1Men mens de talte til folket, kom prestene og høvedsmannen for tempelvakten og sadduseerne over dem;
1Meðan þeir voru að tala til fólksins, komu að þeim prestarnir, varðforingi helgidómsins og saddúkearnir.
2de harmedes over at de lærte folket og forkynte i Jesus opstandelsen fra de døde,
2Þeir voru æfir af því að postularnir voru að kenna fólkinu og boða upprisu dauðra í Jesú.
3og de la hånd på dem og satte dem i fengsel til den næste dag; for det var alt aften.
3Lögðu þeir hendur á þá og settu þá í varðhald til næsta morguns, því að kvöld var komið.
4Men mange av dem som hadde hørt ordet, kom til troen, og tallet på mennene blev omkring fem tusen.
4En margir þeirra, er heyrt höfðu orðið, tóku trú, og tala karlmanna varð um fimm þúsundir.
5Dagen efter skjedde det da at deres rådsherrer og eldste og skriftlærde samlet sig i Jerusalem,
5Næsta morgun komu höfðingjarnir, öldungarnir og fræðimennirnir saman í Jerúsalem.
6og med dem ypperstepresten Annas og Kaifas og Johannes og Aleksander og så mange som var av yppersteprestelig ætt,
6Þar voru Annas, æðsti prestur, Kaífas, Jóhannes, Alexander og allir, sem voru af æðsta prests ættum.
7og de stilte dem frem midt iblandt sig og spurte dem: Ved hvilken kraft eller ved hvilket navn gjorde I dette?
7Þeir létu leiða postulana fram og spurðu þá: ,,Með hvaða krafti eða í hvers nafni gjörðuð þið þetta?``
8Da sa Peter til dem, fylt av den Hellige Ånd: I folkets rådsherrer og Israels eldste!
8Þá sagði Pétur við þá, fylltur heilögum anda: ,,Þér höfðingjar lýðsins og öldungar,
9Når vi idag blir tatt i forhør for en velgjerning mot et sykt menneske, om hvad han er helbredet ved,
9með því að við eigum í dag að svara til saka vegna góðverks við sjúkan mann og gera grein fyrir því, hvernig hann sé heill orðinn,
10da være det vitterlig for eder alle og for hele Israels folk at ved Jesu Kristi, nasareerens navn, han som I korsfestet, han som Gud opvakte fra de døde, ved ham står denne helbredet for eders øine.
10þá sé yður öllum kunnugt og öllum Ísraelslýð, að í nafni Jesú Krists frá Nasaret, þess er þér krossfestuð, en Guð uppvakti frá dauðum, í hans nafni stendur þessi maður heilbrigður fyrir augum yðar.
11Han er den sten som blev forkastet av eder, I bygningsmenn, men som er blitt hjørnesten.
11Jesús er steinninn, sem þér, húsasmiðirnir, virtuð einskis, hann er orðinn hyrningarsteinn.
12Og det er ikke frelse i nogen annen; for det er heller ikke noget annet navn under himmelen, gitt blandt mennesker, ved hvilket vi skal bli frelst.
12Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss.``
13Men da de så Peters og Johannes' frimodighet og fikk vite at de var ulærde og lege menn, undret de sig, og de kjente dem igjen, at de hadde vært med Jesus;
13Þegar þeir sáu djörfung Péturs og Jóhannesar og skildu, að þeir voru ólærðir leikmenn, undruðust þeir. Þeir könnuðust og við, að þeir höfðu verið með Jesú.
14og da de så mannen stå ved deres side, han som var blitt helbredet, kunde de ikke si imot.
14Og er þeir sáu manninn, sem læknaður hafði verið, standa hjá þeim, máttu þeir ekki í móti mæla.
15De bød dem da gå ut fra rådet, og de rådførte sig med hverandre og sa:
15Þeir skipuðu þeim að ganga út frá ráðinu, tóku saman ráð sín og sögðu:
16Hvad skal vi gjøre med disse mennesker? for at et vitterlig tegn er gjort ved dem, det er åpenbart for alle som bor i Jerusalem, og det kan vi ikke nekte.
16,,Hvað eigum vér að gjöra við þessa menn? Því að augljóst er öllum Jerúsalembúum, að ótvírætt tákn er orðið af þeirra völdum. Vér getum ekki neitað því.
17Men forat det ikke skal utbrede sig mere blandt folket, så la oss alvorlig true dem til ikke mere å tale i dette navn til noget menneske!
17Þetta má ekki berast frekar út meðal lýðsins. Vér skulum því hóta þeim hörðu, að þeir tali aldrei framar í þessu nafni við nokkurn mann.``
18Så kalte de dem inn og bød dem at de aldeles ikke skulde tale eller lære i Jesu navn.
18Síðan kölluðu þeir þá fyrir sig og skipuðu þeim að hætta með öllu að tala eða kenna í Jesú nafni.
19Men Peter og Johannes svarte dem: Døm selv om det er rett i Guds øine å lyde eder mere enn Gud!
19Pétur og Jóhannes svöruðu: ,,Dæmið sjálfir, hvort það sé rétt í augum Guðs að hlýðnast yður fremur en honum.
