1SED imitadores de mí, así como yo de Cristo.
1Verið eftirbreytendur mínir eins og ég er eftirbreytandi Krists.
2Y os alabo, hermanos, que en todo os acordáis de mi, y retenéis las instrucciones mías, de la manera que os enseñé.
2Ég hrósa yður fyrir það, að þér í öllu minnist mín og haldið fast við kenningarnar, eins og ég flutti yður þær.
3Mas quiero que sepáis, que Cristo es la cabeza de todo varón; y el varón es la cabeza de la mujer; y Dios la cabeza de Cristo.
3En ég vil, að þér vitið, að Kristur er höfuð sérhvers manns, maðurinn er höfuð konunnar og Guð höfuð Krists.
4Todo varón que ora ó profetiza cubierta la cabeza, afrenta su cabeza.
4Sérhver sá maður, sem biðst fyrir eða flytur spádóma Guðs og hefur á höfðinu, hann óvirðir höfuð sitt.
5Mas toda mujer que ora ó profetiza no cubierta su cabeza, afrenta su cabeza; porque lo mismo es que si se rayese.
5En sérhver kona, sem biðst fyrir eða flytur spádóma Guðs berhöfðuð, óvirðir höfuð sitt. Það er hið sama sem hún hefði látið krúnuraka sig.
6Porque si la mujer no se cubre, trasquílese también: y si es deshonesto á la mujer trasquilarse ó raerse, cúbrase.
6Ef konan því vill ekki hylja höfuð sitt, þá láti hún klippa sig. En ef það er óvirðing fyrir konuna að láta klippa eða raka hár sitt, þá hafi hún á höfðinu.
7Porque el varón no ha de cubrir la cabeza, porque es imagen y gloria de Dios: mas la mujer es gloria del varón.
7Karlmaður á ekki að hylja höfuð sitt, því að hann er ímynd og vegsemd Guðs, en konan er vegsemd mannsins.
8Porque el varón no es de la mujer, sino la mujer del varón.
8Því ekki er maðurinn af konunni kominn, heldur konan af manninum,
9Porque tampoco el varón fué criado por causa de la mujer, sino la mujer por causa del varón.
9og ekki var heldur maðurinn skapaður vegna konunnar, heldur konan vegna mannsins.
10Por lo cual, la mujer debe tener señal de potestad sobre su cabeza, por causa de los ángeles.
10Þess vegna á konan vegna englanna að bera tákn um yfirráð mannsins á höfði sér.
11Mas ni el varón sin la mujer, ni la mujer sin el varón, en el Señor.
11Þó er hvorki konan óháð manninum né maðurinn konunni í samfélaginu við Drottin,
12Porque como la mujer es del varón, así también el varón es por la mujer: empero todo de Dios.
12því að eins og konan er komin af manninum, svo er og maðurinn fæddur af konunni, en allt er frá Guði.
13Juzgad vosotros mismos: ¿es honesto orar la mujer á Dios no cubierta?
13Dæmið sjálfir: Sæmir það konu að biðja til Guðs berhöfðuð?
14La misma naturaleza ¿no os enseña que al hombre sea deshonesto criar cabello?
14Kennir ekki sjálf náttúran yður, að ef karlmaður ber sítt hár, þá er það honum vansæmd,
15Por el contrario, á la mujer criar el cabello le es honroso; porque en lugar de velo le es dado el cabello.
15en ef kona ber sítt hár, þá er það henni sæmd? Því að síða hárið er gefið henni í höfuðblæju stað.
16Con todo eso, si alguno parece ser contencioso, nosotros no tenemos tal costumbre, ni las iglesias de Dios.
16En ætli nú einhver sér að gjöra þetta að kappsmáli, þá viti sá, að annað er ekki venja vor eða safnaða Guðs.
17Esto empero os denuncio, que no alabo, que no por mejor sino por peor os juntáis.
17En um leið og ég áminni um þetta, get ég ekki hrósað yður fyrir samkomur yðar, sem eru fremur til ills en góðs.
18Porque lo primero, cuando os juntáis en la iglesia, oigo que hay entre vosotros disensiones; y en parte lo creo.
18Í fyrsta lagi heyri ég, að flokkadráttur eigi sér stað á meðal yðar, er þér komið saman á safnaðarsamkomum, og því trúi ég að nokkru leyti.
19Porque preciso es que haya entre vosotros aun herejías, para que los que son probados se manifiesten entre vosotros.
