1Da han hadde fullendt sin tale for folkets ører, gikk han inn i Kapernaum.
1Þá er hann hafði lokið máli sínu í áheyrn lýðsins, fór hann til Kapernaum.
2Og en høvedsmann hadde en tjener som var syk og nær ved å dø, og han var ham meget kjær.
2Hundraðshöfðingi nokkur hafði þjón, sem hann mat mikils. Þjónninn var sjúkur og dauðvona.
3Da han nu hørte om Jesus, sendte han nogen av jødenes eldste til ham og bad ham at han vilde komme og helbrede hans tjener.
3Þegar hundraðshöfðinginn heyrði um Jesú, sendi hann til hans öldunga Gyðinga og bað hann koma og bjarga lífi þjóns síns.
4De kom da til Jesus, og bad ham inderlig og sa: Han er vel verd at du gjør dette for ham;
4Þeir komu til Jesú, báðu hann ákaft og sögðu: ,,Verður er hann þess, að þú veitir honum þetta,
5for han elsker vårt folk, og det er han som har bygget synagogen for oss.
5því að hann elskar þjóð vora, og hann hefur reist samkunduna handa oss.``
6Jesus gikk da med dem. Men da han ikke hadde langt igjen til huset, sendte høvedsmannen nogen venner til ham og lot si: Herre, umak dig ikke! for jeg er for ringe til at du skal gå inn under mitt tak;
6Jesús fór með þeim. Þegar hann átti skammt til hússins, sendi hundraðshöfðinginn vini sína til hans og lét segja við hann: ,,Ómaka þig ekki, herra, því að ég er ekki verður þess, að þú gangir inn undir þak mitt.
7derfor aktet jeg mig heller ikke verdig til å gå til dig; men si et ord, så blir min dreng helbredet!
7Þess vegna hef ég ekki heldur talið sjálfan mig verðan þess að koma til þín. En mæl þú eitt orð, og mun sveinn minn heill verða.
8For jeg er også en mann som står under overordnede, men har stridsmenn under mig igjen; og sier jeg til den ene: Gå! så går han, og til en annen: Kom! så kommer han, og til min tjener: Gjør dette! så gjør han det.
8Því að sjálfur er ég maður, sem verð að lúta valdi og ræð yfir hermönnum, og ég segi við einn: ,Far þú,` og hann fer, og við annan: ,Kom þú,` og hann kemur, og við þjón minn: ,Gjör þetta,` og hann gjörir það.``
9Men da Jesus hørte dette, undret han sig over ham, og han vendte sig om og sa til folket som fulgte ham: Jeg sier eder: Ikke engang i Israel har jeg funnet så stor en tro.
9Þegar Jesús heyrði þetta, furðaði hann sig á honum, sneri sér að mannfjöldanum, sem fylgdi honum, og mælti: ,,Ég segi yður, ekki einu sinni í Ísrael hef ég fundið þvílíka trú.``
10Og da de som var utsendt, kom hjem igjen, fant de den syke tjener aldeles frisk.
10Sendimenn sneru þá aftur heim og fundu þjóninn heilan heilsu.
11Dagen derefter skjedde det at han drog til en by som heter Nain, og mange av hans disipler gikk med ham, og meget folk.
11Skömmu síðar bar svo við, að Jesús hélt til borgar, sem heitir Nain, og lærisveinar hans fóru með honum og mikill mannfjöldi.
12Da han nu kom nær til byens port, se, da blev en død båret ut, som var sin mors eneste sønn, og hun var enke, og meget folk fra byen var med henne.
12Þegar hann nálgaðist borgarhliðið, þá var verið að bera út látinn mann, einkason móður sinnar, sem var ekkja, og mikill fjöldi úr borginni var með henni.
13Og da Herren så henne, ynkedes han inderlig over henne og sa til henne: Gråt ikke!
13Og er Drottinn sá hana, kenndi hann í brjósti um hana og sagði við hana: ,,Grát þú eigi!``
14Og han trådte til og rørte ved båren, og de som bar den, stod stille, og han sa: Du unge mann! jeg sier dig: Stå op!
14Og hann gekk að og snart líkbörurnar, en þeir, sem báru, námu staðar. Þá sagði hann: ,,Ungi maður, ég segi þér, rís þú upp!``
15Og den døde reiste sig op og begynte å tale; og han gav ham til hans mor.
15Hinn látni settist þá upp og tók að mæla, og Jesús gaf hann móður hans.
16Da kom det frykt over dem alle, og de priste Gud og sa: En stor profet er opreist blandt oss, og Gud har gjestet sitt folk.
16En ótti greip alla, og þeir vegsömuðu Guð og sögðu: ,,Spámaður mikill er risinn upp meðal vor,`` og ,,Guð hefur vitjað lýðs síns.``
17Og dette ord kom ut om ham i hele Judea og i hele landet deromkring.
