Icelandic

World English Bible

Isaiah

56

1Svo segir Drottinn: Varðveitið réttinn og gjörið það, sem rétt er, því að hjálpræði mitt er í nánd og réttlæti mitt birtist bráðlega.
1Thus says Yahweh, “Keep justice, and do righteousness; for my salvation is near to come, and my righteousness to be revealed.
2Sæll er sá maður, sem gjörir þetta, og það mannsbarn, sem heldur fast við það, sá sem gætir þess að vanhelga ekki hvíldardaginn og varðveitir hönd sína frá því að gjöra nokkuð illt.
2Blessed is the man who does this, and the son of man who holds it fast; who keeps the Sabbath from profaning it, and keeps his hand from doing any evil.”
3Eigi má útlendingurinn, er gengið hefir Drottni á hönd, segja: ,,Drottinn mun skilja mig frá lýð sínum!`` Og eigi má geldingurinn segja: ,,Ég er visið tré!``
3Neither let the foreigner, who has joined himself to Yahweh, speak, saying, “Yahweh will surely separate me from his people”; neither let the eunuch say, “Behold, I am a dry tree.”
4Því að svo segir Drottinn: Geldingunum, sem halda hvíldardaga mína og kjósa það, sem mér vel líkar, og halda fast við sáttmála minn,
4For thus says Yahweh, “To the eunuchs who keep my Sabbaths, and choose the things that please me, and hold fast my covenant:
5þeim vil ég gefa minningarmark og nafn í húsi mínu og á múrveggjum mínum, sem er betra en synir og dætur. Eilíft nafn vil ég gefa þeim, það er aldrei mun afmáð verða.
5to them I will give in my house and within my walls a memorial and a name better than of sons and of daughters; I will give them an everlasting name, that shall not be cut off.
6Og útlendinga, sem gengið hafa Drottni á hönd til þess að þjóna honum og til þess að elska nafn Drottins, til þess að verða þjónar hans _ alla þá, sem gæta þess að vanhelga ekki hvíldardaginn og halda fast við minn sáttmála,
6Also the foreigners who join themselves to Yahweh, to minister to him, and to love the name of Yahweh, to be his servants, everyone who keeps the Sabbath from profaning it, and holds fast my covenant;
7þá mun ég leiða til míns heilaga fjalls og gleðja þá í bænahúsi mínu. Brennifórnir þeirra og sláturfórnir skulu vera mér þóknanlegar á altari mínu. Því að hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir.
7even them will I bring to my holy mountain, and make them joyful in my house of prayer: their burnt offerings and their sacrifices shall be accepted on my altar; for my house shall be called a house of prayer for all peoples.”
8Hinn alvaldi Drottinn segir: Þegar ég safna saman hinum burtreknu af Ísrael, mun ég og safna mörgum auk þeirra!
8The Lord Yahweh, who gathers the outcasts of Israel, says, “Yet will I gather others to him, besides his own who are gathered.”
9Safnist saman, öll dýr merkurinnar, komið til að eta, öll dýr skógarins!
9All you animals of the field, come to devour, all you animals in the forest.
10Varðmenn Ísraels eru allir blindir, vita ekki neitt, þeir eru allir hljóðlausir hundar, sem ekki geta gelt. Þeir liggja í draummóki, þeim þykir gott að lúra.
10His watchmen are blind, they are all without knowledge; they are all mute dogs, they can’t bark; dreaming, lying down, loving to slumber.
11Og hundarnir eru gráðsoltnir, fá aldrei fylli sína. Og hirðarnir sjálfir hafa ekki vit á að taka eftir, þeir fara hver sinna ferða, líta allir á eigin hag:,,Komið, ég ætla að sækja vín, vér skulum drekka ósleitulega! Og morgundagurinn skal verða sem þessi, dýrlegur næsta mjög!``
11Yes, the dogs are greedy, they can never have enough; and these are shepherds who can’t understand: they have all turned to their own way, each one to his gain, from every quarter.
12,,Komið, ég ætla að sækja vín, vér skulum drekka ósleitulega! Og morgundagurinn skal verða sem þessi, dýrlegur næsta mjög!``
12“Come,” say they, “I will get wine, and we will fill ourselves with strong drink; and tomorrow shall be as this day, great beyond measure.”