Norwegian

Icelandic

Matthew

24

1Og Jesus gikk ut av templet og drog derfra, og hans disipler kom til ham for å vise ham templets bygninger.
1Jesús gekk út úr helgidóminum og hélt brott. Þá komu lærisveinar hans og vildu sýna honum byggingar helgidómsins.
2Men han svarte og sa til dem: Ser I ikke alt dette? Sannelig sier jeg eder: Her skal ikke levnes sten på sten som ikke skal brytes ned.
2Hann sagði við þá: ,,Þér sjáið allt þetta? Sannlega segi ég yður, hér mun ekki eftir látinn steinn yfir steini, er eigi sé niður brotinn.``
3Men da han satt på Oljeberget, gikk hans disipler til ham i enrum og sa: Si oss: Når skal dette skje? og hvad skal tegnet være på ditt komme og på verdens ende?
3Þá er hann sat á Olíufjallinu, gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann einslega: ,,Seg þú oss, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar?``
4Og Jesus svarte og sa til dem: Se til at ikke nogen fører eder vill!
4Jesús svaraði þeim: ,,Varist að láta nokkurn leiða yður í villu.
5For mange skal komme i mitt navn og si: Jeg er Messias; og de skal føre mange vill.
5Margir munu koma í mínu nafni og segja: ,Ég er Kristur!` og marga munu þeir leiða í villu.
6Og I skal høre krig og rykter om krig; se til at I ikke lar eder skremme! for det må så skje, men enden er ikke enda.
6Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess, að skelfast ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn.
7For folk skal reise sig mot folk, og rike mot rike, og det skal være hunger og jordskjelv både her og der.
7Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum.
8Men alt dette er begynnelsen til veene.
8Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna.
9Da skal de overgi eder til trengsel og slå eder ihjel, og I skal hates av alle folkeslag for mitt navns skyld.
9Þá munu menn framselja yður til pyndinga og taka af lífi, og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns.
10Og da skal mange ta anstøt, og de skal forråde hverandre og hate hverandre;
10Margir munu þá falla frá og framselja hver annan og hata.
11og mange falske profeter skal opstå og føre mange vill.
11Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu.
12Og fordi urettferdigheten tar overhånd, skal kjærligheten bli kold hos de fleste.
12Og vegna þess að lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna.
13Men den som holder ut inntil enden, han skal bli frelst.
13En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða.
14Og dette evangelium om riket skal forkynnes over hele jorderike til et vidnesbyrd for alle folkeslag, og da skal enden komme.
14Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.
15Når I da ser ødeleggelsens vederstyggelighet, som profeten Daniel har talt om, stå på hellig grunn - den som leser det, han se til å skjønne det! -
15Þegar þér sjáið viðurstyggð eyðingarinnar, sem Daníel spámaður talar um, standa á helgum stað,`` _ lesandinn athugi það _
16da må de som er i Judea, fly til fjells,
16,,þá flýi þeir, sem í Júdeu eru, til fjalla.
17og den som er på taket, ikke stige ned for å hente noget fra sitt hus,
17Sá sem er uppi á þaki, fari ekki ofan að sækja neitt í hús sitt.
18og den som er ute på marken, ikke vende tilbake for å hente sin kappe.
18Og sá sem er á akri, skal ekki hverfa aftur að taka yfirhöfn sína.
19Ve de fruktsommelige og dem som gir die, i de dager!
19Vei þeim sem þungaðar eru eða börn hafa á brjósti á þeim dögum.
20Men bed at eders flukt ikke må skje om vinteren eller på sabbaten!
20Biðjið, að flótti yðar verði ekki um vetur eða á hvíldardegi.
21for da skal det være så stor en trengsel som ikke har vært fra verdens begynnelse inntil nu, og heller ikke skal bli.
21Þá verður sú mikla þrenging, sem engin hefur þvílík verið frá upphafi heims allt til þessa og mun aldrei verða.
22Og blev ikke de dager forkortet, da blev intet kjød frelst; men for de utvalgtes skyld skal de dager bli forkortet.
22Ef dagar þessir hefðu ekki verið styttir, kæmist enginn maður af. En vegna hinna útvöldu munu þeir dagar styttir verða.
23Om nogen da sier til eder: Se, her er Messias, eller der, da skal I ikke tro det.
23Ef einhver segir þá við yður: ,Hér er Kristur` eða ,þar`, þá trúið því ekki.
24For falske messiaser og falske profeter skal opstå og gjøre store tegn og under, så at endog de utvalgte skulde føres vill, om det var mulig.
24Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða afvega jafnvel hina útvöldu, ef orðið gæti.
25Se, jeg har sagt eder det forut.
25Sjá, ég hef sagt yður það fyrir.
26Om de da sier til eder: Se, han er ute i ørkenen, da gå ikke der ut; se, han er inne i kammerne, da tro det ikke!
26Ef þeir segja við yður: ,Sjá, hann er í óbyggðum,` þá farið ekki þangað. Ef þeir segja: ,Sjá, hann er í leynum,` þá trúið því ekki.
