Norwegian

Icelandic

Job

10

1Min sjel er lei av mitt liv, jeg vil la min klage ha fritt løp, jeg vil tale i min sjels bitre smerte.
1Mér býður við lífi mínu, ég ætla því að gefa kveinstöfum mínum lausan tauminn, ætla að tala í sálarkvöl minni.
2Jeg vil si til Gud: Fordøm mig ikke, la mig vite hvorfor du strider mot mig!
2Ég segi við Guð: Sakfell mig ekki! lát mig vita, hvers vegna þú deilir við mig.
3Tykkes det dig godt at du undertrykker, at du forkaster det dine hender med omhu har dannet, og lar ditt lys skinne over ugudeliges råd?
3Er það ávinningur fyrir þig, að þú undirokar, að þú hafnar verki handa þinna, en lætur ljós skína yfir ráðagerð hinna óguðlegu?
4Har du menneskeøine, eller ser du således som et menneske ser?
4Hefir þú holdleg augu, eða sér þú eins og menn sjá?
5Er dine dager som et menneskes dager, eller dine år som en manns dager? -
5Eru dagar þínir eins og dagar mannanna, eru ár þín eins og mannsævi,
6siden du søker efter min misgjerning og leter efter min synd,
6er þú leitar að misgjörð minni og grennslast eftir synd minni,
7enda du vet at jeg ikke er ugudelig, og at det ingen er som redder av din hånd.
7þótt þú vitir, að ég er ekki sekur, og að enginn frelsar af þinni hendi?
8Dine hender har dannet mig og gjort mig, helt og i alle deler, og nu vil du ødelegge mig!
8Hendur þínar hafa skapað mig og myndað mig, allan í krók og kring, og samt ætlar þú að tortíma mér?
9Kom i hu at du har dannet mig som leret, og nu lar du mig atter vende tilbake til støvet!
9Minnstu þó þess, að þú myndaðir mig sem leir, og nú vilt þú aftur gjöra mig að dufti.
10Helte du mig ikke ut som melk og lot mig størkne som ost?
10Hefir þú ekki hellt mér sem mjólk og hleypt mig sem ost?
11Med hud og kjøtt klædde du mig, og med ben og sener gjennemvevde du mig.
11Hörundi og holdi klæddir þú mig og ófst mig saman úr beinum og sinum.
12Liv og miskunnhet har du gitt mig, og din varetekt har vernet om min ånd.
12Líf og náð veittir þú mér, og umsjá þín varðveitti andardrátt minn.
13Og dette* gjemte du i ditt hjerte, jeg vet at dette hadde du i sinne: / {* det som opregnes JBS 10, 14 fg.}
13En þetta falst þú í hjarta þínu, ég veit þú hafðir slíkt í hyggju.
14Syndet jeg, så vilde du vokte på mig og ikke frikjenne mig for min misgjerning;
14Ef ég syndgaði, þá ætlaðir þú að hafa gætur á mér og eigi sýkna mig af misgjörð minni.
15var jeg skyldig, da ve mig, men var jeg uskyldig, skulde jeg dog ikke kunne løfte mitt hode, mett av skam og med min elendighet for øie;
15Væri ég sekur, þá vei mér! Og þótt ég væri réttlátur, þá mundi ég samt ekki bera höfuð mitt hátt, mettur af smán og þjakaður af eymd.
16og hevet det sig dog, så vilde du jage efter mig som en løve, og atter vise dig forunderlig mot mig;
16Og ef ég reisti mig upp, þá mundir þú elta mig sem ljón, og ávallt að nýju sýna á mér undramátt þinn.
17du vilde føre nye vidner mot mig og øke din harme mot mig, sende alltid nye hærflokker mot mig.
17Þú mundir leiða fram ný vitni á móti mér og herða á gremju þinni gegn mér, senda nýjan og nýjan kvalaher á hendur mér.
18Hvorfor lot du mig utgå av mors liv? Jeg skulde ha opgitt ånden, og intet øie skulde ha sett mig;
18Hvers vegna útleiddir þú mig þá af móðurlífi? Ég hefði átt að deyja, áður en nokkurt auga leit mig!
19jeg skulde ha vært som om jeg aldri hadde vært til; fra mors liv skulde jeg ha vært båret til graven.
19Ég hefði átt að verða eins og ég hefði aldrei verið til, verið borinn frá móðurkviði til grafar!
20Er ikke mine dager få? - Han holde op! Han la mig være, så jeg kan bli litt glad,
20Eru ekki dagar mínir fáir? Slepptu mér, svo að ég megi gleðjast lítið eitt,
21før jeg går bort for ikke å vende tilbake, bort til mørkets og dødsskyggens land,
21áður en ég fer burt og kem aldrei aftur, fer í land myrkurs og niðdimmu,land svartamyrkurs sem um hánótt, land niðdimmu og skipuleysis, þar sem birtan sjálf er sem svartnætti.
22et land så mørkt som den sorteste natt, hvor dødsskygge og forvirring råder, og hvor lyset er som den sorteste natt!
22land svartamyrkurs sem um hánótt, land niðdimmu og skipuleysis, þar sem birtan sjálf er sem svartnætti.