1NO reprendas al anciano, sino exhórtale como á padre: á los más jóvenes, como á hermanos;
1Ávíta þú ekki aldraðan mann harðlega, heldur áminn hann sem föður, yngri menn sem bræður,
2A las ancianas, como á madres; á las jovencitas, como á hermanas, con toda pureza.
2aldraðar konur sem mæður, ungar konur sem systur í öllum hreinleika.
3Honra á las viudas que en verdad son viudas.
3Heiðra ekkjur, sem í raun og veru eru ekkjur.
4Pero si alguna viuda tuviere hijos, ó nietos, aprendan primero á gobernar su casa piadosamente, y á recompensar á sus padres: porque esto es lo honesto y agradable delante de Dios.
4En ef einhver ekkja á börn eða barnabörn, þá læri þau fyrst og fremst að sýna rækt eigin heimili og endurgjalda foreldrum sínum, því að það er þóknanlegt fyrir augliti Guðs.
5Ahora, la que en verdad es viuda y solitaria, espera en Dios, y es diligente en suplicaciones y oraciones noche y día.
5Sú sem er í raun og veru ekkja og er orðin munaðarlaus, festir von sína á Guði og er stöðug í ákalli og bænum nótt og dag.
6Pero la que vive en delicias, viviendo está muerta.
6En hin bílífa er dauð, þó að hún lifi.
7Denuncia pues estas cosas, para que sean sin reprensión.
7Brýn þetta fyrir þeim, til þess að þær séu óaðfinnanlegar.
8Y si alguno no tiene cuidado de los suyos, y mayormente de los de su casa, la fe negó, y es peor que un infiel.
8En ef einhver sér eigi fyrir sínum, sérstaklega heimilismönnum, þá hefur hann afneitað trúnni og er verri en vantrúaður.
9La viuda sea puesta en clase especial, no menos que de sesenta años, que haya sido esposa de un solo marido.
9Ekkja sé ekki tekin á skrá yfir ekkjur nema hún sé orðin fullra sextíu ára, eingift
10Que tenga testimonio en buenas obras; si crió hijos; si ha ejercitado la hospitalidad; si ha lavado los pies de los santos; si ha socorrido á los afligidos; si ha seguido toda buena obra.
10og lofsamlega kunn að góðum verkum. Hún verður að hafa fóstrað börn, sýnt gestrisni, þvegið fætur heilagra, hjálpað bágstöddum og lagt stund á hvert gott verk.
11Pero viudas más jóvenes no admitas: porque después de hacerse licenciosas contra Cristo, quieren casarse.
11En tak ekki við ungum ekkjum. Þegar þær verða gjálífar afrækja þær Krist, vilja giftast
12Condenadas ya, por haber falseado la primera fe.
12og gerast þá sekar um að brjóta sitt fyrra heit.
13Y aun también se acostrumbran á ser ociosas, á andar de casa en casa; y no solamente ociosas, sino también parleras y curiosas, hablando lo que no conviene.
13Og jafnframt temja þær sér iðjuleysi, rápandi hús úr húsi, ekki einungis iðjulausar, heldur einnig málugar og hlutsamar og tala það, sem eigi ber að tala.
14Quiero pues, que las que son jóvenes se casen, críen hijos, gobiernen la casa; que ninguna ocasión den al adversario para maldecir.
14Ég vil því að ungar ekkjur giftist, ali börn, stjórni heimili og gefi mótstöðumanninum ekkert tilefni til illmælis.
15Porque ya algunas han vuelto atrás en pos de Satanás.
15Nokkrar hafa þegar horfið frá til fylgis við Satan.
16Si algún fiel ó alguna fiel tiene viudas, manténgalas, y no sea gravada la iglesia; á fin de que haya lo suficiente para las que de verdad son viudas.
16Ef trúuð kona á fyrir ekkjum að sjá, skal hún sjá fyrir þeim, og eigi hafi söfnuðurinn þyngsli af, til þess að hann geti veitt hjálpina þeim, sem ekkjur eru og einstæðar.
17Los ancianos que gobiernan bien, sean tenidos por dignos de doblada honra; mayormente los que trabajan en predicar y enseñar.
17Öldungar þeir, sem veita góða forstöðu, séu hafðir í tvöföldum metum, allra helst þeir sem erfiða í orðinu og í kennslu.
18Porque la Escritura dice: No embozarás al buey que trilla; y: Digno es el obrero de su jornal.
18Því að ritningin segir: ,,Þú skalt ekki múlbinda uxann, er hann þreskir`` og ,,verður er verkamaðurinn launa sinna.``
19Contra el anciano no recibas acusación sino con dos ó tres testigos.
19Tak þú ekki við kæru gegn öldungi, nema tveir eða þrír vottar beri.
20A los que pecaren, repréndelos delante de todos, para que los otros también teman.
20Ávíta brotlega í viðurvist allra, til þess að hinir megi hafa ótta.
21Te requiero delante de Dios y del Señor Jesucristo, y de sus ángeles escogidos, que guardes estas cosas sin perjuicio de nadie, que nada hagas inclinándote á la una parte.
21Ég heiti á þig fyrir augliti Guðs og Krists Jesú og hinna útvöldu engla, að þú gætir þessa án nokkurs fordóms og gjörir ekkert af vilfylgi.
22No impongas de ligero las manos á ninguno, ni comuniques en pecados ajenos: consérvate en limpieza.
22Eigi skalt þú fljótráðið leggja hendur yfir nokkurn mann. Tak eigi heldur þátt í annarra syndum, varðveit sjálfan þig hreinan.
23No bebas de aquí adelante agua, sino usa de un poco de vino por causa del estómago, y de tus continuas enfermedades.
23Ver þú ekki lengur að drekka vatn, heldur skalt þú neyta lítils eins af víni vegna magans og veikinda þinna, sem eru svo tíð.
24Los pecados de algunos hombres, antes que vengan ellos á juicio, son manifiestos; mas á otros les vienen después.
24Syndirnar hjá sumum mönnum eru í augum uppi og eru komnar á undan, þegar dæma skal. En hjá sumum koma þær líka á eftir.Á sama hátt eru góðverkin augljós, og þau, sem eru það ekki, munu ekki geta dulist.
25Asimismo las buenas obras antes son manifiestas; y las que son de otra manera, no pueden esconderse.
25Á sama hátt eru góðverkin augljós, og þau, sem eru það ekki, munu ekki geta dulist.