1Og derefter gikk Jesus omkring i Galilea; for han vilde ikke gå omkring i Judea, fordi jødene stod ham efter livet.
1Eftir þetta fór Jesús um Galíleu. Hann vildi ekki fara um Júdeu, sökum þess að Gyðingar sátu um líf hans.
2Og jødenes høitid, løvsalenes fest, var nær.
2Nú fór að hátíð Gyðinga, laufskálahátíðin.
3Hans brødre sa da til ham: Dra bort herfra og gå til Judea, forat også dine disipler kan få se de gjerninger som du gjør!
3Þá sögðu bræður hans við hann: ,,Flyt þig héðan og farðu til Júdeu, til þess að lærisveinar þínir sjái líka verkin þín, sem þú gjörir.
4for ingen gjør noget i lønndom og attrår dog selv å være almindelig kjent; gjør du sådanne ting, da åpenbar dig for verden!
4Því enginn starfar í leynum, ef hann vill verða alkunnur. Fyrst þú vinnur slík verk, þá opinbera sjálfan þig heiminum.``
5For heller ikke hans brødre trodde på ham.
5Því jafnvel bræður hans trúðu ekki á hann.
6Jesus sier til dem: Min tid er ennu ikke kommet; men eders tid er alltid forhånden.
6Jesús sagði við þá: ,,Minn tími er ekki enn kominn, en yður hentar allur tími.
7Verden kan ikke hate eder; men mig hater den fordi jeg vidner om den at dens gjerninger er onde.
7Heimurinn getur ekki hatað yður. Mig hatar hann, af því ég vitna um hann, að verk hans eru vond.
8Dra I op til høitiden! jeg drar ikke op til denne høitid; for min tid er ennu ikke fullkommet.
8Þér skuluð fara upp eftir á hátíðina. Ég fer ekki til þessarar hátíðar, því minn tími er ekki enn kominn.``
9Da han hadde sagt dette til dem, blev han i Galilea.
9Þetta sagði hann þeim og var kyrr í Galíleu.
10Men da hans brødre hadde draget op til høiden, da drog også han der op, dog ikke åpenbart, men som i lønndom.
10Þegar bræður hans voru farnir upp eftir til hátíðarinnar, fór hann samt líka upp eftir, ekki svo menn vissu, heldur nánast á laun.
11Jødene lette da efter ham på høitiden og sa: Hvor er han?
11Gyðingar voru að leita að honum á hátíðinni og spurðu, hvar hann væri.
12Og det blev mumlet meget om ham blandt folket; nogen sa: Han er en god mann, men andre sa: Nei, han fører folket vill.
12Manna á meðal var margt um hann talað. Sumir sögðu: ,,Hann er góður,`` en aðrir sögðu: ,,Nei, hann leiðir fjöldann í villu.``
13Dog talte ingen fritt ut om ham, av frykt for jødene.
13Þó talaði enginn opinskátt um hann af ótta við Gyðinga.
14Men da det allerede var midt i høitiden, gikk Jesus op i templet og lærte.
14Er hátíðin var þegar hálfnuð, fór Jesús upp í helgidóminn og tók að kenna.
15Jødene undret sig da og sa: Hvor har han sin lærdom fra, han som ikke er oplært?
15Gyðingar urðu forviða og sögðu: ,,Hvernig hefur þessi maður orðið lærður og hefur þó ekki fræðslu notið?``
16Jesus svarte dem og sa: Min lære er ikke min, men hans som har sendt mig;
16Jesús svaraði þeim: ,,Kenning mín er ekki mín, heldur hans, er sendi mig.
17vil nogen gjøre hans vilje, han skal kjenne om læren er av Gud, eller om jeg taler av mig selv.
17Sá sem vill gjöra vilja hans, mun komast að raun um, hvort kenningin er frá Guði eða ég tala af sjálfum mér.
18Den som taler av sig selv, søker sin egen ære; men den som søker hans ære som har sendt ham, han er sanndru, og det er ikke urettferdighet i ham.
18Sá sem talar af sjálfum sér, leitar eigin heiðurs, en sá sem leitar heiðurs þess, er sendi hann, er sannorður og í honum ekkert ranglæti.
19Har ikke Moses gitt eder loven? Og ingen av eder holder loven. Hvorfor står I mig efter livet?
