1Orðið sem kom til Jeremía frá Drottni:
1The word that came to Jeremiah from Yahweh, saying,
2Svo segir Drottinn, Ísraels Guð: Skrifa þú öll þau orð, er ég hefi til þín talað, í bók.
2Thus speaks Yahweh, the God of Israel, saying, Write all the words that I have spoken to you in a book.
3Því sjá, þeir dagar munu koma _ segir Drottinn _ að ég mun snúa við hag lýðs míns, Ísraels og Júda _ segir Drottinn _ og láta þá hverfa aftur til þess lands, sem ég gaf feðrum þeirra, og þeir skulu taka það til eignar.
3For, behold, the days come, says Yahweh, that I will turn again the captivity of my people Israel and Judah, says Yahweh; and I will cause them to return to the land that I gave to their fathers, and they shall possess it.
4Þessi eru orðin, sem Drottinn talaði um Ísrael og Júda.
4These are the words that Yahweh spoke concerning Israel and concerning Judah.
5Svo segir Drottinn: Hræðsluóp heyrum vér, ótti er á ferðum, en engin heill!
5For thus says Yahweh: We have heard a voice of trembling, of fear, and not of peace.
6Spyrjið um og gætið að, hvort karlmaður ali barn! Hvers vegna sé ég þá alla menn með hendur á lendum, líkt og jóðsjúk kona væri, og hvers vegna eru öll andlit orðin nábleik?
6Ask now, and see whether a man does travail with child: why do I see every man with his hands on his waist, as a woman in travail, and all faces are turned into paleness?
7Vei, mikill er sá dagur, hann á ekki sinn líka og angistartími er það fyrir Jakob, en hann mun frelsast frá því.
7Alas! for that day is great, so that none is like it: it is even the time of Jacob’s trouble; but he shall be saved out of it.
8Á þeim degi _ segir Drottinn allsherjar _ mun ég sundur brjóta okið af hálsi hans og slíta af honum böndin, og útlendir menn skulu ekki lengur halda honum í þrældómi.
8It shall come to pass in that day, says Yahweh of Armies, that I will break his yoke from off your neck, and will burst your bonds; and strangers shall no more make him their bondservant;
9Þeir skulu þjóna Drottni, Guði sínum, og Davíð, konungi sínum, er ég mun uppvekja þeim.
9but they shall serve Yahweh their God, and David their king, whom I will raise up to them.
10Óttast þú ekki, þjónn minn Jakob _ segir Drottinn _ og hræðst þú ekki, Ísrael, því að ég frelsa þig úr fjarlægu landi og leysi niðja þína úr landinu, þar sem þeir eru herleiddir, til þess að Jakob hverfi heim aftur og njóti hvíldar og búi óhultur, án þess nokkur hræði hann.
10Therefore don’t you be afraid, O Jacob my servant, says Yahweh; neither be dismayed, Israel: for, behold, I will save you from afar, and your seed from the land of their captivity; and Jacob shall return, and shall be quiet and at ease, and none shall make him afraid.
11Ég er með þér _ segir Drottinn _ til þess að frelsa þig. Ég vil gjöreyða öllum þeim þjóðum, sem ég hefi tvístrað þér á meðal. Þér einni vil ég ekki gjöreyða, heldur vil ég hirta þig í hófi, en ég vil ekki láta þér með öllu óhegnt.
11For I am with you, says Yahweh, to save you: for I will make a full end of all the nations where I have scattered you, but I will not make a full end of you; but I will correct you in measure, and will in no way leave you unpunished.
12Svo segir Drottinn: Áverki þinn er illkynjaður, sár þitt ólæknandi.
12For thus says Yahweh, Your hurt is incurable, and your wound grievous.
13Enginn tekur að sér málefni þitt, við meininu er engin lækning, engin smyrsl til handa þér.
13There is none to plead your cause, that you may be bound up: you have no healing medicines.
