjalddúka búðar þinnar, meina þeim það ekki, gjör tjaldstög þín löng og rek fast hælana.
2“Enlarge the place of your tent, and let them stretch forth the curtains of your habitations; don’t spare: lengthen your cords, and strengthen your stakes.
3Því að þú munt útbreiðast til hægri og vinstri, og niðjar þínir munu eignast lönd þjóðanna og byggja eyddar borgir.
3For you shall spread out on the right hand and on the left; and your seed shall possess the nations, and make the desolate cities to be inhabited.
4Óttast eigi, því að þú skalt eigi til skammar verða, lát eigi háðungina á þér festa, því að þú skalt eigi þurfa að fyrirverða þig. Því að þú skalt gleyma vanvirðu æsku þinnar og eigi framar minnast svívirðingar ekkjudóms þíns.
4“Don’t be afraid; for you shall not be ashamed: neither be confounded; for you shall not be disappointed: for you shall forget the shame of your youth; and the reproach of your widowhood you shall remember no more.
5Því að hann, sem skóp þig, er eiginmaður þinn, Drottinn allsherjar er nafn hans. Og Hinn heilagi í Ísrael er frelsari þinn, Guð gjörvallrar jarðarinnar heitir hann.
5For your Maker is your husband; Yahweh of Armies is his name: and the Holy One of Israel is your Redeemer; the God of the whole earth shall he be called.
6Drottinn kallar þig sem yfirgefna konu og harmþrungna, og æskunnar brúður, sem verið hefir ein látin, _ segir Guð þinn.
6For Yahweh has called you as a wife forsaken and grieved in spirit, even a wife of youth, when she is cast off,” says your God.
7Skamma stund yfirgaf ég þig, en með mikilli miskunnsemi tek ég þig að mér.
7“For a small moment have I forsaken you; but with great mercies will I gather you.
8Í ofurreiði minni byrgði ég auglit mitt fyrir þér um stund, en með eilífri líkn miskunna ég þér, _ segir endurlausnari þinn, Drottinn.
8In overflowing wrath I hid my face from you for a moment; but with everlasting loving kindness will I have mercy on you,” says Yahweh your Redeemer.
9Það fer eins fyrir mér með þetta og með Nóaflóð: Svo sem ég sór þá, að Nóaflóð skyldi ekki framar ganga yfir jörðina, eins sver ég nú að reiðast þér ekki né ávíta þig.
9“For this is like the waters of Noah to me; for as I have sworn that the waters of Noah shall no more go over the earth, so have I sworn that I will not be angry with you, nor rebuke you.
10Því þótt fjöllin færist úr stað og hálsarnir riði skal mín miskunnsemi við þig ekki færast úr stað og minn friðarsáttmáli ekki raskast, _ segir miskunnari þinn, Drottinn.
10For the mountains may depart, and the hills be removed; but my loving kindness shall not depart from you, neither shall my covenant of peace be removed,” says Yahweh who has mercy on you.
11Þú hin vesala, hrakta, huggunarlausa! Sjá, ég legg rúbína sem steina í bygging þína og hleð grunnmúra þína af safírsteinum.
11“You afflicted, tossed with storms, and not comforted, behold, I will set your stones in beautiful colors, and lay your foundations with sapphires.
12Ég gjöri múrtinda þína af jaspis og hlið þín af roðasteinum og allan ummerkjagarð þinn af dýrindissteinum.
12I will make your pinnacles of rubies, and your gates of sparkling jewels, and all your walls of precious stones.
13Allir synir þínir eru lærisveinar Drottins og njóta mikils friðar.
13All your children shall be taught of Yahweh; and great shall be the peace of your children.
14Fyrir réttlæti munt þú stöðug standa. Álít þig fjarlæga ofríki, því að þú þarft ekki að óttast, og fjarlæga skelfingu, því að hún skal ekki koma nærri þér.
14In righteousness you shall be established: you shall be far from oppression, for you shall not be afraid; and from terror, for it shall not come near you.
15Ef nokkur áreitir þig, þá er það ekki að mínum vilja. Hver sem áreitir þig, skal falla fyrir þér.
15Behold, they may gather together, but not by me: whoever shall gather together against you shall fall because of you.
16Sjá, ég skapa smiðinn, sem blæs að kolaeldinum og framleiðir vopnið til sinnar notkunar, og ég skapa eyðandann til þess að leggja í eyði.Engin vopn, sem smíðuð verða móti þér, skulu verða sigurvænleg, og allar tungur, sem upp rísa gegn þér til málaferla, skalt þú kveða niður. Þetta er hlutskipti þjóna Drottins og það réttlæti, er þeir fá hjá mér _ segir Drottinn.
16“Behold, I have created the smith who blows the fire of coals, and brings forth a weapon for his work; and I have created the waster to destroy.
17Engin vopn, sem smíðuð verða móti þér, skulu verða sigurvænleg, og allar tungur, sem upp rísa gegn þér til málaferla, skalt þú kveða niður. Þetta er hlutskipti þjóna Drottins og það réttlæti, er þeir fá hjá mér _ segir Drottinn.
17No weapon that is formed against you will prevail; and you will condemn every tongue that rises against you in judgment. This is the heritage of the servants of Yahweh, and their righteousness which is of me,” says Yahweh.