1Og han sa til dem: Sannelig sier jeg eder: Nogen av dem som her står, skal ikke smake døden før de ser at Guds rike er kommet med kraft.
1Og hann sagði við þá: ,,Sannlega segi ég yður: Nokkrir þeirra, sem hér standa, munu eigi dauða bíða, fyrr en þeir sjá Guðs ríki komið með krafti.``
2Og seks dager derefter tok Jesus med sig Peter og Jakob og Johannes og førte dem avsides op på et høit fjell for sig selv alene. Og han blev forklaret for deres øine,
2Eftir sex daga tekur Jesús með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes og fer með þá upp á hátt fjall, að þeir væru einir saman. Þar ummyndaðist hann fyrir augum þeirra,
3og hans klær blev skinnende, aldeles hvite, så ingen bleker på jorden kan gjøre klær så hvite.
3og klæði hans urðu fannhvít og skínandi, og fær enginn bleikir á jörðu svo hvítt gjört.
4Og Elias viste sig for dem sammen med Moses, og de talte med Jesus.
4Og þeim birtist Elía ásamt Móse, og voru þeir á tali við Jesú.
5Og Peter tok til orde og sa til Jesus: Rabbi! det er godt at vi er her; la oss gjøre tre boliger, en til dig, og en til Moses, og en til Elias!
5Þá tekur Pétur til máls og segir við Jesú: ,,Rabbí, gott er, að vér erum hér. Gjörum þrjár tjaldbúðir, þér eina, Móse eina og Elía eina.``
6Han visste ikke hvad han skulde si; for de blev meget forferdet.
6Hann vissi ekki, hvað hann átti að segja, enda urðu þeir mjög skelfdir.
7Og en sky kom og overskygget dem, og det kom en røst ut av skyen: Dette er min Sønn, den elskede; hør ham!
7Þá kom ský og skyggði yfir þá, og rödd kom úr skýinu: ,,Þessi er minn elskaði sonur, hlýðið á hann!``
8Og med ett, da de så sig om, så de ikke lenger nogen hos sig uten Jesus alene.
8Og snögglega, þegar þeir litu í kring, sáu þeir engan framar hjá sér nema Jesú einan.
9Og da de gikk ned av fjellet, bød han dem at de ikke skulde fortelle nogen hvad de hadde sett, før Menneskesønnen var opstanden fra de døde.
9Á leiðinni ofan fjallið bannaði hann þeim að segja nokkrum frá því, er þeir höfðu séð, fyrr en Mannssonurinn væri risinn upp frá dauðum.
10Og de holdt fast ved det ord, og de talte sig imellem om hvad det er å opstå fra de døde.
10Þeir festu orðin í minni og ræddu um, hvað væri að rísa upp frá dauðum.
11Og de spurte ham og sa: De skriftlærde sier jo at Elias først må komme?
11Og þeir spurðu hann: ,,Hví segja fræðimennirnir, að Elía eigi fyrst að koma?``
12Han sa til dem: Elias kommer først og setter alt i rette skikk, og hvad står det skrevet om Menneskesønnen? At han skal lide meget og bli foraktet.
12Hann svaraði þeim: ,,Víst kemur Elía fyrst og færir allt í lag. En hvernig er ritað um Mannssoninn? Á hann ekki margt að líða og smáður verða?
13Men jeg sier eder at Elias er kommet, og de gjorde med ham alt det de vilde, som skrevet er om ham.
13En ég segi yður: Elía er kominn, og þeir gjörðu honum allt, sem þeir vildu, eins og ritað er um hann.``
14Og da de kom til disiplene, så de meget folk om dem, og nogen skriftlærde som trettet med dem.
14Þegar þeir komu til lærisveinanna, sáu þeir mannfjölda mikinn kringum þá og fræðimenn að þrátta við þá.
15Og straks alt folket så ham, blev de forferdet, og løp til og hilste ham.
15En um leið og fólkið sá hann, sló þegar felmtri á alla, og þeir hlupu til og heilsuðu honum.
16Og han spurte dem: Hvad er det I tretter med dem om?
16Hann spurði þá: ,,Um hvað eruð þér að þrátta við þá?``
17Og en blandt folket svarte: Mester! jeg har ført til dig min sønn, som er besatt av en målløs ånd;
17En einn úr mannfjöldanum svaraði honum: ,,Meistari, ég færði til þín son minn, sem málleysis andi er í.
