1Í þá daga var enginn konungur í Ísrael, og í þá daga var ættkvísl Daníta að leita sér að arfleifð til búsetu, því að henni hafði eigi til þess dags hlotnast nein arfleifð meðal ættkvísla Ísraels.
1In those days there was no king in Israel: and in those days the tribe of the Danites sought an inheritance to dwell in; for to that day, their inheritance had not fallen to them among the tribes of Israel.
2Dans synir sendu þá fimm hrausta menn af kynþætti sínum, úr sínum hóp, frá Sorea og Estaól til þess að kanna landið og rannsaka það, og sögðu við þá: ,,Farið og rannsakið landið.`` Og þeir komu upp í Efraímfjöll, til húss Míka, og voru þar nætursakir.
2The children of Dan sent of their family five men from their whole number, men of valor, from Zorah, and from Eshtaol, to spy out the land, and to search it; and they said to them, “Go, explore the land!” They came to the hill country of Ephraim, to the house of Micah, and lodged there.
3Þegar þeir voru staddir hjá húsi Míka, þekktu þeir málfæri hins unga manns, levítans, og viku þangað og sögðu við hann: ,,Hver hefir fært þig hingað? Hvað hefst þú hér að og hverja kosti hefir þú hér?``
3When they were by the house of Micah, they knew the voice of the young man the Levite; and they turned aside there, and said to him, “Who brought you here? What do you do in this place? What do you have here?”
4Og hann sagði við þá: ,,Svo og svo hefir Míka gjört við mig. Hann leigði mig, og gjörðist ég prestur hans.``
4He said to them, “Thus and thus has Micah dealt with me, and he has hired me, and I am become his priest.”
5Þá sögðu þeir við hann: ,,Gakk þú til frétta við Guð, svo að vér fáum að vita, hvort för sú muni lánast, sem vér nú erum að fara.``
5They said to him, “Please ask counsel of God, that we may know whether our way which we go shall be prosperous.”
6Presturinn svaraði þeim: ,,Farið heilir. Förin, sem þér eruð að fara, er Drottni þóknanleg.``
6The priest said to them, “Go in peace. Your way in which you go is before Yahweh.”
7Síðan fóru mennirnir fimm leiðar sinnar og komu til Laís, og sáu þeir að fólkið, sem bjó þar, var óhult um sig að hætti Sídoninga, öruggt og óhult, og að ekki var skortur á neinu þar í landi og að fólkið var auðugt. Þeir voru og langt frá Sídoningum og höfðu engin mök við neinn.
7Then the five men departed, and came to Laish, and saw the people who were therein, how they lived in security, in the way of the Sidonians, quiet and secure; for there was none in the land, possessing authority, that might put them to shame in anything, and they were far from the Sidonians, and had no dealings with any man.
8Og þeir komu til bræðra sinna í Sorea og Estaól. Og bræður þeirra sögðu við þá: ,,Hvað hafið þér að segja?``
8They came to their brothers to Zorah and Eshtaol: and their brothers said to them, “What do you say?”
9Þeir svöruðu: ,,Af stað! Vér skulum fara í móti þeim, því að vér höfum séð landið, og sjá, það er mjög gott. Og þér eruð aðgjörðalausir! Verið ekki tregir að leggja af stað í ferð þessa til þess að taka landið til eignar.
9They said, “Arise, and let us go up against them; for we have seen the land, and behold, it is very good. Do you stand still? Don’t be slothful to go and to enter in to possess the land.
10Þegar þér komið þangað, munuð þér hitta ugglaust fólk, og landið er víðáttumikið á allar hliðar, því að Guð hefir gefið það í yðar hendur, land, þar sem ekki er skortur á neinu því, sem til er á jörðinni.``
10When you go, you shall come to a secure people, and the land is large; for God has given it into your hand, a place where there is no want of anything that is in the earth.”
11Þá tóku sig upp þaðan, frá Sorea og Estaól, sex hundruð menn, búnir hervopnum, af kynþætti Daníta.
11There set forth from there of the family of the Danites, out of Zorah and out of Eshtaol, six hundred men girt with weapons of war.
12Héldu þeir norður eftir og settu herbúðir sínar í Kirjat Jearím í Júda. Fyrir því er sá staður kallaður ,,Dans herbúðir`` fram á þennan dag, sjá, það er fyrir vestan Kirjat Jearím.
12They went up, and encamped in Kiriath Jearim, in Judah: therefore they called that place Mahaneh Dan, to this day; behold, it is behind Kiriath Jearim.
13Þaðan fóru þeir yfir á Efraímfjöll og komu til húss Míka.
13They passed there to the hill country of Ephraim, and came to the house of Micah.
14Þá hófu mennirnir fimm máls, þeir er farið höfðu til Laís til þess að kanna landið, og sögðu við frændur sína: ,,Vitið þér, að í þessum húsum er hökullíkneski, húsgoð, skurðlíkneski og steypt líkneski? Hyggið nú að, hvað þér eigið að gjöra!``
14Then the five men who went to spy out the country of Laish answered, and said to their brothers, “Do you know that there is in these houses an ephod, and teraphim, and an engraved image, and a molten image? Now therefore consider what you have to do.”
15Og þeir viku þangað og komu í hús hins unga manns, levítans, í hús Míka, og spurðu hann, hvernig honum liði.
15They turned aside there, and came to the house of the young man the Levite, even to the house of Micah, and asked him of his welfare.
