1Samme dag gikk Jesus ut av huset og satte sig ved sjøen,
1Sama dag gekk Jesús að heiman og settist við vatnið.
2og meget folk samlet sig om ham, så at han gikk ut i en båt og satte sig der; og alt folket stod på stranden.
2Svo mikill mannfjöldi safnaðist að honum, að hann varð að stíga í bát og sitja þar. En allt fólkið stóð á ströndinni.
3Og han talte meget til dem i lignelser og sa: Se, en såmann gikk ut for å så,
3Hann talaði margt til þeirra í dæmisögum. Hann sagði: ,,Sáðmaður gekk út að sá,
4og da han sådde, falt noget ved veien; og fuglene kom og åt det op.
4og þá er hann sáði, féll sumt hjá götunni, og fuglar komu og átu það upp.
5Og noget falt på stengrunn, hvor det ikke hadde meget jord; og det kom snart op, fordi det ikke hadde dyp jord;
5Sumt féll í grýtta jörð, þar sem var lítill jarðvegur, og það rann skjótt upp, því það hafði ekki djúpa jörð.
6men da solen gikk op, blev det avsvidd, og da det ikke hadde rot, visnet det.
6Þegar sól hækkaði, visnaði það, og sökum þess að það hafði ekki rætur, skrælnaði það.
7Og noget falt blandt torner, og tornene skjøt op og kvalte det.
7Sumt féll meðal þyrna, og þyrnarnir uxu og kæfðu það.
8Og noget falt i god jord; og det bar frukt, noget hundre fold, og noget seksti fold, og noget tretti fold.
8En sumt féll í góða jörð og bar ávöxt, sumt hundraðfaldan, sumt sextugfaldan og sumt þrítugfaldan.
9Den som har ører, han høre!
9Hver sem eyru hefur, hann heyri.``
10Og disiplene gikk til ham og sa: hvorfor taler du til dem i lignelser?
10Þá komu lærisveinarnir til hans og spurðu: ,,Hvers vegna talar þú til þeirra í dæmisögum?``
11Han svarte og sa til dem: Fordi eder er det gitt å få vite himlenes rikes hemmeligheter; men dem er det ikke gitt.
11Hann svaraði: ,,Yður er gefið að þekkja leynda dóma himnaríkis, hinum er það ekki gefið.
12For den som har, ham skal gis, og han skal ha overflod; men den som ikke har, fra ham skal endog tas det han har.
12Því að þeim, sem hefur, mun gefið verða, og hann mun hafa gnægð, en frá þeim, sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það, sem hann hefur.
13Derfor taler jeg til dem i lignelser, fordi de ser og dog ikke ser, og fordi de hører og dog ikke hører og ikke forstår.
13Þess vegna tala ég til þeirra í dæmisögum, að sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki né skilja.
14Og på dem opfylles Esaias' spådom, som sier: I skal høre og høre og ikke forstå, og se og se og ikke skjelne;
14Á þeim rætist spádómur Jesaja: Með eyrum munuð þér heyra og alls ekki skilja, og sjáandi munuð þér horfa og ekkert sjá.
15for dette folks hjerte er sløvet, og med ørene hører de tungt, og sine øine lukker de, forat de ikke skal se med øinene og høre med ørene og forstå med hjertet og omvende sig, så jeg kunde få læge dem.
15Því að hjarta lýðs þessa er sljótt orðið, og illa heyra þeir með eyrum sínum, og augunum hafa þeir lokað, svo að þeir sjái ekki með augunum né heyri með eyrunum og skilji með hjartanu og snúi sér, og ég lækni þá.
16Men salige er eders øine fordi de ser, og eders ører fordi de hører.
16En sæl eru augu yðar, að þau sjá, og eyru yðar, að þau heyra.
17For sannelig sier jeg eder: Mange profeter og rettferdige har attrådd å se det I ser, og har ikke fått se det, og å høre det I hører, og har ikke fått høre det.
17Sannlega segi ég yður: Margir spámenn og réttlátir þráðu að sjá það, sem þér sjáið, en sáu það ekki, og heyra það, sem þér heyrið, en heyrðu það ekki.
18Så hør da I lignelsen om såmannen:
18Heyrið þá hvað dæmisagan um sáðmanninn merkir:
19Hver gang nogen hører ordet om riket og ikke forstår det, kommer den onde og røver det som er sådd i hans hjerte; dette er den som blev sådd ved veien.
19Þegar einhver heyrir orðið um ríkið og skilur ekki, þá kemur hinn vondi og rænir því, sem sáð var í hjarta hans. Það sem sáð var við götuna, merkir þetta.
20Men den som blev sådd på stengrunn, det er den som hører ordet og straks tar imot det med glede;
20Það sem sáð var í grýtta jörð, merkir þann, sem tekur orðinu með fögnuði, um leið og hann heyrir það,
21men han har ikke rot i sig, og holder bare ut til en tid; blir det trengsel eller forfølgelse for ordets skyld, da tar han straks anstøt.