14Allir ástmenn þínir hafa gleymt þér, þeir spyrja ekki eftir þér, af því að ég hefi lostið þig, eins og óvinur lýstur, með grimmilegri hirting, sakir fjölda misgjörða þinna, sakir þess að syndir þínar eru margar.
14All your lovers have forgotten you; they don’t seek you: for I have wounded you with the wound of an enemy, with the chastisement of a cruel one, for the greatness of your iniquity, because your sins were increased.
15Hví æpir þú af áverka þínum, af þinni ólæknandi kvöl? Sakir fjölda misgjörða þinna, sakir þess að syndir þínar eru margar, hefi ég gjört þér þetta.
15Why do you cry for your hurt? Your pain is incurable: for the greatness of your iniquity, because your sins were increased, I have done these things to you.
16Fyrir því skulu allir þeir, sem þig eta, etnir verða, og allir þeir, sem þér þröngva, herleiddir verða. Og þeir, sem rupla þig, skulu verða öðrum að herfangi, og alla þá, sem þig ræna, mun ég framselja til ráns.
16Therefore all those who devour you shall be devoured; and all your adversaries, everyone of them, shall go into captivity; and those who despoil you shall be a spoil, and all who prey on you will I give for a prey.
17Ég mun láta koma hyldgan á sár þín og lækna þig af áverkum þínum _ segir Drottinn _ af því að þeir kalla þig ,,hina brottreknu,`` ,,Síon, sem enginn spyr eftir.``
17For I will restore health to you, and I will heal you of your wounds, says Yahweh; because they have called you an outcast, saying, It is Zion, whom no man seeks after.
18Svo segir Drottinn: Sjá, ég sný við högum Jakobs tjalda og miskunna mig yfir bústaði hans, til þess að borgin verði aftur reist á hæð sinni og aftur verði búið í höllinni á hennar vanastað.
18Thus says Yahweh: Behold, I will turn again the captivity of Jacob’s tents, and have compassion on his dwelling places; and the city shall be built on its own hill, and the palace shall be inhabited in its own way.
19Og þaðan skal hljóma þakkargjörð og gleðihljóð, og ég læt þeim fjölga og eigi fækka, og ég gjöri þá vegsamlega, svo að þeir séu ekki lengur lítilsvirtir.
19Out of them shall proceed thanksgiving and the voice of those who make merry: and I will multiply them, and they shall not be few; I will also glorify them, and they shall not be small.
20Synir hans skulu vera mér sem áður, og söfnuður hans skal vera grundvallaður frammi fyrir mér, en allra kúgara hans mun ég vitja.
20Their children also shall be as before, and their congregation shall be established before me; and I will punish all who oppress them.
21Höfðingi hans mun frá honum koma og drottnari hans fram ganga úr flokki hans. Og ég mun láta hann nálgast mig, og hann mun koma til mín, því að hver skyldi af sjálfsdáðum hætta lífi sínu í það að koma til mín? _ segir Drottinn.
21Their prince shall be of themselves, and their ruler shall proceed from their midst; and I will cause him to draw near, and he shall approach to me: for who is he who has had boldness to approach to me? says Yahweh.
22Og þá munuð þér vera mín þjóð, og ég mun vera yðar Guð.
22You shall be my people, and I will be your God.
23Sjá, stormur Drottins brýst fram _ reiði og hvirfilbylur _ hann steypist yfir höfuð hinna óguðlegu.Hinni brennandi reiði Drottins linnir ekki fyrr en hann hefir framkvæmt fyrirætlanir hjarta síns og komið þeim til vegar. Síðar meir munuð þér skilja það.
23Behold, the storm of Yahweh, his wrath, has gone forth, a sweeping storm: it shall burst on the head of the wicked.
24Hinni brennandi reiði Drottins linnir ekki fyrr en hann hefir framkvæmt fyrirætlanir hjarta síns og komið þeim til vegar. Síðar meir munuð þér skilja það.
24The fierce anger of Yahweh will not return, until he has executed, and until he has performed the intentions of his heart. In the latter days you will understand it.