Icelandic

World English Bible

Judges

12

1Efraímsmönnum var stefnt saman. Þeir héldu í norður og sögðu við Jefta: ,,Hví hefir þú farið að berjast við Ammóníta og eigi kvatt oss þér til fylgdar? Nú munum vér leggja eld í hús þitt yfir þér.``
1The men of Ephraim were gathered together, and passed northward; and they said to Jephthah, “Why did you pass over to fight against the children of Ammon, and didn’t call us to go with you? We will burn your house around you with fire!”
2Þá sagði Jefta við þá: ,,Ég og þjóð mín áttum í miklum deilum við Ammóníta. Beiddist ég þá liðs hjá yður, en þér hjálpuðuð mér ekki úr höndum þeirra.
2Jephthah said to them, “I and my people were at great strife with the children of Ammon; and when I called you, you didn’t save me out of their hand.
3Og er ég sá, að þér ætluðuð ekki að hjálpa mér, þá lagði ég líf mitt í hættu og fór í móti Ammónítum, og Drottinn gaf þá í hendur mér. Hvers vegna komið þér þá í dag til mín til þess að berjast við mig?``
3When I saw that you didn’t save me, I put my life in my hand, and passed over against the children of Ammon, and Yahweh delivered them into my hand. Why then have you come up to me this day, to fight against me?”
4Og Jefta safnaði saman öllum mönnum í Gíleað og barðist við Efraímíta, og unnu Gíleaðsmenn sigur á Efraímítum, því að Efraímítar höfðu sagt: ,,Þér eruð flóttamenn frá Efraím! Gíleað liggur mitt í Efraím, mitt í Manasse.``
4Then Jephthah gathered together all the men of Gilead, and fought with Ephraim; and the men of Gilead struck Ephraim, because they said, “You are fugitives of Ephraim, you Gileadites, in the midst of Ephraim, and in the midst of Manasseh.”
5Gíleaðítar settust um Jórdanvöðin yfir til Efraím. Og þegar flóttamaður úr Efraím sagði: ,,Leyf mér yfir um!`` þá sögðu Gíleaðsmenn við hann: ,,Ert þú Efraímíti?`` Ef hann svaraði: ,,Nei!``
5The Gileadites took the fords of the Jordan against the Ephraimites. It was so, that when the fugitives of Ephraim said, “Let me go over,” the men of Gilead said to him, “Are you an Ephraimite?” If he said, “No”;
6þá sögðu þeir við hann: ,,Segðu ,Sjibbólet.``` Ef hann þá sagði: ,,Sibbólet,`` og gætti þess eigi að bera það rétt fram, þá gripu þeir hann og drápu hann við Jórdanvöðin. Féllu þá í það mund af Efraím fjörutíu og tvær þúsundir.
6then they said to him, “Now say ‘Shibboleth;’” and he said “Sibboleth”; for he couldn’t manage to pronounce it right: then they siezed him, and killed him at the fords of the Jordan. At that time, forty-two thousand of Ephraim fell.
7Jefta var dómari í Ísrael í sex ár. Síðan andaðist Jefta Gíleaðíti og var grafinn í einni af Gíleaðs borgum.
7Jephthah judged Israel six years. Then Jephthah the Gileadite died, and was buried in the cities of Gilead.
8Eftir Jefta var Íbsan frá Betlehem dómari í Ísrael.
8After him Ibzan of Bethlehem judged Israel.
9Hann átti þrjátíu sonu, og þrjátíu dætur gifti hann burt frá sér, og þrjátíu konur færði hann sonum sínum annars staðar að. Hann var dómari í Ísrael í sjö ár.
9He had thirty sons; and thirty daughters he sent abroad, and thirty daughters he brought in from abroad for his sons. He judged Israel seven years.
10Síðan andaðist Íbsan og var grafinn í Betlehem.
10Ibzan died, and was buried at Bethlehem.
11Eftir hann var Elón Sebúloníti dómari í Ísrael. Hann var dómari í Ísrael í tíu ár.
11After him Elon the Zebulunite judged Israel; and he judged Israel ten years.
12Síðan andaðist Elón Sebúloníti og var grafinn í Ajalon í Sebúlon-landi.
12Elon the Zebulunite died, and was buried in Aijalon in the land of Zebulun.
13Eftir hann var Abdón Híllelsson Píratóníti dómari í Ísrael.
13After him Abdon the son of Hillel the Pirathonite judged Israel.
14Hann átti fjörutíu sonu og þrjátíu sonasonu, sem riðu sjötíu ösnufolum. Hann var dómari í Ísrael í átta ár.Síðan andaðist Abdón Híllelsson Píratóníti og var grafinn í Píratón í Efraímlandi á Amalekítafjöllum.
14He had forty sons and thirty sons’ sons, who rode on seventy donkey colts: and he judged Israel eight years.
15Síðan andaðist Abdón Híllelsson Píratóníti og var grafinn í Píratón í Efraímlandi á Amalekítafjöllum.
15Abdon the son of Hillel the Pirathonite died, and was buried in Pirathon in the land of Ephraim, in the hill country of the Amalekites.