27For som lynet går ut fra øst og skinner like til vest, således skal Menneskesønnens komme være.
27Eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs, svo mun verða koma Mannssonarins.
28Hvor åtselet er, der skal ørnene samles.
28Þar munu ernirnir safnast, sem hræið er.
29Men straks efter de dagers trengsel skal solen bli formørket, og månen ikke gi sitt skinn, og stjernene skal falle ned fra himmelen, og himmelens krefter skal rokkes.
29En þegar eftir þrenging þessara daga mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himnanna bifast.
30Og da skal Menneskesønnens tegn vise sig på himmelen, og da skal alle jordens slekter jamre sig, og de skal se Menneskesønnen komme i himmelens skyer med kraft og megen herlighet.
30Þá mun tákn Mannssonarins birtast á himni, og allar kynkvíslir jarðarinnar hefja kveinstafi. Og menn munu sjá Mannssoninn koma á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð.
31Og han skal sende ut sine engler med basunens veldige røst, og de skal samle hans utvalgte fra de fire verdenshjørner, fra himmelbryn til himmelbryn.
31Hann mun senda út engla sína með hvellum lúðri, og þeir munu safna hans útvöldu úr áttunum fjórum, himinskauta milli.
32Lær en lignelse av fikentreet: Så snart det kommer saft i dets grener, og dets blader springer ut, da vet I at sommeren er nær;
32Nemið líkingu af fíkjutrénu. Þegar greinar þess fara að mýkjast og laufið að springa út, þá vitið þér, að sumar er í nánd.
33således skal også I, når I ser alt dette, vite at han er nær for døren.
33Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið allt þetta, að hann er í nánd, fyrir dyrum.
34Sannelig sier jeg eder: Denne slekt skal ingenlunde forgå før alt dette skjer.
34Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt þetta er komið fram.
35Himmel og jord skal forgå, men mine ord skal ingenlunde forgå.
35Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða.
36Men hin dag og time vet ingen, ikke engang himmelens engler, men alene min Fader.
36En þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn.
37Og som Noahs dager var, således skal Menneskesønnens komme være;
37Eins og var á dögum Nóa, svo mun verða við komu Mannssonarins.
38for likesom de i dagene før vannflommen åt og drakk, tok til ekte og gav til ekte, like til den dag da Noah gikk inn i arken,
38Dagana fyrir flóðið átu menn og drukku, kvæntust og giftust allt til þess dags, er Nói gekk í örkina.
39og de visste ikke av før vannflommen kom og tok dem alle, således skal også Menneskesønnens komme være.
39Og þeir vissu ekki, fyrr en flóðið kom og hreif þá alla burt. Eins verður við komu Mannssonarins.
40Da skal to være ute på marken; en blir tatt med, og en blir latt tilbake.
40Þá verða tveir á akri, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn.
41To kvinner skal male på kvernen; en blir tatt med, og en blir latt tilbake.
41Tvær munu mala á kvörn, önnur verður tekin, hin eftir skilin.
42Våk derfor! for I vet ikke hvad dag eders Herre kommer.
42Vakið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur.
43Men det skal I vite at dersom husbonden visste i hvilken nattevakt tyven kom, da vilde han våke, og ikke la nogen bryte inn i sitt hus.
43Það skiljið þér, að húsráðandi vekti og léti ekki brjótast inn í hús sitt, ef hann vissi á hvaða stundu nætur þjófurinn kæmi.
44Derfor vær også I rede! for Menneskesønnen kommer i den time I ikke tenker.
44Verið þér og viðbúnir, því að Mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér ætlið eigi.
45Hvem er da den tro og kloke tjener, som hans husbond har satt over sine tjenestefolk for å gi dem deres mat i rette tid?
45Hver er sá trúi og hyggni þjónn, sem húsbóndinn hefur sett yfir hjú sín að gefa þeim mat á réttum tíma?
46Salig er den tjener som hans husbond finner å gjøre så når han kommer.
46Sæll er sá þjónn, er húsbóndinn finnur breyta svo, er hann kemur.
47Sannelig sier jeg eder: Han skal sette ham over alt det han eier.
47Sannlega segi ég yður: Hann mun setja hann yfir allar eigur sínar.
48Men dersom den onde tjener sier i sitt hjerte: Min herre gir sig tid,
48En ef illur þjónn segir í hjarta sínu: ,Húsbónda mínum dvelst,`
49og så gir sig til å slå sine medtjenere og eter og drikker med drankerne,
49og hann tekur að berja samþjóna sína og eta og drekka með svöllurum,
50da skal denne tjeners herre komme en dag han ikke venter, og en time han ikke vet,
50þá mun húsbóndi þess þjóns koma á þeim degi, sem hann væntir ekki, á þeirri stundu, sem hann veit ekki,höggva hann og láta hann fá hlut með hræsnurum. Þar verður grátur og gnístran tanna.
51og hugge ham sønder og gi ham Iodd og del med hyklerne; der skal være gråt og tenners gnidsel.
51höggva hann og láta hann fá hlut með hræsnurum. Þar verður grátur og gnístran tanna.