1I den åttende måned i Darius' annet år kom Herrens ord til profeten Sakarias, sønn av Berekias, sønn av Iddo, og det lød så:
1Á áttunda mánuði annars ríkisárs Daríusar kom orð Drottins til Sakaría spámanns Berekíasonar, Iddósonar, svo hljóðandi:
2Stor var Herrens vrede mot eders fedre.
2Drottinn var stórreiður feðrum yðar.
3Og du skal si til dem: Så sier Herren, hærskarenes Gud: Vend om til mig, sier Herren, hærskarenes Gud, så vil jeg vende om til eder, sier Herren, hærskarenes Gud.
3Seg því við þá: Svo segir Drottinn allsherjar: Snúið yður til mín _ segir Drottinn allsherjar _ þá mun ég snúa mér til yðar _ segir Drottinn allsherjar.
4Vær ikke lik eders fedre, som de forrige profeter formante med disse ord: Så sier Herren, hærskarenes Gud: Vend om fra eders onde veier og eders onde gjerninger! Men de hørte ikke og aktet ikke på mig, sier Herren.
4Verið ekki eins og feður yðar, sem hinir fyrri spámenn áminntu með svofelldum orðum: ,,Svo segir Drottinn allsherjar: Snúið yður frá yðar vondu breytni og frá yðar vondu verkum!`` En þeir hlýddu ekki og gáfu engan gaum að mér _ segir Drottinn.
5Eders fedre, hvor er de? Og profetene, kan de leve til evig tid?
5Feður yðar _ hvar eru þeir? Og spámennirnir _ geta þeir lifað eilíflega?
6Men mine ord og mine råd, som jeg bød mine tjenere profetene å forkynne, har ikke de nådd eders fedre, så de vendte om og sa: Som Herren, hærskarenes Gud, hadde i sinne å gjøre med oss efter våre veier og våre gjerninger, således har han gjort med oss?
6En orð mín og ályktanir, þau er ég bauð þjónum mínum, spámönnunum, að kunngjöra, hafa þau ekki náð feðrum yðar, svo að þeir sneru við og sögðu: ,,Eins og Drottinn allsherjar hafði ásett sér að gjöra við oss eftir breytni vorri og verkum vorum, svo hefir hann við oss gjört``?
7På den fire og tyvende dag i den ellevte måned, det er måneden sebat, i Darius' annet år, kom Herrens ord til profeten Sakarias, sønn av Berekias, sønn av Iddo, og det lød så:
7Á tuttugasta og fjórða degi hins ellefta mánaðar, það er mánaðarins sebat, á öðru ríkisári Daríusar, kom orð Drottins til Sakaría spámanns Berekíasonar, Iddósonar, svo hljóðandi:
8Jeg hadde et syn om natten: Jeg så en mann som red på en rød hest, og han holdt stille blandt myrtetrærne i dalbunnen; og bak ham var det røde, blakke og hvite hester.
8Ég sá sýn á náttarþeli: mann ríðandi á rauðum hesti, og hafði hann staðnæmst meðal mýrtustrjánna, sem eru í dalverpinu. Að baki honum voru rauðir, jarpir og hvítir hestar.
9Da sa jeg: Hvad er dette, herre? Og engelen som talte med mig, sa til mig: Jeg vil la dig se hvad dette er.
9Og er ég spurði: ,,Hverjir eru þessir, herra minn?`` svaraði engillinn mér, sá er við mig talaði: ,,Ég skal sýna þér, hverjir þeir eru.``
10Da tok mannen som holdt stille blandt myrtetrærne, til orde og sa: Dette er de som Herren har sendt ut for å fare omkring på jorden.
10Þá tók maðurinn, sem staðnæmst hafði meðal mýrtustrjánna, til máls og sagði: ,,Þessir eru þeir, sem Drottinn hefir sent til þess að fara um jörðina.``
11Og de svarte Herrens engel, som holdt stille blandt myrtetrærne, og sa: Vi har faret omkring på jorden og sett at hele jorden er rolig og stille.
11Þá svöruðu þeir engli Drottins, er staðnæmst hafði meðal mýrtustrjánna, og sögðu: ,,Vér höfum farið um jörðina, og sjá, öll jörðin er í ró og kyrrð.``
12Da tok Herrens engel til orde og sa: Herre, hærskarenes Gud! Hvor lenge skal det vare før du forbarmer dig over Jerusalem og Judas byer, som du har vært vred på nu i sytti år?
12Þá svaraði engill Drottins og sagði: ,,Drottinn allsherjar, hversu lengi á því fram að fara, að þú miskunnir þig ekki yfir Jerúsalem og Júdaborgir, er þú hefir nú reiður verið í sjötíu ár?``
13Og Herren svarte engelen som talte med mig, gode og trøstefulle ord.
13Þá svaraði Drottinn englinum, er við mig talaði, blíðum orðum og huggunarríkum,
14Og engelen som talte med mig, sa til mig: Rop ut disse ord: Så sier Herren, hærskarenes Gud: Jeg er såre nidkjær for Jerusalem og Sion,
14og engillinn sem við mig talaði, sagði við mig: ,,Kunngjör og seg: Svo segir Drottinn allsherjar: Ég brenn af mikilli vandlæting vegna Jerúsalem og Síonar
15og såre vred er jeg på de trygge hedningefolk; for jeg var bare litt vred, men de hjalp med til ulykken.
15og ég er stórreiður hinum andvaralausu heiðingjum, sem juku á bölið, þá er ég var lítið eitt reiður.
16Derfor sier Herren så: Jeg vender mig atter til Jerusalem med miskunnhet; mitt hus skal bygges der, sier Herren, hærskarenes Gud, og målesnoren skal strekkes ut over Jerusalem.
16Fyrir því segir Drottinn svo: Ég sný mér aftur að Jerúsalem með miskunnsemi. Hús mitt skal verða endurreist í henni _ segir Drottinn allsherjar _ og mælivaður skal þaninn verða yfir Jerúsalem.Kunngjör enn fremur og seg: Svo segir Drottinn allsherjar: Enn skulu borgir mínar fljóta í gæðum, og enn mun Drottinn hugga Síon og enn útvelja Jerúsalem.``
17Rop atter og si: Så sier Herren, hærskarenes Gud: Ennu en gang skal mine byer flyte over av det som godt er, og Herren skal ennu en gang trøste Sion og ennu en gang utvelge Jerusalem.
17Kunngjör enn fremur og seg: Svo segir Drottinn allsherjar: Enn skulu borgir mínar fljóta í gæðum, og enn mun Drottinn hugga Síon og enn útvelja Jerúsalem.``