1Bóas gekk upp í borgarhliðið og settist þar. Þá bar svo við, að lausnarmaðurinn gekk fram hjá, sá er Bóas hafði talað um. Bóas sagði: ,,Kom þú og sestu hér, þú þarna!`` Og hann sneri þangað og settist niður.
1Now Boaz went up to the gate, and sat down there. Behold, the near kinsman of whom Boaz spoke came by; to whom he said, “Come over here, friend, and sit down!” He turned aside, and sat down.
2Þá tók hann tíu menn af öldungum borgarinnar og sagði: ,,Setjist hér!`` Og þeir settust niður.
2He took ten men of the elders of the city, and said, “Sit down here.” They sat down.
3Síðan sagði hann við lausnarmanninn: ,,Akurland það, er Elímelek frændi okkar átti, hefir Naomí selt, sú sem heim er komin úr Móabslandi.
3He said to the near kinsman, “Naomi, who has come back out of the country of Moab, is selling the parcel of land, which was our brother Elimelech’s.
4Og ég hugsaði, að ég skyldi láta þig vita það og segja: ,Kaup það nú í viðurvist þeirra, er hér eru, og í viðurvist öldunga fólks míns.` Ef þú vilt leysa, þá leystu. En ef þú vilt ekki leysa, þá segðu mér frá því, svo að ég viti það. Því að enginn er til, sem getur leyst, nema þú, og ég eftir þig.`` Hinn sagði: ,,Ég ætla að leysa.``
4I thought to disclose it to you, saying, ‘Buy it before those who sit here, and before the elders of my people.’ If you will redeem it, redeem it; but if you will not redeem it, then tell me, that I may know. For there is no one to redeem it besides you; and I am after you.” He said, “I will redeem it.”
5Þá sagði Bóas: ,,Um leið og þú kaupir landið af Naomí, hefir þú og keypt Rut hina móabítísku, ekkju hins framliðna, til þess að reisa nafn hins framliðna á arfleifð hans.``
5Then Boaz said, “On the day you buy the field from the hand of Naomi, you must buy it also from Ruth the Moabitess, the wife of the dead, to raise up the name of the dead on his inheritance.”
6Þá sagði lausnarmaðurinn: ,,Ég get ekki leyst það handa mér, því að þá kynni ég að spilla arfleifð minni. Leys þú handa þér það, sem ég átti að leysa, því að ég get ekki leyst það.``
6The near kinsman said, “I can’t redeem it for myself, lest I mar my own inheritance. Take my right of redemption for yourself; for I can’t redeem it.”
7Það var fyrrum siður í Ísrael við endurlausn og skipti, er menn vildu staðfesta allar gjörðir, að annar tók af sér skóinn og fékk hinum. Þetta var vottfesting í Ísrael.
7Now this was the custom in former time in Israel concerning redeeming and concerning exchanging, to confirm all things: a man took off his shoe, and gave it to his neighbor; and this was the way of attestation in Israel.
8Þá sagði lausnarmaðurinn við Bóas: ,,Kaup þú það handa þér!`` og tók af sér skóinn.
8So the near kinsman said to Boaz, “Buy it for yourself.” He took off his shoe.
9Bóas sagði við öldungana og allt fólkið: ,,Þér eruð í dag vottar að því, að ég hefi keypt af Naomí allt það, sem Elímelek átti, svo og allt það, sem þeir Kiljón og Mahlón áttu.
9Boaz said to the elders, and to all the people, “You are witnesses this day, that I have bought all that was Elimelech’s, and all that was Chilion’s and Mahlon’s, from the hand of Naomi.
10Einnig hefi ég keypt Rut hina móabítísku, ekkju Mahlóns, mér að konu, til þess að reisa nafn hins framliðna á arfleifð hans, svo að nafn hins framliðna upprætist eigi meðal bræðra hans og úr borgarhliði hans. Þér eruð vottar þess í dag.``
10Moreover Ruth the Moabitess, the wife of Mahlon, I have purchased to be my wife, to raise up the name of the dead on his inheritance, that the name of the dead not be cut off from among his brothers, and from the gate of his place. You are witnesses this day.”
11Þá sagði allt fólkið, sem var í hliðinu, og öldungarnir: ,,Vér erum vottar að því. Drottinn gjöri konuna, sem í hús þitt kemur, slíka sem þær voru Rakel og Lea, er báðar reistu Ísraels hús. Veitist þér vald í Efrata og verðir þú frægur í Betlehem.
11All the people who were in the gate, and the elders, said, “We are witnesses. May Yahweh make the woman who has come into your house like Rachel and like Leah, which two built the house of Israel; and treat you worthily in Ephrathah, and be famous in Bethlehem.
12Og verði hús þitt sem hús Peres, sem Tamar fæddi Júda, fyrir afsprengi það, sem Drottinn gefur þér við þessari ungu konu.``
12Let your house be like the house of Perez, whom Tamar bore to Judah, of the seed which Yahweh shall give you of this young woman.”
13Síðan gekk Bóas að eiga Rut, og hún varð kona hans. Og hann gekk inn til hennar, og Drottinn veitti henni getnað, og ól hún son.
13So Boaz took Ruth, and she became his wife; and he went in to her, and Yahweh gave her conception, and she bore a son.
14Þá sögðu konurnar við Naomí: ,,Lofaður sé Drottinn, sem eigi hefir látið þig bresta lausnarmann í dag, svo að nafn hans mun nefnt verða í Ísrael.
14The women said to Naomi, “Blessed be Yahweh, who has not left you this day without a near kinsman; and let his name be famous in Israel.
15Hann mun verða huggun þín og ellistoð, því að tengdadóttir þín, sem elskar þig, hefir alið hann, hún, sem er þér betri en sjö synir.``
15He shall be to you a restorer of life, and sustain you in your old age, for your daughter-in-law, who loves you, who is better to you than seven sons, has borne him.”
16Naomí tók barnið og lagði það á skaut sér og varð fóstra þess.
16Naomi took the child, and laid it in her bosom, and became nurse to it.
17Og grannkonurnar gáfu honum nafn og sögðu: ,,Naomí er fæddur sonur!`` og nefndu hann Óbeð. Hann var faðir Ísaí, föður Davíðs.
17The women, her neighbors, gave him a name, saying, “There is a son born to Naomi”; and they named him Obed. He is the father of Jesse, the father of David.
18Þetta er ættartala Peres: Peres gat Hesron,
18Now this is the history of the generations of Perez: Perez became the father of Hezron,
19og Hesron gat Ram, og Ram gat Ammínadab,
19and Hezron became the father of Ram, and Ram became the father of Amminadab,
20og Ammínadab gat Nakson, og Nakson gat Salmón,og Salmón gat Bóas, og Bóas gat Óbeð,
20and Amminadab became the father of Nahshon, and Nahshon became the father of Salmon,
21og Salmón gat Bóas, og Bóas gat Óbeð,
21and Salmon became the father of Boaz, and Boaz became the father of Obed,
22and Obed became the father of Jesse, and Jesse became the father of David.