17Og þessi fregn um hann barst út um alla Júdeu og allt nágrennið.
18Og Johannes' disipler fortalte ham om alt dette. Da kalte Johannes to av sine disipler til sig,
18Lærisveinar Jóhannesar sögðu honum frá öllu þessu. Hann kallaði þá til sín tvo lærisveina sína,
19og sendte dem til Herren og lot si: Er du den som skal komme, eller skal vi vente en annen?
19sendi þá til Drottins og lét spyrja: ,,Ert þú sá sem koma skal, eða eigum vér að vænta annars?``
20Mennene kom da til ham og sa: Døperen Johannes har sendt oss til dig og lar si: Er du den som skal komme, eller skal vi vente en annen?
20Mennirnir fóru til hans og sögðu: ,,Jóhannes skírari sendi okkur til þín og spyr: ,Ert þú sá sem koma skal, eða eigum vér að vænta annars?```
21I den samme stund helbredet han mange for sykdommer og plager og onde ånder, og mange blinde gav han synet.
21Á þeirri stundu læknaði hann marga af sjúkdómum, meinum og illum öndum og gaf mörgum blindum sýn.
22Og Jesus svarte og sa til dem: Gå bort og fortell Johannes det som I har sett og hørt: blinde ser, halte går, spedalske renses, døve hører, døde står op, og evangeliet forkynnes for fattige;
22Og hann svaraði þeim: ,,Farið og kunngjörið Jóhannesi það, sem þið hafið séð og heyrt: Blindir fá sýn, haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp og fátækum er flutt fagnaðarerindi.
23og salig er den som ikke tar anstøt av mig.
23Og sæll er sá, sem hneykslast ekki á mér.``
24Da nu sendebudene fra Johannes var gått bort, begynte han å tale til folket om Johannes: Hvorfor var det I gikk ut i ørkenen? for å se et rør som svaier for vinden?
24Þá er sendimenn Jóhannesar voru burt farnir, tók hann að tala til mannfjöldans um Jóhannes: ,,Hvað fóruð þér að sjá í óbyggðum? Reyr af vindi skekinn?
25Eller hvorfor var det I gikk der ut? for å se et menneske klædd i fine klær? Se, de som går prektig klædd og lever i vellevnet, er i kongenes saler.
25Hvað fóruð þér að sjá? Prúðbúinn mann? Nei, í konungssölum er þá að finna, sem skartklæðin bera og lifa í sællífi.
26Eller hvorfor var det I gikk der ut? for å se en profet? Ja, jeg sier eder, endog mere enn en profet.
26Hvað fóruð þér þá að sjá? Spámann? Já, segi ég yður, og það meira en spámann.
27Det er ham det er skrevet om: Se, jeg sender mitt bud for ditt åsyn; han skal rydde din vei for dig.
27Hann er sá sem um er ritað: Sjá, ég sendi sendiboða minn á undan þér, er greiða mun veg þinn fyrir þér.
28Jeg sier eder: Større profet enn Johannes er ingen blandt dem som er født av kvinner; men den minste i Guds rike er større enn han.
28Ég segi yður: Enginn er sá af konu fæddur, sem meiri sé en Jóhannes. En hinn minnsti í Guðs ríki er honum meiri.``
29Og alt folket som hørte ham, og tolderne, de gav Gud rett og lot sig døpe med Johannes' dåp;
29Og allur lýðurinn, sem á hlýddi, og enda tollheimtumenn, viðurkenndu réttlæti Guðs og létu skírast af Jóhannesi.
30men fariseerne og de lovkyndige gjorde Guds råd til intet for sig og lot sig ikke døpe av ham.
30En farísear og lögvitringar gjörðu að engu áform Guðs um þá og létu ekki skírast af honum.
31Hvem skal jeg da ligne denne slekts mennesker med, og hvem er de like?
31,,Við hvað á ég þá að líkja mönnum þessarar kynslóðar? Hverju eru þeir líkir?
32De ligner små barn som sitter på torvet og roper til hverandre og sier: Vi blåste på fløite for eder, og I vilde ikke danse, vi sang sørgesanger, og I vilde ikke gråte.
32Líkir eru þeir börnum, sem á torgi sitja og kallast á: ,Vér lékum fyrir yður á flautu, og ekki vilduð þér dansa. Vér sungum yður sorgarljóð, og ekki vilduð þér gráta.`
33For døperen Johannes er kommet; han hverken åt brød eller drakk vin, og I sier: Han er besatt!
33Nú kom Jóhannes skírari, át ekki brauð né drakk vín, og þér segið: ,Hann hefur illan anda.`
34Menneskesønnen er kommet; han eter og drikker, og I sier: Se, for en storeter og vindrikker, tolderes og synderes venn!