20for vi kan ikke la være å tale om det som vi har sett og hørt.
20Vér getum ekki annað en talað það, sem vér höfum séð og heyrt.``
21De truet dem da enn mere, og så lot de dem gå, da de for folkets skyld ikke fant nogen råd til å straffe dem; for alle priste Gud for det som var skjedd;
21En þeir ógnuðu þeim enn frekar og slepptu þeim síðan, þar sem þeir sáu enga leið vegna fólksins að hegna þeim, því allir lofuðu Guð fyrir þennan atburð.
22for han var mere enn firti år gammel den mann som dette helbredelsestegn hadde hendt med.
22En maðurinn, sem læknast hafði með þessu tákni, var yfir fertugt.
23Da de nu var løslatt, kom de til sine egne og fortalte dem alt det yppersteprestene og de eldste hadde sagt til dem.
23Er þeim hafði verið sleppt, fóru þeir til félaga sinna og greindu þeim frá öllu því, sem æðstu prestarnir og öldungarnir höfðu við þá talað.
24Da de hørte det, løftet de samdrektig sin røst til Gud og sa: Herre! du som gjorde himmelen og jorden og havet og alt det som i dem er,
24Þegar þeir heyrðu það, hófu þeir einum huga raust sína til Guðs og sögðu: ,,Herra, þú sem gjörðir himin, jörð og haf og allt, sem í þeim er,
25du som ved din tjener Davids munn sa: Hvorfor fnyste hedningene og grundet folkene på det som fåfengt er?
25þú, sem lést heilagan anda mæla af munni Davíðs, föður vors, þjóns þíns: Hví geisuðu heiðingjarnir, og hví hugðu lýðirnir á hégómleg ráð?
26Jordens konger steg frem, og høvdingene samlet sig sammen mot Herren og mot hans salvede -
26Konungar jarðarinnar risu upp, og höfðingjarnir söfnuðust saman gegn Drottni og gegn hans Smurða.
27ja i sannhet, i denne by samlet de sig mot din hellige tjener Jesus, som du salvet, både Herodes og Pontius Pilatus med hedningene og Israels folk,
27Því að sannarlega söfnuðust saman í borg þessari gegn hinum heilaga þjóni þínum, Jesú, er þú smurðir, þeir Heródes og Pontíus Pílatus ásamt heiðingjunum og lýðum Ísraels
28for å gjøre det som din hånd og ditt råd forut hadde besluttet skulde skje.
28til að gjöra allt það, er hönd þín og ráð hafði fyrirhugað, að verða skyldi.
29Og nu, Herre! hold øie med deres trusler, og gi dine tjenere å tale ditt ord med all frimodighet,
29Og nú, Drottinn, lít á hótanir þeirra og veit þjónum þínum fulla djörfung að tala orð þitt.
30idet du rekker din hånd ut til helbredelse og til tegn og undergjerninger ved din hellige tjener Jesu navn.
30Rétt þú út hönd þína til að lækna og lát tákn og undur verða fyrir nafn þíns heilaga þjóns, Jesú.``
31Og da de hadde bedt, skalv det sted hvor de var samlet, og de blev alle fylt med den Hellige And, og de talte Guds ord med frimodighet.
31Þegar þeir höfðu beðist fyrir, hrærðist staðurinn, þar sem þeir voru saman komnir, og þeir fylltust allir heilögum anda og töluðu orð Guðs af djörfung.
32Men hele flokken av dem som var kommet til troen, hadde ett hjerte og en sjel, og ikke en sa om noget av sitt gods at det var hans eget de hadde alt felles.
32En í þeim fjölda, sem trú hafði tekið, var eitt hjarta og ein sál, og enginn þeirra taldi neitt vera sitt, er hann átti, heldur höfðu þeir allt sameiginlegt.
33Og med stor kraft bar apostlene frem vidnesbyrdet om den Herre Jesu opstandelse, og det var stor nåde over dem alle.
33Postularnir báru vitni um upprisu Drottins Jesú með miklum krafti, og mikil náð var yfir þeim öllum.
34For det var heller ikke nogen trengende iblandt dem; for alle som eide akrer eller hus, solgte dem og bar frem verdien av det de hadde solgt,
34Eigi var heldur neinn þurfandi meðal þeirra, því að allir landeigendur og húseigendur seldu eign sína, komu með andvirðið
35og la det for apostlenes føtter, og det blev delt ut til enhver efter som han hadde trang til.
35og lögðu fyrir fætur postulanna. Og sérhverjum var úthlutað eftir því sem hann hafði þörf til.
36Og Josef, som av apostlene hadde fått tilnavnet Barnabas, det er utlagt: formaningens sønn, en levitt, født på Kypern, som eide en aker, solgte den og bar frem pengene og la dem for apostlenes føtter.
36Jósef levíti, frá Kýpur, sem postularnir kölluðu Barnabas, það þýðir huggunar sonur,átti sáðland og seldi, kom með verðið og lagði fyrir fætur postulanna.
37átti sáðland og seldi, kom með verðið og lagði fyrir fætur postulanna.