19Gaf Móse yður ekki lögmálið? Samt heldur enginn yðar lögmálið. Hví sitjið þér um líf mitt?``
20Folket svarte: Du er besatt; hvem står dig efter livet?
20Fólkið ansaði: ,,Þú ert haldinn illum anda. Hver situr um líf þitt?``
21Jesus svarte og sa til dem: En gjerning gjorde jeg, og I undrer eder alle over den.
21Jesús svaraði þeim: ,,Eitt verk gjörði ég, og þér undrist það allir.
22Moses har gitt eder omskjærelsen - ikke så at den er fra Moses, men fra fedrene - og I omskjærer et menneske på sabbaten;
22Móse gaf yður umskurnina _ hún er að vísu ekki frá Móse, heldur feðrunum _ og þér umskerið mann jafnvel á hvíldardegi.
23når nu et menneske blir omskåret på sabbaten, forat Mose lov ikke skal brytes, harmes I da på mig fordi jeg har gjort et helt menneske friskt på sabbaten?
23Fyrst maður er umskorinn á hvíldardegi, til þess að lögmál Móse verði ekki brotið, hví reiðist þér mér, að ég gjörði manninn allan heilan á hvíldardegi?
24Døm ikke efter synet, men døm en rettferdig dom!
24Dæmið ekki eftir útliti, dæmið réttlátan dóm.``
25Nogen av dem som hørte hjemme i Jerusalem, sa da: Er det ikke ham de står efter livet?
25Þá sögðu nokkrir Jerúsalembúar: ,,Er þetta ekki sá, sem þeir sitja um að lífláta?
26Og se, han taler fritt ut, og de sier ikke et ord til ham; skulde virkelig våre rådsherrer være blitt overtydet om at han er Messias?
26Og nú er hann að tala á almannafæri, og þeir segja ekkert við hann. Skyldu nú höfðingjarnir hafa komist að raun um, að hann sé Kristur?
27Men om denne mann vet vi hvor han er fra; men når Messias kommer, vet ingen hvor han er fra.
27Nei, vér vitum, hvaðan þessi maður er. Þegar Kristur kemur, veit enginn, hvaðan hann er.``
28Mens nu Jesus lærte i templet, ropte han ut: Både kjenner I mig, og I vet hvor jeg er fra; og av mig selv er jeg dog ikke kommet; men det er i sannhet en som har sendt mig, han som I ikke kjenner.
28Jesús var að kenna í helgidóminum, og nú kallaði hann: ,,Bæði þekkið þér mig og vitið hvaðan ég er. Þó er ég ekki kominn af sjálfum mér. En sá er sannur, sem sendi mig, og hann þekkið þér ekki.
29Jeg kjenner ham; for fra ham er jeg, og han har utsendt mig.
29Ég þekki hann, því ég er frá honum og hann sendi mig.``
30De søkte da å få grepet ham; men ingen la hånd på ham, for hans time var ennu ikke kommet.
30Nú ætluðu þeir að grípa hann, en enginn lagði hendur á hann, því stund hans var enn ekki komin.
31Men av folket var det mange som trodde på ham, og de sa: Når Messias kommer, mon han da vil gjøre flere tegn enn denne har gjort?
31En af alþýðu manna tóku margir að trúa á hann og sögðu: ,,Mun Kristur gjöra fleiri tákn, þegar hann kemur, en þessi maður hefur gjört?``
32Fariseerne hørte folket mumle dette om ham, og yppersteprestene og fariseerne sendte tjenere avsted for å gripe ham.
32Farísear heyrðu, að fólk var að skrafa þetta um hann, og æðstu prestar og farísear sendu þjóna að taka hann höndum.
33Jesus sa da: Ennu en kort tid er jeg hos eder, så går jeg bort til ham som har sendt mig.
33Þá sagði Jesús: ,,Enn verð ég hjá yður skamma stund, og þá fer ég aftur til þess, sem sendi mig.
34I skal lete efter mig og ikke finne mig, og der hvor jeg er, kan I ikke komme.
34Þér munuð leita mín og eigi finna. Þér getið ekki komist þangað sem ég er.``
35Jødene sa da til hverandre: Hvor vil han gå bort, siden vi ikke skal finne ham? Mon han vil gå til dem som er spredt omkring blandt grekerne, og lære grekerne?
