1Árið sem Ússía konungur andaðist sá ég Drottin sitjandi á háum og gnæfandi veldistóli, og slóði skikkju hans fyllti helgidóminn.
1In the year that king Uzziah died, I saw the Lord sitting on a throne, high and lifted up; and his train filled the temple.
2Umhverfis hann stóðu serafar. Hafði hver þeirra sex vængi. Með tveimur huldu þeir ásjónur sínar, með tveimur huldu þeir fætur sína og með tveimur flugu þeir.
2Above him stood the seraphim. Each one had six wings. With two he covered his face. With two he covered his feet. With two he flew.
3Og þeir kölluðu hver til annars og sögðu: ,,Heilagur, heilagur, heilagur er Drottinn allsherjar, öll jörðin er full af hans dýrð.``
3One called to another, and said, “Holy, holy, holy, is Yahweh of Armies! The whole earth is full of his glory!”
4Við raust þeirra, er þeir kölluðu, skulfu undirstöður þröskuldanna og húsið varð fullt af reyk.
4The foundations of the thresholds shook at the voice of him who called, and the house was filled with smoke.
5Þá sagði ég: ,,Vei mér, það er úti um mig! Því að ég er maður, sem hefi óhreinar varir og bý meðal fólks, sem hefir óhreinar varir, því að augu mín hafa séð konunginn, Drottin allsherjar.``
5Then I said, “Woe is me! For I am undone, because I am a man of unclean lips, and I dwell in the midst of a people of unclean lips: for my eyes have seen the King, Yahweh of Armies!”
6Einn serafanna flaug þá til mín. Hann hélt á glóandi koli, sem hann hafði tekið af altarinu með töng,
6Then one of the seraphim flew to me, having a live coal in his hand, which he had taken with the tongs from off the altar.
7og hann snart munn minn með kolinu og sagði: ,,Sjá, þetta hefir snortið varir þínar. Misgjörð þín er burt tekin og friðþægt er fyrir synd þína.``
7He touched my mouth with it, and said, “Behold, this has touched your lips; and your iniquity is taken away, and your sin forgiven.”
8Þá heyrði ég raust Drottins. Hann sagði: ,,Hvern skal ég senda? Hver vill vera erindreki vor?`` Og ég sagði: ,,Hér er ég, send þú mig!``
8I heard the Lord’s voice, saying, “Whom shall I send, and who will go for us?” Then I said, “Here I am. Send me!”
9Og hann sagði: ,,Far og seg þessu fólki: Hlýðið grandgæfilega til, þér skuluð þó ekkert skilja, horfið á vandlega, þér skuluð þó einskis vísir verða!
9He said, “Go, and tell this people, ‘You hear indeed, but don’t understand; and you see indeed, but don’t perceive.’
10Gjör þú hjarta þessa fólks tilfinningarlaust og eyru þess daufheyrð og afturloka augum þess, svo að þeir sjái ekki með augum sínum, heyri ekki með eyrum sínum og skilji ekki með hjarta sínu, að þeir mættu snúa sér og læknast.``
10Make the heart of this people fat. Make their ears heavy, and shut their eyes; lest they see with their eyes, and hear with their ears, and understand with their heart, and turn again, and be healed.”
11Og ég sagði: ,,Hversu lengi, Drottinn?`` Hann svaraði: ,,Þar til er borgirnar standa í eyði óbyggðar og húsin mannlaus og landið verður gjöreytt.``
11Then I said, “Lord, how long?” He answered, “Until cities are waste without inhabitant, and houses without man, and the land becomes utterly waste,
12Drottinn mun reka fólkið langt í burt og eyðistaðirnir verða margir í landinu.Og þótt enn sé tíundi hluti eftir í því, skal hann og verða eyddur. En eins og rótarstúfur verður eftir af terpentíntrénu og eikinni, þá er þau eru felld, svo skal og stúfur þess verða heilagt sæði.
12And Yahweh has removed men far away, and the forsaken places are many in the midst of the land.
13Og þótt enn sé tíundi hluti eftir í því, skal hann og verða eyddur. En eins og rótarstúfur verður eftir af terpentíntrénu og eikinni, þá er þau eru felld, svo skal og stúfur þess verða heilagt sæði.
13If there is a tenth left in it, that also will in turn be consumed: as a terebinth, and as an oak, whose stock remains when they are felled; so the holy seed is its stock.”