19Víst verður að vera flokkaskipting á meðal yðar, til þess að þeir yðar þekkist úr, sem hæfir eru.
20Cuando pues os juntáis en uno, esto no es comer la cena del Señor.
20Þegar þér komið saman er það ekki til þess að neyta máltíðar Drottins,
21Porque cada uno toma antes para comer su propia cena; y el uno tiene hambre, y el otro está embriagado.
21því að við borðhaldið hrifsar hver sína máltíð, svo einn er hungraður, en annar drekkur sig ölvaðan.
22Pues qué, ¿no tenéis casas en que comáis y bebáis? ¿ó menospreciáis la iglesia de Dios, y avergonzáis á los que no tienen? ¿Qué os diré? ¿os alabaré? En esto no os alabo.
22Hafið þér þá ekki hús til að eta og drekka í? Eða fyrirlítið þér söfnuð Guðs og gjörið þeim kinnroða, sem ekkert eiga? Hvað á ég að segja við yður? Á ég að hæla yður fyrir þetta? Nei, ég hæli yður ekki.
23Porque yo recibí del Señor lo que también os he enseñado: Que el Señor Jesús, la noche que fué entregado, tomó pan;
23Því að ég hef meðtekið frá Drottni það, sem ég hef kennt yður: Nóttina, sem Drottinn Jesús var svikinn, tók hann brauð,
24Y habiendo dado gracias, lo partió, y dijo: Tomad, comed: esto es mi cuerpo que por vosotros es partido: haced esto en memoria de mí.
24gjörði þakkir, braut það og sagði: ,,Þetta er minn líkami, sem er fyrir yður. Gjörið þetta í mína minningu.``
25Asimismo tomó también la copa, después de haber cenado, diciendo: Esta copa es el nuevo pacto en mi sangre: haced esto todas las veces que bebiereis, en memoria de mí.
25Sömuleiðis tók hann og bikarinn eftir kvöldmáltíðina og sagði: ,,Þessi bikar er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði. Gjörið þetta, svo oft sem þér drekkið, í mína minningu.``
26Porque todas las veces que comiereis este pan, y bebiereis esta copa, la muerte del Señor anunciáis hasta que venga.
26Svo oft sem þér etið þetta brauð og drekkið af bikarnum, boðið þér dauða Drottins, þangað til hann kemur.
27De manera que, cualquiera que comiere este pan ó bebiere esta copa del Señor indignamente, será culpado del cuerpo y de la sangre del Señor.
27Hver sem etur brauðið eða drekkur bikar Drottins óverðuglega, verður þess vegna sekur við líkama og blóð Drottins.
28Por tanto, pruébese cada uno á sí mismo, y coma así de aquel pan, y beba de aquella copa.
28Hver maður prófi sjálfan sig og eti síðan af brauðinu og drekki af bikarnum.
29Porque el que come y bebe indignamente, juicio come y bebe para sí, no discerniendo el cuerpo del Señor.
29Því að sá sem etur og drekkur án þess að dæma rétt um líkamann, hann etur og drekkur sjálfum sér til dóms.
30Por lo cual hay muchos enfermos y debilitados entre vosotros; y muchos duermen.
30Fyrir því eru svo margir sjúkir og krankir á meðal yðar, og allmargir deyja.
31Que si nos examinásemos á nosotros mismos, cierto no seríamos juzgados.
31Ef vér dæmdum um sjálfa oss, yrðum vér ekki dæmdir.
32Mas siendo juzgados, somos castigados del Señor, para que no seamos condenados con el mundo.
32En fyrst Drottinn dæmir oss, þá er hann að aga oss til þess að vér verðum ekki dæmdir sekir ásamt heiminum.
33Así, que, hermanos míos, cuando os juntáis á comer, esperaos unos á otros.
33Fyrir því skuluð þér bíða hver eftir öðrum, bræður mínir, þegar þér komið saman til að matast.Ef nokkur er hungraður, þá eti hann heima, til þess að samkomur yðar verði yður ekki til dóms. Annað mun ég segja til um, þegar ég kem.
34Si alguno tuviere hambre, coma en su casa, porque no os juntéis para juicio. Las demás cosas ordenaré cuando llegare.
34Ef nokkur er hungraður, þá eti hann heima, til þess að samkomur yðar verði yður ekki til dóms. Annað mun ég segja til um, þegar ég kem.