35Þá sögðu Gyðingar sín á milli: ,,Hvert skyldi hann ætla að fara, svo að vér finnum hann ekki? Hann ætlar þó ekki að fara til Gyðinga, sem dreifðir eru meðal Grikkja og kenna Grikkjum?
36Hvad er dette for et ord han sa: I skal lete efter mig og ikke finne mig, og der hvor jeg er, kan I ikke komme?
36Hvað var hann að segja: ,Þér munuð leita mín og eigi finna, og þér getið ekki komist þangað sem ég er`?``
37Men på den siste, den store dag i høitiden stod Jesus og ropte ut: Om nogen tørster, han komme til mig og drikke!
37Síðasta daginn, hátíðardaginn mikla, stóð Jesús þar og kallaði: ,,Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til mín og drekki.
38Den som tror på mig, av hans liv skal det, som Skriften har sagt, rinne strømmer av levende vann.
38Sá sem trúir á mig, _ frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir.``
39Dette sa han om den Ånd som de skulde få som trodde på ham; for Ånden var ennu ikke kommet, fordi Jesus ennu ikke var herliggjort.
39Þarna átti hann við andann, er þeir skyldu hljóta, sem á hann trúa. Því enn var andinn ekki gefinn, þar eð Jesús var ekki enn dýrlegur orðinn.
40Nogen av folket sa nu, da de hørte disse ord: Dette er i sannhet profeten.
40Þá sögðu nokkrir úr mannfjöldanum, sem hlýddu á þessi orð: ,,Þessi er sannarlega spámaðurinn.``
41Andre sa: Dette er Messias. Andre igjen sa: Messias kommer da vel ikke fra Galilea?
41Aðrir mæltu: ,,Hann er Kristur.`` En sumir sögðu: ,,Mundi Kristur þá koma frá Galíleu?
42Har ikke Skriften sag at Messias kommer av Davids ætt og fra Betlehem, den by hvor David var?
42Hefur ekki ritningin sagt, að Kristur komi af kyni Davíðs og frá Betlehem, þorpinu þar sem Davíð var?``
43Det blev da splid iblandt folket for hans skyld.
43Þannig greindi menn á um hann.
44Og nogen av dem vilde gripe ham; men ingen la hånd på ham.
44Nokkrir þeirra vildu grípa hann, en þó lagði enginn hendur á hann.
45Tjenerne kom da til yppersteprestene og fariseerne, og disse sa til dem: Hvorfor har I ikke ført ham hit?
45Nú komu þjónarnir til æðstu prestanna og faríseanna, sem sögðu við þá: ,,Hvers vegna komuð þér ekki með hann?``
46Tjenerne svarte: Aldri har noget menneske talt således som denne mann.
46Þjónarnir svöruðu: ,,Aldrei hefur nokkur maður talað þannig.``
47Fariseerne svarte dem da: Har også I latt eder dåre?
47Þá sögðu farísearnir: ,,Létuð þér þá einnig leiðast afvega?
48Har vel nogen av rådsherrene trodd på ham, eller nogen av fariseerne?
48Ætli nokkur af höfðingjunum hafi farið að trúa á hann, eða þá af faríseum?
49Men denne hop som ikke kjenner loven, er forbannet.
49Þessi almúgi, sem veit ekkert í lögmálinu, hann er bölvaður!``
50Nikodemus, han som før engang var kommet til ham, og som var en av dem, sier til dem:
50Nikódemus, sem kom til hans fyrrum og var einn af þeim, segir við þá:
51Vår lov dømmer da vel ikke nogen uten at de først har hørt ham og fått vite hvad han har gjort?
51,,Mundi lögmál vort dæma mann, nema hann sé yfirheyrður áður og að því komist, hvað hann hefur aðhafst?``
52De svarte ham: Kanskje du også er fra Galilea? Ransak, så skal du se at ingen profet kommer fra Galilea!
52Þeir svöruðu honum: ,,Ert þú nú líka frá Galíleu? Gáðu að og sjáðu, að enginn spámaður kemur úr Galíleu.``[Nú fór hver heim til sín.
53Og de gikk hver til sitt.
53[Nú fór hver heim til sín.