34Og Mannssonurinn er kominn, etur og drekkur, og þér segið: ,Hann er mathákur og vínsvelgur, vinur tollheimtumanna og bersyndugra!`
35Og visdommen er rettferdiggjort av alle sine barn.
35En spekin hefur rétt fyrir sér, það staðfesta öll börn hennar.``
36Men en av fariseerne bad ham at han vilde ete hos ham; og han gikk inn i fariseerens hus og satte sig til bords.
36Farísei nokkur bauð honum að eta hjá sér, og hann fór inn í hús faríseans og settist til borðs.
37Og se, det var en kvinne der i byen, som var en synderinne, og da hun fikk vite at han satt til bords i fariseerens hus, kom hun med en alabaster-krukke med salve
37En kona ein í bænum, sem var bersyndug, varð þess vís, að hann sat að borði í húsi faríseans. Kom hún þá með alabastursbuðk með smyrslum,
38og stod bak ved hans føtter og gråt, og begynte å væte hans føtter med sine tårer og tørket dem med sitt hår og kysset hans føtter og salvet dem med salven.
38nam staðar að baki honum til fóta hans grátandi, tók að væta fætur hans með tárum sínum, þerraði þá með höfuðhári sínu, kyssti þá og smurði með smyrslunum.
39Men da fariseeren som hadde innbudt ham, så det, sa han ved sig selv: Var denne mann en profet, da visste han hvem og hvordan denne kvinne er som rører ved ham, at hun er en synderinne.
39Þegar faríseinn, sem honum hafði boðið, sá þetta, sagði hann við sjálfan sig: ,,Væri þetta spámaður, mundi hann vita, hver og hvílík sú kona er, sem snertir hann, að hún er bersyndug.``
40Og Jesus svarte og sa til ham: Simon! jeg har noget å si dig. Han sier: Mester, si frem!
40Jesús sagði þá við hann: ,,Símon, ég hef nokkuð að segja þér.`` Hann svaraði: ,,Seg þú það, meistari.``
41En som lånte ut penger, hadde to skyldnere; den ene skyldte ham fem hundre penninger, og den andre femti;
41,,Tveir menn voru skuldugir lánveitanda nokkrum. Annar skuldaði honum fimm hundruð denara, en hinn fimmtíu.
42da de ikke hadde noget å betale med, eftergav han dem begge gjelden. Hvem av dem vil da elske ham mest?
42Nú gátu þeir ekkert borgað, og þá gaf hann báðum upp. Hvor þeirra skyldi nú elska hann meira?``
43Simon svarte: Jeg tenker: Den han eftergav mest. Da sa han til ham: Du dømte rett.
43Símon svaraði: ,,Sá, hygg ég, sem hann gaf meira upp.`` Jesús sagði við hann: ,,Þú ályktaðir rétt.``
44Og han vendte sig mot kvinnen og sa til Simon: Ser du denne kvinne? Jeg kom inn i ditt hus, du gav mig ikke vann til mine føtter, men hun vætte mine føtter med sine tårer og tørket dem med sitt hår;
44Síðan sneri hann sér að konunni og sagði við Símon: ,,Sér þú konu þessa? Ég kom í hús þitt, og þú gafst mér ekki vatn á fætur mína, en hún vætti fætur mína tárum sínum og þerraði með hári sínu.
45du gav mig ikke noget kyss, men hun holdt ikke op å kysse mine føtter fra den stund jeg kom inn;
45Ekki gafst þú mér koss, en hún hefur ekki látið af að kyssa fætur mína, allt frá því ég kom.
46du salvet ikke mitt hode med olje, men hun salvet mine føtter med salve.
46Ekki smurðir þú höfuð mitt olíu, en hún hefur smurt fætur mína með smyrslum.
47Derfor sier jeg dig: Hennes mange synder er henne forlatt, for hun elsket meget; men den som lite forlates, elsker lite.
47Þess vegna segi ég þér: Hinar mörgu syndir hennar eru fyrirgefnar, enda elskar hún mikið, en sá elskar lítið, sem lítið er fyrirgefið.``
48Og han sa til henne: Dine synder er dig forlatt.
48Síðan sagði hann við hana: ,,Syndir þínar eru fyrirgefnar.``
49Da begynte de som satt til bords med ham, å si ved sig selv: Hvem er denne mann, som endog forlater synder?
49Þá tóku þeir, sem til borðs sátu með honum, að segja með sjálfum sér: ,,Hver er sá, er fyrirgefur syndir?``En hann sagði við konuna: ,,Trú þín hefur frelsað þig, far þú í friði.``
50Men han sa til kvinnen: Din tro har frelst dig; gå bort i fred!
50En hann sagði við konuna: ,,Trú þín hefur frelsað þig, far þú í friði.``