18og når den griper ham, sliter den i ham, og han fråder og skjærer tenner og visner bort; og jeg bad dine disipler drive den ut, og de var ikke i stand til det.
18Hvar sem andinn grípur hann, slengir hann honum flötum, og hann froðufellir, gnístir tönnum og stirðnar upp. Ég bað lærisveina þína að reka hann út, en þeir gátu það ekki.``
19Men han svarte dem og sa: Du vantro slekt! hvor lenge skal jeg være hos eder? hvor lenge skal jeg tåle eder?
19Jesús svarar þeim: ,,Ó, þú vantrúa kynslóð, hversu lengi á ég að vera hjá yður? Hversu lengi á ég að umbera yður? Færið hann til mín.``
20Før ham hit til mig! Og de førte gutten til ham, og da han så ham, rev og slet ånden straks i ham, og han falt på jorden, veltet sig og frådet.
20Þeir færðu hann þá til Jesú, en um leið og andinn sá hann, teygði hann drenginn ákaflega, hann féll til jarðar, veltist um og froðufelldi.
21Og Jesus spurte hans far: Hvor lang tid har han hatt det slik? Han sa: Fra barndommen av;
21Jesús spurði þá föður hans: ,,Hve lengi hefur honum liðið svo?`` Hann sagði: ,,Frá bernsku.
22og ofte har den kastet ham både i ild og i vann for å gjøre ende på ham; men om du formår noget, så ha medynk med oss og hjelp oss!
22Og oft hefur hann kastað honum bæði í eld og vatn til að fyrirfara honum. En ef þú getur nokkuð, þá sjá aumur á okkur og hjálpa okkur.``
23Men Jesus sa til ham: Om jeg formår? - Alt er mulig for den som tror.
23Jesús sagði við hann: ,,Ef þú getur! Sá getur allt sem trúir.``
24Straks ropte barnets far: Jeg tror; hjelp min vantro!
24Jafnskjótt hrópaði faðir sveinsins: ,,Ég trúi, hjálpa þú vantrú minni.``
25Men da Jesus så at folket løp til, truet han den urene ånd og sa til den: Du målløse og døve ånd! jeg byder dig: Far ut av ham, og far aldri mere inn i ham!
25Nú sér Jesús, að mannfjöldi þyrpist að. Þá hastar hann á óhreina andann og segir: ,,Þú dumbi, daufi andi, ég býð þér, far út af honum, og kom aldrei framar í hann.``
26Da skrek den og slet hårdt i ham, og fór ut av ham. Og han blev som død, så de fleste sa: Han er død.
26Þá æpti andinn, teygði hann mjög og fór, en sveinninn varð sem nár, svo að flestir sögðu: ,,Hann er dáinn.``
27Men Jesus tok ham ved hånden og reiste ham op; og han stod op.
27En Jesús tók í hönd honum og reisti hann upp, og hann stóð á fætur.
28Og da han var kommet inn i et hus, spurte hans disipler ham i enrum: Hvorfor kunde ikke vi drive den ut?
28Þegar Jesús var kominn inn og orðinn einn með lærisveinum sínum, spurðu þeir hann: ,,Hví gátum vér ekki rekið hann út?``
29Og han sa til dem: Dette slag kan ikke drives ut uten ved bønn og faste.
29Hann mælti: ,,Þetta kyn verður eigi út rekið nema með bæn.``
30Og da de gikk derfra, drog de gjennem Galilea, og han vilde ikke at nogen skulde få vite om det;
30Þeir héldu nú brott þaðan og fóru um Galíleu, en hann vildi ekki, að neinn vissi það,
31for han lærte sine disipler og sa til dem: Menneskesønnen skal overgis i menneskenes hender, og de skal slå ham ihjel, og når han er ihjelslått, skal han opstå tre dager efter.
31því að hann var að kenna lærisveinum sínum. Hann sagði þeim: ,,Mannssonurinn verður framseldur í manna hendur, og þeir munu lífláta hann, en þá er hann hefur líflátinn verið, mun hann upp rísa eftir þrjá daga.``
32Men de skjønte ikke dette ord, og de fryktet for å spørre ham.
32En þeir skildu ekki það sem hann sagði og þorðu ekki að spyrja hann.
33Og de kom til Kapernaum, og da han var kommet inn i huset, spurte han dem: Hvad var det I talte om på veien?
33Þeir komu til Kapernaum. Þegar hann var kominn inn, spurði hann þá: ,,Hvað voruð þér að ræða á leiðinni?``
34Men de tidde; for de hadde talt med hverandre på veien om hvem som var den største.