16En þeir sex hundruð menn, sem voru af sonum Dans, stóðu búnir hervopnum fyrir utan hliðið,
16The six hundred men girt with their weapons of war, who were of the children of Dan, stood by the entrance of the gate.
17og mennirnir fimm, sem farið höfðu að kanna landið, fóru upp og komu þangað, tóku skurðlíkneskið, hökullíkneskið, húsgoðin og steypta líkneskið. En presturinn stóð fyrir utan hliðið og þeir sex hundruð menn, búnir hervopnum.
17The five men who went to spy out the land went up, and came in there, and took the engraved image, and the ephod, and the teraphim, and the molten image: and the priest stood by the entrance of the gate with the six hundred men girt with weapons of war.
18En er þeir voru komnir inn í hús Míka, þá tóku þeir skurðlíkneskið, hökullíkneskið, húsgoðin og steypta líkneskið. Og presturinn sagði við þá: ,,Hvað hafist þér að?``
18When these went into Micah’s house, and fetched the engraved image, the ephod, and the teraphim, and the molten image, the priest said to them, “What are you doing?”
19En þeir svöruðu honum: ,,Þegi þú! Legg þú hönd þína á munn þér og far með oss, og ver þú faðir vor og prestur! Er þér það betra að vera heimilisprestur eins manns heldur en að vera prestur hjá ættkvísl og kynþætti í Ísrael?``
19They said to him, “Hold your peace, put your hand on your mouth, and go with us, and be to us a father and a priest. Is it better for you to be priest to the house of one man, or to be priest to a tribe and a family in Israel?”
20Prestur tók þessu feginsamlega og tók hökullíkneskið, húsgoðin og skurðlíkneskið og slóst í för með mönnunum.
20The priest’s heart was glad, and he took the ephod, and the teraphim, and the engraved image, and went in the midst of the people.
21Sneru þeir nú á leið og héldu af stað og létu börn og búsmala og verðmæta hluti fara á undan sér.
21So they turned and departed, and put the little ones and the livestock and the goods before them.
22En er þeir voru komnir langt í burt frá húsi Míka, þá voru þeir menn, sem bjuggu í húsunum hjá húsi Míka, kallaðir saman, og eltu þeir Dans syni og náðu þeim.
22When they were a good way from the house of Micah, the men who were in the houses near to Micah’s house were gathered together, and overtook the children of Dan.
23Og þeir kölluðu til Dans sona, og sneru þeir sér þá við og sögðu við Míka: ,,Hvað stendur til fyrir þér, er þú kemur svo fjölmennur?``
23They cried to the children of Dan. They turned their faces, and said to Micah, “What ails you, that you come with such a company?”
24Hann svaraði: ,,Þér hafið tekið guði mína, sem ég hafði gjört mér, og prestinn, og eruð farnir burt. Hvað á ég þá eftir? Hvernig getið þér þá spurt mig: Hvað stendur til fyrir þér?``
24He said, “You have taken away my gods which I made, and the priest, and have gone away, and what more do I have? How then do you say to me, ‘What ails you?’”
25Þá sögðu Dans synir við hann: ,,Haf engin orð við oss, ella kynnu gremjufullir menn að ráðast á yður og þú verða valdur að því, að bæði þú og þitt hús týni lífi.``
25The children of Dan said to him, “Don’t let your voice be heard among us, lest angry fellows fall on you, and you lose your life, with the lives of your household.”
26Síðan fóru Dans synir leiðar sinnar. En Míka sá, að þeir voru honum ofurefli, og sneri því við og fór aftur heim til sín.
26The children of Dan went their way: and when Micah saw that they were too strong for him, he turned and went back to his house.
27Þeir tóku skurðlíkneskið, sem Míka hafði til búið, svo og prestinn, sem hann hafði haft, og réðust á Laís, ugglaust fólk og óhult um sig, og felldu þá með sverðseggjum, en lögðu eld í borgina.
27They took that which Micah had made, and the priest whom he had, and came to Laish, to a people quiet and secure, and struck them with the edge of the sword; and they burnt the city with fire.
28Og þar var enginn, sem kæmi þeim til hjálpar, því að borgin lá langt frá Sídon og þeir höfðu ekki mök við nokkurn mann, enda lá borgin í dalnum, sem er hjá Bet-Rehób. Síðan endurreistu þeir borgina og settust þar að.
28There was no deliverer, because it was far from Sidon, and they had no dealings with any man; and it was in the valley that lies by Beth Rehob. They built the city, and lived therein.
29Þeir nefndu borgina Dan, eftir nafni Dans, föður þeirra, er fæddist Ísrael, en í öndverðu hafði borgin heitið Laís.
29They called the name of the city Dan, after the name of Dan their father, who was born to Israel: however the name of the city was Laish at the first.
30Og Dans synir reistu upp skurðlíkneskið handa sér, og Jónatan Gersómsson, Mósesonar, og synir hans voru prestar hjá ættkvísl Daníta, til þess er fólkið var flutt burt úr landinu.Og þeir settu upp skurðlíkneski Míka handa sér, það er hann hafði til búið, og stóð það alla þá stund er Guðs hús var í Síló.
30The children of Dan set up for themselves the engraved image: and Jonathan, the son of Gershom, the son of Moses, he and his sons were priests to the tribe of the Danites until the day of the captivity of the land.
31Og þeir settu upp skurðlíkneski Míka handa sér, það er hann hafði til búið, og stóð það alla þá stund er Guðs hús var í Síló.
31So they set them up Micah’s engraved image which he made, all the time that God’s house was in Shiloh.