21en hefur enga rótfestu. Hann er hvikull, og er þrenging verður eða ofsókn vegna orðsins, bregst hann þegar.
22Men den som blev sådd blandt torner, det er den som hører ordet, og verdens bekymring og rikdommens forførelse kveler ordet, og det blir uten frukt.
22Það er sáð var meðal þyrna, merkir þann, sem heyrir orðið, en áhyggjur heimsins og tál auðæfanna kefja orðið, svo það ber engan ávöxt.
23Men den som blev sådd i den gode jord, det er den som hører ordet og forstår det; han bærer frukt, og en gir hundre fold, en seksti fold, en tretti fold.
23En það er sáð var í góða jörð, merkir þann, sem heyrir orðið og skilur það. Hann er sá, sem ber ávöxt og gefur af sér hundraðfalt, sextugfalt eða þrítugfalt.``
24En annen lignelse fremsatte han for dem og sa: Himlenes rike er å ligne med en mann som hadde sådd god sæd i sin aker;
24Aðra dæmisögu sagði hann þeim: ,,Líkt er um himnaríki og mann, er sáði góðu sæði í akur sinn.
25men mens folkene sov, kom hans fiende og sådde ugress blandt hveten, og gikk så bort.
25En er menn voru í svefni, kom óvinur hans, sáði illgresi meðal hveitisins og fór síðan.
26Men da strået skjøt op og satte aks, da kom også ugresset til syne.
26Þegar sæðið spratt upp og tók að bera ávöxt, kom illgresið og í ljós.
27Da gikk husbondens tjenere til ham og sa: Herre! sådde du ikke god sæd i din aker? hvorfra kommer det da ugress i den?
27Þá komu þjónar húsbóndans til hans og sögðu við hann: ,Herra, sáðir þú ekki góðu sæði í akur þinn? Hvaðan kemur illgresið?`
28Han sa til dem: Det har en fiende gjort. Da sa tjenerne til ham: Vil du da vi skal gå og sanke det sammen?
28Hann svaraði þeim: ,Þetta hefur einhver óvinur gjört.` Þjónarnir sögðu við hann: ,Viltu, að vér förum og tínum það?`
29Men han sa: Nei, forat I ikke også skal rykke op hveten når I sanker ugresset sammen.
29Hann sagði: ,Nei, með því að tína illgresið, gætuð þér slitið upp hveitið um leið.
30La dem begge vokse sammen inntil høsten, og når høsttiden kommer, vil jeg si til høstfolkene: Sank først ugresset sammen og bind det i bunter for å brenne det op; men samle hveten i min lade!
30Látið hvort tveggja vaxa saman fram að kornskurði. Þegar komin er kornskurðartíð, mun ég segja við kornskurðarmenn: Safnið fyrst illgresinu og bindið í bundin til að brenna því, en hirðið hveitið í hlöðu mína.```
31En annen lignelse fremsatte han for dem og sa: Himlenes rike er likt et sennepskorn som en mann tok og sådde i sin aker;
31Aðra dæmisögu sagði hann þeim: ,,Líkt er himnaríki mustarðskorni, sem maður tók og sáði í akur sinn.
32det er mindre enn alt annet frø; men når det vokser til, er det større enn alle maturter og blir til et tre, så himmelens fugler kommer og bygger rede i dets grener.
32Smæst er það allra sáðkorna, en nær það vex, er það öllum jurtum meira, það verður tré, og fuglar himins koma og hreiðra sig í greinum þess.``
33En annen lignelse sa han dem: Himlenes rike er likt en surdeig som en kvinne tok og skjulte i tre skjepper mel, til det blev syret alt sammen.
33Aðra dæmisögu sagði hann þeim: ,,Líkt er himnaríki súrdeigi, er kona tók og fól í þrem mælum mjöls, uns það sýrðist allt.``
34Alt dette talte Jesus i lignelser til folket, og uten lignelser talte han ikke noget til dem,
34Þetta allt talaði Jesús í dæmisögum til fólksins, og án dæmisagna talaði hann ekki til þeirra.
35forat det skulde opfylles som er talt ved profeten, som sier: Jeg vil oplate min munn i lignelser, jeg vil utsi det som har vært skjult fra verdens grunnvoll blev lagt.
35Það átti að rætast, sem sagt er fyrir munn spámannsins: Ég mun opna munn minn í dæmisögum, mæla fram það, sem hulið var frá grundvöllun heims.
36Derefter lot han folket fare og gikk inn i huset. Og hans disipler gikk til ham og sa: Tyd oss lignelsen om ugresset i akeren!
36Þá skildi hann við mannfjöldann og fór inn. Lærisveinar hans komu til hans og sögðu: ,,Skýrðu fyrir oss dæmisöguna um illgresið á akrinum.``
37Han svarte og sa: Den som sår den gode sæd, er Menneskesønnen.