34En þeir þögðu. Þeir höfðu verið að ræða það sín á milli á leiðinni, hver væri mestur.
35Og han satte sig og kalte på de tolv og sa til dem: Om nogen vil være den første, han skal være den siste av alle, og alles tjener.
35Hann settist niður, kallaði á þá tólf og sagði við þá: ,,Hver sem vill vera fremstur, sé síðastur allra og þjónn allra.``
36Og han tok et lite barn og stilte det midt iblandt dem, og tok det i favn og sa til dem:
36Og hann tók lítið barn, setti það meðal þeirra, tók það sér í faðm og sagði við þá:
37Den som tar imot et sådant lite barn for mitt navns skyld, han tar imot mig, og den som tar imot mig, han tar ikke imot mig, men imot ham som sendte mig.
37,,Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni, tekur við mér, og hver sem tekur við mér, tekur ekki aðeins við mér, heldur og við þeim er sendi mig.``
38Johannes sa til ham: Mester! vi så en som ikke er i følge med oss, drive ut onde ånder i ditt navn, og vi forbød ham det, fordi han ikke var i følge med oss.
38Jóhannes sagði við hann: ,,Meistari, vér sáum mann reka út illa anda í þínu nafni, og vildum vér varna honum þess, af því að hann fylgdi oss ekki.``
39Men Jesus sa: Forbyd ham det ikke! for ingen som gjør en kraftig gjerning i mitt navn, vil snart efter kunne tale ille om mig.
39Jesús sagði: ,,Varnið honum þess ekki, því að enginn er sá, að hann gjöri kraftaverk í mínu nafni og geti þegar á eftir talað illa um mig.
40For den som ikke er imot oss, er med oss.
40Sá sem er ekki á móti oss, er með oss.
41For den som gir eder et beger vann å drikke i mitt navn, fordi I hører Kristus til, sannelig sier jeg eder: han skal ikke miste sin lønn.
41Hver sem gefur yður bikar vatns að drekka, vegna þess að þér eruð Krists, sannlega segi ég yður, hann mun alls ekki missa af launum sínum.
42Og den som forfører én av disse små som tror på mig, for ham var det bedre om det var hengt en kvernsten om hans hals, og han var kastet i havet.
42Hverjum þeim, sem tælir til falls einn af þessum smælingjum, sem trúa, væri betra að vera varpað í hafið með mylnustein um hálsinn.
43Og om din hånd frister dig, da hugg den av! det er bedre at du går vanfør inn til livet enn at du har dine to hender og kommer i helvede i den uslukkelige ild,
43Ef hönd þín tælir þig til falls, þá sníð hana af. Betra er þér handarvana inn að ganga til lífsins en hafa báðar hendur og fara til helvítis, í hinn óslökkvanda eld. [
44hvor deres orm ikke dør, og ilden ikke slukkes.
44Þar sem ormarnir deyja ekki og eldurinn slokknar ekki.]
45Og om din fot frister dig, da hugg den av! det er bedre at du går halt inn til livet enn at du har dine to føtter og kastes i helvede,
45Ef fótur þinn tælir þig til falls, þá sníð hann af. Betra er þér höltum inn að ganga til lífsins en hafa báða fætur og verða kastað í helvíti. [
46hvor deres orm ikke dør, og ilden ikke slukkes.
46Þar sem ormarnir deyja ekki og eldurinn slokknar ekki.]
47Og om ditt øie frister dig, da riv det ut! det er bedre at du går énøiet inn i Guds rike enn at du har to øine og kastes i helvede,
47Og ef auga þitt tælir þig til falls, þá ríf það úr. Betra er þér eineygðum inn að ganga í Guðs ríki en hafa bæði augu og verða kastað í helvíti,
48hvor deres orm ikke dør, og ilden ikke slukkes.
48þar sem ormarnir deyja ekki og eldurinn slokknar ekki.
49For enhver skal saltes med ild, og ethvert offer skal saltes med salt.
49Sérhver mun eldi saltast.Saltið er gott, en ef saltið missir seltuna, með hverju viljið þér þá krydda það? Hafið salt í sjálfum yður, og haldið frið yðar á milli.``
50Salt er en god ting; men når saltet mister sin kraft, hvad vil I da salte det med? Ha salt i eder selv, og hold fred med hverandre!
50Saltið er gott, en ef saltið missir seltuna, með hverju viljið þér þá krydda það? Hafið salt í sjálfum yður, og haldið frið yðar á milli.``