1Ecco, il Signore, l’Eterno degli eserciti, sta per togliere a Gerusalemme ed a Giuda ogni risorsa ed ogni appoggio, ogni risorsa di pane e ogni risorsa di acqua,
1Sjá, hinn alvaldi, Drottinn allsherjar sviptir Jerúsalem og Júda hverri stoð og styttu, allri stoð brauðs og allri stoð vatns,
2il prode ed il guerriero, il giudice ed il profeta, l’indovino e l’anziano,
2hetjum og hermönnum, dómendum og spámönnum, spásagnamönnum og öldungum,
3il capo di cinquantina e il notabile, il consigliere, l’artefice esperto, e l’abile incantatore.
3höfuðsmönnum, virðingamönnum, ráðgjöfum, hugvitsmönnum og kunnáttumönnum.
4Io darò loro de’ giovinetti per principi, e de’ bambini domineranno sovr’essi.
4Ég vil fá þeim ungmenni fyrir höfðingja, og smásveinar skulu drottna yfir þeim.
5Il popolo sarà oppresso, uomo da uomo, ciascuno dal suo prossimo; il giovane insolentirà contro il vecchio, l’abietto contro colui che è onorato.
5Á meðal fólksins skal maður manni þrengja. Ungmennið mun hrokast upp í móti öldungnum og skrílmennið upp í móti tignarmanninum.
6Quand’uno prenderà il fratello nella sua casa paterna e gli dirà: "Tu hai un mantello, sii nostro capo, prendi queste ruine sotto la tua mano",
6Þegar einhver þrífur í bróður sinn í húsi föður síns og segir: ,,Þú átt yfirhöfn, ver þú stjórnari vor, og þetta fallandi ríki skal vera undir þinni hendi,``
7egli, in quel giorno, alzerà la voce, dicendo: "Io non sarò vostro medico, e nella mia casa non v’è né pane né mantello; non mi fate capo del popolo!"
7þá mun hann á þeim degi hefja upp raust sína og segja: ,,Ég vil ekki vera sáralæknir, og í húsi mínu er hvorki til brauð né klæði. Gjörið mig ekki að þjóðstjóra.``
8Poiché Gerusalemme vacilla e Giuda crolla, perché la loro lingua e le opere sono contro l’Eterno, sì da provocare ad ira il suo sguardo maestoso.
8Jerúsalem er að hruni komin og Júda er að falla, af því að tunga þeirra og athæfi var gegn Drottni til þess að storka dýrðaraugum hans.
9L’aspetto del loro volto testimonia contr’essi, pubblicano il loro peccato, come Sodoma, e non lo nascondono. Guai all’anima loro! perché procurano a se stessi del male.
9Andlitssvipur þeirra vitnar í gegn þeim, og þeir gjöra syndir sínar heyrinkunnar, eins og Sódóma, og leyna þeim ekki. Vei þeim, því að þeir hafa bakað sjálfum sér ógæfu.
10Ditelo che il giusto avrà del bene, perch’ei mangerà il frutto delle opere sue!
10Heill hinum réttlátu, því að þeim mun vel vegna, því að þeir munu njóta ávaxtar verka sinna.
11Guai all’empio! male gl’incoglierà, perché gli sarà reso quel che le sue mani han fatto.
11Vei hinum óguðlega, honum mun illa vegna, því að honum mun goldið verða eftir tilgjörðum hans.
12Il mio popolo ha per oppressori dei fanciulli, e delle donne lo signoreggiano. O popolo mio, quei che ti guidano ti sviano, e ti distruggono il sentiero per cui devi passare!
12Harðstjóri þjóðar minnar er drengur, og konur drottna yfir henni. Þjóð mín, leiðtogar þínir leiða þig afleiðis og villa fyrir þér veginn.
13L’Eterno si presenta per discutere la causa, e sta in piè per giudicare i popoli.
13Drottinn gengur fram til að sækja sökina, hann stendur frammi til að dæma þjóðirnar.
14L’Eterno entra in giudizio con gli anziani del suo popolo e coi principi d’esso: "Voi siete quelli che avete divorato la vigna! Le spoglie del povero sono nelle nostre case!
14Drottinn gengur fram til dóms í gegn öldungum lýðs síns og höfðingjum hans: ,,Það eruð þér, sem hafið etið upp víngarðinn. Rændir fjármunir fátæklinganna eru í húsum yðar.
15Con qual diritto schiacciate voi il mio popolo e pestate la faccia de’ miseri?" dice il Signore, l’Eterno degli eserciti.
15Hvernig getið þér fengið af yður að fótum troða lýð minn og merja sundur andlit hinna snauðu,`` _ segir hinn alvaldi, Drottinn allsherjar.
16L’Eterno dice ancora: Poiché le figliuolo di Sion sono altere, sen vanno col collo teso, lanciando sguardi provocanti, camminando a piccoli passi e facendo tintinnare gli anelli de’ lor piedi,
16Drottinn sagði: Sökum þess að dætur Síonar eru drembilátar og ganga hnakkakerrtar, gjóta út undan sér augunum og tifa í göngunni og láta glamra í ökklaspennunum,
17il Signore renderà calvo il sommo del capo alle figliuole di Sion, e l’Eterno metterà a nudo le loro vergogne.
17þá mun Drottinn gjöra kláðugan hvirfil Síonar dætra og gjöra bera blygðan þeirra.
18In quel giorno, il Signore torrà via il lusso degli anelli de’ piedi, delle reti e delle mezzelune;
18Á þeim degi mun Drottinn burt nema skart þeirra: ökklaspennurnar, ennisböndin, hálstinglin,
19gli orecchini, i braccialetti ed i veli;
19eyrnaperlurnar, armhringana, andlitsskýlurnar,
20i diademi, le catenelle de’ piedi, le cinture, i vasetti di profumo e gli amuleti;
20motrana, ökklafestarnar, beltin, ilmbaukana, töfraþingin,
21gli anelli, i cerchietti da naso;
21fingurgullin, nefhringana,
22gli abiti da festa, le mantelline, gli scialli e le borse;
22glitklæðin, nærklæðin, möttlana og pyngjurnar,
23gli specchi, le camicie finissime, le tiare e le mantiglie.
23speglana, líndúkana, vefjarhettina og slæðurnar.
24Invece del profumo s’avrà fetore; invece di cintura, una corda; invece di riccioli calvizie; invece d’ampio manto, un sacco stretto; un marchio di fuoco invece di bellezza.
24Koma mun ódaunn fyrir ilm, reiptagl fyrir belti, skalli fyrir hárfléttur, aðstrengdur hærusekkur í stað skrautskikkju, brennimerki í stað fegurðar.
25I tuoi uomini cadranno di spada, e i tuoi prodi, in battaglia.
25Menn þínir munu fyrir sverði falla og kappar þínir í orustu.Hlið borgarinnar munu kveina og harma, og hún sjálf mun sitja einmana á jörðinni.
26Le porte di Sion gemeranno e saranno in lutto; tutta desolata, ella sederà per terra.
26Hlið borgarinnar munu kveina og harma, og hún sjálf mun sitja einmana á jörðinni.