37Hann mælti: ,,Sá er sáir góða sæðinu, er Mannssonurinn,
38Akeren er verden; den gode sæd, det er rikets barn; men ugresset er den ondes barn;
38akurinn er heimurinn, góða sæðið merkir börn ríkisins, en illgresið börn hins vonda.
39fienden som sådde det, er djevelen; høsten er verdens ende; høstfolkene er englene.
39Óvinurinn, sem sáði því, er djöfullinn. Kornskurðurinn er endir veraldar og kornskurðarmennirnir englar.
40Likesom da ugresset sankes og brennes op med ild, således skal det gå til ved verdens ende:
40Eins og illgresinu er safnað og brennt í eldi, þannig verður við endi veraldar.
41Menneskesønnen skal utsende sine engler, og de skal sanke ut av hans rike alt det som volder anstøt, og dem som gjør urett,
41Mannssonurinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja,
42og de skal kaste dem i ildovnen; der skal være gråt og tenners gnidsel.
42og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna.
43Da skal de rettferdige skinne som solen i sin Faders rike. Den som har ører, han høre!
43Þá munu réttlátir skína sem sól í ríki föður þeirra. Hver sem eyru hefur, hann heyri.
44Himlenes rike er likt en skatt som var gjemt i en aker, og som en mann fant og skjulte, og i sin glede gikk han bort og solgte alt det han hadde, og kjøpte akeren.
44Líkt er himnaríki fjársjóði, sem fólginn var í jörðu og maður fann og leyndi. Í fögnuði sínum fór hann, seldi allar eigur sínar og keypti akur þann.
45Atter er himlenes rike likt en kjøpmann som søkte efter gode perler,
45Enn er himnaríki líkt kaupmanni, sem leitaði að fögrum perlum.
46og da han fant en kostelig perle, gikk han bort og solgte alt det han hadde, og kjøpte den.
46Og er hann fann eina dýrmæta perlu, fór hann, seldi allt, sem hann átti, og keypti hana.
47Atter er himlenes rike likt en not som kastes i havet og samler fisk av alle slags;
47Enn er himnaríki líkt neti, sem lagt er í sjó og safnar alls kyns fiski.
48når den er blitt full, drar de den på land og setter sig ned og samler de gode sammen i kar, men de råtne kaster de bort.
48Þegar það er fullt, draga menn það á land, setjast við og safna þeim góðu í ker, en kasta þeim óætu burt.
49Således skal det gå til ved verdens ende: Englene skal gå ut og skille de onde fra de rettferdige
49Svo mun verða, þegar veröld endar: Englarnir munu fara til, skilja vonda menn frá réttlátum
50og kaste dem i ildovnen; der skal være gråt og tenners gnidsel.
50og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna.
51Har I forstått alt dette? De sier til ham: Ja.
51Hafið þér skilið allt þetta?`` ,,Já,`` svöruðu þeir.
52Da sa han til dem: Derfor er enhver skriftlærd som er oplært for himlenes rike, lik en husbond som bærer frem nytt og gammelt av det han har.
52Hann sagði við þá: ,,Þannig er sérhver fræðimaður, sem orðinn er lærisveinn himnaríkis, líkur húsföður, sem ber fram nýtt og gamalt úr forðabúri sínu.``
53Og det skjedde da Jesus hadde endt disse lignelser, da drog han bort derfra.
53Þegar Jesús hafði lokið þessum dæmisögum, hélt hann þaðan.
54Og han kom til sitt hjemsted og lærte dem i deres synagoge, så de blev slått av forundring og sa: Hvorfra har denne mann slik visdom og slike kraftige gjerninger?
54Hann kom í ættborg sína og tók að kenna þeim í samkundu þeirra. Þeir undruðust stórum og sögðu: ,,Hvaðan kemur honum þessi speki og kraftaverkin?
55Er ikke dette tømmermannens sønn? heter ikke hans mor Maria, og hans brødre Jakob og Josef og Simon og Judas?
55Er þetta ekki sonur smiðsins? Heitir ekki móðir hans María og bræður hans Jakob, Jósef, Símon og Júdas?
56Og hans søstre, er de ikke alle her hos oss? Hvorfra har han da alt dette?
56Og eru ekki systur hans allar hjá oss? Hvaðan kemur honum þá allt þetta?``
57Og de tok anstøt av ham. Men Jesus sa til dem: En profet blir ikke foraktet annensteds enn på sitt hjemsted og i sitt hus.
57Og þeir hneyksluðust á honum. En Jesús sagði við þá: ,,Hvergi er spámaður minna metinn en í landi sínu og með heimamönnum.``Og hann gjörði þar ekki mörg kraftaverk sökum vantrúar þeirra.
58Og han gjorde ikke mange kraftige gjerninger der, for deres vantros skyld.
58Og hann gjörði þar ekki mörg kraftaverk sökum vantrúar þeirra.